Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 36

Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. AF „vorkunnsemi“ við mig gerir Eysteinn G. Gíslason tilraun, 2.11. til að svara grein minni sem birtist í Morgunblaðinu þann 5.10. Eftir afar langdreginn inngang fer bréfritari beint út í móa þar sem hann dvelur svo nær allt bréfið við fortíð- arsögur, með smáviðkomu í útúr- snúningum og rangtúlkunum á þess- ari minni grein. Ég veit ekki hvort það stafar af al- mennri lesblindu í sveitum landsins eða hreinum kvikindisskap að fólk rangtúlkar og snýr út úr því sem ég hef sett á prent í sambandi við land- búnaðarmál í dag. Ætla ég að vinda mér beint í að leiðrétta bréfritara. 1. Í sambandi við nýliðun í bænda- stétt nota ég orðin „að svo stöddu“. Þessi orð þýða ekki „um alla framtíð“. 2. Þótt ég tali um „fækkun bænda og fjár“ þýðir það ekki að „útrýma þeim“. 3. Offramleiðsla á heyi í ræktuðu túni á ekkert skylt við ofbeit og gróð- ureyðingu á óræktuðu landi. 4. Ég hef aldrei ásakað forfeður okkar um landeyðingu, þvert á móti bent á að liðið sé liðið og ekkert við fá- fræði og neyð fyrri alda að gera (né veðri og vindum). En nú er öldin önn- ur og tími lausagöngu búfjár ætti að vera löngu liðinn. 5. Ég hef aldrei nefnt einu orði að íslenskur landbúnaður ætti að líða undir lok, heldur að tími sé til kominn að fækka fé og reyndar hestum líka, vegna offramleiðslu á kjöti og gróð- ureyðingu og koma svo restinni af skepnunum í beitarhólf, svo landið fái tækifæri til að græða upp öll sín svöðusár á hinni grænu kápu og end- urheimta eitthvað af fyrri klæðum. Það er með ólíkindum hvað menn umsnúa því sem ég hef sagt og gera mér upp hugsanlegar aðgerðir, með- vitað eða ómeðvitað. Málið snýst nefnilega ekki um hvað ég vil hugs- anlega gera, heldur mótmæli mín gegn; beingreiðslum, offramleiðslu á kjöti, af- og ofbeit og gróðureyðingu. Hvað vilja menn gera í þessu sam- bandi? Viðhalda þessu ástandi eða breyta því? Svo langar mig til að upp- fræða bréfritara og aðra bændur um, að sina er hið besta mál. Fyrir það fyrsta ver hún jörðina gegn frostlyft- ingum og með tímanum breytist hún í næringarríka mold sem veldur þykknun á jarðvegi. Títtnefndur bréf- ritari er svo aldeilis hissa á að ég skuli vera svona óskaplega viðkvæm fyrir sjónmengun, þó sérstaklega þessari nýju snjóhvítu „klósettrúllumenn- ingu“ sem nú þegar er við það að kaf- færa marga bæi. Hans vandamál. Við erum þó sammála um eitt atriði, nefnilega möguleikanum á að fara yfir í aðra liti á plastinu því arna. Að lokum endar svo bréfritari úti í mýri eins og kötturinn forðum, þar sem hann er farinn að pæla í hugs- anlegri arðvænlegri framleiðslu á vopnum og klámblöðum! En málefnin gleymdust. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi. Ala fjárbændur önn fyrir íslenskri þjóð! Frá Margréti Jónsdóttur á Akra- nesi, svar til Eysteins G. Gísla- sonar, Skáleyjum á Breiðafirði melteigur@simnet.is ÞAÐ er mikið áfall að heyra fréttir af flokksþingi Samfylkingarinnar um heilbrigðismál. Fram að þessu hef ég talið að kominn væri flokkur sem gæti veitt Sjálfstæðisflokknum verðuga keppni á sínum eigin forsendum, en það kemur betur og betur í ljós að þeir ætla að keppa á sömu forsendum þ.e. forsendum Sjálfstæðisflokksins. Ég hef reyndar talið að það væri meira en nóg að hafa einn Sjálfstæð- isflokk. Ég er sannfærður um það að Össur veit alveg eins og ég út á hvað einkarekstur gengur. Ef ekki þá get ég upplýst hann um það að einka- rekstur gengur út að það að ná fram eins miklum hagnaði og kostur er, með eins litlum tilkostnaði og kostur er, með öllum tiltækum ráðum, sem er mjög gott ef ekki væri um heil- brigðiskerfi að ræða. Við skulum að- eins skoða hvað það þýðir. Það mun líklega byrja á „endur- skipulagningu á starfsmannahaldi“ eins og venja er þegar ríkisfyrirtæki eru seld. Starfsfólki verður fækkað, sem þýðir lakari þjónusta og meira álag á það fólk sem eftir verður, sem þýðir aftur auknar líkur á mistökum, og röngum sjúkdómsgreiningum, lengri biðlista sem kallar aftur á kröfu um meira fjármagn, og ef greitt verð- ur eftir komufjölda sjúklinga þarf bara að líta til Bandaríkjanna til að sjá afleiðingar af því. Lægri lyfja- kostnað sem þýðir líklega verri lyf og minni lyfjagjöf sem er kannski í lagi í einhverjum tilvikum, en þýðir vænt- anlega um leið verri líðan fólks og tek- ið er seinna á sjúkdómum með til- heyrandi vandamálum. Eins og fólk veit er gegndarlaus krafa um hagnað hjá einka- og hlutafélögum, sem er kannski allt í lagi í öðrum rekstri, en ekki í heilbrigðisgeiranum. Og ef hagnaður verður gengur hann ekki til fólksins í landinu, heldur til yfir- stjórnar vegna „góðs reksturs“ burt- séð frá hvernig fólki líður. Össur hefur verið iðinn við að vísa til þess að hann sé að tala um einka- rekstur en ekki einkavæðingu. Hvað heldur maðurinn að við almenningur séum? Flest fólk veit að það eru mjög óljós mörk á einkarekstri og einka- væðingu, það lítið skref að fólk tekur ekki eftir því fyrr en allt í einu að það uppgötvar að það er að greiða sömu skattaprósentu en þarf líka að greiða allan lyfja- og lækniskostnað. Það er margt fleira sem segja mætti um þetta en að lokum vil ég segja að hungrið í völd má ekki verða það mikið að það stofni heilsu og jafn- vel lífi almennings í hættu. ÞÓRHALLUR ÞÓRHALLSSON, Smárahlíð 22, 603 Akureyri. Samfylkingin og heilbrigðiskerfið Frá Þórhalli Þórhallssyni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.