Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 46

Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 46
ÞRETTÁNDA Djasshátíð Reykjavíkur verður sett í dag kl. 17 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á boð- stólum eru innlend atriði sem útlend; sigldir djassleikarar sem óreyndari, sem reyna sig við sígildan djass, jaðarbundinn og allt þar á milli. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrsta hátíðin var haldin 1991 að því er fram kemur í spjalli við Friðrik Theodórsson, fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar til fjögurra ára. „Stjórn djassdeildar FÍH er svona regn- hlífin yfir hátíðina,“ útskýrir Friðrik. „Ég hef setið í stjórn hátíðarinnar öll ár hennar þannig að ég var öllum innviðum kunnugur er ég tók við framkvæmdastjórninni.“ Friðrik heldur úti heimasíðu vegna hátíð- arinnar og gefur reglulega út fréttabréf um djass. Hann segist leggja áherslu á gott og mikið upplýsingaflæði en fréttabréfið er sent út allan ársins hring og nær því eðlilega langt út fyrir hátíðina sem slíka en fjallað er vítt og breitt um það sem er að gerast í djassmenn- ingu landans. Hátíðin hófst sem fyrr segir árið 1991 og þá var hún í formi Norrænna útvarpsdjassdaga. „Það var Ríkisútvarpið sem stóð fyrir þeim dögum,“ segir Friðrik. „Þetta þótti heppnast svo vel að djassdeild FÍH sóttist eftir sam- starfi við Útvarpið um að halda þessu áfram. Fyrir fjórum árum síðan dró Ríkisútvarpið sig út úr samstarfinu og við höfum séð um þetta sjálfir síðan en njótum góðrar aðstoðar Reykjavíkurborgar.“ Friðrik segir að ákveðin meginmarkmið liggi til grundvallar hátíðinni: „Í fyrsta lagi er það að gefa íslenskum djassleikurum tækifæri. Í öðru lagi að fá hingað erlenda djassara til að spila, bæðieina sér og með íslenskum spil- urum. Og svo að sjálfsögðu að auka vitund al- mennings fyrir djasstónlistinni.“ Vegna hátíðarinnar eru komnir hingað til lands útsendarar frá sjónvarpsstöðinni BET Jazz Channel í Bandaríkjunum. Stöðin er dótt- urfyrirtæki Viacom-risans og einbeitir sér að miðlun skemmtiefnis í sjónvarpi en einnig gef- ur fyrirtækið út geisla- og mynddiska. Stöðin hefur verið að víkka út sjóndeildarhringinn að undanförnu og kom hingað í fyrsta skipti í fyrra og tók þá upp efni og gerði þætti úr. BET er í dag komið í gott samstarf við hátíðina sem efalaust verður íslenskri djassmenningu til enn frekari framdráttar. Hér á eftir fer stutt kynning á þeim atriðum sem í boði verða. ISFO tríó Leiðtogi er færeyski bassaleikarinn Edvard Nyholm Debess. Tríóið hét áður GRISFO, en þá var Bandaríkjamaðurinn Jim Milne, sem búsettur er á Grænlandi, meðlimur. Nú munu þeir Sigurður Flosason og Kjartan Valdemars- son leika með Edvard en á efnisskránni eru bæði frumsamin lög og þjóðlög. [Nasa, mið., kl. 20.30] Tríó Thomasar Clausen Thomas Clausen er með fremstu djasspíanó- leikurum Evrópu og hefur leikið með kanónum á borð við Dexter Gordon og Palle Mikkelborg. Með honum koma fram bassaleikarinn Jesper Lundgaard og rymbillinn Peter Danemo. [Nasa, mið., kl. 22.00] Wijnen/Winter/Thor Tríó Gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson hefur verið við nám í Hollandi og kemur hing- að með tvo þarlenda spilara, þá Bob Vijnen og Rene Winter. Tónlistin er djassfönk þar sem Hammondinn fær að njóta sín. [Nasa, fim., kl. 20.30] Nordic Heart Verkefni leitt af söngkonunum Kristjönu Stefánsdóttur og hinni dönsku Birgitte Lyre- gaard. Við undirleik erlendra og innlendra spilara leita þær á Norrænar slóðir í lagavali og ljá smíðunum þjóðlegan blæ. [Nasa, fim., kl. 22.00] Ómar Guðjónsson Hefur um nokkra hríð verið í framvarðasveit ungra og framsækinna djassara og starfað með sveitum á borð við Flís og H.O.D. Á hátíð- inni kynnir hann nýja sólóplötu sína Varma land. Með honum leika bróðir hans, Óskar, Helgi Svavar Helgason og Þórður Högnason. [Nasa, fös., kl. 20.30] Martha Brooks Kanadabúi af íslenskum ættum og kemur frá Winnipeg, studd þremur meðspilurum. Hún er rithöfundur en hefur hins vegar nostr- að meira við djassinn undanfarið. Nýjasti hljómdiskur hennar, Change of Heart, hefur fengið lofs- verða dóma. [Nasa, fös., kl. 22.00] Hljómsveit Ragnheiðar Gröndal Þessi unga söngkona hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli að undanförnu. Hún sér um hinn vin- sæla hádegisdjass þetta árið en með henni verða bróðir hennar Haukur, gítarleikarinn Jón Páll Bjarnason, Róbert Þórhallsson og Eric Qvick trymbill. [Hótel Borg, lau., kl. 12.00] Raddir þjóðar Samnefndur diskur þeirra Sigurðar Flosa- sonar og Péturs Grétarssonar hefur fengið frá- bæra dóma, en þar blanda þeir saman djass- spuna og upptökum af röddum Íslendinga. Verkið ber í þetta skiptið undirtitilinn Boli, boli bankar á dyr. [Þjóðminjasafnið, lau., kl. 17.00] Hilmar Jensson Vafalaust einn af mikilsverðustu jaðardjass- listamönnum landsins kynnir á hátíðinni glæ- nýjan disk, Ditty Blei. Honum til aðstoðar verða Herb Robertsson, Andrew D’Angelo, Trevor Dunn og trommuundrið Jim Black. [Nasa, lau., kl. 20.30] Stern/Thoroddsen kvartettinn Leni Stern, gítarleikari og söngvari, er þýsk og hefur gefið út plötur frá 1985. Hún byrjaði hins vegar ekki að syngja fyrr enn 1997. Mað- ur hennar er gítarleikarinn Mike Stern sem hefur í áranna rás þróað afar persónulegan stíl í djassgítarleik. Nýjasta verk Leni heitir Fin- ally the Rain Has Come (2002) þar sem gestir eru m.a. gítarleikararnir Bill Frisell og John McLaughlin og saxófónleikarinn Michael Brecker. [Nasa, lau., kl. 22.00] Jagúar Ekki að ósekju nefnt hrynheitasta band landsins og því við hæfi að Samúel Jón og fé- lagar fönki fram á nótt þetta kvöld og haldi uppi dansleik hátíðarinnar. Má líka eiga von á nýju efni þar sem sveitin er með þriðju breið- skífuna í burðarliðnum um þessar mundir. [Nasa, lau., kl. 00.00] Björn Thoroddsen: Djassmessa Einn kunnasti djassgítarleikari þjóðarinnar hefur unnið að þessu verkefni um langt skeið ásamt séra Sigurjóni Árna Eyjólfssyni. Síð- arnefndi mun þjóna fyrir altari og gera grein fyrir hugmyndum Lúthers um tónlist. [Kópavogskirkja, sun., kl. 11.00] Jensen/Ásgeirsson tríó Kanadískt og danskt blóð rennur um æðar Ingrid Jensen trompetleikara sem er í dag tal- in vera einn fremsti trompetleikari sinnar kyn- slóðar. Hæfileikar hennar eru ótvíræðir og varð hún prófessor í tónlistarkennslu aðeins 25 ára. B3 tríó, sem Agnar Már Magnússon stýrir, ætlar að leika með henni. [Hótel Borg, sun., kl. 15.00] New York Voices ásamt Stórsveit Reykjavíkur Söngsveit sem ber kyndil Manhattan Trans- fer sem vinsælasti söng-djasshópur heimsins. Hér á landi syngja þau með Stórsveit Reykja- víkur og slíta hátíðinni þannig með glæsibrag. [Austurbær, sun., kl. 20.30] Höfuðstaður í sveiflu New York Voices slíta hátíðinni á sunnudaginn. www.reykjavikjazz.com arnart@mbl.is Djasshátíð Reykjavíkur 4.–9. nóvember 46 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4. með ísl. tali. Miðav erð kr. 50 0 BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN!  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ 4. myndin frá Quentin Tarantino Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. kl. 6 og 9. B.i. 16. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 8. B.i. 16. TOPP MYNDIN Í USA! Stærsta grínmynd ársins! Þú deyrð úr hlátri enn og aftur! Stærsta október opnun allra tíma í USA!  ÞÞ FBL „Frábær mynd“ Yfir 20.000 gestir TOPP MYND IN Á ÍSL ANDI Sýnd kl. 8. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. Sýnd kl. 10.10. B.i. 16 ára. 4 myndin fráQuentin Tarantino BLÓÐBAÐIÐ ER BYRJAÐ Sýnd kl. 6. Skonrokk FM909  Kvikmyndir.com HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ „Frábær mynd“  ÞÞ FBL Þú deyrð úr hlátri enn og aftur! Stærsta október opnun allra tíma í USA! Stærsta grínmynd ársins! Miðav erð kr. 50 0 Yfir 20.000 gestir TOPP MYND IN Á ÍSLA NDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.