Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 19
inn og aðgerðir hans fyrir ráðstefnugestum og kom m.a. fram í máli hans að konur hefðu verið 2⁄3 styrkþega sjóðsins á yfir- standandi ári, enda vandað til umsókna og áhugaverð verkefni á ferð. Sagði hann þar mestu skipta að konur væru oft í forsvari fyrirtækja í ferðaþjónustu sem hefðu verið að sækja í sig veðrið síðustu ár. Um næstu helgi verður síðan ráðstefna og sýning í Borgarnesi, en þar verður viðfangs- efnið konur í jaðarbyggðum. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Forvitnilegt: Hörvinnsla Ingibjargar Styrgerðar Haraldsdóttur vakti athygli. Hún ræktar hör og feygir og notar hann síðan til að vefa listaverk. þjónustu SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 19 Borgarnesi | Tónlistarskóli Borgarfjarðar hefur eignast húsið við Borgarbraut 23 sem áður hýsti Borgarnessapótek, en síðasti eig- andi var Lyfja hf. Skrifað var undir kaup- samning á húseiginni sl. föstudag og lyklar afhentir um leið. Þetta eru merk tímamót í sögu skólans sem hefur frá upphafi verið á húsnæðishrakhól- um. Tónlistarskólinn var stofnaður 7. sept- ember árið 1967 og sveitarfélög að honum eru Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvít- ársíðan og Skorradalshreppur. Kennsla hefur hingað til farið fram í grunnskólum sveitarfélaganna og jafnvel heima hjá kennurum. Alls kenna 10 manns við skólann og nemendur eru 247. Nú skapast algjörlega ný aðstaða bæði hvað varðar kennslu, tónfundi og almennt tónleikahald. Húsið er um 320 fm á tveimur hæðum og gert er ráð fyrir tónleikasal á neðri hæðinni. Þar eru einnig tvö herbergi og á efri hæð verða fjögur kennsluherbergi. Theódóra Þorsteins- dóttir skólastjóri fær nú í fyrsta sinn skrif- stofuaðstöðu. Ekki er reiknað með að það þurfi að gera miklar breytingar áður en húsið kemst í gagnið. Tónlistarskóli Borgarfjarðar loksins á leið í eigið húsnæði Morgunblaðið/Guðrún Vala Öðlast nýtt hlutverk: ,,Gamla apótekið“ við Borgarbraut 23 sem hýsa mun tónlistarskólann. Skrifað undir kaupsamninginn: Frá vinstri Þórir Páll Guðjónsson, formaður skólanefndar tón- listarskólans, Ingi Guðjónsson frá Lyfju og Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri. Keflavík | „Þetta er ógeðslega gaman, verst að hafa ekki byrjað fyrr í kór,“ segir Hjalti Stein- ar Guðmundsson sem syngur í kór Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Kórinn heldur sína fyrstu opinberu tónleika á morgun, fimmtudag. Kór FS var endurvakinn eftir síðustu ára- mót og var Kjartan Már Kjartansson fenginn til þess að annast kórstjórn. „Við ætlum að gefa okkur fimm ár til þess að byggja kórinn upp,“ segir Kjartan Már. Í vor tóku tólf nem- endur þátt í kórstarfinu en eru nú orðnir á milli fjörutíu og fimmtíu. „Þetta eru frábærir krakkar og starfið með þeim hefur verið ein- tómt gaman,“ segir Kjartan sem er lærður tónlistarkennari þótt hann hafi verið við önnur störf síðustu árin. Að sögn Kjartans eru kórarnir tveir. Kór 1 er opinn öllum. Í honum eru um 40 nemendur og tilgangurinn er að gefa öllum sem vilja tækifæri til að syngja í kór og hafa gaman af því. Í kór 2 eru um 15 nemendur sem valdir hafa verið úr hópnum. Gerðar eru meiri kröfur til þeirra og verkefnin erfiðari. Fær útrás í söngnum Ég hef alltaf haft gaman af því að syngja og var með í fyrravetur,“ segir Bergný Bald- ursdóttir sem syngur með kór 1. Hún er að læra píanóleik og söng í tónlistarskóla og hef- ur sungið í kórum Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar. Hún segist fá mikla útrás í söngnum og getur ekki hugsað sér að vera án hans. Hjalti Steinar Guðmundsson segir að hann og vinir hans hafi ákveðið að sjá hvernig það væri að vera í kór þegar þeir sáu kórinn aug- lýstan í haust. Og þeir hafa ekki orðið fyrir vonbrigðum, skemmta sér konunglega í þess- um félagsskap. Segir Hjalti verst að hafa ekki byrjað fyrr. „Það hefur sýnt sig að ekki þurfa allir kórar að vera eins og kirkjukórar, þeir geta líka verið skemmtilegir,“ segir Hjalti. Hann er aftur byrjaður í tónlistarskóla eftir nokkurt hlé þar sem hann lærir trommuleik og syngur auk þess og spilar í Gleðisveit Hjalta. „Við erum nýbyrjaðir og erum líka að fíflast í þessu,“ segir Hjalti. Tónleikar Kórs Fjölbrautaskóla Suðurnesja verða í sýningarsal Listasafns Reykjanes- bæjar í Duus-húsum í Keflavík annað kvöld, fimmtudag, klukkan 20.30. Á dagskránni verða tólf lög, fyrst syngur kór 2 nokkur lög og síðan allur hópurinn. Kynnir er Jóna Guðný Þór- hallsdóttir og Sigrún Gróa Magnúsdóttir og Guðbrandur Einarsson leika undir. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eintóm skemmtun: Kjartan Már Kjartansson stjórnandi og kórfélagar njóta hverrar mínútu á söngæfingunum í Fjölbrautaskólanum. „Verst að hafa ekki byrjað fyrr í kór“ Keflavík | Foreldrar barna í Holtaskóla eru uggandi um öryggi barna sinna. Segir í bréfi foreldraráðs til bæjarráðs Reykjanesbæjar að nokkrum sinnum hafi legið við stórslysi í haust. Farið er fram á tafarlausar úrbætur. Fram kemur að aðstæður við skólann hafi breyst mjög í haust með starfrækslu líkams- ræktarstöðvar í sundmiðstöðinni sem er í næsta nágrenni Holtaskóla. Segja foreldrarnir að iðkendur í líkamsræktarstöðinni virðist ekki nýta sér bílastæði neðan sundmiðstöðvarinnar, eins og ætlast sé til, heldur leggi þeir ökutækj- um sínum hér og þar í nágrenni inngangs sundlaugarinnar, meðal annars á gangstéttum, við strætisvagnastoppistöð og raunar hvar sem smuga finnist. „Við þessar aðstæður þrengir mjög að innkeyrslu að skólanum, sem var nógu þröng fyrir, og skapast mikil hætta þegar for- eldrar eru að skila af sér börnum sínum, bakk- andi bílstjórar alls staðar, börn á gangi í myrkri og rigningu snemma morguns og ef- laust aðeins tímaspursmál hvenær einhver slasast,“ segir í bréfinu. Foreldraráðið leggur til að bílastæði fyrir framan skólann verði lokað og í stað þess komi hringtorg þar sem foreldrar geti skilað af sér börnum sínum. Á móti mætti útbúa bílastæði fyrir kennara á malarvellinum sem lítið sé not- aður. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur óskað eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs bæjarins um erindi foreldraráðsins. Viðar Már Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri sviðsins, tekur undir með foreldraráðinu og segir að verið sé að reyna að finna lausn á aðkomu að Holta- skóla, fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Tekur hann fram að lóðin sé lítil og staðan því nokkuð þröng. Viðar Már segir að verið sé að athuga mögu- leika á að breyta lóðinni og koma upp snún- ingsmöguleika fyrir bíla. Jafnframt sé litið til frambúðarlausnar í tengslum við ný bílastæði fyrir Fjölbrautaskólann og við nýja sundlaug sem fyrirhugað er að reisa. Til stendur að stækka Holtaskóla á næsta ári og lýsir foreldraráðið yfir ánægju með þær hugmyndir sem kynntar hafa verið um aðkomu ökutækja í tengslum við þá framkvæmd. Legið hefur við stórslysum í haust Reykjanesbæ | Yfir 80% allra tólf ára barna í Reykjanesbæ stunda íþróttir, samkvæmt samantekt Íþróttabandalags Reykjanesbæjar sem birt er á heimasíðu bandalagsins. Er þetta hærra hlutfall en gengur og gerist í stærri sveitarfélögum landsins. Íþróttabandalagið fylgist með íþróttaiðkun barna og unglinga hjá íþróttafélögunum í bænum. Við uppgjör síðasta tímabils, sem nær frá 1. september 2002 til sama tíma 2003 kom í ljós að íþróttaiðkun hefur aukist mjög frá árinu á undan, yfirleitt um eða yfir 10% hjá hverjum árgangi. Tekið er fram að skrán- ing hafi verið að batna og nú sé safnað gögn- um um fjölmarga vel heppnaða íþróttaskóla sem haldnir eru fyrir börnin. Mest er íþróttaþátttakan hjá 12 ára börn- um. Af 160 börnum í þeim árgangi stunduðu 132 íþróttir, eða 82,5%. Íþróttabandalagið tekur fram að hugsanlega geti iðkendur úr öðrum sveitarfélögum skekkt hlutfallstöluna en telur óhætt að fullyrða að hlutfallið sé um 80%.    80% tólf ára barna stunda íþróttir Útaf í hálku | Ökumaður bifreiðar var fluttur á sjúkrahús eftir að bifreið hans hafnaði utan vegar á Reykjanesbraut til móts við Hvassa- hraun um hádegisbil í gær. Talið er að ökumaðurinn hafi misst vald á bifreiðinni í hálku með þeim afleiðingum að hún fór að minnsta kosti eina veltu, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Hátt er fram af veg- kantinum þar sem bíllinn fór útaf. Ökumað- urinn sem var einn á ferð var með rænu og steig sjálfur út úr bifreiðinni en hann var flutt- ur með sjúkrabifreið á Landspítala-Háskóla- sjúkrahús. Bifreiðin var fjarlægð með krana.    Órafmögnuð vegavinna | Hera, Santiago og Geir Harðar eru að hefja tónleikaferð um landið. Halda þau tónleika á sex stöðum og þá fyrstu í Reykjanesbæ næstkomandi fimmtu- dagskvöld. Evrópusamtökin European Roadworks Music standa að tón- leikunum. Þau vinna að því að efla kynn- ingu á ungum söngv- urum og lagahöf- undum. Hera, Santiago og Geir Harðar voru valin úr hópi umsækjanda á Íslandi til að taka þátt í verkefninu og munu þau ferðast saman um landið á næstunni en lokatónleikar þeirra verða í Reykjavík 27. nóvember. Tónleikarnir í Reykjanesbæ verða á Castró bar fimmtudaginn 6. nóvember kl. 22. Heima- hljómsveitin Pogono Trails kemur einnig fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.