Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 17  ! "! /$   ("   # $%&'   (    )  *  (+  ,   -  *.(  !" (! +#$ +  012$'3$4 5 ' 6.     .  )    *      7+ 8-   * *.   .  012$'3$4  .    9-      . *  + 5   + (  )   .6  + .6          )! * +! /  #  0  1 2 .:   +   ;  +. * (6  . +   $   - ) * / 5 . % .  < *<  ;   / 5  , 6   . *  %2$   ) . ;  5 / &      =  7(6 ;      .:    ; +. * (6  . +   5 3  4 +#$            !  " # $ %  &       ,  -  . - / /  00 )    / 12# '''"!" Breiðholti | Þemadagar voru haldnir í Selja- skóla í síðustu viku og var viðfangsefnið „Ræt- ur okkar eða uppruni“. Allir nemendur skólans unnu að þemanu á fjölbreyttan hátt. Margir hópar gerðu ættartré og nemendur í áttunda bekk smíðuðu til dæmis sitt eigið ætt- artré og settu nafn sitt, foreldra og forfeðra á ákveðna staði í trénu. Nemendur í fjórða bekk gerðu tré úr pappír og hengdu upp á vegg, með mynd af sér á því og töldu síðan upp for- feður sína á greinunum. Í sumum hópum völdu nemendur sér einhvern ákveðinn forföður, fengu upplýsingar um hann heima og skrifuðu um lífsferil hans og störf. Margir foreldrar voru búnir að undirbúa börn sín vel með því að skrifa upp eða prenta út föður- og móðurætt þeirra. Einnig áttu nemendur að afla sér upp- lýsinga heima um einstakling í ættinni þeirra sem væri þekktur Íslendingur. Kom á óvart hversu margir merkir Íslendingar skutu upp kollinum. Matur forfeðranna var einnig viðfangsefni þemadaganna. Bakaðar voru flatkökur, part- ar, kleinur og pönnukökur að hætti ömmu og langömmu. Yngstu bekkir höfðu einnig hlað- borð, þar sem hver nemandi kom með þjóð- legan mat. Þar mátti sjá flatkökur, hangiket, rófur, skyr og lifrarpylsu svo fátt eitt sé talið. Skólinn iðaði af lífi og verkefnaglöðum nem- endum, sem lærðu meðal annars um víkinga, skip þeirra, daglegt líf, áhöld, mat, fatnað, trú og svo framvegis. Aðrir fræddust um lífið í burstabænum og heimsóttu Árbæjarsafn. Tí- undi bekkur tók fyrir „Hvað er að vera Íslend- ingur?“ og heimsóttu m.a. Íslenska erfðagrein- ingu. Einnig voru önnur söfn sótt heim, t.d. víkingasafn í Hafnarfirði og safn á Eyr- arbakka. Margrét Árný Sigursteinsdóttir, aðstoð- arskólastjóri Seljaskóla, var afar ánægð með afrakstur þemadaganna. „Það var skemmti- legt að nemendur voru að uppgötva svo mikið um forfeður sína og fólkið sitt, hvar langafi var fæddur og hvað hann gerði. Krakkarnir voru að uppgötva hluti um sjálfa sig og uppruna sinn sem þeir vissu ekki áður. Þau voru að læra um forfeður sína, líf þeirra og störf. For- eldrarnir voru líka mjög virkir við að hjálpa börnum sínum við að finna þessar upplýsingar, til dæmis með Íslendingabók sem var mikið notuð. Það var gaman hvað var hægt að vinna með rætur okkar á fjölbreyttan hátt. Sam- staðan var mikil og þemavikan var sérstaklega vel heppnuð.“ Morgunblaðið/Þorkell Forfeðurnir sóttu sjóinn og sækjum við hann enn. Þessar ungu snótir þekktu gildi hafsins. Ljósmynd/Baldur Árnason Unga fólkið kynntist handverki forfeðranna. Hugað að rótunum á þemadögum Seljaskóla Kjalarnesi | Dagbjört Andr- ésdóttir, nemandi í sjöunda bekk í Klébergsskóla, bar sigur úr býtum í samkeppni um Jólasveinaskeiðina árið 2003 og fékk í verðlaun fyrstu silfurskeiðina sem smíðuð var eftir mynd hennar af Ketkróki. Um tvö hundruð og sextíu hug- myndir bárust frá ellefu til tólf ára skólabörnum í Reykjavík, en samkeppnin er samstarfsverkefni Gull- og silfursmiðjunnar Ernu, Fræðsluskrifstofu Reykja- víkur og Félags íslenskra myndlistarkennara. Keppnin um Jólasveina- skeiðina, sem hefur verið haldin síðan árið 1995, hef- ur það að markmiði að virkja sköpunargáfu grunnskólabarna til að búa til fallegar og frumlegar skeiðar, sem hægt er að safna. Þá er afar mikilvægt að myndirnar túlki persónu viðkomandi jólasveins á einfaldan hátt. Dagbjört segist himinlifandi yfir þessari viðurkenningu og einnig glöð að fá þennan fallega og viðeig- andi verðlaunagrip, sem hún sjálf tók þátt í að hanna. „Ég hélt fyrst að hjartað í mér myndi springa,“ segir Dagbjört og brosir út að eyrum. „Ég bjóst alls ekki við þessu. Ég reyndi bara að sýna hvernig Ketkrókur væri en ekki bara einhvern jóla- svein, þannig að ég teiknaði krók í staðinn fyrir aðra höndina á honum og svo hékk kjöt í honum.“ Dag- björtu finnst afskaplega gaman að teikna og líka að syngja og syngur meðal annars í stúlknakór Reykja- víkur og skólakór Klébergsskóla. Jólaskeiðarnar eiga sér langa sögu í íslensku samfélagi, sú fyrsta var búin til 1947 og var á henni mynd af Dómkirkjunni. Dagbjört fékk einmitt eina slíka skeið í skírn- argjöf frá frænku sinni og hefur varðveitt hana, nú á hún tvær fal- legar Jólaskeiðar. Kannski klárar hún safnið þegar fram líða stundir, en hún segir slíkar áætlanir ekki uppi í dag. Dagbjört segist ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér en eitt er á hreinu. „Það borgar sig að vera með og taka þátt í svona keppni, því maður veit aldrei.“ Samkeppni um Jólasveinaskeiðina Ung táta skóp flottasta Ketkrókinn Dagbjört Andrésdóttir með skeiðina góðu. Morgunblaðið/Jim Smart Mosfellsbæ | Gríðarleg eftirspurn er eftir lóðum í Teigahverfi vestan Jónsteigs. Þann 3. nóvember voru komnar inn tæplega 400 umsóknir um húseiningar eða lóðir í hverfinu. Á næstu dögum verður farið yfir innkomnar umsóknir og efnisatriði þeirra . Í ráði er einnig að þegar listi yfir umsækjendur liggur fyrir, verði hann birtur á heimasíðu Mosfells- bæjar. Mikil lóðaeftirspurn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.