Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 40
ÍÞRÓTTIR
40 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNUSAMBAND Evr-
ópu, UEFA, hefur sektað Knatt-
spyrnusamband Íslands, KSÍ, um
4.500 svissneskra franka, sem
jafngildir um 250.000 krónum,
vegna fimm gulra spjalda sem
leikmenn 21 árs landsliðsins
nældu sér í þegar Íslendingar töp-
uðu fyrir Þjóðverjum í Lübeck í
síðasta mánuði, 1:0. Um er að
ræða staðlaða sekt af hendi
UEFA, samkvæmt agareglum
sambandsins.
Tryggvi Bjarnason, Ólafur Ingi
Skúlason, Ómar Jóhannsson, Guð-
mundur Viðar Mete og Hannes Þ.
Sigurðsson fengu allir að líta gula
spjaldið í síðari hálfleik.
UEFA sekt-
aði KSÍ
DAGNÝ Skúladóttir skoraði 5
mörk þegar lið hennar TV Lützell-
inden vann SG 09 Kirchhof, 28:26, á
útivelli í 32-liða úrslitum þýsku bik-
arkeppninnar í handknattleik á
mánudagskvöld.
ÞÁ gerði Ásdís Sigurðardóttir eitt
mark þegar hennar lið, TuS Weib-
ern, kom einnig í 16-liða úrslit þýsku
bikarkeppninnar með sigri á TuS
Metzingen á útivelli, 30:25.
ÁSDÍS er sögð á heimleið en á
heimasíðu KA er greint frá því að
hún sé ekki sátt við vistina í Þýska-
landi og hyggist snúa heim og ganga
til liðs við Stjörnuna í Garðabæ.
RAY Allen, leikmaður Seattle Su-
personics, fór í aðgerð á ökkla á dög-
unum og verður frá keppni í allt að
sex vikur. Allen lék áður með Mil-
waukee Bucks en fór til Sonics í leik-
mannaskiptum á síðustu leiktíð og er
talin vera einn af betri skotbakvörð-
um deildarinnar.
JAIMS Orti, forseti knattspyrnu-
liðsins Valencia á Spáni, staðfesti í
gær að Chelsea sé tilbúið að kaupa
argentínska varnarmanninn Ro-
berto Ayala. „Það þýðir ekki að við
séum tilbúnir að selja hann,“ sagði
Orti.
AYALA hefur leikið 75 landsleiki
fyrir Argentínu. Hann lék með Nap-
olí og AC Milan áður en hann gekk
til liðs við Valencia sumarið 2000.
Það yrði hlutverk Ayala að taka við
af Marcel Desailly, 35 ára, (sem hef-
ur verið meiddur) á miðjunni í vörn-
inni. Rætt hefur verið um að kaup-
verð yrði átta milljónir punda.
SIR Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, ætlar að
gera allt til að halda Hollendingnum
Ruud van Nistelrooy, sem hefur ver-
ið orðaður við Real Madrid, en vitað
er að hann hefur áhuga að reyna fyr-
ir sér á Spáni. Ferguson er tilbúinn
að bjóða Van Nistelrooy nýjan
samning, sem gæfi honum 7,8 millj-
ónir ísl. kr. í vikulaun.
ARSENAL mun að öllum líkindum
kalla á Þjóðverjann Moritz Volz á ný
til Highbury, en hann er í láni hjá
Fulham – var lánaður til 31. desem-
ber – en í klásu í lánssamningnum er
ávæði um að Arsenal geti kallað á
Volz fyrr ef eitthvað óvænt kæmi
upp á, t.d. meiðsli leikmanna eða
leikbönn. Nú er Lauren að fara í
fjögurra leikja bann og eðlilegt að
Volz tæki stöðu hans. Arsene Weng-
er, knattspyrnustjóri, getur einnig
kallað á hinn 18 ára Justin Hoyte.
FULHAM vill ekki sleppa Volz en
liðið er tilbúið að kaupa hann þegar
markaðurinn opnast á ný í janúar.
CHRISTOPHE Dugarry hefur
ekki náð sér góðum af hnémeiðslum
sem hann hlaut í byrjun leiktíðarinn-
ar og þarf að fara í aðra aðgerð til að
ná bata. Spurningin er bara hvenær
hann getur farið. Dugarry segist
ekki geta leikið til vors án þess að
eitthvað verði að gert.
FÓLK
Við verðum að nýta okkur helstavopn okkar, hraða og góðar
langskyttur. Ég hef auðvitað skoðað
tölur úr leikjum liðs-
ins í vetur og þekki
bandarísku leik-
mennina tvo sem
leika með liðinu. Við
munum reyna að koma þeim á óvart,
keyra upp hraðann eins og við getum
og freista þess að opna þannig fyrir
skyttur okkar eða draga þá það langt
út á völlinn að við eigum auðveldara
með að komast framhjá þeim. Ég tel
nokkuð víst að við séum með talsvert
lágvaxnara lið og því er þetta væn-
legur kostur,“ sagði Guðjón.
Hann sagði leikmenn sína vera
orðna nokkuð spennta fyrir leikinn,
enda ekki á hverjum degi sem ís-
lenskt lið tekur þátt í Evrópukeppni í
körfu.
Ovarense og Madeira, portúgölsku
liðin sem eru með Keflvíkingum í
riðli, léku í deildinni um síðustu helgi
og var leikið í Madeira, Ovarense
vann 105:96 og er því greinilega
sterkara lið enda í efsta sæti deild-
arinnar á meðan Madeira er í neðri
hluta hennar. Í byrjunarliði Ovarense
eru tveir Bandaríkjamenn, Michael
Wilson, sem lék hér á landi með Har-
lem Globetrotters fyrr á þessu ári og
Herb Jones. Tveir Spánverjar eru í
byrjunarliðinu, Emiliano Morales og
Joffre Lieal, sem var stigahæstur í
leiknum um helgina með 31 stig. Þá
er Litháinn Klemensas Patiejunas í
byrjunarliðinu.
Guðjón lofaði skemmtilegum leik
enda yrðu heimamenn trúlega að
halda uppi stórskotahríð. „Ég er að
vona að þeir haldi að körfubolti á Ís-
landi sé eitthvað sem notað er ofan á
brauð – þannig að við stefnum á að
koma þeim á óvart.
Þetta verður strembið hjá okkur
og skemmtilegt. Verkefnið er
skemmtilegt og strákarnir fá mikla
reynslu út úr þessu og það er mik-
ilvægt. Við erum að gera okkur vonir
um að geta unnið einn eða tvo leiki og
þá er aldrei að vita nema við kom-
umst áfram,“ sagði Gujón en tók þó
fram að það færi allt eftir því hvernig
leikirnir spiluðust.
Hann vonast til að körfuknattleiks-
menn fjölmenni til Keflavíkur í kvöld.
„Ég á von á góðri mætingu, ekki bara
hjá fólki héðan af Suðurnesjum held-
ur öllum körfuknattleiksunnendum.
Þarna sjá menn eitthvað nýtt, erlent
félag úr ágætlega sterkri deild og
vonandi nýtir fólk tækifærið og kem-
ur til að styðja okkur. Það hafa alltaf
verið margir erlendir leikmenn í
portúgölsku deildinni og ég á því von
á skemmtilegum leik. Við erum líka
með uppákomu í kringum leikinn og
þetta verður því fín skemmtun fyrir
alla,“ sagði þjálfarinn.
Á næstu mánuðum leikur Keflavík-
urliðið sex leiki í keppninni. „Það eru
þrír leikir í þessum mánuði og þrír í
þeim næsta þannig að það er nóg að
gera. Það er rétt að hrósa strákunum
fyrir hversu duglegir þeir hafa verið
að safna fé vegna þessa verkefnis –
það er nánast búið að ná endum sam-
an. Á sama hátt má segja að það sé
synd að þetta sé eina leiðin til að taka
þátt í svona keppni, en við það verð-
um við að lifa,“ sagði Guðjón.
Morgunblaðið/Þorkell
Keflvíkingurinn Derrick Allen sækir hér að körfu ÍR-inga í leik á
dögunum. Mikið mun mæða á honum gegn Ovarense.
Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga,
um Evrópuleikinn í kvöld gegn Ovarense
Komum
þeim von-
andi á óvart
„ÉG hef ekki séð lið Ovarense spila, það gekk ekki að fá spólu með
liðinu, þannig að við rennum í rauninni blint í sjóinn hvað þennan
leik varðar,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari körfuknattleiksliðs
Keflavíkur, í gærkvöldi en Keflvíkingar taka á móti portúgalska lið-
inu Ovarense í Evrópukeppni bikarhafa og hefst viðureign liðanna í
íþróttahúsinu í Keflavík kl. 19.15.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
NORSKU knattspyrnuþjálfararnir
Egil „Drillo“ Olsen og Nils Arne
Eggen sögðu á mánudaginn í við-
tölum við TV 2 í Noregi, að þeir
séu opnir fyrir því að þjálfa norska
landsliðið saman.
Þetta kemur í kjölfar á vanga-
veltum um hvaða þjálfari taki við
landsliðsþjálfarastarfinu af Nils
Johan Semb.
Egil Olsen og Nils Arne Eggen
eru tveir af reyndustu þjálfurum
Noregs – Olsen er fyrrverandi
landsliðsþjálfari og Eggen gerði
mjög góða hluti með Rosenborg.
„Ég myndi hugsa mig vel um, ef
rætt yrði við mig um þennan
möguleika,“ sagði Eggen og Olsen
sagði að hugmyndin um tvo þjálf-
ara gæti verið styrkur fyrir lands-
lið Noregs.
Berg hefur ekki trú á
að samstarf takist
Henning Berg, fyrirliði norska
landsliðsins, sem hefur leikið 98
landsleiki, sagði að það yrði frá-
bært ef Olsen og Eggen tækju sam-
an við landsliðinu, en hann sá eitt
vandamál – það er hvor þeirra eigi
að vera í forsvari.
„Ég þekki þá báða mjög vel og
veit að hvorugur þeirra myndi
sætta sig við að vera í auka-
hlutverki sem landsliðsþjálfari,“
sagði Berg.
Olsen og Eggen saman
með landslið Noregs?
Stjörnustúlkur mættu ákveðnartil leiks og náðu fljótt þriggja
marka forystu en á þeim tíma röðuðu
þær hraðaupphlaup-
um á Eyjastúlkur
sem virkuðu þungar
og ráðvilltar inni á
vellinum. Þeim tókst
þó að koma sér aftur inn í leikinn og
þegar flautað var til leikhlés var
staðan jöfn, 12:12. Fyrstu tíu mín-
úturnar í seinni hálfleik voru keim-
líkar þeim fyrri en þá hrukku Ís-
landsmeistararnir í gang og á tíu
mínútna kafla gerðu þær út um leik-
inn, í stöðunni 17:17 skoruðu þær sex
mörk í röð og lögðu grunninn að
sigrinum. Á þessum kafla og til loka
leiks fór Alla Gorkorian á kostum í
liði ÍBV, raðaði inn mörkum ásamt
því að binda vörn Eyjaliðsins saman.
Var hún ásamt Juliu Gunimorva
markverði bestu leikmenn liðsins.
Markvarslan var góð í leiknum en
Jelena Jovanovic varði sautján skot í
marki gestanna og var þeirra besti
maður ásamt Rakel Dögg Braga-
dóttur.
„Spilum illa í augnablikinu“
„Við byrjuðum leikinn mjög illa
eins og áður í vetur. Við spilum
hreinlega illa í augnablikinu og verð-
um að vinna í því,“ sagði Aðalsteinn
Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, sem sagðist
þó mjög ánægður með karakterinn í
liðinu. „Þetta small hjá okkur í síðari
hálfleik og að mínu áliti spilum við
handbolta á alþjóðlegan mælikvarða
þegar við náum okkur á strik.“ Að-
alsteinn sagðist sérstaklega ánægð-
ur með þátt Öllu Gorkorian í leikn-
um. „Ég tek ofan fyrir Öllu, sem lék
mjög vel og skoraði ellefu mörk.“
„Hefði verið sátt við jafntefli“
Hind Hannesdóttir, leikstjórnandi
Stjörnunnar, var ekki sátt í leikslok.
„Við virðumst bara vera tilbúnar í
fyrstu fjörutíu mínúturnar í leikjum.
Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik
en það vantaði að klára leikinn.“
Hind sagði muninn á liðunum í seinni
hálfleik hafa verið hraðaupphlaup
Eyjastúlkna og markvarslan. „Mér
fannst úrslitin ekki alveg gefa rétta
mynd af gangi leiksins en þær rúll-
uðu þó yfir okkur á síðustu mínútun-
um. Ég hefði verið sátt við jafntefli.“
Níu marka sigur ÍBV
EYJASTÚLKURNAR náðu efsta sætinu í 1. deildarkeppni kvenna í
handknattleik með því að leggja Stjörnuna í Eyjum í gærkvöldi,
29:20. Reyndar var sigurinn of stór miðað við gang leiksins, en lengi
vel voru það gestirnir úr Garðabæ sem höfðu frumkvæðið í leiknum.
Sigursteinn
Þórðarson
skrifar