Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 15
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
s. 588 4477
Undirrituðum hefur verið falið að leita eftir góðu einbýlishúsi
á Seltjarnarnesi fyrir traustan kaupanda. Þarf ekki að vera fullbúið.
Allt kemur til greina. Verð allt að 50 milljónir.
Allar nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggvason
(bardur@valholl.is) sölustjóri í gsm 896 5221
eða á skrifstofu Valhallar.
Seltjarnarnes - Einbýli óskast
ER SJÓKVÍAELDI ÓGN VIÐ VILLTA LAXINN?
Stangaveiðifélag Reykjavíkur boðar til opins fundar kl. 20.00
í kvöld, miðvikudaginn 5. nóvember, á Grand Hóteli Reykjavík.
Yfirskrift fundarins: „Er sjókvíaeldi ógn við villta laxinn?“
Fundurinn hefst á ávarpi Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra og síðan verða flutt fjögur
stutt framsöguerindi. Að þeim loknum verða pallborðsumræður með fyrirspurnum úr sal.
Framsögumenn verða:
Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga.
Vigfús Jóhannsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva.
Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur og deildarstjóri hjá Veiðimálastofnun.
Gísli Jónsson dýralæknir fisksjúkdóma á Tilraunastöðinni á Keldum.
Fundarstjóri verður Össur Skarphéðinsson líffræðingur og alþingismaður.
Stjórn SVFR hvetur alla áhugamenn um stangaveiði og sjókvíaeldi til að fjölmenna á fundinn.
Stjórn SVFR
SPÁNARSTJÓRN tilkynnti í
gær, að sérfræðingar og sumir
sendimanna hennar í Bagdad
yrðu kallaðir heim til skrafs og
ráðagerða en Jose Maria Aznar
forsætisráðherra sagði á frétta-
mannafundi í Berlín að loknum
viðræðum við Gerhard Schrö-
der, kanslara Þýskalands, að
ekki væri um það að ræða að
loka sendiráðinu. Ana Palacio,
utanríkisráðherra Spánar,
sagði, að um væri að ræða tíma-
bundna heimkvaðningu vegna
„hins flókna ástands“ en síðan
myndu starfsmenn sendiráðs-
ins í Bagdad snúa þangað aftur.
Spænska utanríkisráðuneytið
viðurkenndi fyrir skömmu, að
um væri að ræða „alvarleg ör-
yggisvandamál“ í Írak.
Murdoch
gagnrýndur
RÁÐNING James, sonar fjöl-
miðlajöfursins Rupert Mur-
dochs, sem nýs yfirmanns
BSkyB-fjöl-
miðlafyrir-
tækisins
hefur verið
harðlega
gagnrýnd í
sumum
breskum
fjölmiðlum
og vitað er,
að ýmsir
hluthafar í fyrirtækinu eru
mjög óánægðir með hana.
Framkvæmdastjóri þess varði
hins vegar ákvörðunina í gær
og kvaðst fullviss um, að hún
hefði verið rétt. Ætlaði hann að
skýra hana út á hluthafafundi í
gær en Murdoch á 35% hlut í
BSkyB. James er 30 ára og
stýrir nú Star TV-sjónvarps-
stöðinni í Asíu en hún er í eigu
föður hans. Þykir mörgum
hann allt of ungur og óreyndur,
maður, sem flosnaði upp úr
skóla, til að stjórna 19. stærsta
fyrirtæki í Bretlandi auk þess
sem ráðningin hafi verið ákveð-
in að eigendum 65% hlutafjár-
ins forspurðum. Eru bresku
blöðin sammála um, að ráðn-
ingin sé tilraun Murdochs til að
koma á fót einhvers konar
erfðaveldi.
Æðasjúk-
dómar
og æskuár
KOMIÐ hefur í ljós við rann-
sóknir, að aðdragandi hjarta-
og æðasjúkdóma, sem menn fá
fyrir eða um miðjan aldur, nær
oft aftur til unglingsáranna.
Vegna þessa telja sumir, að rétt
sé, að ungt fólk á aldrinum 12
til 20 ára fari reglulega í blóð-
fiturannsókn. Er niðurstaða
tveggja rannsókna, annarrar
bandarískrar en hinnar
finnskrar, á þessu samhljóða en
skýrt var frá þeim í tímariti
bandarísku læknasamtakanna.
Hún er í stuttu máli sú, að ung-
lingar, sem eru of þungir, hafa
of háan blóðþrýsting og of mik-
ið af „slæmu“ kólesteróli, eru
farnir að sýna merki um æða-
sjúkdóma upp úr þrítugu.
Ósjaldan er um að kenna óhollu
mataræði og tekur einn vís-
indamannanna svo til orða, að
það verði verkefni næstu ára-
tuga og jafnvel kynslóða að
vinda ofan af því.
STUTT
Fækkað í
sendiráði
Spánar
James Murdoch
HARKALEG deila hefur blossað
upp um fjögurra klukkustunda sjón-
varpsmynd sem bandaríska sjón-
varpið CBS hefur látið gera um Ron-
ald Reagan, fyrrverandi
Bandaríkjaforseta, og eiginkonu
hans, Nancy. CBS hugðist sýna
myndina í tveimur hlutum 16. og 18.
nóvember, en hún hefur sætt svo
harðri gagnrýni bandarískra íhalds-
manna að stjórnendur CBS íhuga nú
að sýna hana í kapalsjónvarpinu
Showtime eða hætta jafnvel alveg
við að sýna hana, að sögn heimildar-
manna Los Angeles Times.
Sjónvarpsmyndin „Reagan-
hjónin“ hefur komið af stað nýrri
orrahríð í svokölluðu „menningar-
stríði“ milli íhaldsmanna og kvik-
myndaiðnaðarins í Hollywood sem
repúblikanar segja hallast að frjáls-
lyndi í félagsmálum og grafa undan
gömlum gildum. Þeir saka CBS og
framleiðendur myndarinnar um að
sýna forsetanum fyrrverandi ónær-
gætni nú þegar hann getur ekki
svarað fyrir sig, en hann er orðinn
92 ára og þjáist af alzheim-
erssjúkdómnum.
Myndinni breytt
vegna mótmælanna
Stjórnendur CBS brugðust fyrst
við mótmælum íhaldsmannanna með
því að breyta myndinni eftir að
framleiðendurnir höfðu lokið við
hana og hefur það vakið umræðu um
hvort sjónvarpsstöðvar eigi að láta
undan þrýstingi stjórnmálamanna
og pólitískra álitsgjafa. „Nokkrar
breytingar voru gerðar til að draga
upp sanngjarnari mynd af Reagan-
hjónunum,“ sagði Leslie Moonves,
stjórnarformaður CBS, sem eins og
Showtime er í eigu Viacom, einnar af
stærstu fjölmiðlasamsteypum
Bandaríkjanna.
Fyrirtækin sem tóku þátt í gerð
sjónvarpsmyndarinnar – CBS, Sony
Pictures Television og Storyline –
vildu ekki svara því hvort hætt yrði
við að sýna myndina eða hvort
Showtime yrði látið um það. Að sögn
heimildarmanna Los Angeles Times
kemur einnig til greina að CBS
fresti því að sýna myndina.
Vafasöm ummæli um alnæmi
Það sem íhaldsmönnum brennur
einkum fyrir brjósti er atriði þar
sem Reagan segir í myndinni um al-
næmissjúklinga: „Þeir lifa í synd og
skulu deyja í synd.“ Ekkert hefur
komið fram sem bendir til þess að
Reagan hafi nokkurn tíma sagt
þetta. Þeir sem barist hafa fyrir mál-
stað alnæmissjúklinga í Bandaríkj-
unum segja þessi orð lýsa vel af-
stöðu Reagans og stjórnar hans,
sem hafi brugðist mjög seint við
sjúkdómnum, en andstæðingar
myndarinnar segja þau dæmigerð
fyrir andúð vinstrimanna í Holly-
wood á forsetanum fyrrverandi.
Í myndinni er Reagan leikinn af
James Brolin, eiginmanni söngkon-
unnar, leikkonunnar og demókrat-
ans Barbra Streisand og hefur það
kynt undir tortryggni íhaldsmanna.
„Mjög ástsæll forseti er á dán-
arbeðnum,“ sagði Merv Griffin, sem
hefur verið vinur Reagan-hjónanna í
40 ár. „Hann er kominn á síðasta
stig alzheimerssjúkdómsins. Ég tel
það til marks um mikið hugleysi og
grimmd að sýna slíkt heimild-
ardrama, ef þeir nota það heiti, eða
skáldskaparverk, án þess að þau geti
svarað fyrir sig.“
Framleiðendur myndarinnar,
Craig Zadan og Neil Meron, hafa
sagt samstarfsmönnum sínum að
þeir stjórni ekki lengur verkefninu
því að CBS hafi tekið við því og
klippi myndina þótt sjónvarpið hafi
áður lagt blessun sína yfir handritið.
„Þessi ákvörðun snýst um miklu
meira en þessa sjónvarpsmynd:
skapað hefur verið fordæmi með því
að beygja sig undir vald íhaldssamra
jaðarhópa,“ sagði heimildarmaður
sem tengist Sony Pictures Televis-
ion. „Þetta skapar algjörlega nýjar
aðstæður fyrir ritskoðun í sjón-
varpi.“
Fregnir hermdu að leikstjóri
myndarinnar, Robert Alan Ackerm-
an, hefði sagt af sér vegna ágrein-
ings við CBS en heimildarmenn Los
Angeles Times sögðu að það væri
ekki rétt. „Hann afhenti útgáfu sína
af myndinni og þeir eru að breyta
henni,“ sagði einn heimildarmanna.
„Hann hefur ekki ákveðið að banna
að hans verði getið sem leikstjóra
myndarinnar en sá möguleiki er enn
fyrir hendi.“
„Hinn sanni Reagan“
Deilan blossaði upp þegar The
New York Times skýrði frá því 21.
október að í myndinni væru atriði
þar sem dregin væri upp ófögur
mynd af forsetanum fyrrverandi.
Íhaldssamir stjórnendur spjallþátta
í útvarpi og kapalsjónvarpi gagn-
rýndu myndina harðlega og fjölluðu
ekki um annað næstu vikuna.
Í Bandaríkjunum hefur lengi ver-
ið deilt um hvernig meta eigi for-
setatíð Reagans og pólitíska arfleifð
hans. Um leið og hann lét af embætti
árið 1989 bauð aðdáendum hans í
grun að „frjálslyndir“ fjölmiðlar og
fræðimenn myndu ekki lýsa honum
á sanngjarnan hátt og hófu herferð
fyrir því að a.m.k. ein bygging yrði
kennd við hann í hverri sýslu Banda-
ríkjanna, en þær eru alls 3.067.
Landsnefnd Repúblikanaflokks-
ins mótmælti sjónvarpsmyndinni í
vikunni sem leið og óskaði eftir því
að hópur sagnfræðinga fengi að
meta hana. Formaður flokksins, Ed
Gillespie, lagði til að þegar myndin
yrði sýnd léti CBS texta birtast
neðst á skjánum á tíu mínútna fresti
þar sem áhorfendur yrðu minntir á
að myndin væri „skálduð lýsing á
Reagan-hjónunum og forsetatíð
Reagans“ og „ekki sagnfræðilega
nákvæm“.
Brent Bozell, formaður íhalds-
samra samtaka sem fylgjast með
bandarísku fjölmiðlunum, sendi
stjórnendum þeirra hundrað fyr-
irtækja, sem auglýsa mest í sjón-
varpi, áskorun um að auglýsa ekki
hjá CBS þegar myndin yrði sýnd.
Michael Reagan, elsti sonur for-
setans fyrrverandi og stjórnandi
spjallþáttar í útvarpi, lét í ljósi van-
þóknun á myndinni. Dóttir Reagans,
Patti Davis, skrifaði grein sem tíma-
ritið Time hyggst birta í næstu viku.
Lögfræðingur í Maryland, Mich-
ael Paranzino, hefur komið upp vef-
síðu, www.boycottcbs.com, þar sem
skorað er á fólk að sniðganga CBS
og koma í veg fyrir að „vinstrimenn-
irnir í Hollywood saurgi mannorð
Reagan-hjónanna og arfleifð Reag-
ans“. Paranzino kveðst hafa fengið
50.000 tölvubréf þar sem myndinni
sé mótmælt.
Repúblikanar hafa einnig komið
upp sérstakri vefsíðu, www.support-
reagan.com, þar sem þeir falbjóða
myndbandið „Hinn sanni Reagan“.
Ágóðinn af sölu myndbandsins á að
renna til „fjölmiðlaherferðar til að
tryggja að bandaríska þjóðin þekki
sönnu söguna um Reagan“.
Á vefsíðu sinni, www.barbra-
streisand.com, neitar Streisand því
að hún hafi haft áhrif á það hvernig
eiginmaður hennar túlkar Reagan.
„Repúblikanarnir, sem hafa tekið
Reagan í guðatölu, þola ekki að sum-
ar af óþægilegu staðreyndunum um
persónuleika og forsetatíð Reagans
komi fram í myndinni,“ skrifaði hún.
Sjónvarpsmynd um
Reagan vekur deilur
Los Angeles Times, The Washington Post.
Reuters
Ronald og Nancy Reagan kyssast þegar haldið var upp á 92 ára afmæli hans 6. febrúar síðastliðinn. Forsetinn
fyrrverandi hefur í mörg ár þjáðst af alzheimerssjúkdómnum, sem mun nú vera á lokastigi.
’ Íhaldsmenn skoraá fólk að koma í veg
fyrir að vinstrimenn-
irnir í Hollywood
saurgi mannorð
Reagan-hjónanna. ‘