Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Dreift með Morgunblaðinu á morgun! VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, neitaði því í gær að saksóknarar hefðu ráðist til at- lögu gegn olíu- fyrirtækinu Yukos og for- stjóra þess, Míkhaíl Khod- orkovskí, af einhverjum annarlegum ástæðum en Khodorkovskí var handtek- inn fyrir tíu dögum og ákærður fyrir umfangsmikil fjársvik. Sagði Pútín að aðgerðir yfir- valda gegn Khodorkovskí væru hvorki merki um ráðríki forset- ans, þ.e. Pútíns sjálfs, né að fyr- irhugað væri að ríkisvæða að nýju einkarekin fyrirtæki í landinu. Pútín sagði á fundi með ítölskum blaðamönnum að þó að afleiðingar einkavæðingar í Rússlandi hefðu ekki allar verið jákvæðar þá myndi það hafa neikvæðar efnahagslegar af- leiðingar ef breytingar yrðu gerðar á stefnunni. „Við mun- um ekki segja skilið við einka- væðinguna eða endurskoða stefnu okkar í þeim efnum. All- ir verða hins vegar að læra að haga sér í samræmi við lög landsins,“ sagði Pútín. Var hann þar að vísa til mála Khod- orkovskís. Sama hefur gerst í Bandaríkjunum Pútín varði verk saksóknara og sagði aðgerðir þeirra rétt- mætar „á meðan þeir fara ekki út fyrir lögin“. Sagði hann mál Yukos sambærileg við ýmislegt sem komið hefði upp í Banda- ríkjunum, þar sem forstjórar stórfyrirtækja hefðu orðið upp- vísir að glæpsamlegri hegðun. „Í Bandaríkjunum hefur það líka gerst á síðustu tveimur ár- um að hópur forstjóra hefur verið dreginn fyrir rétt,“ sagði Pútín, sem fer í opinbera heim- sókn til Ítalíu á næstunni, í við- tali við Corriere della Sera. Khodorkovskí, sem nú er í fangelsi, hætti störfum hjá Yukos í fyrradag. Í gær var til- kynnt að Bandaríkjamaður, Simon Kukes að nafni, hefði tekið við daglegum rekstri fyr- irtækisins. Moskvu. AFP, AP. Vladímír Pútín Ekki horf- ið frá einkavæð- ingar- stefnunni Um 64,7 milljarðar dollara munu renna til herja Bandaríkja- manna í löndunum tveim en af- gangurinn einkum til endurbóta á ýmsum innviðum landanna tveggja, vegum, vatnsveitum og raforkuverum svo að dæmi séu nefnd. Þetta er öðru sinni á tæp- um sjö mánuðum sem Banda- ríkjaþing verður við ósk George W. Bush forseta um aðstoð til uppbyggingar í löndunum tveim- ur og fé til baráttunnar gegn hryðjuverkum. Niðurstaðan er talin styrkja mjög stöðu Bush sem hefur átt í vök að verjast að undanförnu og stuðningur við stefnu hans í Íraksmálunum hef- ur dvínað hratt. Forsetinn hafði hótað að beita neitunarvaldi gegn tillögunni ef þingið ákvæði að einhver hluti fjárins yrði skilgreindur sem lán til Íraka. Bentu ráðamenn í Hvíta húsinu á að Írak sé svo skuldum vafið eftir harðstjórn Saddams Husseins að þjóðin megi ekki við því að bætt sé við byrðum. Svo fór að tillögurnar, sem Bush bar fram í september, voru sam- þykktar óbreyttar í öllum aðal- atriðum. Margir þingmenn not- uðu hins vegar tækifærið á mánudag til að mæla með því að hluti fjárins yrði lán og einnig gagnrýndu þeir hart stefnu Bush í Írak. Bush hrósaði eftir atkvæða- greiðsluna þingmönnum beggja flokka, repúblikana jafnt sem demókrata, fyrir afstöðu þeirra. „Þetta framlag mun, ásamt vax- andi aðstoð frá alþjóðlegum að- ilum, leggja grundvöll að því að öryggi Íraks verði tryggt og gera írösku þjóðinni kleift að taka stjórn mála í eigin hendur,“ sagði forsetinn. Hann sagði ennfremur að með fjárhagsaðstoðinni við Afganistan fengju landsmenn tækifæri til að koma á fót frið- sömu, lýðræðislegu og efnuðu samfélagi sem myndi treysta stöðugleika á svæðinu. Ekki fór fram nafnakall þegar gengið var til atkvæða og var það rakið til þess að málið er bæði viðkvæmt og umdeilt. Í staðinn var beitt þeirri aðferð að liðs- menn hvors hóps, stuðnings- manna og andstæðinga, svöruðu einum rómi já eða nei í samræmi við afstöðu hópanna. Fulltrúa- deild þingsins samþykkti tillög- urnar sl. föstudag með 298 at- kvæðum gegn 121. Bandaríkjaþing fjallar um endurreisn Íraks og Afganistans Samþykktu 87 millj- arða dollara framlag Washington. AFP. TALIÐ er, að um 170 manns hafi farist er flóðbylgja skall á ferða- mannabæ á Súmötru í Indónesíu um síðustu helgi en hamfarirnar eru fyrst og fremst raktar til ólöglegs skógarhöggs. Í gær var búið að finna lík 86 manna en þá var 80 til 100 manna enn saknað. Vegna mikilla rigninga og vatna- vaxta brustu bakkar nálægs fljót með þeim afleiðingum, að vatnið æddi yfir bæinn og flutti með sér mikið af trjám, sem felld höfðu verið ólöglega í Gunung Leuser-þjóðgarð- inum skammt frá. Áttu trjábolirnir ekki minnstan þátt í eyðilegging- unni, sem varð í bænum, en 450 hús gjöreyðilögðust, 35 smáhýsi fyrir ferðafólk, tvær moskur og átta brýr. Urðu björgunarmenn, hundruð her- manna og þjóðvarðliða, að nota stór- virkar keðjusagir til að komast inn í húsarústirnar við leit að lifandi fólki. Fimm útlendingar, tvær þýskar konur og þrír karlmenn frá Hollandi, Austurríki og Singapore, eru meðal þeirra, sem fórust í flóðunum. Hamzah Haz, varaforseti Indóne- síu, sagði í gær, að enginn vafi væri á, að ólöglegt skógarhögg og eyði- legging stórra skógarsvæða væri ein meginástæðan fyrir hamförunum. Þegar skógurinn hverfur tekur jarð- vegurinn ekki jafnvel við vatni og áð- ur og afleiðing er skriðuföll og skyndiflóð. Ólöglegt skógarhögg er stundað að miklu leyti átölulaust í Indónesíu og jafnvel í þjóðgörðum landsins. Bahorok er í 96 km fjarlægð frá borginni Medan á Súmötru og við austurjaðar þjóðgarðsins. Þar er að finna órangútan-apa og er staðurinn mjög vinsæll meðal göngumanna og þeirra, sem stunda fljótasiglingar. Aldrei upplifað annað eins Íbúarnir í Bahorok segja að þeir séu ekki óvanir flóðum en hafi þó aldrei upplifað neitt þessu líkt áður. Nur Rahma, 35 ára gömul móðir þriggja barna, sá flóðstrauminn hrífa þau burt. „Ég vona enn, að þau finnist á lífi. Ég mun leita þeirra þar til ég finn þau, lífs eða látin,“ sagði hún grát- andi. Að minnsta kosti átta útlendingar komust lífs af, þar á meðal þeir Tom Donelly og Tyson Murphy frá Kaliforníu. „Við vorum í fastasvefni þegar flóðbylgjan skall á húsinu,“ sagði Donelly. „Vatnið náði okkur næstum yfir höfuð og bar okkur út úr brakinu en okkur tókst að ná taki á trjágrein- um og klifra upp eftir þeim. Við er- um lánsömustu menn í heimi.“ Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vottaði í gær aðstandendum þeirra, sem misstu ástvinu sína, samúð sína. Fórnarlömb skyndiflóðanna í Indónesíu líklega um 170 Horfði á flóðbylgjuna hrífa burt börnin AP Indónesískir hermenn og íbúar í Bahorok leita að fólki, lifandi eða látnu. Flóðið flutti með sér mikið af bolum trjáa, sem felld hafa verið ólöglega.        !           " #$ % &    ' (% $ )      *     +&  +  ,-          .  ,  !#  .  ,   .  +  & !" )      #$  %&$' &' Ólöglegt skógarhögg ein meginástæðan fyrir skriðu- föllum og skyndiflóðum í landinu Bahorok. AFP. ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í fyrrakvöld að veita 87,5 milljarða dollara í aðstoð til Íraks og Afganistans. Aðeins einn þingmaður, demókratinn Robert Byrd, greiddi atkvæði gegn þvíi. Er um að ræða metn- aðarfyllsta átak til endurreisnar sem Bandaríkin hafa ráðist í síðan á dögum Marshall-áætlunarinnar til að aðstoða Evrópu eftir heimsstyrjöldina síðari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.