Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Endurskoðendur Aco- Tæknivals, ATV, KPMG, hafa sent stjórn ATV álit þar sem fram kemur að ekki komi til breytinga á árshlutareikningi ATV fyrir fyrstu sex mánuði ársins en stjórnin taldi að ekki væri allt með felldu hvað varðar samruna Aco og Tæknivals. Mun stjórn ATV ekki aðhaf- ast frekar í málinu að svo stöddu þrátt fyrir að hún telji að ekki hafi verið rétt staðið að samrunanum. Í byrjun september sl. kynnti stjórn AcoTæknivals Kauphöll Íslands þá afstöðu að sitt- hvað kynni að vera athugavert við samruna Tæknivals og Aco í árs- byrjun 2001. Taldi stjórn ATV að efnahagur Aco hafi verið ofmetinn um a.m.k. 100 milljónir króna. Var skoðun stjórnarinnar byggð á áliti Ernst & Young. Í kjölfarið var AcoTæknival sett á athugunarlista Kauphallarinnar. Kauphöllin taldi það ekki sitt verkefni að rannsaka málið Stjórn AcoTæknivals óskaði eftir því við Kauphöllina að það yrði rannsakað hvort eitthvað í umrædd- um samruna hefði brotið gegn þeim reglum sem gilda um starfsemi fé- laga hér á landi og þá einkum með tilliti til ábyrgðar forsvarsmanna fé- lagsins eða félaganna á þeim tíma. Kauphöllin telur það ekki verkefni sitt að taka að sér frekari rannsókn á máli þessu og vísar til þar til bærra yfirvalda, að því er segir í til- kynningu til Kauphallar Íslands. Stjórn AcoTæknivals óskaði eftir því við endurskoðendur félagsins, KPMG Endurskoðun, að þeir könn- uðu hvort þau atriði sem vörðuðu fyrrgreinda afstöðu stjórnar félags- ins á samrunanum hefðu áhrif á reikningsskil félagsins miðað við 30. júní 2003. Viðskiptakröfur afskrifaðar fyrir 199 milljónir Í áliti KPMG kemur fram að í sex mánaða uppgjöri 2001, sem var fyrsta uppgjör sem gert var í sam- einuðu félagi, hafi í rekstrarreikn- ingi verið gerð sérstök niðurfærsla vegna krafna og eignarhluta í fé- lögum að fjárhæð 119 milljónir króna. Í ársreikningi fyrir 2001 kemur fram í skýringum að gjald- færð er sérstök niðurfærsla og af- skrift vörubirgða að fjárhæð 205 milljónir króna sem færð er með vörunotkun. Þá kemur einnig fram í skýringum að gjaldfærð er niður- færsla og afskrift viðskiptakrafna og eignarhluta í öðrum félögum, meðal annars rekstrarkostnaðar að fjár- hæð 179 milljónir króna. Tap á árinu 2001 nam 1.081 milljón króna. Í árs- lok 2001 voru til í niðurfærslusjóði viðskiptakrafna 86 milljónir króna til að mæta þeim kröfum sem hugs- anlega kynnu að tapast. Á árinu 2002 var enn frekar lagt í niðurfærslusjóð viðskiptakrafna þannig að hann nam um 110 millj- ónum í árslok 2002. Á þessu tímabili frá samruna félaganna hafa endan- lega verið afskrifaðar viðskiptakröf- ur að fjárhæð 199 milljónir króna þannig að ljóst má vera að verulegar fjárhæðir hafa verið færðar til gjalda í rekstrarreikningi félagsins vegna niðurfærslu vörubirgða og viðskiptakrafna, að því er fram kem- ur í áliti KPMG. Að sögn Skarphéðins Berg Stein- arssonar, stjórnarformanns ATV, mun stjórnin ekki aðhafast frekar í þessu máli að svo stöddu hvað svo sem síðar muni koma í ljós. Hins vegar muni stjórn ATV áfram skoða hvort ástæða kunni að vera til að rannsaka þetta mál frekar. Það sé eftir sem áður skoðun stjórnarinnar að ekki hafi verið staðið að samrun- anum og skýrslugjöf um hann með eðlilegum hætti. Sex mánaða uppgjör ATV óbreytt Ekkert aðhafst að svo stöddu Morgunblaðið/Golli Árshlutareikningur ATV gefur rétta mynd af nú- verandi stöðu félagsins, samkvæmt áliti KPMG. HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Maritech sem sérhæfir sig í hugbún- aði fyrir sjávarútveg og fiskeldi, hefur eignast 100% hlut í Ark Computing í Bretlandi, sem verður nú Maritech UK. Kaupverð er ekki gefið upp. Ark Computing hefur séð um sölu og þjónustu á sjávarútvegslausnum Maritech undanfarin tvö og hálft ár. Halldór Lúðvígsson, forstjóri Maritech, segir að Maritech hafi keypt 30% hlut í Ark Computing fyrir tveimur og hálfu ári, en nú hafi verið ákveðið að kaupa fyrirtækið að fullu sem lið í að styrkja markaðssókn Maritech á Bretlandseyjum. „Við höf- um náð ágætis árangri en teljum okk- ur geta gert betur. Með því að ná full- um tökum á félaginu getum við skerpt áherslur félagsins á sjávarút- veg,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að Ark Computing sé fimm manna fyrirtæki, sérhæft í Microsoft Business Sol- utions lausnum og hafi verið í eigu starfsmanna. Velta fyrirtækisins á síðasta ári nam um 100 milljónum króna. Aðspurður segir Halldór að Maritech hafi gengið vel í Bretlandi í sölu, sérstaklega á hugbúnaðarlausn- um fyrir fiskeldi. „Markmið okkar er að styrkja Maritech UK, og sjá áframhaldandi vöxt. Það er mín skoð- un að þetta félag eigi mikið inni og að við getum náð mun meiri markaðs- hlutdeild í Bretlandi en við höfum gert hingað til.“ Ný skrifstofa í Seattle 170 manns starfa hjá Maritech Group, sem auk Íslands og Bretlands er með skrifstofur í Chile, Kanada og Noregi. Viðskiptavinir eru um 800 í 12 löndum. Velta félagsins á síðasta ári nam 1,8 milljörðum króna. Að- spurður segist Halldór búast við að Maritech haldi áfram að vaxa, og vaxi um 30% á næsta ári, en meginvöxtur félagsins er í Norður-Ameríku að hans sögn. „Við höfum verið með skrifstofu í Halifax og erum að opna skrifstofu í Seattle þar sem eru tals- verðir vaxtarmöguleikar,“ sagði Hall- dór að lokum. Maritech kaupir breskt fyrirtæki VIÐSKIPTI HANNES Hlífar Stefánsson (2.567) vann það afrek að sigra mol- davíska stórmeistarann Viktor Bo- logan (2.673) í aðeins 17 leikjum í sjöttu umferð Mjólkurskákmótsins á Hótel Selfossi. Það er afar sjaldgæft að ofurstórmeistarar tapi í innan við 20 leikjum, hvað þá með hvítu eins og gerðist í þessari skák. Bologan er í 27. sæti á heimslista FIDE, sem telur um 50.000 skák- menn. Hann er jafnframt þriðji stiga- hæsti skákmaðurinn á stórmeistara- mótinu á Selfossi. Bologan hefur unnið margt afrekið á skákferli sín- um. Þannig sigraði hann á gríðarlega sterku skákmóti í Dortmund í ágúst sl. þar sem þeir Viswanathan Anand (2.774) og Vladimir Kramnik (2.785) urðu að láta sér lynda að deila öðru sætinu, vinningi á eftir Bologan. Það er athyglisvert við viðureign þeirra Bologans og Hannesar, að fyrstu tíu leikirnir höfðu áður komið upp í einvígi þeirra í heimsmeistara- keppninni í Nýju-Delhí á Indlandi ár- ið 2000. Fyrsti leikur Bologan frá eig- in brjósti var því sá ellefti og þeir urðu einungis sjö áður en hann neyddist til að gefa, en þá hafði staða hans farið versnandi með hverjum leik. Þessi sögulega skák tefldist þannig: Hvítt: Viktor Bologan Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Ítalski leikurinn 1.e4 e5 2.Rf3 Rc6 3.Bc4 Bc5 4.c3 Rf6 5.d3 a6 6.Bb3 d6 7.Rbd2 0–0 8.h3 Be6 9.Rf1 h6 10.g4 Rh7 -- Sjá stöðumynds 1. 11.g5? -- Bologan hyggst endurbæta skák þeirra Hannesar á heimsmeistara- móti í Nýju Delhi 2000, en í þeirri skák lék Bologan 11. Hg1, en skák- inni lauk með jafntefli Endurbótin er þó algjörlega mis- heppnuð og taflmennska Bologans er ótrúleg til loka skákarinnar. 11. . . hxg5 12. Hg1 Bxb3 13. axb3 -- Eftir 13. Dxb3 Df6 14. R1h2 Bb6 15. Bxg5 Rxg5 16. Hxg5 er staðan nokkuð jöfn. 13. . . f5! Hannes opnar f-línuna til að sækja að riddaranum á f3 og peðinu á f2. 14. exf5? -- Betra er 14. Bxg5 Dd7 15. Bh6 Hf7 16. Hg3 Rf6 o. s.frv. 14. . . Hxf5 15. Rg3 Hf7 16. b4 Bb6 17. Be3? -- Bologan hefur gjörsamlega misst tökin á stöðunni og tapar nú manni. Eftir 17. Rf1 d5 18. Re3 e4 19. dxe4 dxe4 20. Rxg5 Rxg5 21. Dxd8+ Hxd8 22. Hxg5 Hdf8 getur hvítur barist áfram, þótt svartur eigi yfirburðatafl. 17. . . Df6 Sjá stöðumynd 2. og hvítur gafst upp. Eftir 18. b5 Rd8 19. Rh2 Bxe3 20. Rg4 Bxf2+ 21. Kf1 Df4 22. Rh5 Df5 23. Hh1 Bh4+ 24. Kg2 Re6 á svartur mann yfir og unnið tafl. Önnur úrslit í sjöttu umferð urðu þau, að Francisco Vallejo Pons og Vladimir Malakhov gerðu jafntefli, einnig þeir Laurent Fressinet og Iv- an Sokolov. Þá sigraði Nick deFirmi- an Þröst Þórhallsson. Skák þeirra Nikolic og Rowson lauk með jafntefli og heldur Nikolic því forystunni á mótinu. Sjöunda umferð á mótinu verður tefld í dag, en teflt er daglega og um- ferðir hefjast klukkan 15. Mjög góð aðstaða er fyrir áhorfendur á móts- stað, en aðgangur er ókeypis. Hannes sigraði Bol- ogan í 17 leikjum SKÁK Hótel Selfoss MJÓLKURSKÁKMÓTIÐ 28. okt.–7. nóv. 2003 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. dadi@vks.is FORVARNASTARF í fíkniefnamál- um líður fyrir það að verkefni sem stjórnvöld styrkja eru oftar en ekki skammtímaverkefni og því ekki hægt að treysta á fjármagn til lengri tíma. Forvarnir eru langtímaverkefni sem þarf að skipuleggja og vinna á löngum tíma með markvissum hætti. Árni Einarsson, framkvæmda- stjóri Fræðslumiðstöðvar í fíknivörn- um (FRÆ), segir þetta hamla starf- semi þeirra sem treysta á fjármagn frá hinu opinbera, og sníða þeim þröngan stakk og þess vegna þurfi að leita annað eftir styrkjum. „Lang- flest verkefni sem stjórnvöld styrkja eru skammtímaverkefni. Það gerir þeim sem vilja vinna til lengri tíma mjög erfitt um vik, því þeir vita ekki hvort von sé á áframhaldandi styrkj- um eða ekki,“ segir Árni. Skýringar á þessari áherslu á skammtímaverkefni segir Árni hugs- anlega vera leifar frá gamalli tíð þeg- ar menn litu á forvarnaverkefni sem aukaverk. Einnig vilji stjórnmála- menn gjarnan sjá árangur strax, en það geti reynst erfitt. Hugarfars- breytingar taki tíma og margt verði að vinna saman til þess að vænta megi viðvarandi árangurs. Áhersla á skammtímaverkefni valdi því að ekki sé æskileg samfella í forvarnastarfi en það komi niður á skipulagningu og langtímamarkmiðum. Fræðslumiðstöðin er 10 ára í dag og rekin að mestu leyti fyrir styrki frá almenningi og fyrirtækjum. Á þeim 10 árum sem FRÆ hefur verið starfandi hefur margt í forvarna- starfsemi gegn vímuefnum breyst, og margt til batnaðar. „Vitund fólks almennt um mikilvægi forvarna hef- ur verið að aukast,“ segir Árni. Hann segir að sem betur fer sé ekki lengur einblínt á að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan í. Starfið grundvallað á rannsóknum „Við settum okkur það markmið með þessari miðstöð að starf okkar myndi grundvallast á rann- sóknum og því sem best væri vitað og menn teldu vænlegast til árangurs á hverjum tíma. Einnig var það okkar markmið að taka þátt í að virkja sem flesta í samfélaginu, t.d. foreldra, skóla og íþróttafélög, með fræðslu og upplýsingum til að taka þátt í þessu starfi á þeim grund- velli að vímuefnamál snerti allt sam- félagið. Þetta er ekki verkefni sem menn geta verið að vinna með enda- lausum átökum, reyna að hreinsa til á borðinu í eitt skipti fyrir öll,“ segir Árni. Hann segir að margt hafi áunnist á þessum 10 árum. Nú þyki sjálfsagt að forvarnir séu hluti af daglegum verkefnum skóla og íþróttahreyfing- in hafi verið að taka sér tak í þessum efnum. Einnig hafa mörg sveitar- félög sett sér sérstakar vímuvarna- áætlanir og foreldrar hafa sömuleiðis verið að opna augun í þessum málum. „Ef við lítum í eigin barm hefðum við auðvitað viljað gera meira. Við þurfum hins vegar að sníða okkur stakk eftir vexti og fjármagnið sem við höfum handa á milli hverju sinni ræður ferðinni. Við byggjum verkefni okk- ar fyrst og fremst á styrkjum og framlögum frá stofnunum, einstak- lingum og fyrirtækjum. Á síðasta ári voru styrk- ir sem við fengum frá stjórnvöldum u.þ.b. 15% af rekstrarfé okk- ar. Hitt sækjum við út í samfélagið og njótum þar heilmikillar velvild- ar.“ Ný vefsíða í mánuðinum Árni segir að mið- stöðin ætli að halda áfram að vinna á þeim grundvelli sem lagt var upp með fyrir 10 árum, að byggja starfið á rannsóknum og þekkingu. Nú er unnið hörðum höndum að því að setja upp nýja vefsíðu FRÆ, for- varnir.is, en þar verður hægt að nálg- ast upplýsingar um fíkniefnamál og forvarnir. Árni segist vonast til að síðan komist í gagnið í þessum mán- uði. Dreifingu á bókinni Fíkniefni og forvarnir, handbók fyrir heimili og skóla, er nú að ljúka, en á síðustu tveimur árum hefur um 6.000 eintök- um af bókinni verið dreift til heimila á landinu þar sem eru börn fædd 1987 til 1989. Nú er unnið að því að gera fræðslu- og námsefni fyrir nem- endur í 8. bekk grunnskóla upp úr bókinni í samvinnu við Námsgagna- stofnun. Er því efni ætlað að bæta úr brýnni þörf á þess konar námsefni. FRÆ mun áfram standa að fræðslu og ráðgjöf á sviði forvarna á öllum skólastigum, segir Árni. Fræðslumiðstöð í fíknivörnum hefur starfað í áratug Forvarnir ekki skipu- lagðar fram í tímann Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.