Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 13 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 25. nóvember í 3 vikur á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí þann 25. nóvember. Það er um 25 stiga hiti á Kanarí í nóvember, og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir. Á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Síðustu sætin Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.950 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 25. nóv, flug, gisting, skattar, stökktutilboð. Heimkoma, 19. des. Stökktu til Kanarí 25. nóvember frá 34.963 Verð kr. 34.963 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. 25. nóvember, flug, gisting, skattar, stökktutilboð. Heimkoma, 19. des. ÓSAMSTAÐA hagsmunahópa í ís- lenskum sjávarútvegi hamlar framþróun í greininni, að mati Óskars Þórs Karlssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva án útgerðar, og kom fram á aðalfundi samtakanna fyrir helgi. Óskar sagði að aðilar í SFÁÚ væru einkum fyrirtæki sem að mestu eða alfarið byggi hráefnisöflun sína á því að kaupa fisk á innlendum fiskmörk- uðum. Því miður væru starfsskilyrði markaðanna ekki nógu góð og raunar óviðunandi á vissum sviðum, svo sem í vigtunarmálum. Engin samstaða virðist hinsvegar um það innan sjáv- arútvegsins í heild að búa fiskmörk- uðunum nauðsynleg starfsskilyrði. Sagðist hann hafa átt sæti í fjöl- mennri nefnd sem sjávarútvegsráð- herra skipaði til að fjalla um málefni fiskmarkaðanna. Nefndinni hafi hins- vegar ekki auðnast að standa sameig- inlega að einni einustu tillögu. Sagði Óskar að reynslan af starfi þessarar nefndar væri aðeins eitt dæmi af mörgum um þá djúpu gjá sem hefur myndast og er til staðar á milli einstakra hagsmunahópa innan sjávarútvegsins, þar sem hagsmunir hvers hóps um sig eru allsráðandi í umræðunni. Gott dæmi um þessa djúpu gjá væri einnig sú umræða sem sprottið hefur upp í kringum svokall- aða línuívilnun sem stjórnvöld hyggj- ast setja á á næsta ári. „Þeir sem stunda línuveiðar og sjá sér hag í því að línuívilnun komist á benda gjarnan á að botnvarpan sé mikið skaðræð- isveiðarfæri, sem skilji eftir sig hafs- botninn eins og eyðimörk þar sem hvergi sé lengur skjól að finna fyrir fisk. Þetta er að sjálfsögðu stórlega ofsagt.“ Óskar sagði að ekki tæki betra við á hinum vægnum. „Þeir sem hinsvegar stunda veiðar með troll og eru þar með að sjálfsögðu svarnir andstæð- ingar línuívilnunar hafa aðra sögu að segja. Að þeirra áliti er línan hið mesta skaðræðisveiðarfæri. Ótöluleg- ur fjöldi af fiski slitni af línunni og syndi síðan að þeirra sögn um allan sjó glorhungraður og grindhoraður með öngulinn langt ofan í maga. Þannig er umræðan því miður gjarnan um mörg fleiri mál og ekki batnar það þegar talið berst að byggðakvótanum, sem er okkur í SFÁÚ reyndar mjög á móti skapi,“ sagði Óskar. Hefur gefist upp á ósamstöðunni Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, sagðist á fundinum kannast við það vandamál sem Óskar ræddi um. Hann sagði að togstreita og ósamstaða alltof margra hagsmuna- aðila í sjávarútvegi hafi valdið því að hann hafi í raun gefist upp á því að leita til þeirra eftir tilnefningum í nefndir sem fjalla ættu um einstök mál innan greinarinnar. Þess í stað leitaði hann nú til einstaklinga sem hafi tiltekna þekkingu og aðkomu að einstökum málum. Þannig hafi hann til að mynda valið í stjórn AVS-verk- efnisins sem fjallar um aukið verð- mæti sjávarfangs. Aðalfundur Samtaka fiskvinnslu án útgerðar Djúp gjá milli hagsmunahópa Morgunblaðið/Þorkell KAUPFÉLAG Árnesinga skuldar að meðtöldum ábyrgðum einn milljarð króna umfram áætlað verðmæti eigna, samkvæmt nýjum útreikning- um sem lagðir hafa verið fram í tengslum við framlengingu á greiðslustöðvun félagsins. Héraðs- dómur Suðurlands féllst í gær á að veita félaginu áframhaldandi greiðslustöðvun til 25. nóvember nk., en Kaupfélagið hefur verið í greiðslu- stöðvun síðan 14. júlí í sumar. Séu ábyrgðir sem félagið er í ekki taldar með nema skuldirnar tæpum 1,5 milljörðum króna, eða 500 millj- ónum umfram eignir. Áður voru skuldir félagsins sagðar 320 milljónir króna umfram áætlað verðmæti eigna. Kaupfélag Árnesinga hefur átt í miklum fjárhagsörðugleikum, eink- um vegna fjárfestinga í tengslum við endurbyggingu Hótels Selfoss. Aðstoðarmaður Kaupfélagsins á greiðslustöðvunartíma, Einar Gautur Steingrímsson hrl., greindi frá því sl. föstudag fyrir Héraðsdómi Suður- lands að hækkun áætlaðra skulda frá því beiðni um greiðslustöðvun var fyrst sett fram 14. júlí sl. megi fyrst og fremst rekja til ábyrgða skuldara sem ekki höfðu verið bókfærðar og voru án vitundar stjórnar. Tekið var fram að þessar skuldir hafi ekki verið viðurkenndar. Þá hefðu kröfuhafar á greiðslustöðvun- artímanum reiknað út kröfur með fullum dráttarvöxtum og sumar þeirra hefðu verið reiknaðar fram yf- ir frestdag. Þá hafi innheimtuþóknun bæst við kröfurnar. Um helmingur eigna Kaupfélags Árnesinga hefur verið seldur á greiðslustöðvunartímanum. Þær fasteignir sem eru óseldar eru sagðar flestar í leigu og skili fullnægjandi arði. Verðmætamat fasteigna félags- ins hefur verið lækkað um 168 millj- ónir króna, verðmætamat hlutabréfa- eignar verið lækkað um 31 milljón króna og verðmætamat skuldabréfa- eignar verið lækkað um 23 milljónir króna. Kanna ábyrgðarskuldbindingar framkvæmdastjóra Einar Gautur sagði í Héraðsdóm- inum að eftir væri að afstemma bók- hald, innheimta viðskiptakröfur og kanna ráðstafanir sem gerðar hafi verið á síðastliðnum 6–24 mánuðum með tilliti til riftanleika þeirra. Enn- fremur ætti eftir að kanna endanleg- ar launaskuldbindingar félagsins og hvaða ábyrgðarskuldbindingar fram- kvæmdastjóri félagsins undirritaði fyrir hönd skuldara með vitund og vilja stjórnar, hverjar hefðu verið samþykktar eftir á og hverjar hefðu verið gerðar í heimildarleysi. Skuldir og ábyrgðir milljarður umfram eignir Kaupfélag Árnesinga fékk greiðslustöðvun framlengda VOPNAFJARÐARHREPPUR er orðinn stærsti hluthafi Tanga á Vopnafirði með um 35% beinan og óbeinan eignarhlut. Þetta er niður- staðan eftir að samningur sem gerður var við Eskju í júlí síðastliðnum, um kaup á rúmlega 47% hlut Eskju í Tanga, er nú að fullu kominn til fram- kvæmdar. Vopnafjarðarhreppur og einka- hlutafélag sem er að fullu í eigu hreppsins eiga nú rúmlega 30% í Tanga. Næst stærsti hluturinn, tæp- lega 25%, er í eigu Bjarnareyjar ehf., sem er félag sem er að jöfnu í eigu Vopnafjarðarhrepps, Tanga hf., Kaupfélags Vopnfirðinga, Mælifells ehf. og Bíla og véla ehf. Beint og óbeint á hreppurinn því um 35% í Tanga. Þriðji stærsti eigandi Tanga er Sparisjóðabanki Íslands hf. með tæp- lega 14%. Aðrir stórir hluthafar eru Vátryggingafélag Íslands hf. með rúmlega 7%, Kaupþing-Búnaðar- banki hf. með tæplega 5%, Olíufélagið ehf. með rúmlega 3%, Ker hf. og Tryggingamiðstöðin hf. með tæplega 3% hvort félag og Ker ehf. með tæp- lega 2%. Tangi er burðarás bæjarins Ólafur Kr. Ármannsson, stjórnar- formaður Tanga og hreppnefndar- maður í Vopnafjarðarhreppi, segir að með kaupunum á hlutabréfunum í Tanga af Eskju sé reynt að tryggja eignaraðild heimamanna. Hlutabréf- in séu hins vegar keypt dýru verði og þurft hafi að láta loðnukvóta á móti. „Við eigum eftir að landa því hvernig við komumst út úr þessu, en þetta er fyrsta skrefið. Við höfum tekið þá ákvörðun eins og áður hefur komið fram að við ætlum að berjast til síð- asta manns,“ segir Ólafur. Hann bæt- ir því við að af 760 íbúum Vopnafjarð- ar starfi 120–150 í Tanga og fyrirtækið sé því alger burðarás í bænum. Eskja seldi bréf sín í Tanga á geng- inu 2,09 samkvæmt samningi sem gerður var í lok júlí. Lítil velta er með bréf félagsins í Kauphöll Íslands og engin viðskipti síðustu daga, en síð- asta viðskiptaverð var 1,30. Hreppurinn stærstur í Tanga HAGNAÐUR Eskju á fyrstu níu mánuðum ársins nam 305 milljónum króna, sem er 71% lægra en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 1.063 milljónum króna. Hagn- aður fyrir afskriftir, EBITDA, lækk- aði úr 1.163 milljónum króna í 724 milljónir króna, og framlegðarhlut- fallið lækkaði úr 36% í 30% af rekstr- artekjum, sem lækkuðu um rúman fjórðung og námu 2.411 milljónum króna. Samkvæmt rekstraráætlun Eskju er gert ráð fyrir að framlegðarhlut- fallið verði um 29% á árinu, að því gefnu að afurðaverð haldist stöðugt og kolmunnaveiði verði viðunandi það sem eftir lifir árs. Á fyrstu níu mánuðum fyrra árs var Eskja með 475 milljóna króna fjármagnstekjur, en í ár námu fjár- magnsgjöld félagsins 31 milljón og fjármagnsliðir versnuðu því um rúm- an hálfan milljarð króna. Eignir Eskju hækkuðu úr 6,8 milljörðum króna í 8,6 milljarða króna og eig- infjárhlutfall lækkaði úr 33% í 28%. Hagnaður Eskju dregst saman um 71% síðastliðinn þegar það hækkaði skyndilega og fór í 172 pens 19. ágúst. Gengið breyttist lítið frá þeim tíma KAUPÞING Búnaðarbanki hefur aukið hlut sinn í breska fjárfesting- arbankanum Singer & Friedlander úr 6% í 9,5%. Kaupþing Búnaðar- banki hefur ekki viljað gefa upp hverjar fyrirætlanir bankans eru eða hvort ætlunin er að auka hlutinn frek- ar, en leyfi breska fjármálaeftirlitsins þarf til að eiga stærri hlut en 10%. Gengi Singer & Friedlander var um og undir 160 pens þar til í ágúst þar til í síðustu viku þegar greint var frá því að Kaupþing Búnaðarbanki ætti orðið 6% hlut í bankanum og vangaveltur hófust um hvort Kaup- þing Búnaðarbanki hygðist gera yf- irtökutilboð. Lokagengi bréfanna í gær var 208 pens og markaðsverð bankans 403 milljónir punda eða 52 milljarðar króna. Markaðsverð Kaup- þings Búnaðarbanka er 84 milljarðar króna. Kaupþing Búnaðarbanki eykur hlut sinn í S&F HAGNAÐUR Tanga nam 134 millj- ónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er 57% samdráttur frá sama tímabili í fyrra. Rekstr- artekjur drógust saman um fimmt- ung og námu 1.439 milljónum króna, en hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði jókst um 48% og nam 380 milljónum króna. Inni í þeirri tölu er 153 milljóna króna söluhagnaður vegna sölu á varanlegum aflaheim- ildum í loðnu. Veltufé frá rekstri dróst saman um 35% og nam 164 milljónum króna. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 227 milljónir króna í fyrra, en versn- uðu um 250 milljónir króna og voru nú neikvæðir um 24 milljónir króna. Eignir jukust um 100 milljónir króna og námu tæpum 3 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall lækkaði lítillega og nam tæplega 33%. Nokkur óvissa er í frétt frá félag- inu sögð um hvort það muni starfa áfram í óbreyttri rekstrarmynd í kjölfar eigendaskipta á meirihluta hlutafjár og sölu á þriðjungi afla- heimilda félagsins í loðnu. Hagnaður Tanga dregst saman um 57% ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.