Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Lestu meira um þetta einstaka tilboð á
www.microsoft.is/frabaerttilbod
og hvað þú græðir á því...
G
R
E
Y
C
O
M
M
U
N
IC
AT
IO
N
S
IN
TE
R
N
AT
IO
N
A
L
G
C
I
IC
E
LA
N
D
Microsoft og HP gera
þér frábært tilboð!
Fáðu leyfin
á hreint og þú
færð fartölvu
í staðinn
INGIMUNDUR Sigurpálsson, for-
stjóri Eimskipafélags Íslands, hefur
tilkynnt að hann hafi hug á að láta af
störfum hjá félaginu. Hann sendi frá
sér svohljóðandi fréttatilkynningu í
gær:
„Á fundi stjórnar Hf. Eimskipa-
félags Íslands, sem haldinn var síð-
degis í dag, kom fram, að stjórn fé-
lagsins hygðist gera breytingar á
því skipulagi félagsins, sem ákveðið
var á hluthafafundi þann 5. nóv-
ember 2002 og gildi tók í ársbyrjun
2003. Þær breytingar voru þá að
minni hyggju nauðsynlegar fyrir fé-
lagið og á þeim skamma tíma, sem
liðinn er frá gildistöku þeirra, hef ég
styrkst í þeirri trú, að þær væru
rekstri félagsins og hluthöfum til
hagsbóta til lengri tíma litið.
Breytingar þær á hlutverki og
skipulagi Hf. Eimskipafélags Ís-
lands, sem tóku gildi um síðustu
áramót, hafa leitt til þess, að eignir
félagsins hafa tvöfaldast að verð-
mæti. Jafnframt hefur velta félags-
ins tvöfaldast og hlutfall eigin fjár
hefur styrkst til mikilla muna. Þá
nam arðsemi eigin fjár félagsins
30% á síðasta ári og er útlit fyrir, að
hún verði einnig góð á þessu ári. Þar
að auki má ætla, að fjárfestar hafi
metið þessar breytingar til góðs, þar
sem gengi hlutabréfa í félaginu hef-
ur hækkað um rúm 40% á einu ári.
Í ljósi þessa tel ég hvorki rétt né
fært að taka þátt í því að umbreyta
núgildandi skipulagi Hf. Eimskipa-
félags Íslands eftir skamma reynslu.
Það er ekki rétt, þar sem ég tel af-
farasælla að nýr maður fylgi eftir
nýjum hugmyndum, og það er ekki
fært, þar sem ég tel nauðsynlegt að
fylgja eigin sannfæringu. Af þessum
sökum hef ég gert stjórn Hf. Eim-
skipafélags Íslands grein fyrir því,
að ég hafi hug á að láta af störfum
hjá félaginu. Þótt vissulega sé eft-
irsjá í því, þá er ég sannfærður um,
að öðrum sé betur gefið að fylgja
eftir fyrirhuguðum breytingum á
hlutverki og skipulagi Hf. Eimskipa-
félags Íslands.
Það eru mikil forréttindi að hafa
fengið tækifæri til þess að koma að
rekstri Hf. Eimskipafélags Íslands
þau þrjú ár, sem liðin eru síðan ég
hóf störf hjá félaginu. Það hefur í
senn verið lærdómsríkt og krefj-
andi, ánægjulegt og gefandi. Ég er
þakklátur stjórn og hluthöfum fé-
lagsins fyrir að fá tækifæri til þess
að fylgja eftir þeim umbreytingum,
sem unnið hefur verið að á þeim
tíma, en vissulega eru það vonbrigði,
að ekki skuli hafa gefist tækifæri til
þess að sanna betur gildi þeirra.
Auk stjórnar Hf. Eimskipafélags Ís-
lands hafa komið að því verki fjöl-
margir starfsmenn félagsins. Er
gleðilegt til þess að vita að geta
ýkjulaust og með góðri samvisku
sagt, að hjá félaginu starfa fádæma
traustir og hæfir starfsmenn.
Mér er það ómetanlegt að hafa
fengið tækifæri til þess að vinna
með öllu því góða fólki, sem starfar
hjá Hf. Eimskipafélagi Íslands á
hinum ólíku sviðum. Þeim óska ég
alls hins besta um ókomin ár, svo og
viðskiptavinum og hluthöfum öllum.
Það er einlæg von mín, að ný stjórn
félagsins megi verða farsæl í störf-
um sínum og að rekstrarfélögum Hf.
Eimskipafélags Íslands, Brimi,
Burðarási og Eimskip, megi vel
farnast; starfsmönnum, byggðum
landsins og þjóðinni allri til heilla,“
segir í tilkynningu frá Ingimundi
Sigurpálssyni.
Tilkynning Ingimundar Sigurpálssonar, forstjóra EÍ
Óskar lausnar frá störfum
KRISTINN Gylfi Jónsson hefur lát-
ið af störfum sem framkvæmda-
stjóri Síldar & fisks ehf. Helgi Sig-
urðsson, lögfræðingur hjá
Kaupþingi-Búnaðarbanka, við-
skiptabanka fyrirtækisins, segir að
fyrirtækinu sé nú stjórnað af stjórn
fyrirtækisins, en meirihluta þess
skipa eigendur svínabúsins í Braut-
arholti.
Svínabúið í Brautarholti keypti 2⁄3
hlutafjár í Síld & fisk í júní árið 2000
á um einn milljarð króna. Búnaðar-
bankinn lánaði til kaupanna. Selj-
endur voru tvö af börnum Þorvaldar
Guðmundssonar stofnanda Síldar &
fisks, en hann var árum saman hæsti
skattgreiðandi á landinu. Geirlaug
Þorvaldsdóttir seldi hins vegar ekki
hlut sinn og á þriðjung í fyrirtækinu.
Síld & fiskur rekur kjötvinnslu að
Dalshrauni í Hafnarfirði og svínabú
að Minni-Vatnleysu.
Helgi Sigurðsson vildi ekki tjá sig
um hvort framundan væru eigenda-
skipti á Síld & fiski. Verið væri að
fara yfir fjárhagsstöðu fyrirtækisins
og meta næstu skref.
Búnaðarbanki-Kaupþing er einn-
ig aðalviðskiptabanki svínabúsins að
Brautarholti, kjúklingabúsins Móa
og Nesbúsins, sem er annar af
stærstu eggjaframleiðendum lands-
ins.
Að sögn Kristins Gylfa Jónssonar
fráfarandi framkvæmdastjóra Síld-
ar & fisks, sem sagði framkvæmda-
stjórastöðu sinni lausri 31. október,
eru persónulegar ástæður fyrir
ákvörðuninni.
Hættir sem fram-
kvæmdastjóri
Síldar & fisks
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur
frá 17. október þar sem hafnað var
kröfu fuglabúsins Móa hf. um að
félaginu yrði veitt heimild til
nauðasamningsumleitana. Fátt
virðist nú geta komið í veg fyrir
gjaldþrot Móa að sögn lögmanns
félagsins.
Hæstiréttur staðfesti úrskurð
héraðsdóms á þeim grundvelli að
Móum hefði áður verið synjað um
staðfestingu nauðasamnings innan
þriggja ára fyrir frestdag sbr. lög
um gjaldþrotaskipti.
Að sögn Sigmundar Hannesson-
ar, hæstaréttarlögmanns og lög-
manns Móa, virðist nú fátt geta
komið í veg fyrir gjaldþrot félags-
ins. „Það er nú séð fyrir endann á
langri þrautagöngu félagsins,“
segir hann. „Svo er að sjá hvað
framtíðin ber í skauti sér. Þrátt
fyrir miklar skuldir félagsins á það
samt gríðarlega miklar eignir.“
Verðmæti eignanna er þó afstætt
að sögn Sigmundar, t.d. getur
verðmæti kjúklingahúsa félagsins
úti á landi verið 0 til 200 milljónir
króna.
Í dag, miðvikudag, verða teknar
fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
kröfur fjögurra lífeyrissjóða um
gjaldþrotaskipti Móa. Er reiknað
með að kröfurnar verði afgreiddar
í dag.
Heimild til
nauðasamninga
Móa hafnað
ÞAÐ ER snarbratt niður og ógn-
vænlegt á að líta þegar staðið er í
efsta sneiðingnum í Kára-
hnjúknum og horft niður í Jöklu.
Handan ár iðar meginvinnusvæði
virkjunarinnar af stórvirkum, gul-
um vinnuvélum og blá- og appels-
ínugulklæddum verkamönnum
sem hífa, moka, aka, bakka, slaka,
sjóða, bora, skrúfa og sitthvað
fleira svo hundruðum skiptir á
gljúfrasillum. Yfir þennan aragrúa
horfir Stefán Guðnason, öryggis-
fulltrúi Landsvirkjunar, og athug-
ar í kjölfarið hvort menn gæta
fyllsta öryggis á vinnusvæðinu.
Minnir menn á að nota hjálmana,
fylgja öryggisreglum í hvívetna og
pantar grindverk utan í bröttustu
sneiðingana á vegslóðum sem
mynda orðið flókið leiðanet á vest-
urbakkanum. Mannlífið á vinnu-
svæðinu er fjölbreytt og fólk af yf-
ir 20 þjóðernum er þar við störf. Í
vikubyrjun tók skóli til starfa á
svæðinu og eru átta börn við nám
í skólanum.Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Göngum
upp í gilið
gljúfrabúa
til að sjá
INGIMUNDUR Sigurpálsson, for-
stjóri Eimskipafélags Íslands, segir
að Eimskip hafi verið leiðandi á
mörgum sviðum í gegnum áratug-
ina og fráleitt að segja að félagið
hafi ekki sýnt frumkvæði.
Björgólfur Guðmundsson, for-
maður bankaráðs Landsbankans,
lýsti hvað honum hafi fundist vera
að Eimskipafélaginu í málstofu á
landsfundi Samfylkingarinnar á
sunnudaginn: „Það var alltaf stórt
en hafði aldrei frumkvæði að
nokkrum hlut og þegar einhver
kom og ætlaði að vera með frum-
kvæði, þá drap það það niður. Svo-
leiðis var það,“ sagði Björgólfur á
fundinum.
Þegar Morgunblaðið leitaði til
Ingimundar sagðist hann ekki sjálf-
ur hafa heyrt ummælin og því ekki
geta sett þau í samhengi við um-
ræðuna á fundinum. Aðspurður
sagði hann hins vegar frumkvæði
Eimskipafélagsins mikið bara á
þessu ári. Benti hann á mestu
skipulagsbreytingu í sögu félagsins
sem tók gildi um síðustu áramót.
Einnig hafi verið tekið í notkun
fullkomið afgreiðslu- og vöruhús í
Þórshöfn í Færeyjum í byrjun árs-
ins. Þá var þjónustusetur opnað á
flugvellinum í Amsterdam fyrir
ferskafurðir og er hið eina sinnar
tegundar í Hollandi. Skipaaf-
greiðsla og flutningsmiðlunarskrif-
stofa var einnig opnuð í Fredriks-
stad í Noregi „og síðast en ekki síst
bygging og opnun vöruhótels í apr-
ílmánuði síðastliðnum. Þetta er að
minnsta kosti frumkvæði sem má
nefna á þessu ári,“ segir Ingimund-
ur.
Við sama tilefni sagðist Björg-
ólfur hafa verið að skoða rekstr-
artölur Samskipa og Eimskips og
hafa séð að Samskip hafi komið sín-
um rekstri þannig við að 40–50% af
tekjunum komi erlendis frá. Eim-
skipafélagið hafi nánast allar sínar
tekjur ennþá frá 280 þúsund Ís-
lendingum. „Það þarf að breyta
hugsunargangi og menn þurfa að
vera djarfari,“ sagði Björgólfur.
Níu milljarða velta erlendis
Ingimundur segir að Samskip
gefi upp brúttóveltu í útlöndum en
Eimskip nettóveltu. Ef tölurnar séu
bornar saman á sambærilegum
grunni sé velta Eimskipafélagsins
níu milljarðar króna erlendis en
Samskipa rúmlega sex milljarðar.
Starfsmenn Eimskips í útlöndum
séu rétt um 300 en 180 hjá Sam-
skipum.
Fráleitt að Eimskip hafi
ekki sýnt frumkvæði
ÓBYGGÐANEFND mun kveða
upp úrskurði í fimm málum varð-
andi Sveitarfélagið Hornafjörð,
þ.e. Öræfi, Suðursveit, Mýrar,
Nes og Lón föstudaginn 14. nóv-
ember nk. kl. 14.00 í Þjóðmenn-
ingarhúsinu.
Óbyggðanefnd vinnur nú einnig
að þjóðlendumálum í Vestur-
Skaftafellssýslu og Rangárvalla-
sýslu, þar er um að ræða níu mál,
sjö hafa þegar verið tekin til úr-
skurðar en ekki liggur fyrir hve-
nær úrskurður verður tekinn í
tveimur málum. Dóms Héraðs-
dóms Suðurlands vegna úrskurða
óbyggðanefndar varðandi upp-
sveitir Árnessýslu er enn beðið.
Úrskurða óbyggða-
nefndar að vænta