Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 34
ⓦ á Grenivík. Verður að hafa bíl til umráða Upplýsingar gefur Ólöf Engilberts- dóttir í síma 569 1376. BROSTU! K R I N G L U N N I Ný og glæsileg skóverslun í Kringlunni leitar að drífandi starfsfólki. Okkur vantar bæði starfsfólk í fullt starf og í hlutastarf. Í desember munum við einnig ráða gott fólk í jólasöluna. Áhugasamir vinsamlega sendið umsóknir til: ECCO Kringlunni, Kringlunni 8, 103 Reykjavík, eða í tölvupósti til: petur@ecco.is fyrir 10. nóvember. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Viðskiptatækifæri í sjávar- útvegi - Shandong héraðið í Kína Kynningarfundur í Skála, Hótel Sögu, 6. nóvember kl. 13.00-14.30 Hr. Chen Yanming, varalandstjóri í Shand- ong héraði, flytur erindi um héraðið og Hr. Song Xiuwu, forstjóri stofnunar um sjáv- arútveg og haffræði, flytur erindi um sjávarút- veg í héraðinu. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig hjá Útflutningsráði í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutnings- rad@utflutningsrad.is TILKYNNINGAR Auglýsing um skipulags- mál í Reykjanesbæ Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 1995—2015 Í samræmi við 1. mgr. 21. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipu- lagi Reykjanesbæjar 1995-2015. Breytingin felst í að iðnaðarsvæði við Keflavíkurhöfn breytist í miðsvæði og stækkar Tillaga að deiliskipulagi við Hafnargötu 91 Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi við Hafn- argötu 91. Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Reykja- nesbæjar á Tjarnargötu 12 frá og með 5. nóv- ember til 3. desember 2003. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athuga- semdum er til 17. desember 2003. Skila skal inn athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, Reykja- nesbæ. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkja hana. Framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar. F A T L A Ð R A SJÁLFSBJÖRG LANDSSAMBAND Viðurkenningar fyrir gott aðgengi Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra og aðildar- félög þess um land allt, veita fyrirtækjum og þjónustuaðilum viðurkenningar fyrir gott að- gengi hreyfihamlaðra á alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember ár hvert. Um er að ræða tvenns konar viðurkenningar: 1. Fyrir fullkomlega aðgengilegt húsnæði, sem nýtist bæði gestum og starfsmönn- um fyrirtækja og stofnana. 2. Fyrir lagfæringar á áður óaðgengilegu húsnæði, til verulegra bóta fyrir hreyfi- hamlaða. Þeir aðilar sem vilja koma til greina við úthlut- un viðurkenninga á þessu ári eða tilnefna aðra til viðurkenninga, komi ábendingum á framfæri við Sjálfsbjörg í síðasta lagi 14. nóvember 2003. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12, 105 Reykjavík, sími 552 9133; fax 562 3773. Netfang: mottaka@sjalfsbjorg.is SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA CRANIO-NÁM 2-hluti. B-stig 8.-13. nóvember. S. 564 1803/699 8064 www.cranio.cc.ww.ccst.co.uk FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. I.O.O.F. 18  1841158  Bk. I.O.O.F. 7  184110571/2  Í kvöld kl. 20.00. Hjálparflokk- ur hjá Inger, Suðurgötu 15. Allar konur velkomnar.  GLITNIR 6003110519 I  HELGAFELL 6003110519 VI I.O.O.F. 9  1841158½  34 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kristjana og Guðrún Kr. Íslandsmeistarar kvenna Það gat allt gerst í síðustu umferð Íslandsmóts kvenna í tvímenningi en mótið fór fram um síðustu helgi en þá spiluðu 24 pör um Íslands- meistaratitilinn. Örfá stig skildu að efstu pör. Dóra Axelsdóttir og Erla Sigur- jónsdóttir, sem leitt höfðu mótið lengst af, áttu nokkrar vondar setur og misstu forystuna en Kristjana Steingrímsdóttir og Guðrún Kr. Jó- hannesdóttir stóðu uppi sem sigur- vegarar og fast á hæla þeirra komu mæðgurnar Dröfn Guðmundsdóttir og Hrund Einarsdóttir en Erla og Dóra urðu að sætta sig við 3. sætið. Lokastaða efstu para varð annars þessi: Kristjana - Guðrún 130 Dröfn Guðmundsd. - Hrund Einarsd. 125 Erla Sigurjónsd. - Dóra Axelsd. 108 Anna Ívarsd. - Guðrún Óskarsd. 88 Halldóra Magnúsd.r - Guðný Guðjónsd. 88 Hjördís Sigurjónsd. - Ragnh. Nielsen 78 Spilað var með skermum á mótinu og mæltist það mjög vel fyr- ir hjá konunum. Bridsfélag SÁÁ Fimmtudagskvöldið 30. október var spilaður Howell-tvímenningur, 9 umferðir, 3 spil á milli para. Það var sérstakt gleðiefni að þriðjungur spilara þetta kvöld var að taka sín fyrstu skref í keppnisbridge. Þessi pör urðu annars hlutskörp- ust (meðalskor 108): Sæmundur Knútss. – Einar L. Péturss. 137 Jón Karl Árnason – Unnar A. Guðm. 125 Þóroddur Ragnarss. – Guðm. Gunnþ. 120 Einar Oddsson – Gunnar Andrésson 118 Óli Bj. Gunnarss. – Guðm. A. Grétarss. 112 Unnar Atli er nú orðinn efstur í bronsstigum á þessu tímabili, þó að forysta hans sé afar naum. Efstu menn: Unnar Atli Guðmundsson 45 Guðmundur Gunnþórsson 44 Þóroddur Ragnarsson 44 Örlygur Örlygsson 39 Jóhannes Guðmannsson 31 Einar Lárus Pétursson 31 Sæmundur Knútsson 31 Spilað er öll fimmtudagskvöld og hefst spilamennskan stundvíslega kl. 19.30. Spilastaður er Sóltún 20, Lionssalurinn. Keppnisgjald kr. 700 (350 fyrir yngri spilara). Umsjón- armaður er Matthías Þorvaldsson og má skrá sig á staðnum eða hjá honum í síma 860-1003. Allir eru velkomnir og hjálpað er til við myndun para ef óskað er. Ný- liðum er tekið fagnandi. Loks er vakin athygli á heimasíðu félagsins, slóðin er: www.bridge.is/ fel/saa Bridsfélag Selfoss og nágrennis Spilamennska í Hraðsveitakeppn- inni hófst fimmtudaginn 30. október sl. Í mótinu taka 8 sveitir þátt og var raðað í sveitirnar til að jafna styrkleika þeirra. Staða efstu sveita er þessi: Gísli H, Magnús, Anton og Pétur 532 Gunnar Þ., Gísli Þ., Stefán S., Gunnar H. 527 Ólafur, Guðjón, Kristján J. og Halldór 523 Kristján M., Björn, Sturla og Örn 515 Jafnframt var árangur para reiknaður út með butler útreikningi: Kristján M. Gunnarss. – Björn Snorras. 52 Gísli Þórarinsson – Gunnar Þórðarson 44 Anton Hartmannss. – Pétur Hartm. 29 Gísli Hauksson – Magnús Guðmundsson 17 Halldór Magnússon – Kristján Jónsson 11 Höskuldur Gunnarss. – Jón S. Péturss. 11 Nánar um úrslitin á heimasíðu fé- lagsins: http://www.bridge.is/fel/selfoss. Mótinu verður framhaldið í Tryggvaskála fimmtudagskvöldið 6. nóvember stundvíslega kl. 19:30. Tuttugu pör í Borgarfirðinum Mánudaginn 3. nóvember hófst aðaltvímenningur Bridsfélags Borg- arfjarðar með þátttöku 20 para. Keppnin mun taka 6 kvöld, tvöföld umferð, fjögur spil milli para í hvorri umferð. Spilin eru tölvugefin og ljóst að „sveitamaðurinn“ réð ekki allskost- ar við hinar ýmsu skiptingar sem upp komu og miklar sveiflur litu dagsins ljós. Bifrestingarnir Hlynur og Hörður halda uppteknum hætti og hafa strax á fyrsta kvöldi tekið afgerandi forystu. Staðan eftir fyrsta kvöldið er annars sem hér segir. Hlynur Angantýss. – Hörður Gunnarss. 106 Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Péturss. 67 Eyjólfur Sigurjónsson – Jóhann Oddss. 54 Jón H. Einarsson – Hrefna Jónsdóttir 46 Bridsfélag Kópavogs 24 pör mættu galvösk til leiks í 5 kvölda 11/11 Barómeter tvímenn- ingnum og ljóst að baráttan verður hörð , því mikið er í húfi; vegleg verðlaun. Staða efstu para: Jens Jensson – Sverrir Ármannsson 92 Ragnar Björnsson – Sigurður Sigurj. 60 Ólafur Lárusson – Skúli Sigurðsson 48 Árni Már Björnss. – Leifur Kristjánss. 35 Dröfn Guðmundsd. – Ásgeir Ásbjörnss. 31 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Guðrún Kr. Jóhannesdóttir og Kristjana Steingrímsdóttir urðu Íslands- meistarar í kvennaflokki í brids um helgina eftir hörkukeppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.