Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ HrafnhildurOddný (Odda) Sturludóttir fæddist í Reykjavík 13. maí 1949. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 28. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sturla Péturs- son, f. 1915, d. 1999, og Steinunn Her- mannsdóttir, f. 1921, d. 1994. Systkini hennar eru Haukur Dór, f. 1940, Dóróthea, f. 1942, og Pétur Rúnar, f. 1947. Odda dvaldist meira eða minna hjá Ástu Her- mannsdóttur, f. 1930, d. 1992, móð- Þau slitu samvistum 1990. Hún kynntist Gunnari Snorrasyni sum- arið 1994 og bjuggu þau saman í Krókamýri 12, ásamt börnum. Börn Oddnýjar eru: 1) Sigurður Bjarni, f. 1971, sambýliskona Ingi- björg Ásta Sigurðardóttir, f. 1974, þau eiga dóttur, auk þess á hann dóttur fyrir. 2) Ásta Kristín, f. 1976, sambýlismaður Sigurgísli Jónas- son, f. 1975, þau eiga eina dóttur. 3) Hermann, f. 1981, sambýliskona Ósk Auðunsdóttir, f. 1983. 4) Hrafnhildur, f. 1982. Einnig ól Odda upp mág sinn, Kristin Andrés Gunnlaugsson, f. 1957, d. 1984, frá því hann var 13 ára. Odda eignaðist fjögur stjúpbörn og tók hún þau að sér sem sín eigin. Þau eru: 1) Þor- gils, f. 1971, sambýliskona Eygló Sigurðardóttir, f. 1978, þau eiga tvær dætur, 2) Agnes Hrönn, f. 1979, sambýlismaður Sveinbjörn Davíð Magnússon, f. 1978. 3) Pétur Örn, f. 1986. 4) Gunnar, f. 1989. Útför Oddu fer fram frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Bálför fer fram síðar. ursystur sinni, og Árna Sigurjónssyni, f. 1926, og leit hún á þau sem sína foreldra, og hefur alla tíð síðan verið talin með í þeirra fjölskyldu. Uppeldis- systkini hennar eru Þorsteinn, f. 1951, Sig- ríður Dóróthea, f. 1952, Sigurjón, f. 1957, Hermann, f. 1958, El- ín, f. 1961, d.1997, og Oddur, f. 1965. Odda giftist Sigurði Ágústi Gunnlaugssyni 16. september 1972, þau hófu búskap í Holtagerði í Kópavogi og fluttu fljótlega í Garðabæ þar sem hún bjó síðan. Nú er stríðinu við illvígan sjúkdóm lokið. Stríðið var stutt og erfitt. Þó er það huggun harmi gegn að við stönd- um í þeirri trú um að þú hafir fengið góðar móttökur og líði vel. Nú þegar þú ert farin hefur mynd- ast stórt skarð í líf okkar sem enginn getur fyllt upp í. Við viljum þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Þegar við minnumst þín dettur okkur margt í hug. Þessar minningar eru okkur mjög dýrmætar. Við munum tryggja það að minningar um góða mömmu og ömmu muni lifa. Við erum mjög þakklát að hafa fengið að njóta nærveru þinnar þessi ár sem þú varst hjá okkur. Það sem er fjölskyldunni mjög mikilvægt og dýrmætt er að þú hélst vel utan um okkur, bæði í leik og starfi. Að endingu viljum við þakka stúlk- unum í Karitas, starfsfólki 11-E fyrir gott starf. Sérstakar þakkir viljum við senda til líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir ómældan stuðning og umhyggju á þessum erfiðu tímum. Sofnar drótt, nálgast nótt sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt Guð er nær. Hvíldu í friði Sigurður B., Ásta Kr., Her- mann og Hrafnhildur. Þegar við minnumst systur okkar, hennar Oddu, koma óteljandi atvik upp í hugann sem alltof langt mál yrði að rifja upp í stuttri minningargrein en það sem efst er í huga okkar er þakklæti fyrir að hún skyldi rata til okkar og verða ein af okkur „Háeyr- ingunum“ en við kennum okkur við æskuheimilið í Víkinni. Odda var elst okkar og passaði okkur þar af leiðandi flest öll eða var leikfélagi okkar, hún var í senn hinn mesti fjörkálfur, gleðigjafi og ekki síst huggari þeirra sem minna máttu sín í hópnum og tók ávallt upp hansk- ann fyrir þá sem hallast stóðu, hafði einstakt lag á að snúa ergelsi og gremju upp í grín og kæruleysi þann- ig að særindin gleymdust. Þessir eig- inleikar hennar fylgdu henni alla tíð og gerðu hana að eftirsóttum starfs- manni og frábærum skáta en fyrir þau félagstörf til margra ára hefur hún hlotið æðstu orðu þeirra samtaka eða Þórshamarinn. Þegar við systkinin fórum að hleypa heimdraganum og sækja til Reykja- víkur áttum við alltaf öruggt skjól hjá Oddu og hún taldi ekki eftir sér að snúast með okkur um borg og bæ. Þá kynntumst við líka honum Kidda, upp- eldissyni hennar, sem féll frá svo alltof snemma á svipleganhátt, en með þeim og börnum Oddu og Sidda var mikill kærleikur og fráfall hans þeim öllum gríðar mikið áfall, enda óskaði Odda eftir að fá að hvíla hjá honum í Foss- vogskirkjugarði. Odda var einstök manneskja sem lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um, hún kvartaði ekki og vann sig ávallt útúr vandamálum með eigin dugnaði ogþrautseigju og við sem þekktum hana hefðum stundum viljað að hún hefði leitað meiri hjálpar hjá okkur. En hún vildi ekki íþyngja öðr- um og eins var það þegar hún var orð- in fárveik; alltaf hafði hún það gott að eigin sögn. Fjölskyldan, börnin og barnabörn- in hennar Oddu voru það sem upp úr stóð og hún var tilbúin að gera hvað sem var þeim til hagsbóta og hún vissi líka hvað það var mikilvægt að þau stæðu sig vel í námi og vinnu og sann- arlega vissi hún manna best hvað góð fjölskylda er mikilvæg þeim sem eru að vaxa úr grasi. Í veikindum hennar endurguldu þessir geimsteinar henn- ar væntumþykjuna með einstakri um- hyggju ásamt Gunnari sem annaðist Oddu sína af einstakri einurð og ást seinustu vikurnar sem endranær. Nú að leiðarlokum erum við þess fullviss að Odda sé komin til æðri vídda þar sem endalaus kærleikur ríkir og hún sé þar í góðum félagsskap farinna ást- vina. Við þökkum öllu því góða hjúkrun- arfólki, sem annaðist Oddu, kærlega HRAFNHILDUR ODDNÝ (ODDA) STURLUDÓTTIR A f myndum þeim, sem Ragnar Axelsson tók og birti í Morg- unblaðinu með greinaflokknum Landið sem hverfur, varð mér strax minnisstæðust myndin af steininum, sem starir austur yfir Jökulsá á Dal. Í myndatexta sagði að þessi „illúðlegi steinþurs“ væri ríflega mannhæðar hár og horfði frá vesturbakka Jöklu til austurs neðan við Lindur í Hálsi. Illúðlegur er hann hreint ekki í mínum augum, heldur þvert á móti góðlegur galdur, sem landið okkar er svo ríkt af. Þessi mynd hefur snortið fleiri en mig, því hún var valin bezta landslagsmyndin á árlegri sýn- ingu Blaðaljósmyndarafélags Ís- lands í marzbyrjun á þessu ári. Í umsögn dómnefndar er myndin sögð hafa yfir sér dulrænt yfirbragð. „Hér virðist tröll hafa steinrunnið og spyrja má, er það að gæta há- lendisins?“ Þessi mynd hefur verið gefin út á korti, sem reynzt hefur öðrum kortum vinsælla, og birzt í bók þeirra Guðmundar Páls Ólafs- sonar, Friðþjófs Helgasonar, Jó- hanns Ísbergs og Ragnars Axels- sonar, Um víðerni Snæfells. Þar heitir hún „Gljúfrabúinn mikli“. „Og neðar, þar sem aftur hæg- ir ögn á organdi elgnum, má sjá rauða og fjólurauða bakka og brúnir og þar getur að líta „Gljúfrabúann“ sem er orðinn tákngervingur Hjalladals og Jöklu,“ segir m.a. í þessari bók. Í mínum huga tók þessi gljúfrabúi strax á sig nafnið Ár- maður landsins. Mér fannst hann einhvern veginn hljóta að vaka yfir landinu og vera tákn þess; einskonar landvættur. Ég sá fyrir mér hvernig nátt- úran hafði meitlað hann í bergið og gefið honum líf svo hann mætti með vakandi auga verja landið gegn allri vá. En nú á hans tími að vera lið- inn. Menn eru búnir að missa trúna á landvættina og þar með svipta þá fjöri og gera þeim ókleift að verja landið. Drekinn, fuglinn, griðungurinn og bergrisinn fá sig hvergi hrært. Með tækninni höfum við stökkt tröllunum á burt. Menn tala um að stækka þjóðarkökuna og meina þá að minnka landið. Og nú ætlum við að sökkva landvætt- inum við Jöklu ofan í Hálslón. Faðir minn heitinn sagði mér, að í fossinum í skógræktinni í Siglufirði væru vættir, sem hann hefði með sér í skógræktinni. Þess vegna datt honum aldrei í hug að breyta fossinum. Ekki erfði ég þennan næmleika hans pabba; að eiga vit með vættum, en mér hefur aldrei komið annað til hugar en að trúa honum. Mér hefur líka alltaf verið gott hjá þessum fossi. Þess vegna er hann eitt af þeim táknum, sem halda mér til íslenzkrar náttúru; í mín- um huga er hann árfoss landsins. Svona staði á ég mér fleiri. Ég nefni af handahófi atvik úr ferð með Úlfari Ágústssyni Ís- firðingi á Hornbjarg. Eins stórkostlegt og það er að standa uppi á bjarginu, þá man ég líka stund, sem við áttum neð- anbjargs, norðan við Hornbjargs- vita. Þar heitir Blakkibás og fellur foss í sjó. Úlfar mjakaði bátnum hægt að stálinu þannig að fossinn féll silfurglitrandi niður hjá borð- stokknum. Og vestar; undir Hælavík- urbjargi, þar sem Hæll og Göltur standa úr sjó. Hæll hár og mjór og í mínum huga steindar persón- ur, sem horfa til bjargs og hafs. Annan stað og annan drang, sem mér hafa aldrei liðið úr minni, fann ég í Kaldalóni fyrir margt löngu. Það var hrífandi að sjá þarna samspil þeirra and- stæðna, sem íslenzk náttúra býr yfir; grænan gróður, berangur og brakandi skriðjökul og Mórillu kvíslast þar í millum. Þá teygði Lónsjökull sig niður úr Drangajökli með Votubjörgum og Jökulholti og alla leið í dal- botninn. Síðast þegar ég kom í Kaldalón hafði jökultungan hopað upp fyrir miðja hlíð, en andrúm staðarins hafði ekkert hopað. Óbreytt sýndist mér líka Sigga; drangurinn fremst í Keggsi, handan ár gegnt Votu- björgum. Þar situr Sigríður, unnusta Ólafs Hávarðssonar, en hún gekk í þennan drang eftir víg hans og mælti svo um, að þar myndi hún sitja unz sjór hefði brotið dys Ólafs í Lónseyrartúni. Menn segja dysina nú horfna, en Sigríð- ur hefur fundið sér nýtt hlutverk og situr sem fastast; ármaður landsins í Lónseyrarhlíð. Sem við Hornbjarg og Hæla- víkurbjarg og í Kaldalóni smíðar náttúran víða breytingar á landið. Gegn sumum berjumst við og freistum þess að færa land til fyrra horfs, en aðrar ganga yfir mótþróalaust. Sums staðar hefur mannshöndin valdið breytingum, sem ekki verða teknar til baka. Þannig er um þær breytingar, sem virkjanaframkvæmdir norð- an Vatnajökuls valda. Fyrir ljósmynd Raxa er land- vætturinn á bakka Jöklu orðinn tákn þess lands, sem við ætlum að fórna. Ég græt það, að við skulum ætla að ganga svo freklega í skrokk á landinu. Mér finnst ég ekki vera það landríkur maður, að mig muni ekki um annað eins. Ég veit að ég gríp í rassinn á deginum með þessu tali. Hjólin eru farin að snúast á hálendinu. Land verður fært í kaf. En eigi skal sökkva – öllu. Mér finnst að við eigum að bjarga landvættinum við Jöklu; færa hann upp úr fyrirhuguðu lóni. Hann á að standa áfram í okk- ar augsýn og vaka yfir því landi, sem vatnið geymir. Hann á að vera okkur áþreifanleg vísan þess galdurs sem íslenzk náttúra er. Og hann verður sjálfsagður miðpunktur þeirrar sögu, sem okkur er skyldugt að halda sem ítarlegastri til haga í máli og myndum um þetta landsvæði. Án hennar er það táknlaust og týnt og tröllum gefið. Ármaður landsins Hér segir af ármönnum landsins og þeirri dulmögnun sem fangar þá til frambúðar sem vilja lifa sig inn í landið og leyfa því að njóta sín til fulls. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is ✝ Anna SigurveigSveinsdóttir fæddist á Eyvindará í Eiðaþinghá í S-Múl. hinn 7. mars 1909. Hún lést á Akureyri hinn 17. október síð- astliðinn á 95. aldurs- ári. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sveinn Árnason bóndi á Eyvindará, f. 20. 3. 1866 á Finns- stöðum í sömu sveit, d. 14. 2. 1924, og Guðný Einarsdóttir, f. 2. 9. 1877 á Refs- mýri í Fellahreppi, d. 5. 2. 1924. Systkini Önnu eru: 1) Guðný, ljós- móðir, f. 9. 4. 1903, d. 6. 4. 1990. Hún var seinni kona Magnúsar heitins Sveinssonar kennara, ekkjumanns, er átti eina dóttur. 2) Björn, bóndi á Eyvindará, f. 9. 4. 1904, d. 14. 4. 1992. Kona hans var Dagmar Hallgrímsdóttir. Þau áttu Eiríkur fluttu til Akureyrar, hófu þar sinn búskap og bjuggu þar alla tíð síðan. Þau eignuðust fjóra syni og eina dóttur: 1) Sveinn, flugmað- ur, f. 23. 10. 1936, fórst í flugslysi 12. 2. 1956. 2) Svavar, skrifstofu- stjóri, f. 12. 2. 1939, kvæntur Birnu Sigurbjörnsdóttur hjúkrunarfræð- ingi. Þeirra börn: a) Berglind, gift Friðfinni Hermannssyni. b) Hildi- gunnur, gift Ögmundi Knútssyni. c) Anna Margrét, gift Örvari Jóns- syni. d) Sveinn, í sambúð með Sigyn Sigvarðardóttur. 3) Svanur, arki- tekt, f. 26. 5. 1943, kvæntur Erlu Hólmsteinsdóttur skrifstofumanni. Þeirra börn: a) Hólmar, kvæntur Eyrúnu S. Ingvadóttur. b) Sunna, c) Eiríkur, í sambúð með Írisi Vöggs- dóttur. 4) Börkur, skrifstofustjóri, f. 19. 5. 1944. Maki I: Ellen Svav- arsdóttir kennari. Þeirra börn: a) Anna Sigurveig, b) Freyr, í sambúð m. Halldóru Skarphéðinsdóttur. Maki II: Sigrún Ólafsdóttir hjúkr- unarfræðingur. Þeirra börn: a) Ei- ríkur, b) Starkaður, í sambúð með Noemi Alvarez. c) Styrmir, í sam- búð með Marsibil Lillý Guðlaugs- dóttur. 5) Karen, hjúkrunarfræð- ingur, f. 27. 12. 1950. Maki I: Sigvaldi Júlíusson útvarpsmaður. kjörson. 3) Einhildur, matráðs- og kaupkona á Akureyri, f. 6. 8. 1912, var gift Marteini Sigurðssyni sýsluskrif- ara. 4) Unnur, hús- móðir í Reykjavík, f. 7. 3. 1923. Hennar maður var Baldur Kristjáns- son lögreglumaður. Þau áttu þrjá syni. Anna giftist hinn 31. ágúst 1935 Eiríki Vig- fúsi Guðmundssyni kjötiðnaðarmeistara, sem var fæddur 12. 1. 1908 á Hróastöðum í Öxarfjarðarhreppi. Hann lést 27. 5. 1983 á Akureyri. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Jónasson bóndi á Hróastöðum og Gunnólfs- vík á Langanesi, f. 1. 9. 1866 á Sporðshúsum í V- Hún., d. 6. 6. 1918, og Sigmunda Katrín Jóns- dóttir, f. 4. 6. 1880 á Vestara-Landi í Öxarfirði, d. 26. 5. 1950. Anna og Anna Sigurveig Sveinsdóttir var góður fulltrúi þeirra kynslóðar, sem ólst upp við þröng kjör í sveit. Tengdamóðir mín lifði mikið breyt- ingaskeið þjóðar, sem á ævi hennar braust úr sárri almennri fátækt en er nú í þeim hópi, þar sem lífskjör eru bezt. Anna var barn að aldri, þegar for- eldrar hennar féllu frá, og tóku þá tvö elztu systkinin við búinu á Ey- vindará, skammt frá Egilsstöðum. Hjá þeim ólust upp yngri systur þeirra þrjár, og þeirra elzt var Anna. Vináttan í systkinahópnum var mikil og náið samband á milli þeirra alla tíð. Öll bjuggu þau yfir gríðarlegum dugnaði og fróðleiksfýsn og höfðu skilning á því að nauðsynlegt væri að að ganga menntaveginn til að afla sér staðgóðrar undirstöðu fyrir framtíðina. Fram kom hjá Önnu að hefði hún fengið til þess tækifæri, mundi hún gjarnan hafa lært meira í íslenzku og sögu í skóla. Ég dáist að því hve tengdamóðir mín fylgdist alltaf vel með öllu því sem hún taldi einhverju máli skipta og það var sannarlega fjölmargt og margvíslegt. Hún las mikið og var víða heima. Umræðuefnin voru óþrjótandi og hún var sífellt reiðubúin að fá tækifæri til að skoða fleiri hliðar á hverju máli. Mjög sjaldan var tekin afgerandi afstaða með eða á móti mönnum eða mál- ANNA SIGURVEIG SVEINSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.