Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 45 Hátíðin formlega sett Borgarstjórinn setur hátíðina og Edvard, Ómar, Kristjana, Andrés þór og félagar þeirra gefa sýnishorn af því sem er í vændum í vikunni. Ráðhús Reykjavíkur kl. 17:00. - Aðgangur ókeypis Ísland-Færeyjar / ISFO Tríó Færeyski bassaleik- arinn Edvard Nyholm Debess, Sigurður Flosason saxófón og Kjartan Valdemarsson á píanó. NASA kl. 20:30. - kr. 1.500 Tríó Thomasar Clausen Daninn Thomas Clausen hefur um árabil verið í hópi bestu píanista í Evrópu. Með honum leika einn fremsti jazzbassa- leikari heims, Jesper Lundgaard og sænski trommarinn Peter Danemo. NASA kl. 22:00 - kr. 1.800. 4. - 9. nóvember 2003 Í dag Forsala aðgöngumiða í JAPIS Laugavegi og Uppplýsingmiðstöð Ferðamanna, Aðalstræti 2. www.ReykjavikJazz.com/ FYRIR tæpum þremur ára-tugum kom út hljómplat-an Einu sinni var, semgjarnan var kölluð vísna- plata. Á henni voru gamlar þjóð- vísur og húsgangar rokkaðir upp og sungir af popplandsliðinu. Platan sú seldist mestölu og gat af sér fram- haldsplötuna Út um græna grundu, en óneitanlega eru þær orðnar nokkuð við aldur hvað varðar hljóm og frágang. Fyrir stuttu kom út ný plata með þjóðvísum og -lögum í nýjum út- setningum. Sú heitir einfaldlega Vísnaplatan og Jón Ólafsson hljóm- borðsleikari stýrði vinnslunni á henni en Steinsnar, ný útgáfa, gefur út. Jón segir að í upphafi hafi menn horft til Einu sinni var, en ákváðu síðan að vinna verkið á eigin for- sendum. Hann settist síðan yfir mikið lagasafn með Steinari Berg og Jónatani Garðarssyni, en Jón og Steinar áttu lokaorðið. „Steinar var með ákveðna hljóð- mynd í hausnum sem ég nálgaðist á minn hátt,“ segir Jón og bætir við að hann hafi alltaf verið áhugasam- ur um það sem hann kallar tíma- lausar útsetningar og tímalausan hljóm. „Góð lög verða alltof oft fórnar- lömb tísku og endast þar af leiðandi álíka vel og ákveðin tegund hár- greiðslu eða innrétting á íslenskum skemmtistað. Mínar hljómsveitir hafa yfirleitt leyft hljóðgervlum, trommuheilum og yfirþyrmandi bjöllum og flúri að eiga sig og á vísnaplötunni er ég áfram trúr þess- um smekk mínum á tónlist.“ Sagan af Sigga flutt af Ragnheiði Gröndal „Steinar Berg rakst á þetta kvæði og við vorum sammála um að það væri sniðugt með skemmtilegum boðskap og tilvalið að gá hvort ekki mætti setja við það lag. Ég lagði til atlögu og hugsaði um írska popp- tónlist þegar ég samdi lagið.“ Nú blánar yfir berjamó/ Á berjamó flutt af Jóhönnu Guðrúnu „Frábært lag eftir Gunnar Þórð- arsson. Það fer vel að heyra ung- lingsrödd Jóhönnu Guðrúnar syngja um berjatínslu. Gummi P. með frá- bæran slide gítar í anda Derek and the Dominoes.“ Í Hlíðarendakoti flutt af Þórunni Antoníu „Steinar Berg vildi meina að þetta væri tilvalið kántrílag. Ég var sammála og fékk Dan Cassidy með fiðluna sína. Ég setti aukaþagnir inn í laglínuna í erindunum. Glað- beitt rödd Þórunnar Antoníu og Ikea-raddirnar eiga vel saman.“ Bokki sat í brunni flutt af Sverri Bergmann „Eitt skemmtilegasta lagið af gömlu vísnaplötunum. Arnar Sigur- björnsson, á heiðurinn af tónsmíð- inni. Sverrir Bergmann er með flotta kántrírödd og samleikur dobros og fiðlu gefur skemmtilegan blæ ættaðan úr Vesturheimi. Styðst að verulegu leyti við upprunalegu útsetninguna.“ Snati og Óli flutt af Ragnheiði Gröndal „Sú frábæra söngkona, Ragnheið- ur Gröndal, nýtur sín í einfaldri hljóðmynd. Lag Páls Ísólfssonar hljómar hér eins og það gæti verið á Nashville Skyline.“ Gekk ég upp á hólinn flutt af Jóni Jósep Snæbjörnssyni „Jón Jósep Snæbjörnsson leysir úr læðingi einlægni í hæsta gæða- flokki. Guðmundur Pétursson skilar indælum slide-gítarleik.“ Kvæðið um litlu-hjónin flutt af Ragnheiði Gröndal „Ég ímyndaði mér að KK væri að flytja lagið og er undirspilið í þeim anda. Ragnheiður Gröndal sýnir að hún getur verið rosalega hress þeg- ar það á við.“ Maístjarnan flutt af Þórunni Antoníu „Setti það í 6/8 takt sem ég held að sé frekar óhefðbundið þegar „Maístjarnan“ er annars vegar. Síð- an tekur angurvært dobro völdin á milli erinda.“ Kvæðið um fuglana flutt af Jóhönnu Guðrúnu „Annað margtuggið, margútsett og margsungið en frábær tónsmíð og frábær texti engu að síður.“ Smaladrengurinn flutt af Þórunni Antoníu „Upprunalega lagið fer vel í írs- kættaðri hljóðmynd og söngur Þór- unnar Antoníu alveg yndislegur.“ Stína og brúðan flutt af Ragnheiði Gröndal „Þetta lag var í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var lítill snáði í og mér fannst tilvalið að hafa þetta í einfaldari kantinum. Leyfa sögunni í kvæðinu að njóta sín án utanað- komandi hjálpar aukahljóðfæra.“ Ég langömmu á flutt af Þórunni Antoníu „Hélt alltaf að þetta væri erlent lag en svo er aldeilis ekki. Ég heyrði strax fyrir mér að þetta gæti verið flott svona fjöldasöngslag eins og mörg þessara írsku laga eru. Þórunn Antonía segir söguna vel.“ Á Sprengisandi flutt af Jóni Jósep Snæbjörnssyni „Frábært lag sem ég útsetti í anda The Shadows en þó undir sterkum áhrifum spaghetti tónlist- ar. Til eru tvö íslensk lög við kvæðið og náði ég að nota þau bæði. Það minna þekkta notaði ég sem gít- arsóló.“ Aravísur flutt af Þórunni Antoníu „Fábrotið undirspil og algjör naumhyggja réðu ferðinni þarna. Lagið er einfalt og fallegt og sá ég ekki ástæðu til að skreyta þetta mikið.“ Bráðum kemur betri tíð flutt af Jóhönnu Guðrúnu „Afslöppuð stemning.“ Þorraþrællinn flutt af Jóni Jósep Snæbjörnssyni og Sverri Bergmann „Hljómar hér eins og írsk drykkjuvísa og komið í þrískipan takt. Sumum kann að finnast þetta helgispjöll en lagið þrælvirkar svona.“ Kvölda tekur flutt af Ragnheiði Gröndal „Þetta var alltaf uppáhaldslagið mitt á gömlu vísnaplötunum. Alger- lega frábær tónsmíð Gunnars. Mér fannst við hæfi að djassrödd Ragn- heiðar Gröndal kæmi við sögu og við hljóðfæraleikararnir reyndum að vera ekki fyrir.“ Vandfundið er það heimili þar sem ekki leynast vísnaplöturnar Einu sinni var eða Út um græna grundu. Nú er komin út ný plata af sama sauðahúsi sem heitir Vísnaplatan. Árni Matthíasson fór yfir lögin á plötunni með tónlistarstjóra hennar Jóni Ólafssyni. Tímalaus Vísnaplata Ljósmynd/Jóhann Hjörleifsson „Góð lög verða alltof oft fórnarlömb tísku og endast þar af leiðandi álíka vel og ákveðin tegund hárgreiðslu eða innrétting á íslenskum skemmti- stað. “ Jón Ólafsson um mikilvægi tímalausrar tónlistar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.