Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 1
Liðstyrkur til Quarashi Egill Ólafur (Tiny) er nýr í hópnum Fólkið 49 Kettir í hverju horni Kolbrún Gestsdóttir ræktar skrýtna ketti Daglegt líf 20 Hannaði jólaskeiðina Dagbjört Andrésdóttir skóp flottasta Ketkrókinn 17 STOFNAÐ 1913 300. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is FORSETI Sri Lanka, Chandrika Kumarat- unga, leysti ráðherra varnarmála, upplýsinga- mála og og innanríkis- mála landsins frá störf- um í gær. Engin ástæða var gefin en forsetinn sagði að þetta væri gert „í þágu þjóðarhags- muna“. Talið er að þess- ar aðgerðir muni auka á pólitískan óstöðugleika í landinu. Forsetinn lét einnig hermenn taka sér stöðu við mikilvægar op- inberar byggingar, þ. á m. ríkisfjölmiðla og frestaði störfum þingsins í tvær vikur. Tamíl-tígrarnir, herskáir uppreisnarmenn sem hafa barist í yfir 20 ár gegn stjórnvöldum, hafa lagt fram tillögu um að deila völdunum með núverandi stjórnvöldum í norðausturhluta landsins þar sem þjóðarbrot Tamíla er fjölmennast. Meirihluti Sri Lanka-manna er hins vegar af stofni Sinhala. Kumaratunga hefur átt í deilum við ráðherrana þrjá um hvernig haldið skuli á friðarviðræðum og fleiri málum. Sambúð forsetans og ríkisstjórnar Ranils Wickremesinghe hefur verið stirð en flokkur Wickremesinghes sigraði flokk Kumaratunga í þingkosningum árið 2001. Wickremesinghe var í gær í heimsókn í Bandaríkjunum en þar er ætlunin að hann ræði friðarferlið á Sri Lanka við George W. Bush Bandaríkjaforseta í dag og snúa síðan heim. Forsætisráðherrann vændi í gær forsetann um að vilja „skapa stjórnleysi“ á Sri Lanka. Hertar öryggisráðstafanir Samið var á sínum tíma um vopnahlé milli upp- reisnarmanna og stjórnarhers og hafa Norðurlönd- in undir forustu Norðmanna miðlað málum. En Kumaratunga hefur verið uppsigað við Norðmenn og krafðist þess nýlega að yfirmaður norrænu sendinefndarinnar yrði rekinn. Tveir Íslendingar eru á Sri Lanka á vegum Íslensku friðargæslunnar. Agnes Bragadóttir, talsmaður norrænu friðargæsl- unnar á Sri Lanka (SLMM), tjáði Morgunblaðinu í gær að ákveðið hefði verið að herða öryggis- ráðstafanir. Henni hefði verið fyrirskipað að halda sig heima við þangað til í dag, miðvikudag. Chandrika Kumarat- unga (t.h.) og Ranil Wickremesinghe. Colombo. AFP. Rak ráðherra „í þágu þjóð- arhagsmuna“ Reuters YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, frestaði í gær myndun nýrrar heimastjórnar Palestínumanna með því að hafna því að samþykkja þann mann sem bráðabirgðaforsætisráðherrann hafði valið í emb- ætti öryggismálaráðherra í heimastjórninni. Þar með frestast einnig allar tilraunir til að koma frið- arviðræðum Palestínumanna og Ísraela aftur í gang, en engin formleg samskipti hafa átt sér stað þeirra í milli í þrjá mánuði. Ahmed Qurei, forsætisráðherra heimastjórnar- innar, er búinn að tilnefna menn í öll ráðherraemb- ætti, að öryggismálaráðuneytinu undanskildu, en undir það heyra öryggissveitir heimastjórnarinnar. Qurei átti fund með Arafat í gær en mistókst að leysa deilu þeirra um hvern skipa skyldi í embættið. Á bak við tregðu Arafats til að samþykkja ráð- herraefnið er að hann vill ekki gefa eftir stjórn yfir vissum þáttum öryggismálanna en ráðherraefnið, Nasser Yousef, vill fá víðtækt valdaumboð. Sá frest- ur sem Qurei hafði til að kynna nýja fullskipaða stjórn fyrir þingi Palestínumanna rann út í gær, en hann sagðist í gær myndu gera það í næstu viku. Myndun heima- stjórnar frestast Ramallah. AP. EIÐUR Smári Guðjohnsen skor- aði eitt mark þegar Chelsea vann ítalska Lazio 0:4 í Meist- arakeppni Evrópu í gærkvöldi. Leikið var á Ólympíuleikvang- inum í Róm að viðstöddum 50 þúsund áhorfendum. Eiður kom inn á sem vara- maður á 67. mínútu og skoraði hann mark sitt þremur mínútum síðar. Þá átti hann þátt í öðru marki sem Chelsea skoraði. Með sigrinum í gærkvöldi er Chelsea komið með vænlega stöðu í efsta sæti C-riðils. Hér sést Eiður klappa á koll- inn á Juan Sebastian Veron, sem fagnaði marki Eiðs. Reuters Eiður á skotskón- um gegn Lazio  Eiður nýtti/43 ♦ ♦ ♦ ÁKVEÐIÐ var á stjórnarfundi Hf. Eim- skipafélags Íslands í gær að skipta félaginu upp í tvö félög. Mun annað félagið, Eim- skipafélag Íslands, annast alla flutninga- starfsemi eins og verið hefur frá stofnun fé- lagsins. Hitt félagið, Burðarás, mun sinna fjárfestingarstarfsemi og taka yfir hluta- bréf í Brimi ehf. Brim inniheldur þrjú sjáv- arútvegsfyrirtæki; Útgerðarfélag Akureyr- inga, Skagstrending og Harald Böðvarsson. Tillaga þessa efnis verður lögð fyrir hlut- hafafund. Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Eimskipafélagsins, segir þetta hugmyndir sem hafi verið í farvatninu innan stjórn- arinnar og samþykktar samhljóða. „Við trú- um því að með því að skipta þarna á milli aukist áhuginn fyrir fjárfestingu í hvoru fé- laginu fyrir sig,“ segir hann. Þau verði skýrari fjárfestingarkostir; annars vegar flutningafyrirtæki í alhliða flutningastarf- semi hér á landi og erlendis og hins vegar fyrirtæki í fjárfestingarstarfsemi. Áform eru um að efla þessi fyrirtæki frekar og vinna að því að fá fleiri fjárfesta til að taka þátt í uppbyggingu og umbreytingu þeirra. Burðarás skráð í Kauphöllinni „Ég á ekki von á að þetta taki skemmri tíma en þrjá til fjóra mánuði,“ segir Magn- ús aðspurður hvenær þessar breytingar gangi í gegn. Ganga þurfi frá ýmsum formsatriðum áður. Eimskipafélagið er skráð í Kauphöll Íslands og segir Magnús að vafalaust þurfi að undirbúa nýja skrán- ingu félagsins. „En við munum síðan útbúa útboðslýsingu á Burðarás og skrá það á markað.“ Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eim- skipafélagsins, óskaði eftir lausn frá störf- um í ljósi þessara breytinga. Telur hann sér ekki fært að taka þátt í því að umbreyta nú- gildandi skipulagi eftir skamma reynslu. Magnús segir nýjan forstjóra Eimskipa- félagsins ekki í augsýn enda sé verið að skipta félaginu upp og líklega muni tveir menn ráða hvor yfir sínu fyrirtækinu. Hann verður starfandi stjórnarformaður með framkvæmdastjóra hvors félags sér við hlið. Ingimundur Sigurpálsson lætur af störfum að eigin ósk Eimskipafélagi Íslands skipt upp í tvö félög  Óskar lausnar/6 ÚTGÁFUFÉLAG DV var úr- skurðað gjaldþrota í gær í Hér- aðsdómi Reykjavíkur að ósk stjórnar félagsins. Útgáfu blaðsins verður haldið áfram á ábyrgð og reikning Hamla, dótturfélags Landsbanka Ís- lands, sem er langstærsti kröfu- hafinn í þrotabúið. Þorsteinn Einarsson hrl. var skipaður skiptastjóri þrotabús- ins í gær. Hann telur að heild- arskuldir þess séu um 1.100 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru skuldir búsins við Landsbank- ann um 700 milljónir króna. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að það hafi verið sameiginleg ákvörðun hans og stjórnenda Landsbankans að halda útgáfunni gangandi. Það verði gert til að vernda hags- muni kröfuhafa, starfsfólks og annarra. Rætt verður við veð- hafa um framhaldið. Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, segir að reynt hafi verið að ná frjálsum nauðasamningum en það hafi ekki tekist. Ekki hafi samist um það viðbótarhlutafé sem þurfti. Upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að eigendur DV kæmu inn með fjármagn en það hafi ekki gengið eftir. Þá hafi verið rætt við útgefendur Fréttablaðsins en þegar búið hafi verið að leggja málið upp hafi ekki náðst samningar við þá. Sigurjón seg- ir að reynt verði að ná sem mestum verðmætum út úr fé- laginu og segir stöðuna hafa opnast þegar samningaleiðin gekk ekki upp og fyrirtækið var tekið til gjaldþrotameðferðar. Starfsmenn DV fengu út- borguð vangreidd laun í gær. Þorsteinn Einarsson hélt fund með starfsmönnum í gær um stöðuna og annar fundur er áformaður í dag, þar sem skiptastjóri ætlar að ræða fram- haldið. Hömlur gefa DV út í dag  Nauðasamningar/4 Félagið var úrskurðað gjaldþrota í gær eftir að frjálsir nauðasamn- ingar höfðu ekki borið árangur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.