Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 16
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund skapti@mbl.is
Fjölbreytt handverk | Jólabasar var
haldinn sl. laugardag á Dvalarheimili aldr-
aðra í Borgarnesi. Basarinn er árlegur við-
burður í menningar-
lífi Borgnesinga og
kemur að jafnaði
fjöldi fólks á öllum
aldri til að skoða og
kaupa fjölbreytt
handverk. Kaffisala
var á staðnum og
rennur ágóði í ferða-
sjóð heimilisfólks. Á
myndinni er Bjarni
Valtýr Guðjónsson sem ákvað að kaupa
þessa skrautlegu tösku á basarnum. Og
ekki er annað að sjá en Bjarni Valtýr sé
hæstánægður með gripinn.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Lækka vatn til rækjuvinnslu | Hrepps-
nefnd Hólmavíkurhrepps hefur samþykkt
að lækka verð á vatni til rækjuvinnslu
Hólmadrangs ehf. um 25% að beiðni fyr-
irtækisins, að því er segir á heimasíðu Bæj-
arins besta á Ísafirði.
Verð á hverju tonni vatns lækkað úr
13,33 krónum í 10 krónur. Rækjuverk-
smiðjur nota mjög mikið af vatni til starf-
semi sinnar og eru því kaup á vatni stór
kostnaðarliður. Hólmadrangur ehf. er dótt-
urfélag Útgerðarfélags Akureyringa sem
er í eigu Brims, sjávarútvegsarms Eim-
skipafélags Íslands hf.
Sigurlína ráðin | Sigurlína Jónasdóttir
leikskólakennari hefur verið
ráðin leikskóla- og sér-
kennslufulltrúi á Skóla- og
fjölskylduskrifstofu Ísafjarð-
arbæjar. Sigurlína starfaði
áður sem leikskólakennari á
leikskólanum Eyrarskjóli.
Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.
Halldór BrynjarHalldórssonsigraði af fá-
dæma öryggi á Haust-
móti Skákfélags Ak-
ureyrar sem nýlega er
lokið. Halldór lagði alla
andstæðinga sína, 9 að
tölu. Mótið var að öðru
leyti mjög jafnt en að-
eins munaði 1½ vinningi
á öðrum og áttunda
manni. Þeir Eymundur
Eymundsson og Sig-
urður Eiríksson urðu
jafnir í öðru sæti, hlutu
5½ vinning. Skúli Torfa-
son og Sveinbjörn Sig-
urðsson komu svo í kjöl-
farið með 5 vinninga, en
segja má að Skúli sé
„sptútnik“ mótsins, en
hann hækkar um tæp
100 stig fyrir frammi-
stöðu sína!
Ósigrandi
Fellabæ | Nýtt þjónustufyrirtæki í málmiðnaði, Hofsel,
hefur tekið til starfa í Fellabæ. Það eru fyrirtækin
Héðinn í Garðabæ, Vélsmiðja Hjalta Einarssonar í
Hafnarfirði, Vélsmiðjan Foss á Hornafirði og Hagverk
í Fellabæ sem standa að stofnun Hofsels. Hofsel mun
veita alhliða þjónustu á sviði málmiðnaðar og leggja
sérstaka áherslu á austfirskan markað. Þungamiðja
þjónustunnar er á svæðinu og öll áhersla lögð á að
veita þjónustuna á starfssvæði Hofsels. Á myndinni
eru, frá vinstri: Guðmundur Sveinsson, Héðni hf., Ei-
ríkur Jónsson, Vélsmiðjunni Foss ehf., Helgi Hrafn-
kelsson, Hagverki sf., Unnar Hjaltason, Vélsmiðju
Hjalta Einarsson og Hjörtur R. Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Hofssels ehf.
Ljósmynd/ÁÓ
Fyrirtæki sameina kraftana
Í viðtölum við þing-menn á ferð umNorðausturkjör-
dæmi var stundum leitað
fjárstuðnings í málum,
sem þeir gátu ekki lagt
lið. Kom fyrir að spurt
væri um fjársterka aðila.
Halldór Blöndal nefndi þá
„Akureyringinn“ Jóhann-
es Jónsson í Bónus. Stein-
grímur Sigfússon orti:
SÍS er fallið, sér ei KEA stað
segir Halldór, röddin við að bresta
og Jóhannes í Bónus orðinn að
Akureyrarvini hinum mesta.
Prestur í Afríku
Séra Hjálmar Jóns-son orti um ljós-klæddan ferða-
félaga, Sighvat
Björgvinsson, í Afríku:
Ásýndum er hann bjartur
og einnig hans betri partur.
Ánægju vekti
hjá Afríkuslekti
ef Sighvatur væri svartur.
Akureyrarvinur
pebl@mbl.is
Skagafirði | Hestarnir tóku ungum Skagfirðingi, Loga Má
Birgissyni, fagnandi þegar hann fór út á tún heima hjá sér til
að gefa þeim brauð. Fannst honum ástæða til að færa hest-
unum aukabita þegar hann sá þá kroppa í snjófölinni sem lá
yfir túninu eftir fyrsta alvöru vetrarveðrið.
Blesa gekk mest fram í brauðátinu en Skjóni, Geirmund-
ar-Brúnn og Lilla-Rut sóttu einnig sinn skerf. Hundurinn
Rex reyndi að ná sér í sneið við lítinn fögnuð Loga sem taldi
að hann hefði nóg að bíta og brenna heima í bænum í Vala-
gerði.
Þegar brauðið var búið fékk Blesa klapp enda var eins og
blessuð skepnan skildi, Loga bæn, því háls og eyru reisti, svo
vitnað sé í hestavísur Gríms Thomsens, örlítið stílfærðar.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Einn útundan: Hundurinn Rex taldi sig eiga rétt á bita eins og aðrir en sætti sig við höfnunina.
Þig hef ég unga alið
Vinir: Blesa þakkaði drengnum Loga
Má fyrir brauðið, sem kom sér vel.
Vinátta
Laxamýri | Ending fólks til þess að sinna
starfi sínu er mjög misjöfn og margir verða
fegnir þegar þeir fara á eftirlaun og fá þá
tíma til annars en að stunda vinnuna.
Athygli hefur vakið að þeir sem stunda
sauðfjárbúskap halda lengi áhuga á sínu
starfi enda mikil hollusta í útiverunni og
hreyfing sem felst í því að ganga til verka.
Einn þessara manna sem enst hefur
ótrúlega vel er Jónas Stefánsson bóndi á
Stóru-Laugum í Reykjadal en hann er
fæddur árið 1909 og því á nítugasta og
fimmta aldursári. Hann er enn að, býr einn
með nokkrar kindur og heldur heimili.
Samkvæmt íbúaskránni er hann elstur
manna í Þingeyjarsveit og kann hann frá
mörgu að segja af bústörfum sínum auk
þess sem hann var bílstjóri í meira en
fimmtíu ár með búskapnum. Hann er
heilsuhraustur og bjartsýnn á framtíðina
og telur að kjör bændafólks eigi eftir að
lagast þannig að sveitirnar fyllist af fólki.
Elsti íbúi Þing-
eyjarsveitar
enn í búskap
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Jónas Stefánsson á Stóru-Laugum og Að-
algeir Jónasson, sonur hans, við útihúsin.
♦ ♦ ♦
Lukkutölur | Pottarnir eru stórir í ís-
lenska lottóinu og Víkingalottóinu þessa
vikuna. Á heimasíðu Íslenskrar getspár
kemur fram að talan 19 er algengust í lottó-
inu, hefur komið upp 134 sinnum. Fast á á
hæla þeirrar tölu koma tölurnar 25, 23, 24
og 1.
Í Víkingalottóinu er hins vegar engin
þessara talna á meðal fimm þeirra algeng-
ustu. Þar er talan 11 í efsta sæti og hefur 86
sinnum komið upp. Þar á eftir koma 41, 21,
2, 27 og 40.
Eyjafirði | Skíðasvæðið í Böggvisstaða-
fjalli var opnað í fyrsta skipti í vetur sl.
mánudag. Í frétt á heimasíðu Skíðafélags
Dalvíkur kemur fram að aðstæður á skíða-
svæðinu séu ágætar og snjómagnið svipað
eða jafnvel meira en var síðastliðinn vetur.
Stefnt er að því að hafa opið milli kl. 16 og
19 þá daga sem aðstæður leyfa. Daglega
verða upplýsingar á símsvara félagsins
sem er 878-1606. Fyrst um sinn verða ein-
ungis seld daggjöld og verðinu stillt í hóf
eða 300 krónur fyrir alla gjaldskylda.
Eftir töluverða snjókomu í Ólafsfirði á
laugardag reyndist unnt að troða nokkrar
gönguslóðir í og við bæinn. Þá standa vonir
til að unnt verði að opna hluta skíðasvæð-
isins í Tindaöxl í dag, samkvæmt því sem
fram kemur á heimasíðu Skíðafélags Ólafs-
fjarðar. Nægur snjór er kominn til að hægt
sé að nota lyftuna upp að fjórða mastri.
Búið að opna í
Böggvisstaðafjalli