Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 38
DAGBÓK 38 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss kemur í dag. Sunna og Brúarfoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulín, kl. 13 postulín. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 10.30– 11.30 heilsugæsla, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13 spil. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 10.30 bankinn, kl. 13– 16.30 bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bank- inn, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn þegar veður leyfir. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinna, kl. 10–13 verslunin, kl. 13.30 bankinn, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 postu- lín, kl. 13 trémálun. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur, kl. 10– 12 verslunin, kl. 10 guðsþjónusta, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9 vinnu- hópur gler, kl. 9.30, 10.20 og 11.15 leikfimi, kl. 13. handa- vinnuhornið, kl. 13.30 trésmíði, kl. 13 brids- námskeið í Garðabergi, kl. 16 stafganga í Kirkjuhvoli hjá FAG. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan opin frá kl. 10–11.30, viðtalstími í Gjábakka kl 15–16 Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Tréútskurður kl. 9, myndment kl. 10–16, línudans kl. 11, glerlist kl 13, pílukast og bilj- ard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Gerðuberg, fé- lagsstarf. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13.30 kóræfing. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30 og kl. 13 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 16 hring- dansar, kl. 17. bobb. Kl. 15.15 söngur. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, línudans kl. 17. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, út- skurður, banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 10.30–11.30 ganga, kl. 14.30 spænska, byrj- endur, kl. 15–18 mynd- list. Korpúlfar, Grafarvogi. Á morgun keila í Mjódd. Kl. 10. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 vinnustofa, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð, kl. 13–14 spurt og spjall- að, kl. 13–16 tréskurð- ur. Vitatorg. Kl 8.45 smiðja, kl. 10 búta- saumur, bókband og föndur kl. 13. kóræfing og verslunarferð kl. 12.30. Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20. Lagt af stað frá horni Hafnarhúsins, norðanmegin. Kiwanisklúbburinn Geysir, Mosfellsbæ. Félagsvist kl. 20.30 í Kiwanishúsinu, Mos- fellsbæ. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra, Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. ITC Fífa, fundur í kvöld kl. 20.15 í Safn- aðarheimili Hjalla- kirkju, Álfaheiði 17. Allir velkomnir. www.simnet.is/itc/fifa itcfifa@isl.is. ITC deildin Korpa kynningarfundur í Safnaðarheimili Lága- fellssóknar, Þverholti 3, Mosfellsbæ, kl. 20. Gestir velkomnir. www.simnet.is/itc. Sjögrens-hópurinn hittist á Kaffi Mílanó í Faxafeni í kvöld kl. 20. Kvenfélagið Hrönn, jólapakkafundur fimm- tud. 6. nóv. kl. 20 að Borgartúni 22. Kvenfélag Grens- ássóknar köku- og munabasar í safn- aðarheimilinu laugard. 8. nóv. frá kl. 14–17. Tekið á móti kökum frá kl. 17–19 föstudag, frá kl. 10 á laugardag. Kvenfélag Hallgríms- kirkju. Félagsfundur fimmtud. 6. nóv. Gestir fundarins Karl Krist- ensen kirkjuvörður og Magnea Sverrisdóttir djákni. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík fundur fimmtud. 6. nóv. kl. 20 í safn- aðarheimilinu, Lauf- ásvegi 13. Kynning á skartgripum og tösk- um. Í dag er miðvikudagur 5. nóv- ember, 309. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Takið því hver ann- an að yður, eins og Kristur tók yð- ur að sér, Guði til dýrðar. (Rm … 15, 7.)     Frá mínum bæjardyrumséð hafa stjórnvöld verið að virkja kraft hins frjálsa markaðar og frjálsrar samkeppni. Þau öfl eru nú að verki. Þau vinna að auknum hag- vexti í landinu með því að ná betri arðsemi út úr eignum og fyrirtækjum. Þetta er það verkefni sem ég og mínir sam- herjar vinnum nú að,“ sagði Björgólfur Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbank- ans, á landsfundi Sam- fylkingarinnar á sunnu- daginn. Taldi hann að breytt rekstrarumhverfi fyrirtækja og alþjóða- samningar hafi stuðlað að umbreytingum í við- skiptalífi þjóðarinnar. Til þeirra hafi verið sáð all- an síðasta áratug. Breytt lífssýn væri ávallt und- anfari framfara.     Undanfarið hafa fjár-festingarfélög Björg- ólfs og félaga, Samson, verið til umfjöllunar vegna umsvifa í íslensku viðskiptalífi. Hafa þeir félagar jafnvel verið gagnrýndir fyrir að beita Landsbankanum til að fjárfesta samhliða fjár- festingarfélagi sínu. Björgólfur sagði erfitt að starfa í íslensku við- skiptaumhverfi vegna ná- vígisins og umfjöllunar fjölmiðla. En hann virtist hvergi banginn enda sagði hann að hin frjálsa samkeppni væri að verki og þeir félagarnir hefðu það hlutverk að fram- kalla nauðsynlegar um- breytingar. Það væri gert til að skýra eign- arhald fyrirtækja og skerpa á markmiðum rekstrarins. Markaðurinn væri kvikur og ekki ætti að horfa á eitt einangrað tilvik og dæma eftir því, sagði Björgólfur.     Þetta er athyglisvertsjónarmið hjá manni sem er fyrirferðarmikill í íslensku atvinnulífi. Hann sagðist líka vona að sá dagur kæmi að erlendir aðilar sæju sér hag í því að fjárfesta hér á landi og veita íslenskum fyr- irtækjum nauðsynlegt aðhald. „Vel má vera að þegar erlend fyrirtæki verða komin inn á ís- lenskan samkeppn- ismarkað, að almenn um- fjöllun og umræða um íslensk fyrirtæki yrði í eðlilegu samræmi við raunverulegt starfsum- hverfi þeirra.“     Hægt er að velta fyrirsér hverju það myndi breyta ef erlend fyr- irtæki kæmu hingað í auknum mæli. Kannski myndu margir skilja bet- ur á hvaða forsendum ís- lenskir athafnamenn tækju ákvarðanir sínar. Þótt þeir starfi hér á landi eru íslensk fyr- irtæki í mörgum tilvikum í alþjóðlegri samkeppni. Röksemdir íslenskra at- hafnamanna um að dæma beri þá á þeim for- sendum fengju aukið vægi ef þeir hefðu er- lenda samkeppni á innan- landsmarkaði. STAKSTEINAR Öfl hins frjálsa mark- aðar eru að verki Víkverji skrifar... ÞAÐ er orðin hefð fyrir því hjáVíkverja sl. ár að gefa öndunum á laugardags- eða sunnudags- morgnum. Á sumrin eru fuglarnir ekkert að flýta sér þegar Víkverji, maki og lítil dóttir hans koma þrammandi með brauð í poka en nú þegar tekið er að kólna er fjaðrafok þegar glittir í fólk nálægt tjörninni. Endurnar, svanirnir, gæsirnar og aðrir fuglar eru svo aðframkomnir af hungri árla morguns að það er barist um hvern brauðbita sem hent er til þeirra. Margir fuglar eru orðnir svo aðgangsharðir að þeir veigra sér ekki við að koma upp á gangstétt og reyna að hrifsa brauðið úr höndum stúlkunnar sem er tveggja ára. Dóttirin er orðin svo skelfd að hún heldur sig milli foreldra sinna og hefurvara á sér gagnvart fuglunum, sem halda sig á bakkanum, svo þeir nái ekki til hennar. Björnsbakarí, vestur í bæ, hefur ætíð tekið Víkverja vel þegar hann hefur birst klukkan 9 á morgnana og beðið um andabrauð og fengið fullan poka án þess að þurfa að borga krónu fyrir. Nýir eigendur eru nú komnir að bakaríinu og Víkverji vonar innilega að þeir haldi þessum sið áfram. Hann hefur nefnilega heimsótt önnur bakarí í þessum tilgangi og ætíð fengið synjun og verið boðið að kaupa ódýrasta brauðið sem þeir eru með á boðstólum í staðinn. Ekki veit Víkverji hvort borgaryf- irvöld gefa fuglunum að borða en það fer ekkert á milli mála að fugl- arnir eru glorsoltnir á veturna þegar hann heimsækir þá. Hann hvetur eigendur bakaría og stórmarkaða til að gefa þeim brauð sem koma og biðja um eithvað í gogginn fyrir fuglana. UM síðustu helgi þegar dóttirinvar að gefa fuglunum kom aðvíf- andi hópur erlendra ferðamanna. Þeir tóku myndir í gríð og erg og síðan fannst einum tilvalið að fá mynd af sér með dóttur Víkverja. Kona ein úr hópnum greip í stúlkuna og benti henni á myndavélina. Dótt- irin varð dauðskelkuð og reyndi að losa sig. Víkverji verður að segja eins og er að honum var misboðið og fannst að fólkið hefði getað beðið um leyfi áður en konan greip í telpuna og lét taka af þeim mynd saman. x x x VINUR Víkverja fékk að geymahluti í geymslu um daginn og komst þá að því að þar hafði fólk einnig fengið að geyma hund. Hann var þar lokaður í stóru búri með matarskál og vatn. Vininum var tjáð að eigandinn væri í útlöndum og að einhver kæmi reglulega og gæfi hundinum á með- an hann væri í geymslu. Þetta var dimm geymsla og óaðlaðandi. Vin- urinn var miður sín og lét húsvörð í byggingunni vita að aðbúnaðurinn væri ekki forsvaranlegur. Daginn eftir var sem betur fer búið að taka hundinn úr prísundinni. Morgunblaðið/Golli Á morgnana þegar Víkverji gefur fuglunum eru þeir glorsoltnir. Bíó ÞEGAR verslunin Geysir gufaði upp, fyrir nokkrum árum, voru húseignir fyr- irtækisins við Aðalstræti keyptar af borginni, gerðar upp og voru kallaðar Hitt húsið. Nú er Hitt húsið komið í annað hús, í gömlu Lögreglustöðina og húsin við Aðalstræti gerð upp aftur og breytt mikið. Allt á sama áratugnum, undir tveim borgarstjórnum. Hvers vegna er borgin að vasast í svona? Í árdaga ungs lýðveldis réðust nokkrir framsýnir borgar- ar í það að reisa kvik- myndahús við Snorra- braut. Nú stefnir í að þetta hús verði rifið. Íslenska óperan er í húsnæðishall- æri. Komið hefir fram að undir sama þaki þrífist illa sviðsleikarar og óperufólk, flutningur óperunnar í Borgarleikhúsið myndi bara auka vandræðin þar. Til að breyta Austurbæj- arbíói í Óperuhús þarf að útbúa búningsherbergi, geymslur fyrir leikmuni og búninga, þetta er hægt að byggja aftan við húsið. Erf- iðleikar seinasta bíósins voru m.a. þeir að lítið var um bílastæði, þriggja hæða bílahús, með fyrstu hæð niðurgrafinni er hægt að setja í garðinn þarna fyrir aftan og hafa garð á þaki bílahússins. Hver á svo að gera þetta? Það gæti t.d. verið núverandi rekstrar- aðili hússins, Óttar Felix Hauksson, í félagi við fjár- festa sem hefðu hag af þessu. Milli óperusýninga yrði húsið leigt út fyrir aðra starfsemi. Norður- mýrin er fyrsta hverfið í Reykjavík sem skipulagt var af mönnum sem til slíkra starfa höfðu lært, það er því spurning hvort þetta hverfi sé ekki sjálf- stætt hugverk og njóti verndar sem slíkt. Hver á svo að gæta hagsmuna þessara látnu skipulagsfrömuða, það er auðvitað þeirra stéttar- félag, Arkitektafélagið. Gestur Gunnarsson tæknifræðingur. Annað kom á daginn MÉR var boðið DV ókeyp- is í 1 mánuð í október og sú sem hringdi í mig sagði að ég væri ekki skuldbundin ef ég tæki þessu tilboði, ég mætti segja blaðinu upp eftir þennan tíma. En ann- að kom á daginn því þegar ég svo ætlaði að segja blaðinu upp í dag, mánu- daginn 3. nóvember, var mér sagt að ég yrði að borga blaðið út nóvember vegna þess að það var á til- boði. Elísabet Aradóttir, Hringbraut 39 R. Ráð við músagangi FYRIR stuttu sá ég pistil í Velvakanda frá konu sem var að leita ráða við músa- gangi í sumarbústað. Hef ekki lent í þessu sjálfur en það sagði mér blómasölu- kona að til væri laukur sem héti músafæla eða músa- fælulaukur. Hafði hann fengist í Garðheimum en er uppseldur eins og er en fæst nú í Blómavali. Þessi laukur er víst skorinn niður í búta og settur þar sem mýs sækja inn í bústaði. H.H. Tapað/fundið Kvenúr týndist GYLLT kvenúr týndist föstudaginn 31. okt. á leið- inni frá Ásvallagötu um Blómvallagötu, Hringbraut og Hofsvallagötu. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552 1601. Gleraugu týndust GLERAUGU í svartri um- gjörð týndust sl. fimmtu- dag 30. okt. í námunda við leikskólann Laufásborg eða í nágrenni, Nönnugötu og nágr. Skilvís finnandi hafi samband í síma 662- 3313. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti LÁRÉTT 1 storkin mjólkurfita, 4 glöð, 7 vondum, 8 land- ræk, 9 veggur, 11 mjög, 13 smágrein, 14 styrkir, 15 hirsla, 17 draug, 20 beina að, 22 lítil tunna, 23 bor, 24 hafna, 25 ákveð. LÓÐRÉTT 1 sýkja, 2 lítill bátur, 3 sterk, 4 konur, 5 flennan, 6 pinni, 10 kostnaður, 12 rándýr, 13 óhljóð, 15 álút, 16 auðveldi, 18 líf- færi, 19 á sand af pen- ingum, 20 kraftur, 21 svara. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 útrennsli, 8 rukki, 9 geisa, 10 sól, 11 trant, 13 alinn, 15 felga, 18 smell, 21 nót, 22 fitug, 23 argur, 24 blindfull. Lóðrétt: 2 tukta, 3 efist, 4 negla, 5 leiði, 6 þrot, 7 baun, 12 nóg, 14 lim, 15 fífa, 16 lítil, 17 angan, 18 starf, 19 eng- il, 20 læra. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.