Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 31 fyrir umönnunina og biðjum fyrir ást- vinum hennar. Blessuð sé minning þín, systir kær. Háeyringar. Fyrir rúmum 3 árum varð ég fyrir þeirri gæfu að kynnast yndislegum dreng. Ég kynntist ekki aðeins góð- um dreng heldur yndislegri fjöl- skyldu sem tók mér opnum örmum allt frá fyrsta degi. Á því heimili var Odda myndarleg húsmóðir og gerði hún allt með glæsibrag sem hún tók sér fyrir hendur. Ég komst fljótt að því að ég var komin inn í svokallaða skátafjöl- skyldu, útivistar, veiði og ekki síst kraftmikla fjölskyldu sem dugnaður- inn dreif áfram. Ég get ekki talið þau skipti sem ég fékk þá spurningu frá Oddu „eruð þið að gera eitthvað næstu helgi“? þá var hún að plana sumarbústaðaferð með alla fjölskyld- una og viti menn, öll fjölskyldan mætti því enginn vildi missa af þeirri skemmtun. Minnisstæðasta ferðin mín er sú ferð sem við fórum í júní síðastliðinn, við dvöldum á Kirkjubæjarklaustri í blíðskaparveðri. Þar kenndi hún mér þá hluti sem allir verða að kunna til að vera samþykktir í fjölskyldu Oddu, að veiða fisk á stöng og skjóta úr riffli. Að vanda voru leiðbeiningarnar svo góðar frá henni að ég fór með 3 stórar bleikjur heim. Þessa ferð mun ég geyma vel í hjarta mínu ásamt öllum hinum ógleymanlegu stundunum sem ég átti með þér. Takk fyrir allar þær góðu stundir sem ég fékk að eiga með þér elsku Odda mín. Ég mun passa hann Hemma þinn vel. Ég kveð þig með söknuði. Þín Ósk. Elsku Odda vinkona. Ég þakka þér fyrir að vera sú vin- kona sem ég þurfti á að halda síðast- liðin 15 ár og takk fyrir allt. Hún þykir fágæt þessi dyggð. Ég þekki enga slíka tryggð. En tíminn læknar hugans hryggð og hylur gömul sár, en sumum nægir ekki minna en ár. (Tómas Guðmundsson.) Við söknum sárt. Við sendum börn- unum hennar og Gunnari innilegustu samúðarkveðjur. Ester Sigurðardóttir og fjölskylda. Kveðja frá skátahreyfingunni Hún Odda er farin heim, eins og við skátar segjum þegar kær félagi kveð- ur þetta jarðlíf. Hrafnhildur Oddný Sturludóttir var sannur skáti og lifði og starfaði í anda skátaheitis og laga. Í áraraðir starfaði hún af fórnfýsi fyr- ir skátafélagið Vífil í Garðabæ. Það er hverju skátafélagi heiður og sómi að hafa á að skipa félaga sem er alltaf tilbúinn að leggja sitt af mörkum í stóru sem smáu til þess að skapa skemmtilegt og ævintýrlegt starf fyr- ir ungu skátana. Odda lagði þar dýr- mæt lóð á vogarskálarnar. Skátar senda innilegar samúðar- kveðjur til Sigurðar Bjarna, Ástu Kristínar, Hermanns, Hrafnhildar og annarra aðstandenda. Stjórn Bandalags íslenskra skáta. Skyldi vera skátastarf á himnum? Ef svo er þá hefur einn af okkar bestu félögum bæst í þann hóp. Það var upp úr 1980 að Hrafnhild- ur Oddný Sturludóttir gekk til liðs við Skátafélagið Vífil í Garðabæ. Þá þeg- ar hafði hún starfað að málefnum skáta í áratugi í Reykjavík. Odda, eins og hún var kölluð, sýndi strax frumkvæði og áræði sem kom sér vel í skátastarfinu í Garðabæ. Auk þess að gefa meira af sér en flestir, þá gaf hún okkur 4 fullfríska, ötula og öfluga skáta. Siggi Bjarni, Ásta, Hemmi og Hrafnhildur hafa lagt sitt af mörkum og munu eflaust gera það um ókomin ár. Þegar við setjumst niður og rifjum upp liðin sumur og yndisleg vor, koma upp í hugann minningar um Oddu. Í áratugi stýrði Odda kaffihlaðborði Vífils sumardaginn fyrsta með mikl- um myndarbrag. Ófáar eru þær fé- lagsútilegur Vífils þar sem Oddu þótti sjálfsagt að standa vaktina í eldhúsinu og elda ofan í 60–70 skáta. Á vikulöng- um landsmótum og öðrum skátamót- um hélt hún lífinu í okkar fólki. Odda sá um að allir skátarnir sínir hefðu nóg að borða og að þeir borðuðu. Hún hafði líka næmi og þolinmæði til að skynja og skilja þá einstöku einstak- linga í okkar röðum sem þurftu meiri athygli og aðhald en fjöldinn. Það var frábært að fylgjast með hvernig hún náði tökum á krökkum sem einhverra hluta vegna leið illa og áttu erfitt með að samlagast hópnum. Hún setti það ekki fyrir sig ef þurfti að hlaupa á eftir þeim frískustu upp í fjallshlíðar, til að veita þá athygli sem leitað var eftir. Þessir einstaklingar og við öll eigum Oddu mikið að þakka. Síðstu mánuðir hafa verið Oddu erfiðir vegna veikinda sem hún barðist við eins og hetja. Þetta dró þó lítið úr kraftinum og vilj- anum fyrr en undir það síðasta. Seinni part sumars, þegar hún var orðin mjög veik mætti hún í heimsókn í úti- legu hjá Vífli. Hún vildi ekki láta sig vanta og fann hversu vænt krökkun- um þótti um hana. Nú er þessi tími liðinn og við minn- umst Oddu með hlýhug og þakklæti fyrir það sem hún gaf okkur. Það mun lifa í skátastarfinu í Garðabæ um ókomin ár. Við viljum votta Gunnari, Sigga Bjarna, Ástu, Hemma og Hrafnhildi og öðrum ástvinum Oddu okkar dýpstu samúð og hlýhug og biðjum góðan Guð að vera með þeim. Liðin er nú ljúfur tími, lán það var að kynnast þér. Lífleg mynd sem enginn gleymi, lifa mun í hópnum hér. Stjórn og félagar í Skátafélaginu Vífli í Garðabæ. Elsku Odda mín. Margt hefur farið í gegn um huga mér síðustu daga. Ég man svo vel þegar við hittumst fyrst, báðar höfð- um við keypt okkur íbúð í parhúsi á sama tíma og í sama húsi. Ég var úti í garði og hugsaði hversu fallegt það yrði að setja nokk- ur tré að framanverðu þar sem garð- urinn var sameiginlegur. Þá er flautað, bíll stoppar og út snarast falleg og fíngerð kona, það varst þú, Odda mín. Þá vissi ég strax að við höfðum eignast góðan meðeiganda. Ekkert mál með trén, skellum þeim bara upp, hvað kosta þau spurð- ir þú og réttir fram peninga. Þannig var öll þín framkoma, ekk- ert mál og svo var drifið í því. Öll þessi ár okkar í húsinu kast- aðist aldrei í kekki milli okkar, við vorum sammála um alla hluti; lit á húsinu og annað sem að okkur sneri. Við fylgdumst með baráttu þinni við krabbameinið, slíkt æðruleysi og slíkur sigurvilji; meinið skyldi sigrað. Svo sannarlega báðum við þess hér á nr. 14. En Guð gefur og Guð tekur. Við viljum trúa að Guð hafi vantað „sup- er“ skáta til sín. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Kæri Gunnar, Sigurður, Ásta, Hemmi og Hrafnhildur, þið voruð líka hetjur. Við höfum öll dáðst að ykkur. Þið eigið alla okkar samúð. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Gunnar, börn, stjúpbörn, barnabörn og systkini, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð vegna frá- falls elsku Oddu. Megi Guð halda í hönd ykkar á þessum erfiðu tímum sem framundan eru. Góða nótt, kæra vina, góða nótt. Snjólaug, Guðni og börn.  Fleiri minningargreinar um Hrafnhildi Oddnýju (Oddu) Sturludóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og stjúpfaðir, ARINBJÖRN KJARTANSSON frá Miðhvammi, lést mánudaginn 3. nóvember. Ragna Arinbjarnardóttir, Stefán Þórhallur Guðnason, Guðjón Sig. Arinbjörnsson, Árdís Gretarsdóttir, Bóas Guðjónsson, Gretar Ari Guðjónsson, Bára Björt Stefánsdóttir, Jökull Guðjónsson, Katrín Söebech, Steinar Ragnarsson, Theodór Söebech, Sigríður Anna Guðnadóttir, Móðir okkar, HJÖRNÝ TÓMASDÓTTIR, er látin. Anna, Hjalti, Inga, Sverrir, Arndís, Ellen og Magni. Elskuleg eiginkona og móðir, SÓLEY BRYNJÓLFSDÓTTIR, Stórási 7, Garðabæ, lést á heimili sínu þriðjudaginn 4. nóvember. Bjarni Ágústsson, Bryndís Bjarnadóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, INGÓLFUR ARNARSON STANGELAND, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar mánudaginn 3. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju föstu- daginn 7. nóvember kl. 14. Pálína Kröyer Guðmundsdóttir, Guðfinna Ingólfsdóttir, Helga Ingólfsdóttir, Guðmundur Ingólfsson, Anna Ingólfsdóttir, Arnar Ingólfsson, Sólveig Ingólfsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, stjúpsonur og bróðir, VICTOR PÁLL JÓHANNSSON, sem lést af slysförum fimmtudaginn 30. október, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Auðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Jóhann Helgi Hlöðversson, Margrét Ormsdóttir, Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, Almar Yngvi, Daníel Aron og fjölskyldur. Dóttir þeirra: Ragnheiður. Maki II: Haraldur Helgason arkitekt. Þeirra börn: a) Hólmsteinn, b) Hólmfríður. Að loknu tveggja vetra námi við Alþýðuskólann á Eiðum hélt Anna til náms við Kvennaskólann Ósk á Ísafirði veturinn 1929 - 30. Við tóku ýmis störf: kaupavinna í Miðdal, hótelstörf á Þingvöllum, vinna á „betri heimilum“, svo sem siður var margra ungra stúlkna á þessum ár- um. Einnig var hún matráðskona í danska sendiráðinu. Flestum sumr- um eyddi hún hins vegar heima á Eyvindará við bústörf hjá eldri systkinum sínum. Er börn Önnu og Eiríks tóku að vaxa úr grasi og fullorðnast ráku þau hjónin matsölu fyrir mennta- skólanemendur í um tuttugu ára skeið og leigðu út herbergi, þar sem sumir dvöldust alla sína skóla- tíð. Eftir lát Eiríks, 1983, bjó Anna enn um sinn í húsi sínu, allt þar til 1989, er hún flutti í eigin þjónustuí- búð í Víðilundi 24 þar sem hún bjó þar til hún flutti á Dvalarheimilið Hlíð fyrir rúmu ári. Útför Önnu fór fram frá Höfða- kapellu á Akureyri hinn 27. októ- ber, í kyrrþey að hennar eigin ósk. efnum, heldur voru kostir og gallar vegnir og metnir hávaðalaust. Minn- ið var aðdáunarvert og fram í and- látið vissi hún til dæmis um ferðir af- komenda sinna á hinum ýmsu stöðum í útlöndum og gladdist yfir tækifærunum, sem nú bjóðast svo mörgum. Ég náði aðeins lítillega að kynnast tendaföður mínum, en augljóst var að hjónaband þeirra var byggt á mikilli tryggð og gagnkvæmri vænt- umþykju. Þau stóðu einnig þétt við bakið á börnunum fimm og studdu þau vel til mennta. Greinilegt var að missir elzta sonarins, sem fórst í flugslysi á Holtavörðuheiði aðeins 19 ára að aldri, var Önnu gífurlegt áfall og minningin um hann var henni ávallt mjög ofarlega í huga. Þau Ei- ríkur bjuggu allan sinn búskap á Ak- ureyri og byggðu þau sér sitt eigið hús í Möðruvallastræti 9, skammt frá Menntaskólanum. Anna helgaði líf sitt heimilinu og uppeldi barna sinna, en um margra ára skeið létti hún undir heimilishaldinu með því að selja skólanemum fæði. Á þeim tímum var ekki aðeins um morgun- mat og kvöldmat að ræða, heldur einnig hádegisverð og síðdegiskaffi og auk þess kvöldhressingu fyrir þá, sem leigðu herbergi hjá þeim hjón- um. Lítið var keypt inn af tilbúnum matvörum, heldur var margt góð- gætið útbúið af mikilli útsjónarsemi á þessum árum. Hef ég fyrir satt að margur kostgangarinn minnist þess ennþá þegar hann endasentist í Möðruvallastrætið eftir skóla í heit- ar kleinur, lummur eða annað góð- gæti með kaffinu. Ekkert var um frí um helgar, heldur þurfti að veita kostgöngurum sambærilega þjón- ustu og virka daga, auk hátíðlegs, þrírétta sunnudagsmatar. Frítímar voru fáir, en vel nýttir, m.a. til lestr- ar. Aldrei heyrði maður að Anna kvartaði, en hún hafði þann sið til fjölda ára að fleygja sér út af í smá- tíma eftir hádegið og halda síðan endurnærð áfram langt fram á kvöld. Eiríkur lézt fyrir rúmum tuttugu árum og skömmu síðar veiktist Anna alvarlega af sjúkdómi, sem flestir héldu að mundu draga hana til dauða, enda hékk líf hennar á blá- þræði. En Anna sýndi þá, eins og svo oft áður, ótrúlega seiglu og kjark. Dáðist hún mikið að Gauta Arnþórs- son lækni fyrir að hafa komið sér út í samfélagið á ný þó svo að hún hefði sjálfsagt líka verið sátt við að kom- ast þá til ástkærs eiginmanns og sonar hjá góðum guði. Um nokkurra ára skeið dvaldi hún áfram ein í Möðruvallastræti, en ákvað síðan að festa kaup á fallegri íbúð í fyrsta fjöleignarhúsinu, sem byggt var fyr- ir aldraða á Akureyri. Þar bjó hún síðustu ár ævinnar og sá um sig sjálf af miklum myndarskap. Hún tók á móti góðum gestum með mikilli gleði og fræddist um það sem efst var á baugi. Þetta voru um margt mjög góð ár, en sjálfsagt hefur tilveran verið nokkuð einmanaleg á köflum. Sambandið við börn og fjölskyldur þeirra var alltaf náið, og minning- arnar góðu geymdi Anna vel í huga sér. Fyrir hálfu öðru ári varð hún fyrir því að detta og mjaðmagrind- arbrotna og fór eftir það ekki aftur í íbúðina sína. Hún dvaldi fyrst á Kristnesspítala og síðan á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð. Mátturinn í líkamanum var að vísu orðinn lítill undir lokin, en hugsunin skýr og ótrúlegt hve vel hún þekkti fólk, sem hún hafði ekki séð árum saman. Ég þakka þér, kæra tengdamóðir, fyrir mörg ánægjuleg samtöl og in- dælar samverustundir. Stundum barst talið að því, sem við tekur eftir þessa jarðvist. Nú hefurðu reynt síðustu ferðina og móttökur á nýjum stað. Um þá reynslu hefðum við sannarlega haft gaman af að ræða. Minningin um þig mun lengi lifa. Haraldur Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.