Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 49

Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 49
Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ég er að hlusta á World Stand- ard, Hope Sandoval & the warm In- ventions, Rivulets, LFO og gamla og nýja góða raftónlist. Uppáhaldsplatan? LFO með LFO gefin út hjá Warp útgáfunni. Hvaða plötu setur þú á á laug- ardagskvöldi? Ég set á eitthvað með Jazza- nova, Matthew Herbert eða eitt- hvað svona djassskotið „break- beat“ eða „house“. Finnst líka gaman að hlusta á döb-tónlist og experimenta fönk tónlist. Hvaða plötu setur þú á á sunnudagsmorgni? Eitthvað frá Chain Reaction, Scape-útgáfunni eða Mille Pla- teux. Eitthvað rafrænt og ljúft sem kemur mér í gott skap. Hver er fyrsta platan sem þú keyptir þér? Vá, hef ekki hugmynd. En ætli það hafi ekki verið eitthvert dót á tombólu í gamla daga þegar ég var á skóladagheimili. Keypti þá einhvern slatta af plötum og notaði sem frisbídiska. Þetta vil ég heyra Ísar Logi Arnarson ritstjóri Undirtóna ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50. Frumsýnd í dag kl. 14 í yfir 65 löndum samtímis! EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 2, 5.30, 8 OG 10.30. Beint á toppinn í USA Ævintýraleg spenna, grín og hasar ROGER EBERT Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.” NÝJASTA MYND COEN BRÆÐRA. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að.  SG DV „Ein besta gamanmynd ársins- fyrir fullorðna“ The Rundown er mikil rússíbanareið og hún nær þeim ævintýrablæ og húmor sem einkennir m.a. Indiana Jones myndirnar. H.K. DV. KVIKMYNDIR.IS ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. AKUREYRI Sýnd kl. 2, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.30. ÁLFABAKKI kl. 4 . Ísl. tal. AKUREYRI kl. 6. Ísl. tal. AKUREYRI Kl. 10. ÁLFABAKKI Kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 KEFLAVÍK Kl.10. KRINGLAN Kl. 8 og 10.05 KRINGLAN Sýnd kl. 4. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6. B.i.10. KRINGLAN Sýnd kl. 10.30. KRINGLAN Sýnd kl. 6. Stundin sem allir hafa beðið eftir er komin! Lokauppgjör Matrix þríleiksins er hafið! Stundin sem allir hafa beðið eftir er komin! Lokauppgjör Matrix þríleiksins er hafið! Helen Mirren og Julie Walters fara á kostum í nýrri og bráðskemmtilegri breskri gamanmynd í anda „Full Monty“. Mynd sem kemur skemmtilega á óvart enda ein stærsta mynd ársins í Bretlandi. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.30 og 10.30, ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 5.30, 6.30, 8, 9, 10.30. B.i. 12. Frábær teiknimynd byggð á sígildu þjóðsögu um Tristan og Ísold. i i í il j i Í l . Miðave rð 500 kr. ÍSLENSKT TAL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 49 QUARASHI hefur bæst nýr meðlimur og samanstendur sveitin nú af þeim Sölva Blöndal, Ómari Erni Haukssyni, Steinari Orra Fjeldsted auk nýjasta meðlimsins, Tiny, sem heitir réttu nafni Egill Ólafur Thorarensen. Egill, eða Tiny, segir að Sölvi hafi haft samband við hann eftir að hafa heyrt innlegg hans á Bumsquad- disknum sem út kom um síðustu jól. Hann hafi svo beðið hann um rappa tvö erindi í nýju lagi sem frumflutt verður í þættinum @ í Ríkissjónvarp- inu á miðvikudaginn í næstu viku. Daginn eftir fer nýja lagið svo í fulla keyrslu á öldum ljósvakans og í vik- unni á eftir verður svo myndbandið við lagið frumsýnt. Tiny hefur troðið upp tvisvar með sveitinni, á síðustu Airwaveshátíð og á CMJ-hátíðinni í New York sem fram fór á dögunum. „Mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Egill. „Þetta er mjög gott tæki- færi fyrir mig og vonandi verður þetta gæfuríkt samstarf. Við erum að vinna á fullu núna áður en við förum til Jap- an í janúar.“ Egill segist vera komin á fullt í vinnu og skrifi núna texta í gríð og erg. Biðin loks á enda Það liggur sömuleiðis vel á Sölva Blöndal, leiðtoga sveitarinnar. „Ég segi bara allt fínt…það gekk vel á CMJ. Biðin er loks á enda og nú liggur fyrir ný uppstilling á bandinu. Við tókum okkur góðan tíma í að hugsa þetta út og Tiny hentar mjög vel fyrir þá stefnu sem við erum að fara út í.“ Sölvi segir texta Tiny falla þannig vel að heimspeki Quarashihópsins og hann sjálfur falli sömuleiðis vel inn í hópinn. „Við erum að fara á stað sem við höfum ekki farið á áður og það er gaman að Tiny sé að koma með okkur í þetta. Hann kemur sem hvetjandi kraftur inn í þetta.“ Fram að áramótum munu Quar- ashiliðar einbeita sér að vinnu fyrir nýja breiðskífu sem verður önnur plata þeirra sem kemur út á al- þjóðamarkaði. Í janúar spila Quar- ashi svo í Japan eins og áður segir, á SonicMania-hátíðinni sem fram fer bæði í Tókýó og Osaka. Reiknað er með um 20.000 áhorfendum á tón- leikana í Tókýó og 15.000 í Osaka. Nýr meðlimur í Quarashi Frá upptökum á nýjasta myndbandi Quarashi. Tiny er sá í rauða bolnum. Tiny slæst í hópinn Rappdrottningin Missy Elliot varð skelfingu lostin þegar björn réðst inn á heimili hennar í New Jersey. Ungfrúin var heima hjá móð- ur sinni þegar þær sáu björninn ryðj- ast inn í garðinn, velta ruslatunnum til og frá og leggjast síðan til svefns. Lögregla reyndi að hræða dýrið í burtu með sírenuvæli og með því að kasta steinum í það en allt kom fyrir ekki, bangsi neitaði að hreyfa sig … Mark Ruffalo sem lék á móti Meg Ryan í kvikmyndinni In the Cut hefur viðurkennt að tökur á ástarsenunum hafi verið afar vandræðalegar. „Meg fannst þetta óþægilegt og mér líka. Við vorum stressuð og vandræðaleg og svo áttum við að láta eins og við værum í sjöunda himni. Það var erfitt.“ … FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.