Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 20

Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 20
DAGLEGT LÍF 20 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ H rin gb ro t #17 STA‹SETNING Í MI‹JU ATLANTSHAFINU ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR #18 JÓLIN ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR KOLBRÚN býður til stofuþar sem hún er aðgreiða einhverjumlitlum, hvítum, loðnum dýrum. Þetta eru reyndar ekki kettir heldur loðnir naggrísir. Kettlingur af cornish rex-tegund situr skammt frá og virðir þessi fyrirbæri fyrir sér, heldur tor- trygginn á svip. Allt nema slöngur, eðlur og köngullær En það er ekkert nýtt að heimili Kolbrúnar sé fullt af dýrum því frá því hún man eftir sér hefur hún átt dýr, hesta, hunda, ketti, naggrísi, stökkmýs, hamstra, fugla og skjaldbökur og allt sem nöfn- um tjáir að nefna, nema slöngur, köngullær og eðlur. Henni er ekk- ert um þær gefið. Kettirnir eiga samt hug hennar allan og hún hefur ræktað þá frá árinu 1996. Fyrst fékk hún sér persneska ketti en sagði við kon- una sem hún fékk þá hjá að henni fyndist þeir hræðilega ljótir. „Mér hefur alltaf fundist kettir með trýni fallegri,“ segir hún, en pers- arnir eru alveg með flatt trýni. Kolbrún segist samt hafa verið fljót að venjast þeim. „Ég hætti að rækta þessa teg- und fyrir rúmlega ári. Þá var ég búin að selja nokkrar læður og vinna til margra verðlauna fyrir ræktunina. Ég hætti vegna þess að ég vildi ekki vera í samkeppni í ræktuninni við þá sem höfðu feng- ið læður hjá mér.“ Vildi rækta tegund sem ekki var til á Íslandi „Ég velti lengi fyrir mér hvaða tegund ég ætti að byrja að rækta og var alveg ákveðin í að rækta tegund sem ekki var til fyrir í landinu. Ég frétti af cornish rex- köttunum frá tveimur mann- eskjum, ein þeirra hafði átt þann- ig kött erlendis og hin hafði séð þá og hrifist af. Ég leitaði til manns sem er kattadómari og hef- ur mikið vit á köttum og hann benti mér á ræktanda í Finnlandi sem ræktaði góða ketti af þessari tegund.“ Kolbrún fékk högna og læðu sem hefur nú eignast nokkra kett- linga. Nú er hún með nokkra þriggja vikna gamla kettlinga, allt högna. Hún segist aðeins selja gelta högna enn sem komið er því aðeins ein læða hefur fæðst hjá henni. Ef hún selur læður vill hún ekki selja ógelta högna til að koma í veg fyrir að systkini séu pöruð saman. Á meðan ekki eru fleiri sem flytja inn þessa tegund þarf hún að passa upp á að stofninn verði ekki skyldleikarækt- aður. „Ég er í mjög góðu sambandi við fólk sem hef- ur fengið ketti hjá mér og fæ reglulega fréttir af þeim. Síma- skráin mín er því mjög sérstök að því leyti að þar eru nöfn katta og símanúmer en ekki nöfn fólksins. Stundum kemur fólk til mín sem hefur áhuga á að fá sér hrein- ræktaðan kött. Ég veit hversu erf- itt það getur verið að velja og reyni því að fá fólk til að fara á sýningu hjá Kynjaköttum áður en það tekur ákvörðun. Þar er hægt að sjá úrval þeirra kattategunda sem til eru í landinu og gott að bera þær saman og finna hvað höfðar til manns.“ Þarf að rannsaka og rækta íslenska húsköttinn – En hvers vegna hreinrækt- aður köttur? Eru þessir íslensku ekki ágætir? „Jú,“ segir Kolbrún. „Það er svolítið sérstakt að margir sem hafa komið með íslensku húskett- ina sína á sýningu Kynjakatta vilja fá sér hreinræktaðan kött í kjölfarið. Mér finnst alltaf gaman að sjá íslensku kettina á sýningunum og ég er mikil áhugamanneskja um að þeir verði rann- sakaðir svo sé hægt að rækta þá skipulega og bjarga þeim eins og gert var með ís- lenska hundinn á sínum tíma. En flestum þykir gaman að eiga hreinræktaðan kött.“ Cornish rex- kettirnir eru mjög sérstakir. Þeir eru snögg- hærðir en feldurinn er liðaður. Kettirnir voru þarna í kringum okkur og virtust ákaflega rólegir og mannelskir. Ekki heyrðist hljóð frá þeim enda segir Kolbrún að þeir séu ákaflega hljóðlátir, en samt sé oft leikur í þeim. Kolbrún á enn nokkra persa og var gaman að sjá hversu ólíkar þessar teg- undir eru. Persarnir kafloðnir með flatt trýni, en hinir snögghærðir og spengilegir með stór eyru og kónganef og skottið langt og mjótt. Uppgötvuðust fyrir hálfri öld Uppruna cornish rex-kattanna má rekja rúmlega hálfa öld aftur í tímann þegar ungur húsköttur eignaðist fimm kettlinga á göml- um bóndabæ í Cornwall á Eng- landi. Húsfreyjan á bænum varð hissa þegar hún skoðaði kett- lingana nánar því einn kettling- anna hafði þéttan, stuttan feld með krullum. Kettlingurinn var nefndur Kallibunker og vegna þess hve sérstakur hann var ákvað fólkið að eiga hann áfram. Þessi sérstaka tegund var síðar nefnd cornish rex. Svona kett- lingar höfðu áður fæðst, en enginn hafði veitt þeim sérstaka athygli. Aftur á móti fékk erfðafræðingur nokkur áhuga á Kallibunker og leiðbeindi hann um hvernig best yrði staðið að ræktun þessara katta. Áhugi Kolbrúnar er ósvikinn því hún var á leiðinni á kattasýningu í Danmörku. Þar vonaðist hún eftir að ná tali af finnsku ræktendunum og spjalla við þá um kettina. „Þetta verður áreiðanlega gam- an,“ segir hún. „Á sýningum Kynjakatta eru svona 100–150 kettir en á þessari sýningu má bú- ast við að þeir verði að minnsta kosti 1.300.“ Morgunblaðið/Ásdís Ómótstæðilegir: Ræktunarlæðan með þriggja vikna kettlinga. Ættfaðir: Kolbrún með cornish rex-högnann sem hún fékk frá Finnlandi.  KYNJAKETTIR Þegar Kolbrún Gests- dóttir ákvað að rækta ketti urðu persneskir kettir fyrir valinu. Samt fannst henni þeir hræðilega ljótir. Ásdís Haraldsdóttir skoðaði persana og cornish rex- kettina hennar. Persarnir kafloðnir með flatt trýni, en cornish rex-kettirnir snögg- hærðir, spengilegir með stór eyru, kónganef og skottið langt og mjótt. Með húsið fullt af skrýtnum köttum NIÐURSTÖÐUR nýrrar kan- adískrar rannsóknar benda til þess að fjórar af hverjum tíu konum sem gengist hafa undir brjóstastækk- unaraðgerð þurfi síðar að láta fjar- lægja sílíkonpúðana vegna óþæg- inda eða aukaverkana, að því er fram kemur í vefútgáfu Aftenpost- en. Í rannsókninni var farið í gegnum 147 sjúkraskrár kvenna sem höfðu farið í aðgerð til að láta stækka brjóst sín með sílíkoni og auk þess rætt við 92 þeirra. Þær voru svo bornar saman við 583 konur sem voru valdar af handahófi en höfðu ekki farið í brjóstastækkunar- aðgerð. Dr. Aleina Tweed stjórnaði rannsókninni og að hennar sögn voru þær sem höfðu sílíkon í brjóst- unum fjórum sinnum tíðari gestir á sjúkrahúsum en þær sem ekki voru með sílíkon. Að auki heimsóttu þær lækna, nuddara, hjartasérfræðinga og fleiri sérfræðinga mun oftar en hinar konurnar. Segjast við góða heilsu Af þeim 92 konum sem höfðu far- ið í brjóstastækkunaraðgerð, var helmingur greindur með langvar- andi sjúkdóm. Ein af hverjum þrem- ur hafði misst vinnuna eða hætt í henni sökum heilsuveilu en samt sem áður lýstu flestar heilsu sinni sem góðri eða mjög góðri. Helm- ingur þessara 92 kvenna þurfti að fara í aðra aðgerð vegna þeirrar fyrstu. 23% höfðu farið í tvær að- gerðir og 28% þrjár eða fjórar að- gerðir. 37 af þessum 92 konum létu fjarlægja sílíkonpúðana vegna aukaverkana, þ.e. 40%. Tweed segir að rannsóknin gefi til kynna að heilsa kvenna með sílík- on í brjóstunum sé lakari en ann- arra og hún lýsir áhyggjum af þess- um háu tölum. Hún veltir því fyrir sér hvort brjóstastækkunin valdi verri heilsu kvennanna eða hvort brjóstastækkunaraðgerðirnar séu gerðar á konum sem alls ekki þoli það heilsu sinnar vegna.  HEILSA Heilsuveil- ar sílíkonur Heilsubrestur: Konur sem eru með sílíkon í brjóstunum eru verri til heilsunnar en aðrar samkvæmt kanadískri rannsókn. Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.