Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. RÚMLEGA 300 Kópavogsbúar mættu á íbúa- fund um skipulag Lundarhverfisins í Snæ- landsskóla í gær og mótmæltu fyrirhuguðum áformum bæjaryfirvalda. Fundarmenn sögð- ust margir hverjir hissa á því að bæj- arfulltrúar meirihlutans, að einum varafulltrúa undanskildum, mættu ekki á fundinn. Á fundinum ræddu bæði lærðir og leikmenn málefni svæðisins, en þar er samkvæmt skipu- lagi áformað að reisa 8 íbúðarturna, þann hæsta 14 hæðir. Arkitektar, landslagsarkitekt og skipulagsfræðingur ræddu m.a. um aðra möguleika á svæðinu, hvernig lágreist byggð gæti borið svipaðan fjölda íbúa. Einnig var skuggamyndun af turnunum sýnd á mismun- andi árstímum, auk þess sem farið var í áhrif vinds á háreistar byggingar. Gera fyrirvara um skaðabætur „Fólki er gróflega misboðið og því finnst yfir það valtað,“ sagði Hannes Þorsteinsson, einn talsmanna íbúa. Á fundinum voru íbúar hvattir til að mótmæla bréflega áður en frestur til þess rennur út næstkomandi mánudag. Enn fremur var vakin athygli á því að bærinn sé hugsanlega að baka sér háa skaðabótaábyrgð gagnvart íbúum nærliggjandi húsa ef verðmæti þeirra rýrni í kjölfar bygginganna. Fundurinn skoraði á bæjaryfirvöld í Kópa- vogi að falla frá fyrirliggjandi skipulagstillögu í landi Lundar. „Þær tillögur sem fyrir liggja eru í engu samræmi við þá byggð sem fyrir er og í andstöðu við samþykktir bæjarins í að- alskipulagi og staðardagskrá 21. Fundurinn skorar á bæjaryfirvöld í Kópavogi að taka frumkvæðið í skipulagi hverfisins og skipu- leggja þar hverfi með lágreistri byggð sem fell- ur sem best að því skipulagi sem fyrir er í Fossvogsdalnum.“ Þessi ályktun fundarins var samþykkt með dynjandi lófataki fundarmanna. Lundarhverfi verði skipulagt með lágreistri byggð Ljósmynd/tölvugrafík/ONNO ehf. Horft frá Bústaðavegi í átt að hinum fyrirhuguðu byggingum á Lundarsvæðinu. Morgunblaðið/Þorkell Kurr var í fundarmönnum vegna fyrirhugaðrar byggingar átta háhýsa á Lundarsvæðinu. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að Listahá- tíð í Reykjavík verði haldin árlega frá 2005. Þá var samþykkt að framlög ríkisins verði á hverju ári 30 milljónir króna. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra segir að sú breyting að halda listahátíðina á hverju ári eigi eftir að styrkja hana. Á fundi borgarráðs í gær var þá samþykkt 30 milljóna króna framlag Reykjavíkurborgar fyrir hátíðina 2005. Á grundvelli erindis frá stjórn Listahátíðar kom Þórólfur Árnason borgarstjóri fram með tillögu að fyrirkomulagi og forsendum árlegrar Listahátíðar. Jafnframt var samþykkt sú ósk stjórnar Listahátíðar að henni verði falið að móta tillögur að framtíðarformi og skipulagi hátíðarinnar. Hátíðin 2005 verður með sérstakri áherslu á samtímamyndlist og bendir allt til þess að Jess- ica Morgan, sýningastjóri á Tate Modern-lista- safninu í London, verði sýningastjóri á Listahá- tíð í Reykjavík 2005. Hún hefur unnið hjá helstu listasöfnum heims, m.a. sem yfirsýningastjóri á samtímalistasafninu í Boston. Með hefðbundnum hætti á næsta ári Listahátíð í Reykjavík, sem haldin hefur verið annað hvert ár frá 1970, verður haldin með hefð- bundnum hætti á næsta ári, en breytingin tekur gildi ári síðar. Ríkið hefur hingað til styrkt hátíð- ina um 14 milljónir þegar hún fer ekki fram, en fjárhæðin er nýtt til undirbúnings næstu hátíð- ar. Eftir breytingu verður árlegt framlag rík- isins 30 milljónir króna. „Það er margt sem bendir til þess að það sé góður jarðvegur fyrir árlega listahátíð. Með þessum breytingum verður hægt að skipuleggja hátíðina betur fram í tímann og eflaust hægt að nýta betur samstarf við erlendar listahátíðir,“ sagði ráðherra. Hann sagði að þessi breyting hefði einnig þýðingu fyrir ferðaþjónustufyrir- tæki, sem kynna það sem er í boði hér á landi og þurfa að vita slíkt með nokkrum fyrirvara. „Það verður auðveldara fyrir ferðaþjónustuna að kynna árlegan viðburð heldur en viðburð sem er haldinn annað hvert ár,“ segir Tómas Ingi við Morgunblaðið. „Það má einnig gera því skóna að árleg listahátíð gæti styrkt menningartengda ferðaþjónustu. Þá er einnig gert ráð fyrir að þessi breyting geti auðveldað samninga við styrktaraðila, svo sem í tengslum við samninga sem eru gerðir til nokkurra ára.“ Tómas Ingi segir að aðrar tekjur en framlög ríkisins til listahátíðarinnar hefðu vaxið býsna mikið. „Þessar tekjur voru í fyrsta skipti hærri heldur en opinber framlög árið 2002. Reksturinn hefur einnig styrkst og er orðinn í föstum far- vegi.“ Samþykkt að Listahátíð í Reykjavík verður árlegur viðburður Sérstök áhersla á samtíma- myndlist á hátíðinni 2005 IMPREGILO er nú að vinna að því að setja upp lendingarsvæði fyrir þyrlu á fjórum stöðum á vinnusvæðinu við Kárahnjúka. Forsvarsmenn Impregilo segja líklegt að pallurinn í aðalvinnu- búðunum verði upplýstur. Lendingarsvæðunum er einkum ætlað að taka á móti þyrlu Landhelgisgæslunnar ef stór slys eða óhöpp verða við vinnu á svæðinu, þótt þau verði eflaust notuð í annað ef þörf krefur. Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar kom ný- lega við á Kárahnjúkum og gaf góð ráð um hvar og hvernig væri best að setja upp aðstöðu fyrir þyrluna, segir Leó Sigurðsson, heilsu-, öryggis- og umhverfisstjóri Impregilo á Kárahnjúkum. Hann segir ljóst að þyrlan sé yfirleitt a.m.k. tvo tíma á leiðinni sé hún kölluð út á annað borð, og því muni alltaf gefast tími til að lýsa upp pall- ana með bílljósum eða öðru þótt þeir séu ekki upplýstir alla jafna. Pallarnir fjórir verða á þremur helstu vinnu- svæðunum, auk aðalpallsins við stærstu búðirn- ar. Leó segir að uppsetning pallanna sé hluti af öryggiskröfum sem Impregilo geri, og hafi slíkt tíðkast á virkjunarsvæðum hér á landi. Þyrlupallar settir upp við Kárahnjúka REYNIR Lyngdal kvikmyndagerðarmaður mun vinna tveggja mínútna stuttmynd sem sýnd verður á evrópsku kvikmyndahátíðinni í Berlín 6. desember nk. Hann vinnur verkið undir handleiðslu hins virta kvikmyndaleikstjóra Wim Wend- ers sem á að baki myndir á borð við Him- ininn yfir Berlín og Buena Vista Social Club. Reynir var ásamt ásamt ungum kvik- myndaleikstjórum frá Bretlandi, Frakk- landi, Spáni, Ungverjalandi og Þýskalandi beðinn um að taka þátt í verkefninu en mynd Reynis verður sýnd áður en áhorf- endaverðlaun hátíðarinnar verða veitt. Evrópsku kvikmynda- verðlaunin í Berlín Reynir vinnur með Wenders  Sýnt/48 SALA á fólksbílum jókst um tæplega 41% fyrstu tíu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Alls seldust 8.686 bílar, þar af 2.854 jeppar og jepplingar, sem eru 32% af heild- arsölu fólksbíla á tímabilinu. Á sama tíma í fyrra var hlutur þessara bíla 26% af heildarsölunni. Hlutur jeppa og jepplinga 32%  Íslendingar jeppavæðast/B2 HANNES Hlífar Stefánsson vann stórmeist- arann Viktor Bologan í 6. umferð Mjólkur- skákmótsins á Selfossi í gærkvöldi. Bologan, sem er með rúmlega 100 fleiri Elo- stig en Hannes, varð að játa sig sigraðan í 17. leik, eftir að hafa leikið illilega af sér. Predrag Nicolic leiðir meistaraflokkinn sem fyrr. Í áskorendaflokki urðu einnig óvænt úrslit þegar Tómas Björnsson vann stórmeistarann Jan Votova, en sá síðarnefndi hefur nær 300 stig umfram Tómas á Elo-listanum. Lagði Bologan í 17 leikjum  Hannes vann/12 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.