Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Minni vinna! w w w . b e s t a . i s Nýbýlavegi 18 • 200 Kópavogi • Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 • 260 Njarðvík • Sími: 420 0000 Miðási 7 • 700 Egilsstöðum • Sími: 470 0000 Labbakúturinn! •Enginn burður •Hleður sig sjálfur Í VÍÐUM skilningi er viku- pistlinum ætlað að vera upp- lýsandi samtíningur heim- ilda af vettvangi sjónmennta nær og fjær, snerta um leið púls samtímans í rökræðunni. Hermi að þessu sinni af ýmsu sem ég hefi verið að glugga í og lesa undanfarið og skarar orðræðu dagsins, þar höfð- aði sem oftar eitt og annað sterklega til mín. Varð tilefni þanka um fallvalt- leika meintra óskeikulla kenninga og spádóma, alla daga frá því Paul Seurat taldi sig hafa náð endamörk- um málaralistarinnar í lok nítjándu aldar. Viðlíka stórisannleikur og rétttrúnaður gekk nefnilega reglu- lega aftur í margri mynd á tutt- ugustu öld og lifir enn góðu lífi í upp- hafi nýrrar stóraldar. Fróðlegt og traustvekjandi til fyrri tíma litið, þótt það komi ekki beinlínis sjónmenntum við, að lesa ritsmíð Jan Bo Hansens um hinn eit- urskarpa þjóðfélagsrýni Theodor Wiesengrund Adorno (1903–1969). Birtist í Weekendavisen 24.–30. október, tilefnið að öld er liðin frá fæðingu þýðverska tónsmiðsins, tón- fræðingsins, heimspekingsins og fé- lagsfræðingsins. Helgaði sig upp- haflega tónlistinni og var Alban Berg kennari hans, sem svo aftur var nem- andi Arnolds Schönbergs, en er fram liðu stundir fjarlægðist Adorno tón- listina til hags fyrir heimspeki og þjóðfélagsrýni. Enginn smákall þetta, þó að ekki væri nema í ljósi þess að maðurinn gegnir drjúgu hlutverki í skáldsögunni Dr. Faustus eftir Thomas Mann. Kviknaði einkum á perunni þegar ég las að við andlát Adornos spáði margur að hann yrði fullkomlega gleymdur eftir örfá ár. Með honum hin eitilharða samtímarýni hins svo- nefnda Frankfurtarskóla, sem hinir sömu álitu að hefði lifað sig. Um að ræða þráttarhyggju í anda Hegels og Marx með ívafi af skoðunum Freuds, eins konar rökfræðileg upplýs- ingastefna sem hafði með vægð- arlausa krufningu samtímans að gera. Adorno hélt því fram að draumurinn um frelsi í kjölfar sívax- andi upplýsingaflæði og framfarir í tækni og vísindum hefði beðið skip- brot, einungis fært mannkyninu meiri hörmungar og kúgun. Vísaði þá einkum til nazismans og annarar alræðishyggju. Fyrirbæri líkt og firringu tilgangsleysi og verðmæta- brengl skilgreindi hann jafnframt sem helstu einkenni nútíma- samfélagsins. En svo hafa mál þróast aðTheodors W. Adorno hefurvíða og veglega verið minnst í tilefni tímamótanna, einnig hafa reglulega og alla tíð verið haldnar ráðstefnur með kenningar hans á dagskrá og tónlist hans leikin. Adorno var rétttrúnaðarmaður, af alveg sérstakri samsetningu, skól- aður í marxisma, sálgreiningu og tólftónakerfi Arnolds Schönbergs og þessum menntunargrunni reyndist hann trúr allt sitt líf. Og það er vísast fyrir þessa sérstöðu ásamt eit- ilhörðum sannfæringarkrafti að minning hans hefur lifað og dafnað, sér í lagi gagnrýni á fjölmiðlaiðn- aðinn. Einnig yfirburða hæfileiki til hugmyndagreininga á ólíkum svið- um, bókmenntum, tónlist, fé- lagshyggju, og á þeim öllum gerði hann óvægar vitsmunalegar kröfur. Skiptir minna hvort menn séu hér fullkomlega með á nótunum og raun- ar talið umdeilanlegt að Adorno hafi verið marxisti í þá veru sem menn meðtaka almennt hugtakið. Hann fann ýmislegt bitastætt í kenningum Marx er varðaði velferð og húm- anisma. Aðrir helstu fulltrúar Frankfurtarskólans voru þeir Max Horcheimer, Walter Benjamin og Herbert Marcuse, allir deildu þeir á vestrænan kapítalisma og austrænan sósíalisma og áttu þátt í ferlinu sem leiddi til stúdentauppreisnarinnar. Ekki hyggst ég hætta mér inn á þetta svið, lesturinn þó mjög til um- hugsunar, upplýsir að einarðleg beinskeitt vel grunduð sjálfstæð og vitsmunaleg samfélagsrýni býr yfir lífsneista er nær út fyrir gröf og dauða. Auðvitað engin ný sannindi en viðbrögðin á aldarafmæli Adorno, sem ná langt út fyrir landamæri heimalandsins hafa komið mörgum í opna skjöldu, einkum vegna þess að félagi hans Horkheimer mun nú þögninni vígður. Adorno er stundum nefndurhelstur rökfræðingur stúd-entauppreinarinnar 1968, því mjög var vitnað í kenningar hans af forsvarsmönnum hennar, skrif hans jafnvel nefnd; hinir helgu textar. En sjálfur var hann ekki með á nót- unum, hinn djúpt hugsandi og rök- fimi maður var andvígur slíkum árekstrum og miður sín að óbirtar kenningar sínar skyldu notaðar og rangfærðar á þennan hátt, taldi þeim hafa verið stolið af ótíndum þrjótum, þær til í bókarformi en upplagið í geymslu. Vildi ólmur finna sökudólg- ana og veita þeim rækilegt tiltal, en hafði safnast til feðra sinna er upp- víst varð um að hér voru hans eigin nemendur á ferð! Minnir þetta ekki eitthvað á þá fullyrðingu að kenn- ingar Nietsches hafi verið rangfærð- ar til vegsemdar áróðri þjóðern- issósíalista, og einungis eitt dæmi af mörgum hvernig óprúttnir misnota visku og ævistarf djúpviturra manna? Í ljósi þess hvernig tækniframfar- irnar hafa frá andláti Adornos leikið lífríkið, jafnt á lofti láði og legi, með mjög umdeilanlegri giftu fyrir mann- fólkið og framtíðina, er nærtækt að velta því fyrir sér hvort ekki hafi ver- ið broddur í kenningum hans? Deilu- mál vildi hann leysa með upplýsandi rökræðum en ekki árekstrum, hitti svo sjálfan sig er lærisveinarnir mis- notuðu kenningar hans, blautir bak við bæði eyrun í hinum dýpri stigum fræðanna. Í ljósi þessa má vera eðlilegt að Adornos sé veglega minnst á tímum er upplýsandi rökfræði í anda hans er talin svartagallsraus, í blóra við framfarir og hagvöxt, henni mætt með óganandi vísifingurinn á lofti ásamt útúrsnúningum, tilheyrandi belgingi og innantómum andsvörum. Einnig gott að minnast hins vísa þul- ar þá mönnum ber skilyrðalaust að fylgja ákveðnum straumum eins og á tímum nazisma og kommúnisma og hvarvetna sem einræði er við líði ella dæmdir úr leik. Hörðu gildin dýrkuð sem aldrei fyrr, einmitt að undirlagi misviturra leiðtoga og fjölmiðlaiðn- aðarins, sem fyrri daginn helgar til- gangurinn meðalið . Hörðu gildin hafa sett mark sitt á gjörvallan heiminn, lífkerfið í lofti, láði og legi. Að öllu samanlögðu tákn- rænt, að hæsti tindur jarðar, sem fram yfir miðja síðustu öld trónaði ósigraður stoltur og tignarlegur við úrsvöl mörk himinsins, hefur ekki aðeins verið sigraður heldur breytt í ruslahaug. Eitthvað í þá veru orðað af felmtri slegnum náttúruvís- indamönnum og umhverfissinnum, tindurinn um leið orðin að auðlind frumstæðra heimamanna, græðgi að bráð sem fyrirfannst ekki á þeim slóðum, í öllu falli ekki í þeirri mynd. Síst af öllu var sú framvinda metn- aður og hugljómun Nýsjálendingsins Edmund Hillarys og sherpans Bhutia Tenzing Norgay þegar þeir klifu þennan hæsta tind Himalaya- fjalla 29.05. 1953 … Þetta sett fram hér því nú erstóra spurningin hvort hörðugildin hafi ekki líka náð til listarinnar og þá ekki síst málverks- ins. Frá fyrstu tíð hefur myndlistin verið miðill hinnar skynrænu og ein- staklingsbundnu tjáningar, skilaboð sjálfsins til eftirtímans er hófst með lófafari á hellisvegg. Vatt svo upp á sig með táknum og loks myndskreyt- ingum, sigur einstaklingsins á stöðn- un og andvaraleysi, landvinningar á vit hins óþekkta. Að öllu samanlögðu býsna frumleg athöfn hjá manninum/ konunni sem lét sér detta í hug að marka lófa sínum far á hellisvegg. Yfirfæra þannig skilaboð um tilvist sína til ókominna kynslóða, nokkurs konar ákall og tjáning manndýrsins „ég er“ og um leið fyrsta skrefið tek- ið til úrskerandi vitsmunalegs þroska. En nú virðist svo komið úti í hinum stóra heimi og náð hefur til nyrstu byggða, að leyndardómur og birting- armynd frumleikans sé öðru fremur að vera eins og allir hinir, eftiröpun hópefli og eftirsókn eftir vindi. Menn nefna það gjarnan alþjóðahyggju, og enginn annars gaman nema hann undirgangist kikkið, öllu falli í orði kveðnu. En einhvern veginn læðist að manni hið fornkveðna, að heima er best, einkum í ljósi lögmálsins að því lengra sem menn leita út frá eig- in sjálfi því meira nálgast maður það. Sem var það eina sem hinir miklu andans jöfrar í Frans, Andre Gide og Paul Claudel, voru fullkomlega sam- mála um í frægri sennu þeirra á milli í franska útvarpinu um miðbik síð- ustu aldar. Má einnig orða það svo að því lengra sem maður fjarlægist heimaslóðir þeim áleitnari verða þær, ef ekki innbyggð þráhyggja er fram líða stundir. Alþjóðahyggja felst trauðla íþví að glata sjálfinu heldurvera meðvitaður um um- heiminn og það sem er að gerast í núinu en hér hefur sem fyrri daginn hugtökum og kenningum hnikað af óprúttnum. Enginn verður listamað- ur með því að þjóna eða drottna, ein- ungis miðla, og öll framsækin og skapandi miðlun er einstaklings- bundin. Félagshyggja felst ei heldur í auðsveipni við eitthvert tilfallandi eða einangrað skoðanamynstur held- ur sannfæringin um að meiri styrkur og slagkraftur búi í samhyggju en sundrungu … – Ofanskráð einungis inngangur að næsta Sjónspegli sem fjalla skal um ástand og horfur í listheiminum því margt hefur verið að ske. Meðal annars herma fréttir frá elstu kaup- stefnu í heiminum, haldin í Köln, að ungir séu aftur farnir að mála af kappi, á síðasta ári vakti einhver Therese Schult mikla athygli og seldist allt upp í bás hennar. Og í svo- nefndri stuðningsþilrekkju, förder- ungskoje, kaupstefnunnar er mál- verkið í forgrunni í stað hinna ýmsu geira fjöltækni. Kaupstefnan á fullu meðan þetta er skrifað og að sjálf- sögðu ætti ég að öllu forfallalausu að vera á svæðinu, en er önnur saga … Rökræða dagsins SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Málverkið í sókn. Hluti forsíðu art das Kunstmagasin, nóvemberhefti 2003. Theodor Wiesengrund Adorno. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Sýningarnar Leiftur og Úr einkasafni Þorvaldar Guð- mundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur verða fram- lengdar til 15. nóvember. Á neðri hæð safnsins stefndur yf- ir sýning Huldu Stefánsdóttur, Leiftur, þar sem hún teflir sam- an óræðum ljósmyndum og ein- tóna málverkum. Í austursal eru 18 olíumálverk úr einka- safni Þorvaldar Guðmundsson- ar og Ingibjargar Guðmunds- dóttur eftir nokkra af helstu málurum okkar Íslendinga frá byrjun síðustu aldar. Listhúsið Laugardal Steinlistarsýning Rósu Vest- fjörð, Steinarnir tala, er fram- lengd til 18. nóvember. Rósa vinnur verk sín úr íslensku grjóti sem hún sækir í fjörur og árfarvegi.Verkin eru handunn- in með slípirokk og vatni. Sýningar framlengdar ÞORSTEINN Bachmann, leikhús- stjóri Leikfélags Akureyrar, kynnir norska leikskáldið Axel Hellstenius á Dramatísku fimmtudagskvöldi í Norræna húsinu kl. 21. Einnig kynnir hann leik- ritið Erling sem unnið er upp úr samnefndri skáld- sögu norska rit- höfundarins Ingv- ars Ambjørnsens. Axel Hellstenius gerði leikgerð um verkið. Leikaranir Stefán Jónsson og Jón Gnarr sýna brot úr verkinu. Aðgangur er ókeypis. Á heimasíðu Norræna hússins: www.nordice.is eru frekari upplýsingar um Dramatísku kvöldin. Þorsteinn Bachmann velur leikskáld Þorsteinn Bachmann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.