Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Dömu- og herranáttföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 Í ÞÆTTINUM „Já, ráðherra“ sagði Sir Humphrey Appelby eitt sinn: „Opinberir styrkir eru fyrir listir, fyrir menningu. Þeim skal ekki ráð- stafa í það sem fólkið vill. Þeir eru fyrir það sem fólk vill ekki, en ætti að hafa. Ef fólkið vill eitthvað, borgar það fyrir það.“ Því miður er eins og þetta sjónarhorn sé ríkjandi í dag. Í Morgunblaðinu 23. október síðastliðinn birtist grein eftir Þröst Ólafsson þar sem hann gagnrýndi þau sjón- armið sem komu fram í grein sem ég birti á vefnum Frelsi.is um menningarmál fyrir skömmu. Grein Þrastar bar yfirskriftina „Menning er skylda – ekki valkostur“ og þar hefur hann rétt fyrir sér því eins og staðan er í dag þá er menning skylda. Skattgreið- endur eru skyldaðir til að styrkja þá menningarstarfsemi sem hið op- inbera telur eiga rétt á sér. Með aðstoð almennings getur áhugafólk um klassíska tónlist til dæmis komist aðeins ódýrara í Íslensku óperuna eða á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá þætti mér nú betra að menning væri valkostur. Ef ríkisstyrkir til menningarmála væru skornir niður væri hægt að skila tæplega 5,8 milljörðum króna aftur til skattgreiðenda. Þeir gætu þá veitt sér meira sem því nemur. Þetta er ekkert lítilræði og myndi án efa gera fólki betur kleift að fara á þá listviðburði sem það hefur áhuga á. Þröstur færir engin rök fyrir því af hverju listiðkun þurfi að vera skylda samfélagsins. Svo virðist sem fólk sé almennt á þeirri skoðun að ef ríkið styrkir ekki listir þá sé menningaruppeldi þjóðarinnar stefnt í voða. Þetta er sorgleg afstaða í garð þjóðarinnar. Ég trúi því að fólk hafi einlægan áhuga á menningu og listum, nóg til þess að menningarlífið blómstri án aðstoðar hins opinbera. Með núverandi fyrirkomulagi er gert ráð fyrir að fólk hafi ekki áhuga á menningu. Fjölmargar listgreinar hafa dafnað vel án styrkja ríkisins bæði hér heima og erlendis. Rithöfundar, skáld og tónlistarmenn gefa út verk sín á eigin kostnað og sjálfstæðir áhugaleikhópar sýna ný íslensk leikrit, svo eitthvað sé nefnt. Ríkisstyrkir gera sjálfstæðum listamönnum erfiðara fyrir þar sem þeir neyðast til að vera í samkeppni við listamenn sem eru á launum hjá rík- inu. Ríkið skilgreinir hvað list er, hverjir eru listamenn, gerir upp á milli listgreina og dregur þannig úr samkeppni sem er listamönnum hvatning til enn frekari dáða og myndi tryggja þá fjölbreytni sem við kunnum að meta. Hér á landi búa Íslendingar við öflugt viðskipta- og efnahagslíf. Einkaaðilum og fólkinu í landinu er vel treystandi til að standa að baki öflugu menningarlífi. Ef áhugi landsmanna er fyrir hendi er engin ástæða til að ætla að hér geti ekki þrifist öflug listastarfsemi án stuðnings ríkisins. Menning á að vera valkostur Eftir Maríu Margréti Jóhannsdóttur Höfundur er sálfræðinemi. GRASVELLIR nýtast aðeins part úr árinu á Íslandi vegna hins stutta sumars. Það er því að mínu mati þarft framtak hjá Reykjavík- urborg að leggja fjármagn í þrjá nýja flóðlýsta gervigrasvelli í borginni en fram- kvæmdir við þá hefjast á næstunni. Við Íslendingar erum ákaflega stoltir af íþróttamönnum okkar þegar vel gengur í keppnum og kappleikjum við íþróttamenn ann- arra landa en svo er einnig um aðrar þjóðir. Sambærileg aðstaða til íþrótta- iðkunar við það sem best þekkist í öðrum löndum á að mínu mati að vera markmið okkar en aðeins þannig getum við gert okkur vonir um að íþróttamenn okkar nái þeim árangri sem krafist er af þeim. Knattspyrna er líklegast vinsæl- asta íþróttagreinin sem stunduð er hérlendis í dag en árangur kvenna- og karlalandsliðanna hef- ur verið athyglisverður upp á síð- kastið. Stóraukin þátttaka kvenna í knattsyrnu er að mínu mati já- kvæðasti punkturinn í þróun knattspyrnunnar á síðustu árum. Þegar Melavöllurinn var vígður 11. júní 1911 var það bylting hvað varðar aðstöðu knattspyrnumanna í Reykjavík en þá lék Fótbolta- félag Reykjavíkur gegn Fótbolta- félaginu Fram vígsluleikinn. Í dag er rætt um það í alvöru í borgarkerfinu að reisa minn- ismerki um Melavöllinn sem svo sannarlega var uppeldisstöð reyk- vískra íþróttamanna. Malarvöllum fer nú mjög fækk- andi í borginni. Laugardalsvöllurinn var vígður formlega 17. júní 1959 og hefur það örugglega verið stór stund fyrir íþróttafólk í Reykjavík. Hefðbundnir grasvellir þykja nú sjálfsagðir á æfingasvæðum félag- anna. Tilkoma gervigrasvallanna í Laugardal og Breiðholti var mikið framfaraskref á sínum tíma. Framkvæmdir munu hefjast við þrjá nýja flóðlýsta gervigrasvelli í Reykjavík á næstunni á fé- lagssvæðum Fram, KR og Fylkis en vellirnir verða í eigu Reykja- víkurborgar. Vellirnir verða síðan í umsjá viðkomandi félags. Þessir vellir ásamt Egilshöll bæta mjög aðstöðu knatt- spyrnuiðkenda, sérstaklega yfir vetrartímann. Ljóst er að byggja þarf upp eða lagfæra áhorfendaaðstöðu við leik- vanga í borginni sem notaðir verða til keppni í efstu deild þann- ig að lágmarkssætafjöldi verði fyr- ir eitt þúsund manns til að upp- fylla reglugerð þar um en Reykjavíkurborg hefur ákveðið að setja peninga í það verkefni. Laugardalsvöllurinn er eini völl- urinn í borginni sem uppfyllir þessar kröfur í dag. Með þessum greinarstúf er ég ekki að segja að komið sé að leið- arlokum við að bæta aðstöðu knattspyrnufólks í Reykjavík, því fer fjarri, en ýmislegt hefur áunn- ist. Vonandi verður sú aðstöðubót sem þegar er orðin og fyrirséð er til að fjölga iðkendum. Betri knattspyrna og fleiri áhorfendur eru einnig góð markmið. Bætt aðstaða knatt- spyrnumanna í Reykjavík Eftir Jóhannes T. Sigursveinsson Höfundur er félagi í VG og varamaður í ÍTR. LISTAVIKUNNI List án landamæra lýkur með tónleikum í Salnum kl. 20 í kvöld. Á fyrri hluta tónleikanna koma m.a. fram Einar K. Jónsson og Jón Líndal sem leika á blokkflautur, Kjartan Ásmundsson og Magnús Örn Skúlason sem leika á munn- hörpur og Tríó Jakobs Schroeder leikur djass og amerískt þjóðlag. Bjöllukór Tónstofu Valgerðar mun leika Largo úr 9. sinfóníu Dvorak og sálminn Í bljúgri bæn. Hljómsveitin Plútó frumflytur tónverkið verkið Það má bar’ekki … eftir Egil Ólafsson sem samið er sérstaklega fyrir hljómsveitina. Samstarf Egils við Plútó hefur stað- ið frá vormánuðum og er verkið samið fyrir píanó, gítar, trommur, slagverk og söngraddir. Egill leggur einnig Táknmáls- kórnum lið með söng sínum. Kór- stjóri er Eyrún Ólafsdóttir. M og M dúettinn fær liðsauka frá tónlistar- manninum KK og saman flytja þeir lag eftir KK og frumsamið lag eftir Magnús Sigurðsson, annan meðlim M og M. Á síðari hluta tónleikanna æsist leikurinn og þá mun sönghópurinn Blikandi stjörnur syngja lög eftir Stuðmenn. Sönghópurinn vann ný- lega til verðlauna framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins fyrir samstarfsverkefni sitt með The Rockers frá Þýskalandi. Söng- hópnum til fulltingis eru hljóðfæra- leikararnir Ásgeir Óskarsson, Pálmi Sigurhjartarson, Tómas Tómasson og Þórður Árnason. Rokkhundarnir leika órafmagnað innlend og erlend lög m.a. eftir Magnús Sigurðsson. Einnig mun slagverkshljómsveitin Hrynsveitin troða upp og Hljóm- sveitin Plútó tekur lagið. Á tónleikunum verður einnig ým- ist margmiðlunarefni sýnt, þar á meðal Þokubörnin sem er mynda- sýning með ljósmyndum eftir list- nemann Maríu Kjartansdóttur og tónlist eftir Birgi Hilmarsson. Einn- ig verða sýndar þrjár myndasögur eftir Guðbjörgu Láru Viðarsdóttur, Grétu Guðbjörgu Zimsen og Sjafnar Gunnarsson en þau eru öll nemar á starfsbraut Fjölbrautaskóla Garða- bæjar. Morgunblaðið/Golli Sönghópurinn Blikandi stjörnur syngur lög eftir Stuðmenn. Listaviku lýkur með tónleikum Listaháskóli Íslands, Skipholti 1, kl. 12.30 Bandaríski hönnuðurinn Georg Gottl fjallar um hagspeki sál- arinnar og uppgang tilfinn- ingatengdrar hönnunar á mark- aðnum. Gottl hefur unnið sem listrænn stjórnandi fyrir þekkt fyr- irtæki, s.s. Nike og Mandarina Duck. Norræna húsið kl. 17 Gísli Pálsson, mannfræðingur og prófessor, fjallar um ævi Vilhjálms Stefánssonar á fræðslufundi Minja og sögu. Gísli mun greina frá því hvernig Ís- lendingar fjölluðu um Vilhjálm bæði hér heima og í Íslendingabyggðum vestra. Verður m.a. fjallað um Ís- landsleiðangur Vilhjálms sumarið 1905. Kaffi París kl. 16–18 Jón Hjörleif- ur Jónsson, fyrrverandi skólastjóra Hlíðardalsskóla, Ölfusi og prestur Aðventkirkjunnar í Reykjavík, áritar nýja ljóðabók sína Úr þagnar djúp- um. Nýi tónlistarskólinn, Grensásvegi 3, kl. 20 Rússneskir ljóðatónleikar marka lok námskeiðs í rússneskum ljóðasöng, sem Alina Dubik óp- erusöngkona hef- ur haldið í skól- anum á undanförnum vik- um. Söngvarar eru úr efstu stig- um Söngdeildar skólans. Píanó- leikari og aðstoð- armaður Alinu á námskeiðinu hef- ur verið Gerrit Schuil píanóleikari. Hann leikur með öllum söngv- urunum á tónleikunum. Að tón- leikum loknum flyturIngibjörg Har- aldsdóttir, skáld og þýðandi, rússnesk ljóð í eigin þýðingu og Júrí Fedorof harmóníkuleikari leikur rússneska tónlist. Súfistinn, Laugavegi 18 kl. 20.30 Bókaforlagið Bjartur efnir til út- gáfuhátíðar í tilefni af útgáfu nýrrar skáldsögu um Kristmann Guð- mundsson, Borgir og eyðimerkur eftir Sigurjón Magnússon. Höfund- urinn lesa úr sögunni auk þess sem rætt verður um Kristmann Guð- mundsson rithöfund. Sænsk menningarvika Þjóðmenningarhús kl. 15 Mál- þing í tengslum við sýninguna Hvað er heimsminjaskrá UNESCO? Heið- ursgestur og frummælandi er Birg- itta Hoberg, ráðgjafi samráðsnefnd- ar og sérfræðingur sænskra þjóðminjavarðarembættisins. Ragn- heiður H. Þórarinsdóttir fjallar um samning um heimsminjar frá 1972 og aðra UNESCO sáttmála um menn- ingararfinn. Sigurður Líndal fjallar um Þingvelli á heimsminjaskrá. Jón Gunnar Ottósson fjallar um náttúru- vernd og heimsminjar og Ragnar Frank Kristjánsson og Agnes Stef- ánsdóttir fjalla um Skaftfell, náttúru- og menningarminjasafn. Væntanleg tilnefning frá náttúrufræðilegu og menningarsögulegu sjónarhorni. Safn Ásgríms Jónssonar kl. 15 Dagný Heiðdal listfræðingur, kynnir sænskar listaverkabækur fyrir börn í tengslum við sýningu Listasafns Ís- lands, Lilja í garði listmálara. Steikhúsið, Selfossi kl. 20.30 Samkór Selfoss fagnar nýútkomnum geisladisk sem ber nafnið Með vin- arkveðju. Kórinn tekur lagið og kór- félagar verða með hljóðfærin sín. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Jón Hjörleifur Jónsson LISTIR JÓLAFRUMSÝNING Þjóðleik- hússins verður Jón Gabríel Borkman eftir Henrik Ibsen í leikstjórn Kjart- ans Ragnarsson- ar. Áður hafði verið tilkynnt að leikgerð Baltas- ars Kormáks eftir skáldsögu Hall- gríms Helgason- ar, Þetta er allt að koma, yrði frum- sýnd á jólum en því verkefni hefur nú verið frestað fram yfir nýárið, að sögn Stefáns Baldurssonar þjóðleikhússtjóra. Frumsýning á Jón Gabríel Bork- man var fyrirhuguð um miðjan nóv- ember og æfingar því langt á veg komnar. Verður nú gert hlé á æfing- um og þráðurinn tekinn upp að nýju í desember tímanlega fyrir frumsýn- ingu á annan jóladag. Þjóðleikhúsið Skipt um jólaleikrit Arnar Jónsson MÝRIN eftir Arnald Indriðason hef- ur verið tilnefnd sem besta þýdda glæpasagan í Svíþjóð árið 2003. Það er Sænska glæpa- sagnaakademían sem veitir Martin Beck-verðlaunin í flokki þýddra og sænskra glæpa- sagna. Fimm bækur eru til- nefndar í hvorum flokki. Aðrar bækur sem til- nefndar voru í flokki þýddra verka voru: Dead Famous eftir Ben Elton, The Falls eftir Ian Rankin, The Summer That Never Was eftir Peter Robinson og The Judgement of Strangers eftir Andrew Taylor. Athygli vekur að Mýrin er eina bókin sem skrifuð er á öðru tungumáli en ensku. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin 29. nóvember næstkomandi. Mýrin kom út á haustdögum í Sví- þjóð og hefur fengið mjög góðar við- tökur. Hafa selst á níunda þúsund eintök af bókinni í innbundnu formi á sex vikum en ráðgert er að gefa hana út í kilju á næsta ári en þá kemur Grafarþögn einnig út. Mýrin tilnefnd Arnaldur Indriðason ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.