Morgunblaðið - 05.11.2003, Side 21
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 21
NÝLEGA kom á markaðhérlendis háls-brjóstsykur sem þróað-ur hefur verið í sam-
starfi SagaMedica-Heilsujurta ehf.
og Nóa-Síríus. Brjóstsykurinn
nefnist Voxis og er honum ætlað
að mýkja sára hálsa og hreinsa
raddbönd, en í honum er meðal
annars efni úr íslensku ætihvann-
arlaufi.
Útflutningur á vörum Saga-
Medica-Heilsujurta ehf. er að hefj-
ast og segir Þráinn Þorvaldsson
framkvæmdastjóri að fyrsta send-
ingin af brjóstsykrinum sé farin til
Danmerkur. Út-
flutningur er einnig
að byrja á Angelica
jurtaveig fyrirtæk-
isins, sem líka inni-
heldur ætihvönn, og
er Noregur meðal
nýrra áfangastaða.
„Þá hefur einn aðili á Taívan
sýnt þessum vörum áhuga svo við
höfum selt Angelicu þangað í
litlum mæli. Heimurinn er fullur af
hálstöflum, náttúruvörum og
fæðubótarefnum og hvergi tómar
hillur. Hins vegar virðist uppruni
þessarar vöru vekja áhuga,“ segir
hann.
Íslenskt landslag er á umbúð-
unum þar sem gefur að líta mynd
af hvönn og Reynisdröngum í bak-
sýn.
Þráinn segir áherslu lagða á
hreint umhverfi íslenskra lækn-
ingajurta, vísindalegar rannsóknir
og árhundraða notkun hér á landi
við markaðssetningu.
Áhugi á hreinleika
„Fólk virðist hafa áhuga á því
sem er unnið úr íslensku hráefni
og telja að það sé hreint. Það gæti
verið okkar leið inn
á þennan markað
og aðferð til þess
að aðgreina okkur í
markaðskapphlaup-
inu,“ segir hann.
Brjóstsykurinn
verður á boðstólum
í heilsuverslunum og verslunum
Matas í Danmörku og hafa Norð-
menn einnig sýnt framleiðslunni
áhuga.
„Norðmenn virðast álíta íslenskt
umhverfi heilsusamlegt, sem kom
okkur á óvart, og fjallað hefur ver-
ið um Angelica jurtaveigina í
norska ríkissjónvarpinu,“ að hans
sögn.
Ein ástæðan mun vera sú að
norsku prinsessunni Mörtu Lovísu
og manni hennar Ara Behn fædd-
ist dóttir í sumar og ber hún nafn-
ið Angelica.
„Hráefni af norðlægum slóðum
er ekki algengt í heilsuvörum en
það er skoðun Sigmundar Guð-
bjarnasonar prófessors, sem gert
hefur umfangsmiklar rannsóknir á
virkni íslensku ætihvannarinnar,
að lækningajurta verði leitað í æ
meira mæli í okkar umhverfi í
framtíðinni. Þar ætlum við að
ryðja brautina,“ segir Þráinn.
Hermt er að brjóstsykurinn lofi
góðu eftir óformlega prófun hjá al-
menningi, meðal annars söngfólki,
en nafn brjóstsykursins er samsett
úr latneska heitinu yfir rödd, vox,
og viðskeytinu -is, sem auðkennir
Ísland á alþjóðlegum vettvangi.
HEILSA | Prófessor við Háskóla Íslands telur lækningajurtir af norðurslóðum gegna veigamiklu hlutverki í framtíðinni
Ætihvönn er talin búa yfir lækningamætti og hefur m.a. verið tínd við
Hjörleifshöfða. Frá vinstri: Karítas Heiðbrá Harðardóttir, Guðni Páll Páls-
son, Finnur Bárðarson, Magnús Orri Sveinsson, Einar Sigurður Jónsson,
Brynjar Ögmundsson, Þorgils Gíslason, María Ólafsdóttir, Elín G. Ósk-
arsdóttir og Þráinn Þorvaldsson í hvannaakri.
Fólk virðist hafa
áhuga á því sem er
unnið úr íslensku
hráefni og telja að
það sé hreint.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Hálsbrjóstsykur með ætihvönn
HJARTASTOPP er oftastvegna lífshættulegrahraðtakta frá sleglumsem eru neðri hólf hjart-
ans. Yfirleitt er rafstuð á brjóstkassa
eina raunhæfa meðferðin, en slíka
meðferð er eingöngu hægt að veita á
sjúkrahúsi eða af sérþjálfuðum
sjúkraflutningsmönnum.
Nýlega komu á markað sjálfvirk
hjartarafstuðstæki, sem henta til
notkunar af öðrum en heilbrigð-
isstarfsfólki. Tækin eru lítil og hand-
hæg með innbyggt forrit til að greina
hjartsláttartruflanir af talsverðri ná-
kvæmni. Þau eru tengd við brjósthol
sjúklings með álímdum rafskautum
og geta ýmist gefið rafstuð, ef um
hættulegan sleglahraðtakt er að
ræða, eða gefið fyrirmæli um að við-
staddir ýti á þar til gerðan takka á
tækinu til að gefa rafstuð. Þessi sjálf-
virku hjartarafstuðstæki eru einföld í
notkun og þeim fylgja skýring-
armyndir auk þess sem talaðar leið-
beiningar koma frá tækinu. Þau skal
nota ef fólk verður vitni að hjarta-
stoppi og skyndilegu meðvitund-
arleysi eða kemur að einstaklingi
sem er meðvitundarlaus. Ef tækið
greinir ekki takttruflun þá aðhefst
það ekkert og óréttmæt rafstuð eru
afar fátíð.
Sjálfvirk hjartarafstuðstæki hafa
verið í notkun erlendis um nokkurra
ára skeið og hefur árangurinn verið
mjög góður, t.d. um borð í farþega-
flugvélum, á flugvöllum, í spilavítum
og ef lögregla og almenningur notar
þau. Með notkun þeirra hefur víða
tekist að tvöfalda eða þrefalda lífs-
líkur eftir hjartastopp. Mikilvægt er
að þau hafa hvorki valdið skaða né
haft óæskileg áhrif, jafnvel þótt þau
séu notuð af þeim sem litla eða enga
þjálfun hafa í notkun þeirra.
Með hliðsjón af ofangreindu telur
Endurlífgunarráð tímabært að auka
aðgengi að sjálfvirkum hjarta-
rafstuðsgjöfum hér-
lendis. Fjölmargir staðir
koma til greina þar sem
staðsetja mætti slík tæki.
Ráðið telur að það ætti að
vera forgangsverkefni að
koma slíkum tækjum fyrir í sjúkra-
bifreiðum þar sem ekki eru sérþjálf-
aðir sjúkraflutningsmenn, á sjúkra-
húsum þar sem ekki er læknir til taks
allan sólarhringinn og í lögreglu-
bifreiðum í byggðarkjörnum þar sem
engin sjúkrabifreið er nærtæk. Aðrir
staðir sem koma til greina eru t.d.
fjölmennir vinnustaðir utan þéttbýlis,
flugstöðvar, farþegaflugvélar, lang-
ferðabifreiðar og e.t.v skip á miðum.
Það er hins vegar staðreynd að
flest hjartastopp verða í heimahúsum
en rannsóknir liggja ekki fyrir á
notkun þessara tækja þar. Á þessu
stigi máls getur ráðið því ekki mælt
með notkun sjálfvirkra rafstuðsgjafa
í heimahúsum þó þetta kunni að
breytast ef framtíðarrannsóknir sýna
fram á ávinning af því.
Þjálfun er ekki skilyrði
Víða erlendis, þar sem sjálfvirk
hjartarafstuðstæki eru á vinnustöð-
um, er viss hópur starfsfólks þjálf-
aður í notkun þeirra. Æskilegt er að
allir sem gætu þurft að nota sjálfvirk
hjartarafstuðstæki vegna atvinnu
sinnar hljóti formlega kennslu í með-
ferð þeirra. Ekki er þó talið rétt að
banna hinum, sem ekki
hafa fengið kennslu, að
nota tækin í neyð því að
þau eru einföld í notkun
og þeim fylgja ítarlegar
notkunarleiðbeiningar,
slíkt gæti bjargað mannslífi undir
ákveðnum kringumstæðum. Það skal
ítrekað að mjög litlar líkur eru á að
valda skaða með notkun þeirra.
Endurlífgunarráð mælir með því
að sjálfvirk hjartarafstuðstæki verði
notuð utan sjúkrahúsa hérlendis.
Þetta er enn einn liðurinn í að bæta
árangur af endurlífgun utan sjúkra-
húsa og rökrétt framhald af kynn-
ingu ráðsins á síðasta ári á einfaldari
framkvæmd endurlífgunar fyrir al-
menning undir kjörorðunum
Hringja–hnoða.
Davíð O. Arnar,
formaður Endurlífgunarráðs.
Sjálfvirk hjartarafstuðs-
tæki utan sjúkrahúsa
FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU
Víða hefur tekist
að tvöfalda eða
þrefalda lífslíkur
eftir hjartastopp.