Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands 2. flokkur 2003 Nafnverð útgáfu: Heildarnafnverð flokksins er 500.000.000 kr. Skilmálar: Skuldabréf 2. flokks 2003 eru til 10 ára. Skuldabréfin eru óverðtryggð og bera 6 mánaða – sex mánaða Reibor vexti auk 1,20% álags. Skuldabréf þetta greiðist með 20 jöfnum afborgunum höfuðstóls auk vaxta tvisvar sinnum á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Í fyrsta sinn 1. janúar 2004 og í síðasta sinn 1. júlí 2013. Auðkenni: Auðkenni í Kauphöll Íslands verður EIMS 03 2 Skráningardagur: Kauphöll Íslands mun taka bréfin að nafnvirði 500.000.000 kr. á skrá 10. nóvember 2003. Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Landsbanki Íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Skráningarlýsinguna og gögn sem vitnað er til í henni er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands hf. Það verða viðbrigði að missa karlinn úr brúnni og það í upphafi kafbátahernaðar smábátasjómanna. Málstofa Afríku 20–20 Starfsmögu- leikar í Afríku MÁLSTOFA verðurhaldin á morgun,fimtudaginn 6. nóvember, kl. 20 í Alþjóða- húsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Yfirskrift hennar er „Leiðir til Afr- íku“ og er hún haldin á vegum Afríka 20–20 – fé- lags áhugafólks um mál- efni Afríku sunnan Sahara. Lilja Dóra Kolbeinsdóttir situr í málstofunefnd Afr- íku 20–20 og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðsins. Hvað er Afríka 20–20? „Félagið Afríka 20–20 var stofnað 19. febrúar 2002 og leggur áherslu á mannréttindi og umburð- arlyndi í samskiptum og skoðanaskiptum fólks. Markmið félagsins eru meðal ann- ars að vera umræðuvettvangur um málefni Afríku sunnan Sahara og vekja áhuga almennings á þeim. Félagið heldur meðal ann- ars málstofur og er í samstarfi við önnur félagasamtök sem styðja markmið félagsins. Í vetur eru á dagskrá málstofur sem munu m.a. fjalla um þróunaraðstoð Íslend- inga, stjórnmál í Kamerún og heilsugæslu í Afríku og afríska skiptinema á Íslandi. Félagið heldur einnig úti heimasíðunni www.africa.is þar sem málstof- urnar eru auglýstar nánar, auk annars efnis.“ Hvert er umfjöllunarefni þess- arar málstofu og hvernig verður hún sett upp? „Í málstofunni verður fjallað um möguleika sem fólk 18 ára og eldra hefur til að fara til starfa í Afríku. Fyrsti kynnir er Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, fulltrúi Al- þjóðlegra ungnemaskipta AUS, starfsemi samtakanna hvað varð- ar möguleika á sjálfboðavinnu í Afríku. Þá segir Hrafnhildur Björk Sveinbjörnsdóttir frá starfi sínu sem sjálfboðaliði fyrir AUS í Kenía. Þá kynni ég vinnu mína fyrir ADPP í Angóla, en þar vann ég sem verkefnisstjóri um árabil. Loks kynnir Jónína Einarsdóttir, mannfræðingur og formaður Afr- íku 20–20 samtök sem ráða fólk til vinnu í Afríku þar sem krafist er bæði starfsmenntunar og starfs- reynslu. Auk þess verða ræddir möguleikar á nema- og vistaskipt- um.“ Hvernig stendur á þínum áhuga á Afríku og þróunarstarfi? „Áhugi minn á Afríku kviknaði fyrst 1991 þegar ég fór í stutta skemmtiferð til Gambíu í Vestur- Afríku. Þar vöknuðu hugsanir um það hvernig á því stæði að það væri svona mikill þróunarmunur á þessu litla landi og okkar litla landi. Seinna í kennaranáminu var ég svo heppin að fá tækifæri til að fara til Angóla og kenna við kenn- araskóla sem er þróunarverkefni á vegum angólska menntamála- ráðuneytisins og frjálsra félaga- samtaka að nafni ADPP í Angóla. Aðalmarkmið verkefnisins er að mennta grunnskóla- kennara fyrir lands- byggðina og með því stuðla að aukinni menntun og framþróun í landinu. Að loknu kennaranámi fékk ég svo stöðu sem verkefnisstjóri yfir kennara- skóla í Huambo-héraði í Angóla til þriggja ára. Á þessum tíma kynnt- ist ég bæði landi, sögu og an- gólsku þjóðinni mjög vel, sem í um þrjá áratugi bjó við borgarastríð. Þegar svona sunnarlega var komið var kjörið að ferðast og kynnast fleiri löndum álfunnar, s.s. Namibíu, Suður-Afríku, Mós- ambík, Simbabve og Sambíu. Frá þessum kynnum get ég fullyrt það að Afríka er ekki eingöngu stríð, fátækt og sjúkdómar, heldur heimsálfa sem er bæði rík af nátt- úru, auðlindum og fjölbreyttri menningu. Þessi reynsla frá Afríku jók áhuga minn á þróunarmálum og sú staðreynd að aukin menntun tengist minni fátækt, auknum mannréttindum og aukinni hæfni til sjálfshjálpar leiddi mig til náms í menntunar- og þróunarmálum í Englandi. Námið er ætlað þeim sem hyggjast vinna á sviði þróun- ar- og menntamála. Það veitir inn- sýn í núverandi stöðu menntamála í þróunarlöndum og leitast við að svara á hvaða hátt menntun getur leitt til framþróunar. Nálgunin í náminu var bæði fræðileg og hag- nýt og viðfangsefnið skoðað frá ýmsum sjónarhornum, s.s. hag- fræðilegu, lýðræðislegu og stjórn- málalegu.“ Fyrir hverja er þessi málstofa? „Málstofan á morgun er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að búa og starfa í Afríku, bæði þeim sem vilja dvelja til skemmri tíma við sjálfboðaliðastörf eða í vistaskipt- um og fólki sem hefur fagmennt- un og vill öðlast reynslu og vinna að þróunar- málum og á þann hátt kynnast öðrum menn- ingarheimi og siðum. Hafa ber í huga að það að fara til Afríku þýðir ekki að heiminum verði bjargað heldur getur það stuðlað að umburðar- lyndi í samskiptum og skoðana- skiptum milli ólíkra menningar- heima. Einnig er hún skemmtilegur vettvangur fyrir alla sem hafa áhuga á þróunar- málum, en áhugi á þeim hefur aukist mjög á síðustu misserum, eins og kunnugt er.“ Lilja Dóra Kolbeinsdóttir  Lilja Dóra Kolbeinsdóttir er fædd 20. júní 1972. Stúdent frá Kvennaskólanum 1992 og stund- aði nám í frönsku við Université Paul Valery í Montpellier 1992- 93. Kennarapróf frá Det Nödven- dige Seminarium í Danmörku 1998 og MA í menntunar- og þró- unarfræðum frá University of East Anglia í september 2003. Stundaði nám í portúgölsku á vorönn 2003 við gamla skólann sinn í East Anglia. Starfaði sem kennari og verkefnisstjóri við kennaraskóla og uppbyggingu á menntamálum og landsbyggð- arþróun í Huambo í Angóla í suð- urhluta Afríku, 1996-97 og frá 1998-2001 á vegum frjálsra fé- lagasamtaka ADPP í Angóla. Sit- ur nú í málstofunefnd Afríku 20– 20. Þýðir ekki að heiminum verði bjargað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.