Morgunblaðið - 06.11.2003, Page 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund skapti@mbl.is
Hólskirkja aftur í notkun | Halldór Páll
Eydal, kirkjuvörður í Bolungarvík, segir
ætlunina að taka Hólskirkju aftur í notkun
á aðfangadagskvöld, skv. fréttavef Bæj-
arins besta á Ísafirði.
Miklar framkvæmdir
standa yfir í kirkjunni og
hafa verið gerðar á henni
margvíslegar lagfæringar í
haust. „Meiningin var alltaf
að framkvæmdum innan-
dyra yrði lokið fyrir annan
sunnudag í aðventu, sem er 7. desember.
Hins vegar hafa framkvæmdir dregist
vegna þess að margt ófyrirséð hefur komið
upp á sem þurft hefur að vinna við að auki.
En þessum framkvæmdum verður lokið
fyrir jólamessuna á aðfangadagskvöld,“
segir Halldór Páll. Hann segir búið að rétta
af gólfbita kirkjunnar og nú sé verið að
setja músanet undir gólfið og einangra. Þá
verði gólfborðin lögð á en ætlunin sé að
slípa þau og olíubera. Að auki standi yfir
framkvæmdir við snyrtiaðstöðu og fata-
hengi sem verið sé að færa í upprunalegan
stíl kirkjunnar. „Þegar gólfið er komið get-
um við farið að setja bekkina á sinn stað.“
Búið er að steypa nýjar kirkjutröppur og
hefur verið hellulagt fyrir framan þær. Að
auki hafa skólp- og vatnslagnir verið end-
urnýjaðar. Að sögn Halldórs er fram-
kvæmdum að utan lokið í þessum áfanga.
„Næsta vor er síðan ætlunin að fara í annan
áfanga en þá verður skipt um járn utan á
kirkjunni og timburklæðning endurnýjuð.
Að auki verður skipt um glugga og glugga-
hlera og nýr kross smíðaður á kirkjuna,“
sagði Halldór Páll Eydal.
Úr
bæjarlífinu
Kaldalóns á gamlárskvöld | Vestfirskir
tónlistarmenn verða áberandi í dagskrá
Ríkisútvarpsins á gamlárskvöld. Auk sjón-
varpsútsendingar á síðasta kvöldi ársins
verða lög eftir Sigvalda Kaldalóns í flutn-
ingi Vestfirðinganna flutt á Rás 1 og Rás
2. Fram koma Kammerkórinn, Sunnukór-
inn, Hljómsveit Tónlistarskóla Ísafjarðar,
sópransöngkonurnar Guðrún Jónsdóttir og
Ingunn Ósk Sturludóttir og Ólafur Kjartan
Sigurðarson, sem á ættir að rekja til
Hnífsdals, að því er fram kemur í Bæjarins
besta á Ísafirði. Jónas Tómasson, tónskáld
á Ísafirði, hefur séð um útsetningar. Hljóð-
og myndupptökur voru gerðar fyrir vestan
nýlega og var myndað og hljóðritað í Ísa-
fjarðarkirkju, Faktorshúsinu í Hæsta-
kaupstað, Hömrum sal Tónlistarskóla Ísa-
fjarðar, Neðstakaupstað á Ísafirði, í og við
Súðavíkurkirkju og í Vigur á Ísafjarðar-
djúpi. Loks verður tekið upp í Árbæjar-
safni, en þar er flygill Sigvalda Kaldalóns.
Rúmlega tvítugurmaður var dæmd-ur til að borga
70.000 krónur í sekt til rík-
issjóðs í Héraðsdómi
Reykjaness í dag fyrir að
bíta í hanskaklædda
vinstri hönd lögreglu-
manns við skyldustörf að
næturlagi í júní sl. í
Garðabæ.
Afleiðingar bitsins voru
þær að lögreglumaðurinn
marðist á hendinni lófa- og
handarbaksmegin, en
hlaut ekki húðrof, eins og
það er orðað í dómnum.
Manninum er gert að
borga sektina innan fjög-
urra vikna, ellegar sæta
fangelsi í 16 daga. Honum
var og gert að greiða allan
sakarkostnað, þar með
talda 40.000 króna þóknun
skipaðs verjanda síns.
Dýrt bit
Reykjavík | Síminn afhenti nýlega Skóla Ísaks Jóns-
sonar 14 tölvur í eigu fyrirtækisins til afnota fyrir
nemendur skólans. Tölvunum hefur verið komið fyr-
ir í tölvuveri og hafa nemendur skólans og starfsfólk
sýnt mikla ánægju með framtakið.
Síminn lét skólanum einnig í té ADSLplús-
tengingu. Á myndinni eru 7 ára nemendur Ísaks-
skóla ásamt Eddu Huld Sigurðardóttur, skólastjóra
og Evu Magnúsdóttur, kynningarfulltrúa Símans, við
formlega afhendingu tölvubúnaðarins.
Síminn afhenti Ísaksskóla tölvur
Baðstofukvöld verðurhaldið í félags-heimilinu Ásbyrgi,
Miðfirði, á laugardag kl.
20.30. Fram koma hagyrð-
ingarnir Pétur Pétursson,
Ósk Þorkelsdóttir, Hreiðar
Karlsson, Jóhannes G. Ein-
arsson, Þorfinnur Jónsson,
Ásbjörn Guðmundsson,
o.fl. Stjórnandi verður Ein-
ar Georg. Ágóðinn rennur
til frjálsíþróttastarfs í
Húnaþingi vestra.
Grettir sterki var einmitt
Miðfirðingur. Hann hafði
margt til að bera en ekki
allt svo sem sagnir herma.
Nú vilja menn í Húnaþingi
vestra gera hann að eins-
konar sameiningartákni og
sýsludýrlingi og því segir
Einar Georg kjörorð kvöld-
sins eitthvað á þessa leið:
Grettir sterki hafði bakið breitt
og bjó á fjöllum marga kalda vetur.
Þótt undir honum ekki væri neitt
orti hann samt flestum mönnum
betur.
Baðstofukvöld
pebl@mbl.is
Ólafsvík | Bangsímon og vinir hans í Hundr-
aðekruskógi eru í miklu uppáhaldi hjá ungum
börnum um allt land og raunar um allan heim. Það
er þó langur vegur frá hinum norska Hálsaskógi
sem einnig nýtur mikilla vinsælda hér á landi til
hins vel markaðssetta skógar í Ameríku. Á meðan
Bangsímon og félagar eru þessi indælisskinn allt
frá fyrstu síðu eru dýrin í Hálsaskógi óttalega
„mannleg“ og Rebbi meira að segja afar breyskur
karakter. Rebbi hræðir þó ekki íslensk börn meira
en svo að þau flykkjast í Þjóðleikhúsið til að hitta
hann. Þessi litla stúlka í Ólafsvík brá sér hins veg-
ar á bókasafnið í rólegheitum og fletti upp á vinum
sínum í Hundraðekruskógi. Hún hefur ekki hug-
mynd um að refir geti verið lævísir hvað þá þjóf-
óttir – enda nógur tími til að komast að því seinna.
Morgunblaðið/Elín Una
Hugurinn í Hundraðekruskógi: Helga Margrét Óskarsdóttir gluggar í bók um Bangsímon og félaga.
Bangsímon og Mikki refur vinsælir
Lestur
Keflavíkurflugvelli | Varnarliðið hefur
ákveðið að draga til baka uppsagnir 90
starfsmanna sem tilkynnt var um í lok síð-
asta mánaðar. Jafnframt er því lýst að
stjórnendur flotastöðvarinnar séu reiðu-
búnir að ræða allar hugmyndir ASÍ um
hvernig mæta megi fjárhagsvanda stöðv-
arinnar. Forseti ASÍ fagnar ákvörðuninni.
Yfirstjórn flotastöðvarinnar tekur fram í
fréttatilkynningu sem send var út í gær að
hún telji að uppsagnirnar hafi verið í fullu
samræmi við íslensk lög og venjur. Þeim
hafi verið ætlað að takmarka sem mest
áhrif á heildarstarfsmannafjölda stöðvar-
innar. Jafnframt sé ljóst að svo afdrifarík
ákvörðun fyrir afkomu starfsmanna verði
að vera hafin yfir grun um ólögmæti og
geta talist sanngjörn. Flotastöð varnarliðs-
ins hafi því ákveðið að draga til baka
uppsagnir sem sendar voru 90 starfs-
mönnum hinn 28. október síðastliðinn og
eiga frekara samráð við verkalýðsfélögin
um málið.
Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusam-
bands Íslands, sagði í gær að það væru góð
tíðindi að varnarliðið skyldi draga upp-
sagnirnar til baka. Að vísu væri því neitað
að ólöglega hafi verið staðið að uppsögn-
unum en um það hefði Alþýðusambandið
engar efasemdir.
Stjórnendur flotastöðvarinnar segjast í
tilkynningunni reiðubúnir að ræða allar
hugmyndir ASÍ varðandi það hvernig
mæta megi fjárhagsvanda stöðvarinnar.
„Þó er ljóst að leiði slíkt samráð ekki til
þess að aðrar sparnaðarleiðir finnist geta
tafir á uppsögnum starfsmanna þýtt að
grípa verði til enn fleiri uppsagna svo
mæta megi niðurskurði á rekstrarfé,“ seg-
ir þar jafnframt.
Hótun um frekari uppsagnir
Grétar sagðist eiga eftir að sjá hvort ASÍ
hefði eitthvað á hendinni til að leiðbeina
stjórnendum varnarliðsins um hvernig
þeir ættu að hagræða betur í rekstri her-
stöðvarinnar eða spara. En hann gagn-
rýndi niðurlag tilkynningar varnarliðsins
og sagði ekki hægt að líta á það öðruvísi en
sem hótun um að fleirum yrði sagt upp
störfum. „Þetta er undarleg framkoma,
þótt ekki sé meira sagt. Það hafa sjálfsagt
flestir gert sér grein fyrir því að samdrátt-
ur lá í loftinu þarna og að hann myndi
væntanlega hafa í för með sér uppsagnir en
að þessi aðili skuli ekki viðhafa manneskju-
legri vinnubrögð er nokkuð sem kemur á
óvart. Það á líka við um uppsagnir á hlunn-
indum,“ sagði Grétar og tók fram að ASÍ
væri að skoða þau mál nánar.
Bjóða við-
ræður um
vandann
Uppsagnir afturkallaðar
Búðardal | Í Grunnskólanum í Búðardal í er nú geymt fuglasafn Björns
Stefáns Guðmundssonar, kennara frá Reynikeldu á Skarðströnd. Safnið
er mjög fallegt og telur um 50 tegundir fugla, aðallega úr Breiðafirði en
þar mun vera ein fjölbreyttasta fuglaflóra á Íslandi. Björn hóf þessa söfn-
un á sínum tíma með það fyrir augum að komið yrði upp glæsilegu upp-
settu safni við Breiðafjörð og gæti þetta safn orðið fyrsti vísir að því.
Vonandi ræstist sú ósk hans. Safnið er nú í eigu Byggðasafns Dalamanna.
Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir
Safnarinn: Björn Stefán Guðmundsson kennari við fuglasafnið í skólanum.
Fuglasafn Breiðafjarðar í Búðardal
HÉÐAN OG ÞAÐAN