Morgunblaðið - 13.11.2003, Side 16

Morgunblaðið - 13.11.2003, Side 16
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is KB nemur land á Akranesi | Kaupfélag Borgfirðinga hefur keypt verslunina Grundaval á Akranesi og hefur KB nú þegar tekið yfir reksturinn. Björn Bjarki Þorsteinsson verslunarstjóri KB í Borg- arnesi segir að markmiðið með kaupunum hafi verið að ná fram stærðarhagkvæmni í rekstrinum. „Grundaval verður áfram svokölluð klukkuverslun og er hug- myndin að lengja opn- unartímann fram á kvöld frá því sem nú er. Að öðru leyti verða viðskiptavinir Grundavals varir við einhverjar breytingar og þar má nefna aukið vöruúrval,“ segir Björn Bjarki en fyrrverandi eigendur Grundavals verða áfram starfsmenn versl- unarinnar. „Við ætlum heldur ekki að fara í verðstríð við þær verslanir sem fyrir eru á Akranesi enda teljum við að Grundaval hafi sína sérstöðu. Við lítum á Akranes sem svæði í örum vexti, staðsetning versl- unarinnar er góð og það eru möguleikar fyrir hendi ef stækka þarf húsnæðið. En engar ákvarðanir hafa verið teknar um slíkt.“ Það er ekki aðeins á Akranesi sem KB er að nema land því Grundaval verður einnig að finna á Grundarfirði en KB keypti einnig verslun þar á dögunum. HÉÐAN OG ÞAÐAN Úr bæjarlífinu Fjórir umsækjendur | Fjórir sóttu um starf starfsmanns til að hafa umsjón með Fé- lagsheimilinu á Blönduósi sem nýverið var auglýst laust til umsóknar. Umsækjendurnir eru: Hafliði Þór Kristjánsson, Margrét Sig- urðardóttir, Ívar Snorri Halldórsson og Þór- ir Jóhannsson. Þessa dagana er verið að ræða við umsækjendur, en ráðið verður í stöðuna frá með 1. desember nk, að því er fram kemur á heimasíðu Blönduóssbæjar. Kjarvalshvammur | Vegagerðin und- irbýr nú gerð bifreiðastæðis við svonefndan Kjarvalshvamm í Hjaltastaðaþinghá. Blind- hæðir eru beggja vegna og hefur skapast veruleg slysahætta vegna bíla sem lagt hef- ur verið í vegkanta við hvamminn á ferða- mannatímanum. 2,5 milljónum króna verð- ur varið til verksins og á stæðið að vera tilbúið á vori komanda. Farþegum um Flug-stöð Leifs Eiríks-sonar fjölgaði um tæplega 18% í október- mánuði miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 100 þúsund farþegum árið 2002 í tæplega 118 þúsund farþega nú. Mest vegur fjölgun far- þega til og frá Íslandi, rúmlega 21% frá fyrra ári, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Flugstöðinni. Á sama tíma hefur farþegum sem milli- lenda hér á landi á leið yf- ir Norður-Atlantshafið fjölgað um 3,5%. Þetta er í fyrsta skipti á þessu ári sem fjölgun verður á skiptifarþegum borið sam- an við tölur frá 2002. Alls hefur farþegum um flugstöðina fjölgað um tæplega 11% það sem af er árinu miðað við sama tíma árið 2002, úr tæplega 1.087 þúsund farþegum í rúmlega 1.202 þúsund far- þega. Fleiri farþegar Akureyrarliðin KA og Þór áttust við í norðurriðliÍslandsmótsins í handbolta í KA-heimilinu ífyrrakvöld, eins og greint var frá í blaðinu í gær. Úrslit urðu óvænt; KA-menn, sem eru efstir í riðlinum ásamt Val, máttu þakka fyrir að ná jafntefli gegn frísk- um Þórsurum sem nældu þarna í fyrsta stigið í vetur. Mikil stemmning var í íþróttahúsinu eins og jafnan þeg- ar þessir erkifjendur eigast við, og sumir voru fínni í tauinu en aðrir. „Gömlu mennirnir“ Óðinn Árnason og Jón Helgason létu sig ekki vanta á áhorfendapallanna frekar en fyrri daginn og að sjálfsögðu voru þeir félagar í fullum herklæðum; í gulu skyrtunni með KA-merkinu og bláa KA-bindið! Morgunblaðið/Kristján Mættu í fullum herklæðum Vandræði KarlsBretaprins hafaekki farið framhjá mörgum, að minnsta kosti ekki í Mý- vatnssveit. Friðrik Steingrímsson yrkir: Ýmsra birtist artin ný um það sagan gengur að best sé að snúa’ei baki í Bretaprinsinn lengur. Hagyrðingakvöld Hestamannafélagið Funi í Eyjafirði stendur fyrir hagyrðingakvöldi í Laugaborg á föstudag kl. 21. Pétur Pétursson Akureyri, Reynir Hjart- arson Akureyri, Jóhann- es Sigfússon á Gunn- arsstöðum, Magnús Halldórsson á Velli í Rangárvallasýslu og Þorvaldur Hallsson í Ysta-Gerði. Þórarinn Hjartarson á Tjörn spil- ar á gítar, syngur og kveður. Petra Pálsdóttir stjórnandi Karlakórs Eyjafjarðarsveitar mæt- ir með félaga úr kórn- um. Óttar Björnsson á Garðsá verður stjórn- andi. Vandræði Karls pebl@mbl.is Akureyri | Verðir laganna voru óvenju fjölmennir á Akureyri um helgina en þá stóð Íþrótta- samband lögreglumanna fyrir öldungamóti í innanhússknatt- spyrnu í KA-heimilinu. Alls mættu níu lið frá stærstu lög- regluembættum landsins til leiks og voru keppendur um 60 talsins. Mótið, sem haldið var í 21. skipti, fór vel fram í alla staði, „enda eru lögreglumenn mjög friðsamir og yfirvegaðir menn,“ sagði Hermann Karls- son lögreglumaður á Akureyri. „Og allir keppendur gengu óstuddir úr húsi.“ Það voru liðsmenn lögregl- unnar í Keflavík sem fóru með sigur af hólmi, eftir harða bar- áttu við annað af tveimur liðum lögreglunnar í Reykjavík. Liðin voru jöfn að stigum en Keflvík- ingarnir sigruðu á betri marka- tölu. Jón Bragi Arnarson úr Vest- mannaeyjum og Runólfur Þór- hallsson úr Reykjavík urðu markahæstu menn mótsins, með 21 mark hvor og Runólfur var jafnframt valinn besti leik- maðurinn. Prúðasta liðið kom úr Hafnarfirði og Eyjamenn hlutu Sveinsbikarinn fyrir flest skoruð mörk en um er að ræða minningarbikar um Svein heit- inn Björnsson lögreglumann og listmálara úr Hafnarfirði. Þá var Sigurður Benjamínsson heiðraður sem elsti leikmaður mótsins, 58 ára gamall, en hann mætti til leiks ásamt syni sín- um Þóri og léku þeir feðgar hvor með sínu liðinu úr Reykja- vík. Morgunblaðið/Kristján Snilldartaktar: Lögreglumenn frá Ísafirði og Reykjavík etja kappi á öldungamótinu í KA-heimilinu. Verðir laganna óvenju fjölmennir Knattspyrna Hrunamannahreppur | Um liðna helgi fannst dýrbitin ær við bæinn Ás í Hruna- mannahreppi. Hún var illa farin og hafði greinilega lent í hörðum átökum við skolla fyrir um tveimur vikum. Annað hornið hafði brotnað en lafði við hausinn og nefið afar illa farið svo farga þurfti ánni. Þegar ærin var mynduð á sunnudag sagðist Eiríkur Steindórsson bóndi aldrei lóga skepnum á helgum degi fremur en aðrir bændur, en gera það strax á mánudagsmorgninum, hún væri búin að kveljast nógu lengi. Af þessu tilefni hafði fréttaritari sam- band við þrjár kunnar refaskyttur og bar þeim saman um að tófu væri mjög að fjölga, einkum í byggð og kemur það heim og sam- an við það sem fjöldi fólks hefur orðið var við hér sunnanlands. Siggeir Þorgeirsson í Túnsbergi, sem fékkst við refaveiðar um langan tíma og drap mörg hundruð dýr, segir að ekki sé vafi á að tófunni hafi farið fjölgandi á síðari árum. Hegðunarmynstrið væri nú annað, hún væri meira í byggðinni en áður, mófugl sæist vart lengur og þá leggst hún æ oftar á sauðfé. „Það er enginn vafi á að mink og ref er að fjölga mikið sagði Kristinn Ingvarsson bóndi í Austurhlíð í Biskupstungum en hann hefur verið grenjaskytta þar í sveit í 35 ár. Tófan og enn frekar minkurinn hreinsar upp ungana á vorin enda er afar lítið af mófugli. Rjúpnaskyttur skjóta að- eins brot af því sem minkurinn og tófan taka,“ sagði Kristinn og bætti við að það væri voðalegt að hafa þennan varg sem ylli miklu tjóni. Hegðun tófunnar hefur breyst Jón Óli Einarsson í Tungufelli sagði greinilegt að breyting væri orðin á hegð- unarmynstri tófunnar. „Hún er meira í byggð en ég er ekki viss um að henni hafi fjölgað í afréttinum enda er legið þar á grenjum á hverju vori. Síðan við bræður fórum fyrir tíu árum að liggja hér á skot- húsi hefur mink fækkað en tófu fjölgað. Það er sem tófan reki minkinn í burtu. Ef vetur eru mildir gengur hún lítið í æti og erfitt að ná henni, í hörðum vetrum leggst hún meira í ætið,“ segir Jón Óli. Það er sama við hvern er talað, öllum ber saman um að ref og mink fari fjölgandi. Það bitni mikið á fuglalífinu. Dæmi eru um að á svæði þar sem grágæs varp mikið áður sést nú vart fugl, æðar- og kríuvörp eru sum- staðar nánast horfinn. Telja margir að meira fjármagn verð að setja til höfuðs ref og mink til að halda þessum vargi í skefjum. Dýrbít fer fjölgandi      

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.