Morgunblaðið - 16.11.2003, Síða 4

Morgunblaðið - 16.11.2003, Síða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLAND hefur möguleika á að verða fyrsta landið í heiminum til að fá vottun sem umhverfisvænn, sjálfbær ferðamannastaður með því að taka þátt í umhverfisáætlun Green Globe 21 samtakanna. Sveit- arfélögin á Snæfellsnesi eru þegar orðin þátttakendur í áætlun Green Globe og er stefnt að því að allt Snæfellsnes fái vottun sem um- hverfisvænn ferðamannastaður. Að sögn Cathy Parsons, fram- kvæmdastjóra hjá Green Globe í Ástralíu, fylgjast samtökin spennt með hvernig til tekst á Snæfells- nesi, enda gæti Ísland allt orðið vistvænt ferðaland þegar fram líða stundir. Green Globe 21 eru alþjóðleg samtök sem starfa fyrir vistvæn fyrirtæki í ferðaþjónustu sem vilja stuðla að sjálfbærri þróun. Þátt- takan í áætlun Green Globe bygg- ist á aðild að samtökunum og síðan vottun á umhverfisvænum starfs- háttum sem hægt er m.a. að nota við markaðssetningu ferða- mannastaða. Að sögn Parsons er Green Global umhverfisvottunar- áætlun, sem hefur verið sér- staklega hönnuð fyrir ferða- mannaþjónustuna til að auðvelda þar umbætur í umhverfismálum. Aðspurð um áhugann á Íslandi segir hún samtökin hafa ákveðið að heimsækja Ísland eftir að þáttur var birtur á sjónvarpsstöð í Ástr- alíu þar sem fram kom hversu annt Íslendingum er um umhverfi sitt og hvernig ferðamennska og um- hverfið geta unnið þar saman. „Einnig uppgötvuðum við ákveðin tengsl við Ísland, en það er vetn- isáætlunin sem miðar að sjálfbærni í orkumálum. Nú verða senn teknir í notkun vetnisstrætisvagnar í Perth í Vestur-Ástralíu og þetta fannst okkur forvitnileg tengsl.“ Í heimsókn sinni notaði Parsons tækifærið til að heimsækja fyrsta Green Globe samfélagið hér á Ís- landi á Snæfellsnesi. „Við erum síðan spennt fyrir þeim möguleika að fá Ísland til að verða fyrsta Green Globe landið í heiminum, og það virðist falla vel að markmiðum ríkisstjórnar ykkar og ferða- mannaþjónustunnar.“ Að sögn Parsons eru þátttak- endur í áætlun Green Globe í meira en 50 löndum en Green Globe er eina umhverfisvottunar- áætlunin í heiminum. Hér á landi eru 18 aðilar í ferðaþjónustu sem taka þátt í áætluninni í dag, en Parsons segir starfið rétt að hefj- ast hér á landi. Umhverfisvæn vottun mikilvæg í markaðssetningu Hún segir næsta skrefið hjá Ís- lendingum að sjá hvernig til tekst á Snæfellsnesi og að hægt verði að sýna fram á að það hafi borgað sig og tekist vel til. „Vonandi taka síðan önnur sveit- arfélög á Íslandi áætlunina upp og læra af reynslu þeirra. Við von- umst til að áhrifin verði jákvæð á ferðamannaþjónustuna. Ef Ísland ætlar að þróa ferðamannaþjónustu er rétt að þróa hágæðavöru og til að ná því markmiði er mikilvægt að fá sjálfbæra vottun og markaðs- setja landið sem slíkt, þar sem gæðin skipta meira máli en fjöld- inn. Þannig að ég tel að það yrði hagur fyrir Íslendinga að taka þetta upp,“ segir Parsons. Hólaskóli er umboðsaðili Green Globe á Íslandi og segir Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar Hólaskóla, að skólinn sjái um úttektir fyrir sam- tökin og þjálfi fólk til þess, auk þess sem skólinn útvegar fræðslu- efni og annað sem getur auðveldað aðilum í ferðaþjónustu að taka þátt í áætlun Green Globe og fá vottun sem sjálfbær ferðamannastaður. Morgunblaðið/Kristinn Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Cathy Parsons frá Green Globe og Elín Berg- lind Viktorsdóttir, sem gegnir starfi umhverfisráðgjafa Hólaskóla. Alþjóðlegu samtökin Green Globe 21 votta sjálfbæra ferðamannastaði Ísland gæti orðið fyrsta um- hverfisvæna ferðamannalandið SÍÐASTA manntal sem tekið var á Íslandi og birtar niður- stöður úr var árið 1960, en Þjóðskráin var stofnuð árið 1952. Þar var hægt að skoða mannfjölda á ákveðnum tíma- punkti, hjúpskaparstöðu, dauðsföll og fæðingar, að sögn Ólafar Garðarsdóttur, deildar- stjóra hjá Hagstofu Íslands. Hún segir hins vegar að erf- itt hafi verið að meta heimili út frá þjóðskránni og því var ann- að manntal tekið 1981 til að fá aftur mynd af þversniði þjóð- félagsþegnanna. Víða í heimin- um sé þetta gert á tíu ára fresti síðast 1990–1991 og 2000–2001, en það hafi ekki verið gert hér á landi. Ákveðið var að halda áfram að miða við þjóðskrá og gera svokallaðar úrtakskann- anir þar sem nánari upplýsing- ar um lífsvenjur, aðstæður og stöðu Íslendinga var bætt við. Í dag séu þessi vinnubrögð við- höfð við hagskýrslugerð. Í fyrsta manntali voru 20% íbúa skilgreind fátæk Í fyrsta manntalinu sem tek- ið var á Íslandi árið 1703 voru 20% þjóðarinnar skilgreind fá- tæk. „Þetta manntal var tekið til að leggja mat á fátækrabyrð- ina eða aðstæður meðal fátæk- ustu þegnanna í landinu,“ segir Ólöf Garðarsdóttir, deildar- stjóri mannfjöldadeildar Hag- stofu Íslands. Manntalið var það fyrsta í veröldinni sem hafði að geyma upplýsingar um nöfn, aldur, heimili og stöðu allra þjóðfélagsþegna í einu landi. Stuttu áður en þetta varð höfðu íslenskir embættismenn kvartað yfir aðbúnaði fólks á Íslandi eftir harðindin í lok 17. aldar. Átti að meta fátækra- byrði sem var á skattbændum. Ólöf segir að fyrsta eiginlega nútímamanntalið hafi verið tek- ið árið 1790 í Bandaríkjunum þar sem spurt var um aldur, hjúskaparstöðu, atvinnuþátt- töku og innbyrðis fjölskyldu- tengsl. Manntöl þróuðust svo og í lok 19. aldar og upphafi þeirrar 20. var farið að spyrja meira um heilsufarsleg tengd málefni. Hún tekur sem dæmi að í íslenska manntalinu 1920 hafi konur verið spurðar um brjóstagjöf ef lítil börn voru á heimilinu. Hún segir skemmti- legt að skoða niðurstöður úr því og muninn eftir því í hvaða landshluta fólkið bjó. Manntal er víða gert á tíu ára fresti GEORG Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar, segir í bréfi til Boga Nilssonar ríkissaksóknara að stofnunin muni halda áfram rann- sókn á meintu samráði olíufélag- anna, ,,í samræmi við lögbundið hlut- verk sitt. Fram kemur að seinni frumskýrsla Samkeppnisstofnunar verði send olíufélögunum til and- mæla um næstu mánaðamót. Fyrri skýrslan kom frá stofnuninni í jan- úar síðastliðinn. Með bréfinu er Georg að svara ríkissaksóknara sem sendi Sam- keppnisstofnun erindi 24. október sl. Þar var stofnuninni gerð grein fyrir því að lögreglurannsókn væri hafin vegna meints samráðs olíufélag- anna. Vonaðist ríkissaksóknari til þess að Samkeppnisstofnun tæki fullt tillit til hagsmuna hinnar opin- beru lögreglurannsóknar. Lýsti Bogi því yfir að varhugavert væri að samkeppnisyfirvöld leggðu á stjórn- valdssektir á fyrirtæki sem sættu lögreglurannsókn. Í bréfinu til ríkissaksóknara bend- ir Georg á að hlutverk samkeppn- isyfirvalda sé að framfylgja boðum og bönnum samkeppnislaga og ákveða aðgerðir gegn samkeppnis- hamlandi hegðun fyrirtækja. Úrræði samkeppnisyfirvalda til að stuðla að virkri samkeppni felist í fyrirmælum á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga og stjórnvaldssektum samkvæmt 52. gr. sömu laga. Þessum heimildum verði aðeins beitt í málum þar sem samkeppnisráð hafi staðreynt að við- komandi fyrirtæki hafi brotið gegn til dæmis 10. gr. samkeppnislaga. Málsmeðferðin lögbundin Segir Georg ennfremur að Sam- keppnisstofnun muni leitast við að taka tillit til hagsmuna lögreglu- rannsóknar. Í því sambandi verði hins vegar að horfa til þess að máls- meðferð samkeppnisyfirvalda sé að öllu leyti lögbundin. Þannig beri samkeppnisyfirvöldum m.a. að fara að kröfum um málshraða og virða upplýsinga- og andmælarétt máls- aðila, samanber stjórnsýslulög. Einnig sé Samkeppnisstofnun skylt að senda málsaðilum frumathugun í málum sem varði meint brot á sam- keppnislögum og séu að öllu leyti rekin að eigin frumkvæði samkeppn- isyfirvalda. ,,Bréf yðar hefur verið afhent samkeppnisráði til þóknan- legrar meðferðar, segir Georg svo að endingu í bréfinu til ríkissaksókn- ara. Samkeppnisstofn- un heldur rann- sókn sinni áfram HÁTÍÐARSÝNING Tískudaga iðnaðarins var opnuð í Perlunni á föstudag en það eru Félag ís- lenskra gullsmiða, Félag meistara og sveina í fataiðnaði, Félag ís- lenskra snyrtifræðinga, Úrsmiða- félag Íslands, Ljósmyndarafélag Íslands, Meistarafélag í hár- greiðslu og Samtök iðnaðarins sem standa að sýningunni um helgina. Gestum er boðið að kynnast öllu því besta í íslenskri hönnun og handverki fagmanna auk þess sem boðið er upp á ráðgjöf um hárið, umhirðu húðarinnar, snyrtingu, fatnað, skartgripi og fleira. Áhugasamir gestir á sýning- unni fá tækifæri til að spreyta sig sem fyrirsætur sér að kostn- aðarlausu en félagar í Ljósmynd- arafélagi Íslands verða á staðnum og mynda fólk frá hinum ýmsu sjónarhornum. Hátíðarsýning Tískudaga iðnaðarins í Perlunni Morgunblaðið/Eggert Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hélt ávarp við opnun hátíðarsýningarinnar. BÖRN mæðra sem smitast af herp- esvírusnum Epstein-Barr á með- göngu eru allt að þrefalt líklegri til að fá barnahvítblæði en önnur börn. Þetta eru niðurstöður nýrrar nor- rænnar rannsóknar sem unnin var af Íslendingum, Svíum og Finnum. Flestar manneskjur, eða yfir 90%, smitast af vírusnum á barns- aldri án alvarlegra einkenna og verða þá ónæmar fyrir honum. Það er því einungis lítill hluti kvenna sem á á hættu að smitast á með- göngu. Tilgáta sérfræðinganna er sú að þegar móðirin smitast af vírusnum geti það truflað þroska hvítu blóð- kornanna sem síðar getur leitt til barnahvítblæðis. Hugsanlegt er að með auknum rannsóknum verði unnt að þróa lyf sem kemur í veg fyrir að vírusinn nái til fóstursins. Vírus eykur líkur á barnahvítblæði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.