Morgunblaðið - 16.11.2003, Qupperneq 21
er þegar erfitt er að sjá samhengi
hlutanna sem skyldi. Sendiráð Ís-
lands í Stokkhólmi hefur ákveðið að
undirbúa íslenska hönnunarsýningu
í Svíþjóð á árinu 2005. Það verður
unnið með þeim íslensku arkitektum
sem hér eru þekktir og hér búa en
þeir eru margir sem þegar eiga
vörur í framleiðslu hér í landi. Einn
þeirra er Sigurður Gústafsson. Einn
þeirra teiknar fyrir Ikea, Sigríður
Heimisdóttir, annar er til dæmis
Leó Jóhannsson en margt af því
sem hann hefur teiknað er á mark-
aði í Svíþjóð. Marga fleiri mætti
nefna. Fyrir tveimur árum efndu
bjartsýnismenn til íslenskrar
hönnunarsýningar í Lundi. Það var
frábær, falleg sýning þó lítil væri.
2005 er sænska arkitektaárið og þá
verður gaman að sýna það sem í Ís-
lendingum býr hér í landi. Falleg
hönnun er algert skilyrði fyrir því
að koma sér fyrir á sænskum mark-
aði. Hvort sem þú ert að selja vöru
eða að reka sendiráð.
Í íslenska sendiráðinu í Stokk-
hólmi höfum við ákveðið að sýna ís-
lenska hönnun. Íslensku hönnuðirn-
ir eru Sigurður Gústafsson, Sólveig
Erla Óskarsdóttir og Leó Jóhanns-
son. Þar eru skrifstofuhúsgögnin
smíðuð á Íslandi, eru frá Á. Guð-
mundssyni. Við höfum líka sænsk
húsgögn og lýsingu. Öll skipan
sendiráðsins, litir, húsgögn, lýsing
er hugsað sem ein heild og það er
Leó Jóhannsson arkitekt sem ann-
aðist verkið. Þetta er fallegt um-
hverfi. Það er misskilningur að vel
hönnuð húsgögn séu dýr húsgögn;
það sést víða og dæmi um það eru
mörg húsgagnanna frá Ikea sem all-
ir þekkja. Húsgögn þeirra Sigurðar,
Leós og Sólveigar Erlu eru ekki
sérstaklega hönnuð fyrir sendiráðið
heldur eru þau í framleiðslu á Norð-
urlöndunum og seljast – ekki síst
stólar Sólveigar Erlu – í þúsunda-
tali.
Smekkleysan er oft rándýr
Hins vegar er smekkleysan oft
dýr. Illa hönnuð húsgögn eru reynd-
ar ekki bara ljót, þau endast yfirleitt
illa og verða því dýrari en þau hús-
gögn sem eru vel hönnuð. Smekk-
leysan hefur kostað mikil verðmæti,
það sem er fallegt og vel hannað
endist auk þess oft betur og er því
betri langtímafjárfesting en annað.
Með því að hafa íslenska hönnun í
sendiráðinu erum við að sýna ís-
lenska menningu; hún birtist til
dæmis í ballett, popptónlist, óperu-
söngvurum, bókmenntum og glæsi-
legum hestum. Það finnst engum til-
tökumál; en þegar kemur að hönnun
húsgagna birtast vandlætingar-
greinar. Af hverju? Það er umhugs-
unarefni. Því hönnun er líka menn-
ing.
Af hverju ekki íslenskt
hönnunarár?
Hönnunarmál eru líklega á tveim-
ur stöðum í íslenska stjórnkerfinu,
það er í menntamálaráðuneytinu og
í iðnaðarráðuneytinu. Það virðist í
fljótu bragði skynsamleg verka-
skipting. En nú væri gott að allir að-
ilar tækju sig saman á þessu sviði
og efndu til átaks. Af hverju ekki að
skipuleggja íslenskt hönnunarár –
þar sem menntun og iðnaði verði
veitt saman í eitt fljót? Þar er orka.
Mikil orka. Þjórsá hefur verið virkj-
uð á mörgum stöðum. Það er hægt
að virkja hana enn víðar eins og
kunnugt er. Það sem gerst hefur í
íslenskri hönnun er eins og smá-
virkjun í samanburði við stórvirkj-
anirnar í Þjórsá. Aflið í íslenskri
hönnun er margfalt á við það afl
sem þegar er beislað. Það eru verð-
mæti sem geta opnað nýja menning-
arheima; öðru vísi upplifun, einnig á
hversdagsleikanum. Hönnunarverð-
laun Sigurðar Gústafssonar verða
vonandi hvatning til þess á Íslandi
að taka hönnunarmálin föstum tök-
um; það mun skila landi og þjóð
miklu í beinum og óbeinum verð-
mætum er fram í sækir.
TENGLAR
.....................................................
Sænska hönnunarsafnið
http://www.designmuseum.se/
twsp03_2.htm
Bruno Mathsson sjóðurinn
http://www.mathsson-fonden.se.
Höfundur er sendiherra Íslands
í Svíþjóð.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 21
ÓBYGGÐANEFND hefur nú til meðferðar níu
mál er varða sveitarfélög í fyrrum Rangárvalla-
sýslu og V-Skaftafellssýslu. Sýslur teljast ekki
lengur stjórnsýslueining heldur miðast landsvæði
nú við mörk sveitarfélaga.
Aðalmeðferð er lokið í sjö þessara mála og hafa
þau verið tekin til úrskurðar. Aðalmeðferð í tveim-
ur málum fór að hluta fram í sumar og mun ljúka
með málflutningi dagana 26. til 27. nóvember
næstkomandi. Þá hefur óbyggðanefnd tekið til
meðferðar landsvæði sem afmarkað er eins og
fyrrum Gullbringu- og Kjósarsýslur, ásamt þeim
landsvæðum í Árnessýslu sem nefndin hefur ekki
þegar úrskurðað um. Var þessi ákvörðun tilkynnt
fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisins, í lok október
sl. og verður kynnt viðkomandi sveitarfélögum á
næstunni.
Þá liggur fyrir ákvörðun óbyggðanefndar um að
taka á næstunni til meðferðar landsvæði austan og
norðan Vatnajökuls.
Næstu mál óbyggðanefndar
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Heimamenn í Hornafirði bera saman bækur sínar í Nýheimum á Höfn eftir að úrskurður þjóðlendu-
nefndar féll á föstudag. Fylgst var með fundinum í Þjóðmenningarhúsi í gegnum fjarfundabúnað.