Morgunblaðið - 16.11.2003, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 16.11.2003, Qupperneq 21
er þegar erfitt er að sjá samhengi hlutanna sem skyldi. Sendiráð Ís- lands í Stokkhólmi hefur ákveðið að undirbúa íslenska hönnunarsýningu í Svíþjóð á árinu 2005. Það verður unnið með þeim íslensku arkitektum sem hér eru þekktir og hér búa en þeir eru margir sem þegar eiga vörur í framleiðslu hér í landi. Einn þeirra er Sigurður Gústafsson. Einn þeirra teiknar fyrir Ikea, Sigríður Heimisdóttir, annar er til dæmis Leó Jóhannsson en margt af því sem hann hefur teiknað er á mark- aði í Svíþjóð. Marga fleiri mætti nefna. Fyrir tveimur árum efndu bjartsýnismenn til íslenskrar hönnunarsýningar í Lundi. Það var frábær, falleg sýning þó lítil væri. 2005 er sænska arkitektaárið og þá verður gaman að sýna það sem í Ís- lendingum býr hér í landi. Falleg hönnun er algert skilyrði fyrir því að koma sér fyrir á sænskum mark- aði. Hvort sem þú ert að selja vöru eða að reka sendiráð. Í íslenska sendiráðinu í Stokk- hólmi höfum við ákveðið að sýna ís- lenska hönnun. Íslensku hönnuðirn- ir eru Sigurður Gústafsson, Sólveig Erla Óskarsdóttir og Leó Jóhanns- son. Þar eru skrifstofuhúsgögnin smíðuð á Íslandi, eru frá Á. Guð- mundssyni. Við höfum líka sænsk húsgögn og lýsingu. Öll skipan sendiráðsins, litir, húsgögn, lýsing er hugsað sem ein heild og það er Leó Jóhannsson arkitekt sem ann- aðist verkið. Þetta er fallegt um- hverfi. Það er misskilningur að vel hönnuð húsgögn séu dýr húsgögn; það sést víða og dæmi um það eru mörg húsgagnanna frá Ikea sem all- ir þekkja. Húsgögn þeirra Sigurðar, Leós og Sólveigar Erlu eru ekki sérstaklega hönnuð fyrir sendiráðið heldur eru þau í framleiðslu á Norð- urlöndunum og seljast – ekki síst stólar Sólveigar Erlu – í þúsunda- tali. Smekkleysan er oft rándýr Hins vegar er smekkleysan oft dýr. Illa hönnuð húsgögn eru reynd- ar ekki bara ljót, þau endast yfirleitt illa og verða því dýrari en þau hús- gögn sem eru vel hönnuð. Smekk- leysan hefur kostað mikil verðmæti, það sem er fallegt og vel hannað endist auk þess oft betur og er því betri langtímafjárfesting en annað. Með því að hafa íslenska hönnun í sendiráðinu erum við að sýna ís- lenska menningu; hún birtist til dæmis í ballett, popptónlist, óperu- söngvurum, bókmenntum og glæsi- legum hestum. Það finnst engum til- tökumál; en þegar kemur að hönnun húsgagna birtast vandlætingar- greinar. Af hverju? Það er umhugs- unarefni. Því hönnun er líka menn- ing. Af hverju ekki íslenskt hönnunarár? Hönnunarmál eru líklega á tveim- ur stöðum í íslenska stjórnkerfinu, það er í menntamálaráðuneytinu og í iðnaðarráðuneytinu. Það virðist í fljótu bragði skynsamleg verka- skipting. En nú væri gott að allir að- ilar tækju sig saman á þessu sviði og efndu til átaks. Af hverju ekki að skipuleggja íslenskt hönnunarár – þar sem menntun og iðnaði verði veitt saman í eitt fljót? Þar er orka. Mikil orka. Þjórsá hefur verið virkj- uð á mörgum stöðum. Það er hægt að virkja hana enn víðar eins og kunnugt er. Það sem gerst hefur í íslenskri hönnun er eins og smá- virkjun í samanburði við stórvirkj- anirnar í Þjórsá. Aflið í íslenskri hönnun er margfalt á við það afl sem þegar er beislað. Það eru verð- mæti sem geta opnað nýja menning- arheima; öðru vísi upplifun, einnig á hversdagsleikanum. Hönnunarverð- laun Sigurðar Gústafssonar verða vonandi hvatning til þess á Íslandi að taka hönnunarmálin föstum tök- um; það mun skila landi og þjóð miklu í beinum og óbeinum verð- mætum er fram í sækir. TENGLAR ..................................................... Sænska hönnunarsafnið http://www.designmuseum.se/ twsp03_2.htm Bruno Mathsson sjóðurinn http://www.mathsson-fonden.se. Höfundur er sendiherra Íslands í Svíþjóð. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 21 ÓBYGGÐANEFND hefur nú til meðferðar níu mál er varða sveitarfélög í fyrrum Rangárvalla- sýslu og V-Skaftafellssýslu. Sýslur teljast ekki lengur stjórnsýslueining heldur miðast landsvæði nú við mörk sveitarfélaga. Aðalmeðferð er lokið í sjö þessara mála og hafa þau verið tekin til úrskurðar. Aðalmeðferð í tveim- ur málum fór að hluta fram í sumar og mun ljúka með málflutningi dagana 26. til 27. nóvember næstkomandi. Þá hefur óbyggðanefnd tekið til meðferðar landsvæði sem afmarkað er eins og fyrrum Gullbringu- og Kjósarsýslur, ásamt þeim landsvæðum í Árnessýslu sem nefndin hefur ekki þegar úrskurðað um. Var þessi ákvörðun tilkynnt fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisins, í lok október sl. og verður kynnt viðkomandi sveitarfélögum á næstunni. Þá liggur fyrir ákvörðun óbyggðanefndar um að taka á næstunni til meðferðar landsvæði austan og norðan Vatnajökuls. Næstu mál óbyggðanefndar Morgunblaðið/Sigurður Mar Heimamenn í Hornafirði bera saman bækur sínar í Nýheimum á Höfn eftir að úrskurður þjóðlendu- nefndar féll á föstudag. Fylgst var með fundinum í Þjóðmenningarhúsi í gegnum fjarfundabúnað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.