Morgunblaðið - 16.11.2003, Síða 51

Morgunblaðið - 16.11.2003, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 51 DAGBÓK Hverafold 1-3 • Torgið • Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími: Frá kl. 11-18 mánud.-föstud. og frá kl. 12-16 laugard. Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 28. nóvember og laugardaginn 29. nóvember í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Langar þig að gera eitthvað nýtt í desember? 28.-30. nóv. Aðventuferð fjölskyldunnar í Bása Aðventu- og jólastemmning í Básum. Gönguferðir, kvöldvaka, föndur og leikir. Kjörin fjölskylduferð. Verð kr. 8.900/10.300. Börn yngri en 6 ára frítt og 6-16 ára borga hálft gjald. Nokkur sæti laus 6.-7. des. Aðventuferð jeppadeildarinnar í Bása Árviss ferð hjá jeppadeild, sem færri hafa komist í en vilja. Léttar göngur og kvöldvaka. Tökum hlé frá stressinu og látum okkur líða vel í Básum á aðventu. Verð kr. 2.300/2.800. á mann 5. pláss laus 23.-26. des. Jól í Básum Hátíð ljóss og friðar fagnað fjarri skarkala þéttbýlisins í einstæðu umhverfi Bása. Farið er í léttar göngur, samverustundir o.fl. Verð kr. 12.600/14.100. 30. des.-2. jan. Áramót í Básum Áramótaferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Gönguferðir, kvöldvökur, flugeldar og áramótabrenna. Ferð fyrir hresst fólk sem á það sameiginlegt að hafa áhuga á útiveru og að vilja skemmta sér saman í faðmi fjalla og jökla. Verð kr. 12.600/14.100. Nánari upplýsingar í sími 562 1000, eða á www.utivist.is STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir visku, raunsæi og sanngirni. Það skiptir þig miklu að finna góðan maka. Ástar- og fé- lagsmálin munu blómstra á komandi ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til list- sköpunar og til að njóta af- rakstursins af listsköpun ann- arra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú getur átt innihaldsríkar samræður við foreldra þína eða aðra í fjölskyldunni í dag. Hlustaðu á það sem aðrir hafa að segja og deildu síðan skiln- ingi þínum með þeim. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur mikla þörf fyrir að tala við einhvern í dag. Reyndu að finna einhvern skilningsríkan til að deila hugsunum þínum með. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú getur gert góð kaup í dag. Þetta á sérstaklega við um það sem tengist afþreyingu og þörfum barnanna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tunglið er í merkinu þínu og það gerir þig sterka/n. Þú get- ur valið á milli þess að fara út á meðal fólks og að vera heima í rólegheitum. Þú munt njóta þín hvar sem er. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það hefur verið mikið að gera hjá þér að undanförnu. Not- aðu daginn til að slaka á og hvíla þig ef þú hefur tækifæri til þess. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vinkona þín þarf að ná tali af þér í dag. Þetta ætti ekki að koma þér á óvart, þar sem það leita margir til þín með vanda- mál sín. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú getur gert svo til hvað sem er í dag. Peningamálin líta vel út og félagslífið ætti að ganga vel. Þú þarft að ræða við for- eldra þína eða yfirmenn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur áhuga á að fara í ferðalag og gætir hitt ein- hvern í dag sem getur að- stoðað þig við að gera drauma þína að veruleika. Þú nýtur stuðnings áhrifamikils fólks. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það eru góðar líkur á að þú fá- ir þitt fram í samningum í dag. Þú hefur heppnina með þér og ert auk þess örugg/ur og óhrædd/ur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að leggja þig fram í samskiptum við aðra í dag. Tungið er á móti merkinu þínu og því er líklegt að þú þurfir að gefa eftir og sætta þig við málamiðlanir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gefðu þér tíma til að taka til á heimilinu í dag. Það er hætt við að óreiða á heimilinu komi óreiðu á hugsanir þínar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STAKA Við skulum ekki víla hót, það varla léttir trega, og það er þó ávallt búningsbót að bera sig karlmannlega. --- Kristján Jónsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 85 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 16. nóvember, er 85 ára Sonja B. Helgason, íþróttakenn- ari og fyrrverandi forstjóri Nestis hf., Bakkaseli 15, Reykjavík. Hún er að heim- an í dag. BRÚÐKAUP. Laugardag- inn 19. júlí sl. voru gefin saman í Þorlákskirkju af sr. Kristni L. Friðfinnssyni, þau Guðbjörg Thoroddsen og Kristján J. Friðgeirsson. Heimili þeirra er í Birkihlíð, Úlfarsfellsvegi 20 í Reykja- vík. ÞAÐ verður æ meira áber- andi hvað Lorenzo Lauria nálgast spilið á persónulegan hátt. Trekk í trekk tekur hann farsælar ákvarðanir í sögnum, sem þó eru á skjön við það sem „eðlilegt má telj- ast“. Þetta var mjög sláandi í leiknum við Norðmenn í Monte Carlo. Við sáum góða fórn hans í gær úr þeirri við- ureign, og hér er annað dæmi úr sömu lotu: Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ ÁKD9762 ♥ 1093 ♦ 5 ♣Á8 Vestur Austur ♠ G108 ♠ 43 ♥ DG5 ♥ ÁK6 ♦ DG73 ♦ K10862 ♣KG7 ♣652 Suður ♠ 5 ♥ 8742 ♦ Á94 ♣D10943 Margir toppspilarar nota Namyats-sagnvenjuna, þar sem opnun á fjórum laufum og tíglum sýnir 7-8 slagi með annan hálitinn. Samuel Stay- man kynnti þessa hugmynd í Bandaríkjunum á sínum tíma og kallaði hana í gríni „Namyats“, sem er „Stay- man“ skrifað afturábak! Þrátt fyrir að orðið sé ekki þjált í munni hefur það hald- ið velli. En þetta var út- úrdúr. Aðalatriðið er þetta: Spil norðurs eru klæð- skerasaumuð fyrir opnun á fjórum tíglum – þéttur sjölit- ur og ás til hliðar. Vestur Norður Austur Suður Fantoni Helness Nunes Helgemo -- 4 tíglar * Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Tor Helness gerði eins og kerfið bauð og setti Geir Helgemo í fjóra spaða. En það var engin leið að fá tí- unda slaginn og Helgemo fór einn niður. Lauria gat líka opnað á fórum tíglum eða spöðum, en hann kaus að fara aðra leið: Vestur Norður Austur Suður Sælensmind Lauria Brogeland Versace -- 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 lauf * Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Hann vakti á einum spaða og næsta sögn hans á tveim- ur laufum var margræð og gat meðal annars innihaldið sterka opnun (hin sænska Norn). Versace gaf til kynna veik spil og stuttan spaða með tveimur gröndum og þá lyfti Lauria í þrjú. Níu slagir og 10 IMPar til Ítala. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. c4 c6 2. e4 d5 3. exd5 cxd5 4. d4 Rf6 5. Rc3 g6 6. cxd5 Bg7 7. Bc4 O-O 8. Rge2 Ra6 9. O-O Rc7 10. Rf4 b6 11. a4 Bb7 12. Db3 Rfe8 13. Be3 Rd6 14. Bd3 Dd7 15. a5 b5 16. Hac1 Hfd8 17. Be2 Rf5 18. Rxb5 Rxd5 19. Bc4 a6 Staðan kom upp í Áskor- endaflokki Mjólk- urskákmóts- ins sem lauk fyrir skömmu á Hótel Sel- fossi. Jan Vot- ova (2506) hafði hvítt gegn Stefáni Kristjánssyni (2403). 20. Rc7! Dxc7 21. Rxd5 Db8?! 21...Bxd5 hefði verið betra þar sem eftir 22. Bxd5 Db8 hefur svartur prýðilega möguleika á að halda jöfnu þó að hann eigi undir höggi að sækja. 22. Rb6 e6 23. Rxa8 Dxa8 24. d5 exd5 25. Hfd1 Bf6 26. Bf1 d4 27. Bf4 Bd5 28. Db6 Kg7 29. Dxa6 Dxa6 30. Bxa6 Ha8 31. Bd3 Hxa5 32. Ha1 Hc5 33. Hdc1 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. FYRIR ekki löngu las ég eftirfarandi í Mbl.; „til- kynnti leiðsögumaðurinn að við værum komin á leiðarenda.“ Síðar í frá- sögninni stóð svo þetta: „Leiðsögumaður endur- tók að þetta væri áfanga- staðurinn.“ Af þessum dæmum virðist næsta ljóst, að no. ákvörðunar- staður og merking þess er að mestu horfið úr málinu. Síðar mátti í sama blaði lesa auglýs- ingu frá Icelandair, sem mun víst vera sama fyr- irtæki og hét áður á móðurmáli okkar hinu ágæta nafni Flugleiðir. Í téðri auglýsingu stóð m.a.: „Icelandair flýgur til 21 borgar næsta sum- ar....... Sjö nýir áfanga- staðir verða í áætlunar- flugi Icelandair næsta sumar. .... Áfangastaðirn- ir sjö sem bætast við sumaráætlun félagsins frá því á síðasta sumri eru .........“ Af þessum dæmum má sjá, að hér er átt við leiðarenda flugvélanna, þ.e. ákvörð- unarstað þeirra. Fyrir rúmum áratug var no. áfangastaður til umræðu í þessum pistlum. Þá var þetta sagt m.a. : „Í seinni tíð hefur þess mjög gætt, að ruglað sé saman merkingum orðanna áfangastaður og ákvörð- unarstaður og það svo, að síðarnefnda orðið hef- ur nær gleymzt. Líklegt má telja, að breyttir þjóðfélagshættir valdi hér miklu um. Meðan menn ferðuðust um land- ið á hestum, voru þeir oft marga daga á leiðinni í kaupstað eða hvert svo sem ferðinni var heitið, þ.e. til ákvörðunarstaðar- ins. Ferðin var því farin í áföngum, svo að menn og hestar gætu hvílzt um nætur. Þeir staðir nefndust áfangastaðir. Ákvörðun- arstaður var svo loka- áfangi ferðarinnar, hvort sem það var að heiman eða heim.“ Oft millilenda vélar Flugleiða á leið til ákvörðunarstaðarins, og sá staður er réttnefndur áfangastaður. - J.A.J. ORÐABÓKIN Ákvörðunarstaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.