Morgunblaðið - 16.11.2003, Síða 57

Morgunblaðið - 16.11.2003, Síða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2003 57 Skilyrðislaus ást (Unconditional Love) Gamanmynd Bandaríkin 2002. MyndformVHS/DVD. Ekki við hæfi ungra barna. (121 mín.) Leikstjón P.J. Hogan. Aðalhlutverk Kathy Bates, Rupert Everett, Dan Aykroyd, Jonathan Pryce. ÁSTRALSKI leikstjórinn P.J. Hogan sendi frá sér tvær myndir í röð, Muriel’s Wedding og My Best Friends Wedding, sem hittu beint í mark hjá þeim sem eru ósmeykir við að gefa rómantíkinni í sér lausan tauminn. Það er ekkert brúðkaup í Unconditional Love, heldur jarðarför, jarðarför frægs dægurlagasöngvara (Pryce) frá Wales – blanda af Tom Jones og Liberace – sem myrtur er af hinum dularfulla lásbogamorðingja í bandarískri bíla- geymslu. Undarleg framvinda? Já, ekta Hogan. Alltaf ófyr- irsjáanlegur og oft- ast fyndinn. Og þetta heldur áfram því bandarísk miðaldra kona (Bates), aðdáandi söngvarans, ákveður í sorg sinni og eftir að eiginmaðurinn (Aykroyd) yfirgefur hana, að þvælast yfir hafið og verða viðstödd jarðarför- ina. Þar kemst hún að því að átrún- aðargoðið var samkynhneigt og skyldi eftir sig bitran ástmann (Ever- ett), bitran vegna þess að sambandið varð aldrei opinbert. Eftir nokkra skondna árekstra ná þau aðdáandinn og unnustinn auðvitað á endanum svona ofsavel saman, vinna í samein- ingu úr sorginni og ákveða svo að hafa upp á morðingjanum. Eins og handritið er nú klikkað er myndin sjálf merkilega jarðbundin og svo mjög að á köflum verður hún við- burðasnauð og langdregin, merkilegt nokk! Eins og í öðrum myndum Hog- ans eru fáránleikinn og ýkjurnar þó aldrei langt undan, sem Bates og Pryce höndla frábærlega, en Everett klúðrar eiginlega gjörsamlega. Ágæt mynd, en ekki nærri eins góð og fyrri myndir Hogans.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Ekkert brúðkaup en ein jarðarför Í SVÖRTUM fötum nýtur þess láns að hafa vaxið að verðleikum meðfram stigaukandi vinsældum. Ekki var mikið varið í fyrstu plöt- una Verkefni 1, sem var líka gáska- full tilraun fremur en fullsköpuð plata. Stóri smellurinn, lagið sem kom sveitinni á kortið, „Nakinn“, náði mér aldrei og hefur því aðeins orðið hvimleiðara við alltof ítrekaða og óumflýjanlega áheyrn. Þroska- merki mátti hins vegar greina á plötunni sem sveitin sendi frá sér fyrir jólin síð- ustu og það stór- stíg. Besta lagið samdi reyndar Magnús Þór Sigmundsson og greinilegt var að þeir Svörtu áttu mikið ólært sem lagasmiðir. Bestu sprettirnir, eins og t.d. „Tímabil“ sem hlaut uppreisn æru töluvert síðar en platan kom út, gáfu fyr- irheit um að sveitin væri á réttri leið. Það kemur og rækilega á daginn á þriðju plötu sveitarinnar Tengslum því þar leikur fullþroska hljómsveit, með bullandi sjálfs- traust og óseðjandi popphungur. Þetta er ekki hnökralaus poppp- lata en hún kemst fjári nærri því. Það sem einkum amar að er þetta sama hungur og er einmitt um leið svo ómótstæðilegt. Með gaulandi garnirnar hættir þeim nefnilega til að reyna um of. Fara of mikið út í að gera það sem „fólkið vill“. Á það einkum við um þrjú lög, á seinni helmingi þessarar tíu laga plötu, lög sjö, átta og tíu. Þótt grípandi sé og vafalaust líklegt til vinsælda þá er „Langar til að lifa“ hreint óbærilega löðr- andi í pælingum þeim sem ónytj- ungarnir í Link- in Park hafa verið að plaga heimsbyggðina með. Sumar- smellur sveitar- innar, „Ekkert að fela“, er samt mesta flat- neskjan á plöt- unni, síendur- tekið og óspennandi. Lokalagið „Lofa“ gengur heldur ekki upp, þótt vel sé flutt af þeim Jónsa söngvara og Einari hljómborðsleik- ara. Fer yfir strikið í væmninni og minnir um of á Nýdönsku ballöð- urnar gömlu. En þar eru líka upp taldir gall- arnir á plötunni. Restin er rjúkandi heitt, vel saltað og bragðgott popp, sem bráðnar mjúklega í eyrum. Þar kemur Jónsi geysisterkur inn sem smellasmiður og hefur klárlega eyra og tilfinningu fyrir góðum húkkum, grípandi melódíu og áherslum sem vel eru í takt við það heitasta í heimspoppinu í dag. Þannig má heyra bergmál dram- arokksins sem sveitir á borð við Evanescence hafa komið á topp vin- sældalista í rokkaðri lögum eins og upphafslögun plötunnar „Svíf“ og „Þrá“. Á meðan gætu rólegri lögin „Engin orð“, „Þú sem ert mér allt“, Inn og út“ og „Í sérhvert sinn“ hæglega hafa verið samin fyrir Robbie Williams, svo frambærileg popplög eru þau. Flestum þessum lögum eiga landsmenn eftir að kynnast, læra að humma fyrir munni sér og eflaust dansa við á böllum einhvern tímann. Ofan á þennan mikla meirihluta af vönduðustu popplagasmíðum bætast svo frábærar útsetningar og upptökustjórn Hafþórs Guðmunds- sonar; aldrei ofhlaðin, alltaf sú hár- rétta fyrir hvert lag fyrir sig og hljómurinn stórfínn. Greinilega einn sá færasti í faginu í dag. Svo verður ekki hjá komist að geta umslagsins, sem er metnaðarfullt og smekklegt hjá þeim í 1001 nótt, rétt eins og á plötu ÍSF frá því í fyrra. Það blasir við manni svart á hvítu að Í svörtum fötum á aðeins eftir að verða ennþá stærri eftir útkomu þessarar þriðju og langbestu plötu sinnar. Poppplata ársins? Tónlist Batnandi svörtum er best að lifa Í svörtum fötum Tengsl Skífan Þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Inniheldur tíu lög sem öll eru eftir liðsmenn sveitarinnar. Sveitina skipa Einar Örn Jónsson hljómborð, Hrafnkell Pálsson gítar, Jón Jósep Snæ- björnsson söngur, Páll Sveinsson tromm- ur og Sveinn Áki Sveinsson bassi. Bak- raddir Regína Ósk Óskarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir. Rapp Igor. Reddari Jón Hilmar. Upptökustjórn, upptökur og hljóðblöndun Hafþór Guðmundsson. Aðr- ar upptökur Daði Georgsson. Útsetningar Hafþór Guðmundsson og Í svörtum föt- um. Upptökur fóru fram í Vífilsbúð, Grjót- námunni, Geimsteini, FÍH og Stúdíói Sýr- landi. Skarphéðinn Guðmundsson Tengsl, nýja platan með Í svörtum fötum, einkennist af óseðjandi popphungri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.