Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 329. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ánægjulegt símtal Þorvaldur Þorsteinsson skrifar leik- rit fyrir Arnar Jónsson Listir Njóttu að vera inni á Ólafur Ingi Skúlason lék með Arsenal í bikarleik Íþróttir Gegn öflum kommúnista „James Bond Víetnams“ á dóm yfir höfði sér Erlent TVEIR karlmenn voru staðnir að stórfelldu kókaínsmygli er þeir reyndu að smygla tæp- um 400 grömmum af kókaíni til landsins í gegnum Leifsstöð á þriðjudag. Þeir voru meðal farþega frá Amsterdam og höfðu falið efnin í 12 smokkum í endaþarmi. Hvor þeirra var með tæp 200 grömm af kókaíni. Tollgæsl- an á Keflavíkurflugvelli hefur ekki oft áður lagt hald á jafnmikið af kókaíni í einu lagi hjá smyglurum sem reyna þessa aðferð. Mennirnir voru enn fremur með tollskyld- an hnefaleikabúnað að verðmæti á milli 300– 400 þúsund krónur, sem einungis hafði verið greitt af að hluta. Tollgæslan lagði því hald á varninginn. Tengjast hnefaleikafélögum Hinir grunuðu tengjast sínu hnefaleika- félaginu hvor og er annar þeirra þjálfari í fullu starfi. Við komuna voru þeir klæddir áberandi íþróttafötum, merktir Íslandi með íslenskum fánum. Að sögn Jóhanns R. Bene- diktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflug- velli, hlýtur að teljast áhyggjuefni að íþrótta- menn svo kirfilega merktir sem slíkir skuli verða uppvísir að svo stórfelldu smygli á hörðum fíkniefnum. Að iðka slíka glæpa- starfsemi undir þessu yfirvarpi hljóti bæði að gera íþróttamenn á ferðalögum tortryggi- lega og ekki síður grafa undan trausti for- eldra á hnefaleikafélögum sem börn þeirra æfa hjá. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hjá hnefaleikafélögum æfa allt niður í 10–11 ára börn hnefaleika hjá þeim. Mennirnir hafa báðir viðurkennt vörslu kókaínsins og telst málið upplýst að mestu. Ekki var þörf á að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim en mál þeirra verður tekið fyrir hjá ákæruvaldinu að lokinni lögreglurannsókn hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Við rannsókn málsins hefur lögreglan haft tal af forsvarsmönnum viðkomandi hnefa- leikafélaga við að reyna að upplýsa meint tollalagabrot mannanna. Staðnir að stór- felldu kóka- ínsmygli STJÓRNARFLOKKARNIR í Danmörku ogflestir stjórnarandstöðuflokkanna hafa náð sam- komulagi um aðgerðir til að hefta fyrirsjáanlegan straum ódýrs vinnuafls til landsins eftir stækkun Evrópusambandsins í maí, að sögn danskra emb- ættismanna í gær. Verkalýðssamtök og atvinnu- rekendur í Danmörku fögnuðu samkomulaginu. Samkomulagið felur í sér að ríkisborgurum Austur-Evrópuríkja, sem fá aðild að Evrópusam- bandinu, verður torveldað að fá atvinnuleyfi og aðgang að velferðarkerfinu. Þeir fá ekki atvinnu- leyfi nema þeir sýni ráðningarsamninga sem full- nægja kröfum um lágmarkslaun og aðbúnað á vinnustað. Missi þeir vinnuna eða láti af störfum verður atvinnuleyfið numið úr gildi. Um leið og borgarar nýju aðildarríkjanna verða atvinnulausir eiga þeir ekki lengur rétt á opinberri aðstoð, svo sem atvinnuleysisbótum eða örorkubótum. Claus Hjort Frederiksen, vinnumálaráðherra Danmerkur, fagnaði samkomulaginu og lýsti því sem „skjaldborg um danska velferðarkerfið“. „Þetta er sannkölluð trygging fyrir því að komið verði í veg fyrir óvægna samkeppni á vinnumark- aðnum.“ Danska þingið verður ekki beðið um að greiða atkvæði um samkomulagið sem á að gilda í fimm ár. Að þeim tíma liðnum verður það hugsanlega framlengt um tvö ár. Þjóðarflokkurinn, sem er lengst til hægri, féllst ekki á samkomulagið og lagði þess í stað til að samið yrði um sjö ára aðlögunartímabil áður en danski vinnumarkaðurinn yrði opnaður alveg fyrir borgurum Austur-Evrópulandanna. Einingarlistinn, sem er lengst til vinstri, hafn- aði einnig samkomulaginu og sagði að í því fælist að fólk frá Austur-Evrópu væri beitt misrétti. Ódýrt vinnuafl heft Kaupmannahöfn. AFP. UNNIÐ er að því af hálfu Iðntæknistofn- unar að kanna möguleika á að Ísland taki þátt í geimáætlun Evrópu, að því er segir í Púlsinum, fréttablaði Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Sérstaklega hefur verið kannað hugsanlegt samstarf við evrópsku geimferðastofn- unina, The European Space Agency, ESA. Fulltrúar Iðntæknistofnunar fóru í höfuð- stöðvar ESA í París á dögunum. Í ESA eru fimmtán fullgild aðildarríki að öllum Norð- urlöndunum meðtöldum nema Íslandi. Í Púlsinum segir að reynslan hafi sýnt að þau ríki sem gangi til samstarfs við ESA hljóti margvíslegan ávinning í fjárhagsleg- um, vísindalegum, tæknilegum og sam- félagslegum skilningi: „Sagan sýnir að sam- starf við ESA eykur samkeppnishæfni og stuðlar að nýsköpun og útvíkkun markaðs- tækifæra. Síðast en ekki síst leiðir samstarf til nýrra starfa í verk- og raungreinum og laðar til landsins hámenntaða sérfræðinga.“ Ísland taki þátt í geim- rannsóknum ÍRÖSK kona heldur á gashylki sem hún keypti í miðborg Bagdad í gær. Margir Bagdad-búar nota gas til að kynda hús sín vegna skorts á olíu til kyndingar. Auk þess er algengt að rafmagnslaust verði í borginni. Vegna rafmagnstruflana og skemmdarverka hefur tafist að koma olíuhreinsunarstöðvum aftur í gagnið. AP Eldsneytisskortur í Írak LITHÁÍSKIR þingmenn lögðu í gær drög að texta ákæru til embætt- ismissis á hendur Rolandas Paksas, forseta Litháens, eftir að þingnefnd birti skýrslu sem benti til þess að hann væri viðrið- inn glæpasamtök. Fjórir flokkar, þeirra á meðal tveir stjórnar- flokkar, tilnefndu fulltrúa í nefnd sem hófst strax handa við að leggja drög að textan- um. Til að hægt verði að höfða mál á hendur forsetanum þurfa 36 þing- menn af 141 að samþykkja textann. Hins vegar þarf atkvæði 85 þing- manna til að víkja honum frá. Þingið samþykkti á þriðjudag skýrslu þingnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að forsetinn eða að- stoðarmenn hans tengdust glæpa- samtökum. Þessi tengsl gerðu for- setann „berskjaldaðan“ og stofnuðu þjóðaröryggi í hættu. Paksas neitar þessum ásökunum. Drög lögð að ákæru gegn Paksas Vilnius. AFP. Rolandas Paksas TRÉSMIÐAFÉLAG Reykjavíkur vill að stjórn- völd setji minnst „tveggja ára aðlögunartíma gagnvart frjálsri för launafólks hinna nýju að- ildarríkja ESB“. Í ályktun félagsins er krafist að stjórnvöld búi stofnanir undir að koma í veg fyr- ir „félagsleg undirboð, svarta atvinnustarfsemi og misnotkun á erlendu vinnuafli“. Stéttarfélög óttast félagsleg undirboð á vinnumarkaði og var málið rætt í miðstjórn ASÍ. Í samningunum um stækkun ESB er gefinn kostur á tveggja ára aðlögun að opnun vinnumarkaðarins. Vilja tveggja ára aðlögun RÚSSNESK stjórnvöld hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort þau staðfesta Kyoto-bók- unina, að sögn aðstoðarefnahags- málaráðherra Rússlands í gær. Haft var eftir Andrei Illarionov, helsta efnahagsráðgjafa Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, á þriðju- dag að bókunin myndi hefta um of hagvöxt í landinu. Stjórn Pútíns myndi því ekki staðfesta bókunina sem kveður á um að iðnríkin skuli draga úr losun svonefndra gróður- húsalofttegunda. Hins vegar sagði aðstoðarefnahagsmálaráðherrann Múkhamed Tsíkanov í gær að ráðherra Kanada í næstu viku, seg- ir að enn liggi ekki fyrir nægilega afdráttarlaus áætlun um það hvort landið geti staðið við skuldbinding- ar sínar um minni losun gróður- húsalofttegunda í samræmi við Kyoto-bókunina. Þetta kemur fram í kanadíska dagblaðinu The Globe and Mail í gær. Afstaða Martins er önnur en Jeans Chrétiens, fráfarandi for- sætisráðherra, sem sagði í gær að Kanada myndi standa við gefin fyr- irheit um að fullgilda bókunina, hvort sem Rússar gerðu það eða ekki. ljóst að hún mun ekki taka gildi vegna skilyrða sem sett voru í samningunum um hana. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra staðfesti á Alþingi í gær að komið hefði fram hjá Rússum á óformlegum fundi í Mílanó að yf- irlýsing efnahagsráðgjafa Pútíns væri persónuleg afstaða hans en ekki opinber afstaða Rússa. Snúa Kanadamenn við blaðinu? Nú virðist einnig sem afstaða Kanadamanna sé óljós. Paul Mart- in, sem tekur við embætti forsætis- stjórnvöld í Moskvu færðust stöð- ugt nær því að staðfesta bókunina. Einnig virðist nú ekki lengur ljóst hvort Kanadamenn muni staðfesta bókunina. „Ég get ekki tjáð mig um Ill- arionov en við höfum ekki fengið neinar upplýsingar frá ríkisstjórn- inni um að ákvörðun hafi verið tek- in,“ sagði Tsíkanov. Hann gaf í skyn að það færi eftir því hve samningaliprir fulltrúar Evrópu- sambandsins og Japans yrðu hvort Rússar myndu á endanum stað- festa bókunina. Fari svo að Rússar staðfesti ekki Kyoto-bókunina er Rússar ljá enn máls á Kyoto Danir grípa til aðgerða vegna stækkunar Evrópusambandsins í maí ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.