Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 24
AUSTURLAND 24 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG er haldin hátíð í Kárahnjúkavirkjun. Starfsmenn Impregilo S.p.A. heiðra þá vernd- ardýrlinginn heilaga Barböru með ýmsum hætti. Í morgunsárið verður stytta af dýrlingnum, sem reist hefur verið á meginsvæðinu við Fremri-Kárahnjúk, blessuð. Er svo starfsfólki allra vinnusvæða virkjunarinnar boðið til há- degisverðar í nýju mötuneyti Impregilo. Um miðjan dag verður starfið við virkjunina blessað og síðdegis hefst messa í klúbbhúsi í þorpinu í Laugarási. Skipulagðri dagskrá lýkur með hátíð- arkvöldverði fyrir alla þá starfsmenn sem vinna við stíflusvæðið. Impregilo gefur flestum starfsmönnum sín- um frí í tilefni dagsins. Skógræktin gefur jólatré í virkjunina Í dag ætlar Skógrækt ríkisins að gefa starfsmönnum við Kárahnjúka tvö jólatré. Annað þeirra er tæplega átta metra hátt tré til að reisa utandyra, en hitt er minna og á að standa inni við. Trjánum verður komið fyrir við og inni í mötuneyti starfsmanna. Um kvöldmatarleytið verða ljós tendruð á trján- um. Heilög Barbara er ein af dýrlingum hins kaþólska siðar og er m.a. sérstakur verndari námaverkamanna, málmbræðslu- og bygg- ingaverkamanna, slökkviliðsmanna og þeirra er fást við sprengiefni og skotfæraframleiðslu. Starfsmenn Impregilo heiðra verndardýrlinginn heilaga Barböru Hátíð í Kára- hnjúkum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í dag gleðjast erlendir verkamenn við Kárahnjúka og heiðra verndardýrlinginn heilaga Barböru. Djúpivogur | Það var mikið um að vera í sundlauginni á Djúpavogi fyrstu helgina í aðventu. Þar voru samankomnir í æf- ingabúðum tuttugu og þrír ungir sundgarpar frá Djúpavogi, Egils- stöðum og Neskaupstað. Gesta- þjálfari var Ingi Þór Ágústsson, en hann starfar sem yfirsund- þjálfari hjá Breiðabliki. Æft var stíft í tvo daga, en inn á milli gert sitthvað til skemmtunar. M.a. brugðu krakkarnir sér á diskótek í Zion, félagsmiðstöð unglinga á Djúpavogi, og döns- uðu fram á nótt. Arngrímur Viðar Ásgrímsson, framkvæmdastjóri ÚÍA, segir krakkana hafa staðið sig afar vel og þjálfunina verið góða. Það var sundráð ÚÍA sem skipulagði æf- ingabúðirnar. Mikill uppgangur er í sundíþróttinni á Austurlandi. Má þar nefna að á Neskaupstað einum stunda 55 börn reglulegar sundæfingar. Stefnt er að því að endurtaka leikinn eftir áramót á Djúpavogi, en þar er frábær að- staða, bæði úti og inni, til sun- dæfinga yfir vetrartímann. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Sprækir sundmenn: Dvöldu í æfingabúðum á Djúpavogi og syntu sem þeir gátu. Sundgarpar í æfingabúðum Jarðgöng | Í síðustu viku hófst vinna við jarðgöng á sex stöðum á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka. Samsteypufyrirtækið Fosskraft er byrjað á tvennum göngum. Annars vegar aðkomugöngum og hins veg- ar strengjagöngum fyrir há- spennulínur að stöðvarhúsi virkj- unarinnar. Þá mun Fosskraft fljótlega hefja vinnu við frárennsl- isgöng, sem verða 1,3 km að lengd og 9 metrar í þvermál. Aðgöng 1 á Teigsbjargi eru tilbúin. Þá er unnið að fullum krafti við fyllingu í meginstíflu Hálslóns við Fremri-Kárahnjúk. Komnir eru um 100 þúsund rúmmetrar af grjóti í þjöppuðum lögum á vest- urbakka Hafrahvammagljúfra, en alls munu fara 8,5 milljónir rúm- metra í Kárahnjúkastíflu. Stefnt er að því að veita Jöklu í hjáveitugöng fram hjá stíflustæð- inu 18. desember nk. Hreindýr | Næsta sumar verða gef- in út veiðileyfi á 800 hreindýr, en það er sami kvóti og í ár. Skiptist kvót- inn í 339 tarfa og 461 kú. Í haust veiddust 740 hreindýr auk kálfa. Hreindýraveiðitímabilið stendur frá 1. ágúst til 15. september ár hvert. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Búið er að gefa út veiðidýrafjölda í hreindýraveiðinni næsta haust. Þessi verður þó vart veiddur, enda heimilisfastur í hreindýragarði á Jökuldal. RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is GSM aukahlutir VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Allt fyrir GSM símann flinn fær›u hjá okkur Handfrjáls búna›ur, frontar & rafhlö›ur w w w .d es ig n. is © 20 03 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Sjarmerandi, björt og vel skipulögð 4ra herb. íbúð í risi auk u.þ.b. 27 fm bakhúss á lóð, sem er mikið endurnýjað, s.s. nýtt járn á þaki, ný rafmagnstafla, hiti í gólfi og nýir gluggar og gler. Bakhúsið býður upp á möguleika að leigja út sem einstaklingsíbúð, eða vinnu- stofu fyrir listamenn. Verð 15,5 millj. Áhv. byggsj. + húsbréf 4,3 millj. KÁRASTÍGUR - RIS OG BAKHÚS SÉRBÝLI MARBAKKABRAUT - SÉRBÝLI Á SJÁVARLÓÐ Í KÓPAVOGI Nýtt á skrá 145 fm mikið endurnýjað sérbýli á einni hæð, endurnýjað að utan og innan, auk 30 fm bíl- skúrs. 3-4 svefnherbergi auk arinstofu. Verð 25 millj. Nánari uppl. veitir Hákon á skrif- stofu Gimli. HRAUNBÆR - BÍLSKÚR Vorum að fá í einkasölu mjög gott 152 fm raðhús á einni hæð og 21 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í and- dyri, innra hol, eldhús, stofu, sólstofu, 3-4 herb., baðherb. gestasnyrtingu og þvotta- hús/búr. Húsið hefur verið mikið endurnýjað s.s. gler, vatnsl., þak og málað að utan. Hiti í stéttum. Bílskúr m. hurðaopnar og gryfju, heitt og kalt vatn. Verð 22,3 millj. HÆÐIR DRÁPUHLÍÐ - BÍLSKÚR Vorum að fá í einkasölu snyrtilega 105 fm hæð ásamt 23 fm bílskúr. Eignin skiptist í tvær stofur og 2-3 svefnherb., eldhús og bað. Gólfefni eru parket og dúkar. Hiti í gangstéttum. Verð 16,9 millj. BERGSTAÐASTRÆTI - HÆÐ OG RIS Sérlega sjarmerandi, mjög björt og vel skipulögð 123,3 fm íbúð í þríbýli, sem er hæð og ris. Á hæðinni eru samliggjandi stofur, rúmgott eldhús, baðherbergi flísalagt, bað- kar. Tvö stór og rúmgóð svefnherbergi. Á efri hæð er 21,1 fm vinnuherbergi með fal- legu útsýni. Það eru falleg furuborð á gólfum neðri hæðar. Búið er að endurídraga raf- magn og endurnýja rafmagnstöflu, einangra gólf, járn á þaki 10 ára. Verð 18,3 millj. Áhv. 4,9 millj. GOÐHEIMAR - LAUS FYRIR JÓL Er- um með í sölu rúmgóða og bjarta 129 fm 6 herb. efri hæð ásamt bílskúr. Íbúðin skiptist í fimm svefnherbergi, stofur, eldhús og bað- herbergi. Stutt er í skóla og alla þjónustu. Bílskúrinn er 25 fm með heitu og köldu vatni og rafmagnshurðaopnara. Verð 17,8 millj. DRÁPUHLÍÐ - SÉRHÆÐ Falleg og mik- ið endurnýjuð 108 fm íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi í þríbýli. Tvö svefnherbergi og tvær stórar samliggjandi stofur (skiptanleg- ar með franskri hurð á milli), báðar stofur með parketi, útg. á 8 fm suðursvalir. Fallegur garður í rækt til suðurs. Eignin er mikið end- urnýjuð s.s. járn á þaki, ofnalagnir, gluggar og gler, rafm. og rafmtafla. Verð 16,0 millj. Áhv. 3,2 millj. MIKLABRAUT - HÆÐ OG RIS + BÍLSKÚR 112 fm efri sérhæð og 26 fm ris ásamt 33 fm bílskúr. Íbúðin er með sérinn- gangi. Í risi eru tvö svefnherbergi, bæði með skápum og parketi, snyrting flísalögð, undir súð, sjónvarpshol. Á hæðinni eru tvö rúm- góð svefnherbergi, mikið skápapláss í báð- um, samliggjandi teppalagðar stofur og gengt út á suðursvalir. Sérþvottahús innan íbúðar. Verð 16,8 millj. 5 HERB. OG STÆRRI LAUFENGI - ENDAÍBÚÐ Vorum að fá í einkasölu 112 fm endaíbúð á 3ju hæð (efstu). Fjögur svefnherbergi m. skápum, eldhús m. borðkrók og rúmgóð stofa, þvotta- herb. innan íbúðar, rúmgott baðherbergi. Parket á gólfum. Suðursvalir og mikið útsýni. Áhv. ca 6,4 millj. FISKAKVÍSL - LAUS FLJÓTLEGA Sérlega falleg og vel skipulögð 121 fm íbúð á tveimur hæðum, með glæsilegu útsýni af tvennum svölum. Baðherbergi flísalagt, gegnheilt eikarparket á öllum gólfum. Íbúðin er í 2ja hæða fjölbýli, nýtt járn á þaki og sameign vel umgengin. Sérlega fallegt og mikið útsýni yfir borgina. Áhv. 5,8 millj. byggsj. og lífeyrissj. Verð 17,8 millj. Íbúðin getur verið laus fljótlega. DVERGABORGIR - LAUS FYRIR JÓL Erum með í einkasölu góða 95 fm 5 herb. íbúð á tveimur hæðum með sérinn- gangi. Íbúðin skiptist í fjögur svefnherbergi, öll með skápum, stofu, eldhús með hvít/- beykiinnréttingu, tvö salerni. Fallegt útsýni er frá íbúðinni og aðstaða til útivistar góð, stutt er í alla þjónustu og skóla. Verð 13,9 millj. ÁLFHEIMAR - 5 HERB. Vorum að fá í sölu rúmgóða og bjarta 5 herbergja 114 fm íbúð á 3ju hæð. Fjögur svefnherbergi, stofa, eldhús með nýlegri innréttingu og baðherb. Hús og sameign til fyrirmyndar, stutt í skóla og alla þjónustu. Verð 14,6 millj. Áhv. 9 millj. 4RA HERBERGJA FLÉTTURIMI - LAUS FLJÓTLEGA Björt og rúmgóð 96 fm 5 herbergja íbúð á 2. hæð (efstu) ásamt stæði í bílskýli. Fjögur svefnherbergi, þar af þrjú þeirra með fata- skápum. Rúmgóð stofa og gengt út á suður- svalir. Sérþvottahús innan íbúðar. Verð 13,9 millj. Áhv. 6,7 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.