Morgunblaðið - 04.12.2003, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 11
BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð-
herra hefur lagt fram frumvarp til
laga um breytingu á umferðarlögum
sem miða m.a. að bættu umferðarör-
yggi og eftirliti með aksturs- og
hvíldartíma. Er þetta síðasta frum-
varpið af þessu tagi sem dómsmála-
ráðherra leggur fram þar sem um-
ferðarmálin munu flytjast til
samgönguráðuneytisins um áramót.
Í umferðarlagafrumvarpinu eru
m.a. ákvæði sem miða að bættu um-
ferðaröryggi, einkum um öryggis- og
verndarbúnað barna og notkun hlífð-
arhjálma á bifhjólum og torfæru-
tækjum. Þá miðar frumvarpið að
skilvirkari innheimtu gjalda vegna
vanrækslu á að færa ökutæki til
skoðunar. Að sögn Björns er einnig
gert ráð fyrir því í frumvarpinu að
svokölluð vélknúin hlaupahjól verði
talin til reiðhjóla. Björn segir að vafi
hafi ríkt um skilgreiningu slíkra
tækja og hvaða reglur eigi að gilda
um þau í umferðinni, enda sé um
nýja tegund farartækja að ræða.
Lagt sé til að ekki megi aka vélknún-
um hlaupahjólum á akbrautum enda
muni að öðrum kosti skapast af þeim
augljós hætta. Þá hefur dómsmála-
ráðherra lagt fram frumvarp um lög-
menn sem hefur að geyma ýmsar
breytingar á lögmannalögunum,
m.a. ákvæði um rétt nemenda úr
lagadeildum háskóla í landinu til að
gangast undir lögmannspróf.
Síðasta frumvarp dómsmála-
ráðherra um umferðarmál
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra hefur lagt fram frumvarp á
Alþingi um breytingar á lögum um
rannsókn flugslysa. Frumvarpið var
lagt fram á síðasta þingi en náði ekki
fram að ganga. Meðal breytinga er
að sett eru inn ákvæði um meðferð
og birtingu gagna sem rannsóknar-
nefndin aflar við rannsókn mála. Þá
fækkar nefndarmönnum úr fimm í
þrjá og skipa á forstöðumann sem á
að sjá um daglegan rekstur.
Samkvæmt frumvarpinu á að gera
forstöðumanninn jafnframt að rann-
sóknarstjóra nefndarinnar sem stýr-
ir rannsóknarverkefnum á vegum
hennar. Þá getur samgönguráðherra
falið nefndinni að rannsaka atriði
sem almennt varða flugöryggi, án
þess að það tengist flugslysi.
Nefndinni verður gert kleift að
krefjast þess að fá í sína vörslu upp-
tökur og skráningar, svo og önnur
gögn sem varða loftför, áhafnir
þeirra og umferð loftfara, auk þess
sem heimilt verður að krefjast fram-
lagningar gagna.
Þá er í frumvarpinu kveðið á um
heimildir dómstóla til að mæla fyrir
um aðgang að gögnum hjá rannsókn-
arnefndinni. Nær sú heimild ekki til
aðgangs að vitnaskýrslum sem tekn-
ar eru á vegum nefndarinnar, og tek-
ur eingöngu til endurrits af upptök-
um sem gerðar eru í tilefni af
flugslysarannsókn. Loks eru í frum-
varpinu ákvæði sem heimila ráð-
herra að fela nefndinni að rannsaka
nánar tiltekið flugslys eða sérstök
atriði sem tengjast flugslysi, ef ný
gögn eða upplýsingar koma fram eft-
ir að rannsókn lýkur.
Breytingar á rann-
sóknum flugslysa
ÁRNI Magnússon félagsmálaráð-
herra afhenti þremur aðilum múr-
brjóta Landssamtakanna Þroska-
hjálpar á Grand Hóteli Reykjavík í
gær, en gærdagurinn var jafn-
framt alþjóðadagur fatlaðra.
Múrbrjóturinn er viðurkenning
samtakanna til þeirra sem þykja
hafa skarað fram úr í að ryðja
fötluðum nýjar brautir í jafnrétt-
isátt. Að þessu sinni hlutu Múr-
brjóta Garðar Sverrisson, formað-
ur Öryrkjabandalags Íslands,
vegna samnings um aldursteng-
ingu grunnlífeyris örorkubóta,
Fjölmennt, fullorðinsfræðsla fatl-
aðra, fyrir öflugt listastarf, og
landssöfnun Sjónarhóls fyrir átak
til betra lífs fyrir sérstök börn.
Á myndinni eru frá vinstri Árni
Magnússon félagsmálaráðherra,
Atli Lýðsson frá Fjölmennt, Dorrit
Moussaieff, sérstakur verndari
landssöfnunar Sjónarhóls, Ragna
Marinósdóttir, stjórnarformaður
Sjónarhóls, Garðar Sverrisson,
formaður Öryrkjabandalags Ís-
lands, og Halldór Gunnarsson, for-
maður Landssamtakanna Þroska-
hjálpar.
Múrbrjótur Landssamtakanna
Þroskahjálpar afhentur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
S O K K A B U X U R
Hverfisgata 6 Símí 562 2862
Jólafötin sem krakkarnir vilja
Kringlunni - Smáralind
Fjölbreytt úrval af pönnum og pottum
®Fitulausa pannan
Smiðjuvegi 11, gul gata, Kóp. símar 568 2770 og 898 2865 • Opið 9-17 mán.-fös.
Dönsk gæðavara - áratuga reynsla
Glerkeramik húð
Steiking án feiti
Maturinn brennur ekki við
Þolir allt að 260° hita í ofni
Nikkelfrí húð sem flagnar ekki af
Nytsöm jólagjöf
Nýir sölustaðir: Gallerý Kjöt, Grensásvegi 48, Reykjavík.
Daggir ehf., Strandgötu 25, Akureyri.
Borðstofuborð Stofuskápar
Sófasett Íkonar
www.simnet.is/antikmunir
Mikið úrval af ljósakrónum
Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977.
Skólavörðust íg 7 , RVÍK, S ími 551-5814
Stærsta
töskuverslun landsins
verð kr. 10.200
9,200
6,200
SKEMMUVEGI 36
Sími 557 2000
BLIKKÁS –
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar