Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝ kreppa er komin upp innan fær- eysku landsstjórnarinnar og getur hún hugsanlega leitt til þess, að hún falli. Ástæðan er nýútkomin bók þar sem flett er ofan af fjármálabralli Anfinns Kallsbergs lögmanns fyrir 20 til 25 árum. Høgni Hoydal, leiðtogi Þjóðveld- isflokksins, sagði í fyrrakvöld, að annaðhvort hreinsaði Kallsberg sig af þeim ásökunum, sem fram kæmu í bókinni, eða bæði færeysku þjóðina afsökunar og þá ekki síst Þjóðveld- isflokkinn. Var Hoydal þá að vísa til þess, að 2002 skrifaði einn þing- manna Þjóðveldisflokksins, Tór- bjørn Jacobsen, lesendabréf og ýjaði í því að vafasamri fortíð Kallsbergs og eins félaga hans í Fólkaflokknum í fjármálum. Kalls- berg brást þá við með því að krefj- ast þess, að Ja- cobsen bæði sig afsökunar, ann- ars væri stjórnin fallin. Stóð í því stappi fram að Ólafsvöku þegar Kallsberg ætlaði að setja lögþingið og segja sumir, að hann hafi þá verið með tvær ræður tilbúnar, aðra vegna þingsetningarinnar og hina með yf- irlýsingu um stjórnarslit. Aðeins nokkrum augnablikum áður en hann steig í ræðustólinn fékk hann form- legt afsökunarbréf frá Jacobsen. Bókin, sem uppnáminu veldur, heitir „Skjótum blaðamanninn“ og eru höfundar hennar tveir blaða- menn, þeir Grækaris D. Magnussen og Øssur Wintherei. Í henni sýna þeir fram á, að þegar Kallsberg var bókhaldari hjá Frostvirkinu í Norð- depli á árunum 1977 til 1982, hafi hann falsað upplýsingar um birgða- stöðuna. Út á það hafi fyrirtækið fengið tæplega 11 millj. ísl. kr., sem Kallsberg flutti síðan með ólöglegum hætti til tveggja skipa, sem hann gerði út. Raunar hefur þetta allt saman komið fram áður en munurinn er sá, að í bókinni er þetta brall skjal- fest. Í viðtali við færeyska blaðið Dimmalætting í fyrradag viður- kenndi Kallsberg, að hann hefði ver- ið dálítið hugmyndaríkur í bókhald- inu fyrir Frostvirkið og vitað, að það var ekki alveg samkvæmt bókinni. „Fyrirtækið og skipin voru ná- tengd og það varð að láta hlutina ganga. Það tapaði enginn neinu og það er langt síðan ég hætti að hugsa um þetta,“ sagði Kallsberg. Að færeysku landsstjórninni standa fjórir flokkar, Fólkaflokkur- inn, Þjóðveldisflokkurinn og tveir smáflokkar, Miðflokkurinn og Sjálf- stýriflokkurinn. Hafa þeir tveir síð- astnefndu lýst yfir trausti á Kalls- berg og því stendur það nú upp á Þjóðveldisflokkinn að standa við stóru orðin, úrslitakostina, sem hann hefur sett Kallsberg. Landstjórnin í Færeyj- um hangir á bláþræði Gamalt fjármálabrall Kallsbergs lögmanns rifjað upp í nýrri bók Anfinn Kallsberg DÓMSTÓLL í Nürnberg í Þýskalandi hefur gefið út handtökutilskipun á hendur Jorge Videla, fyrrverandi for- seta Argentínu, og tveim öðr- um háttsettum mönnum í her- foringjastjórninni sem var við völd á áttunda áratugnum. Er þeim gefið að sök að hafa bor- ið ábyrgð á því að tveir þýskir stúdentar voru myrtir í „skítuga stríðinu“ svonefnda. Þá hurfu margir andstæð- ingar herforingjanna spor- laust. Át fórnar- lamb sitt ÞJÓÐVERJI, sem er ákærður fyrir morð á landa sínum og fyrir að hafa sundurlimað líkið og étið það, kom fyr- ir dómara í gær. Armin Meiwes, 42 ára Berlín- arbúi, er ákærður fyr- ir að hafa myrt Bernd Jürgen B. frá Rotenburg með því að stinga hann í hálsinn. Verj- andi Meiwes segir að Jürgen, sem var 43 ára, hafi svarað auglýsingu frá Meiwes á Net- inu og hvatt hann til verksins. Haft var eftir Meiwes að hann hefði náð afar sterku sambandi við fórnarlambið. „Og ég þarf ekki á öðrum að halda innra með mér,“ sagði hann. „Þekkt óvitneskja“ BRESKU samtökin Plain English Campaign veittu Don- ald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkj- anna, hin árlegu tungubrjóts- verðlaun. Rumsfeld sagði fyrr á árinu: „Mér finnst fréttir um að eitt- hvað hafi ekki gerst alltaf áhugaverðar, því, eins og við vitum, er til þekkt vitneskja; það er að segja eitthvað sem við vitum að við vitum. Við vitum líka að það er til þekkt óvitneskja; það er að segja, við vitum að það eru hlutir sem við vitum ekki um. En það er einnig til óþekkt óvit- neskja – hlutir sem við vitum ekki að við vitum ekki um.“ Nýtt hraða- met í Japan JAPÖNSK hraðlest setti hraðamet í borginni Tsuru í Yamanashi-héraði í fyrradag þegar hún náði 581 kílómetra hraða á klukkustund. Lestin er einteinungur sem kemur aðeins við teininn þeg- ar hún er stöðvuð og á litlum hraða en þegar hraðinn er aukinn myndast segulsvið á milli lestarinnar og teinsins þannig að viðnám verður í lág- marki. STUTT Videla verði hand- tekinn Armin Meiwes Donald Rumsfeld ÖKUMENN í vesturhluta stórborgarinnar Melbourne í suðvestanverðri Ástralíu hafa flúið upp á þök bíla sinna vegna geysimikilla flóða sem þar herjuðu skyndilega í gær. Ofsarok og rigning skall á og voru bátar notaðir til að bjarga fólki úr lífsháska. Óveðrið mun hafa valdið skemmdum er námu hundruðum milljóna króna. Reuters Óveður í Melbourne STJÓRNARANDSTAÐAN á Ítalíu stóð í gær fyrir mótmælum í Róm vegna samþykktar öldungadeildar ítalska þingsins á þriðjudag á um- deildu lagafrum- varpi sem gerir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, kleift að halda í og jafnvel auka umsvif sín á ítalska fjölmiðla- markaðnum. Hafa stjórnar- andstæðingar hvatt Carlo Azeglio Ciampi Ítalíufor- seta til að neita að undirrita lögin á þeirri forsendu að þau séu í andstöðu við ítölsku stjórnarskrána. Mörg dagblaðanna á Ítalíu gagn- rýndu samþykkt frumvarpsins í leið- urum sínum í gær og sögðu að það yrði ekki til að auka frelsi á fjöl- miðlamarkaði. Ríkisstjórn Berlusc- onis segir hins vegar að nýju lögin tryggi aukna samkeppni, tækni- framfarir og að almenningi muni gefast kostur á fleiri gervihnatta- sjónvarpsstöðvum en áður. Markmiðið með lögunum sem öld- ungadeildin samþykkti í fyrradag er að hnekkja úrskurði stjórnarskrár- dómstóls um að Berlusconi yrði að láta af hendi eina af þremur sjón- varpsstöðvum sínum fyrir áramót. Berlusconi ræður beint eða óbeint yfir um 90% sjónvarpsmarkaðarins í landinu en fjölskylda hans á nú þrjár einkareknar sjónvarpsstöðvar og auk þess eru stuðningsmenn Berlusconis í meirihluta í pólitískt skipaðri stjórn ríkissjónvarpsins ítalska, RAI. Þá ræður eignarhaldsfélagið Fin- invest, sem er í eigu Berlusconis, yfir blöðunum Panorama og Il Giornale, útgáfufyrirtækinu Mondadori og ýmsum kvikmyndaréttindum. Lögin nýsamþykktu aflétta m.a. frá og með árinu 2009 reglum er banna einu fjölmiðlafyrirtæki að eiga bæði prentmiðla og ljósvaka- miðla, auk þess sem eitt fjölmiðlafyr- irtæki má nú fá stærri hluta auglýs- ingatekna í sinn hlut en áður. Hefðu fallið á tíma Andstæðingar Berlusconis óttast að lagasetningin í fyrradag geri hon- um kleift að sölsa undir sig fleiri dag- blöð og tímarit og beita enn frekar ítökum sínum við stjórnun RAI. Neðri deild ítalska þingsins hafði samþykkt lagafrumvarpið frá sér í október. Kommúnistum þar tókst þó að veita Berlusconi nokkra skráveifu en við afgreiðslu í neðri deildinni fengu þeir bætt við ákvæði sem bannar auglýsendum í sjónvarpi að nota börn yngri en 14 ára í auglýs- ingum sínum. Gæti þetta ákvæði haft umtalsverð áhrif enda oft og iðulega notast við barnaleikara í auglýsing- um á Ítalíu. Þær reglur gilda við afgreiðslu laga á Ítalíu að öldungadeildin verð- ur að samþykkja lagafrumvörp óbreytt til að þau öðlist gildi – geri öldungadeildin breytingar á frum- vörpum, sem búið er að afgreiða frá neðri deildinni, fer frumvarpið aftur til afgreiðslu þar. Fyrir lá hins vegar að ef öldungadeildin hefði fellt út áð- urnefnd ákvæði hefði ekki gefist tími til að koma í veg fyrir að fyrrgreind- ur úrskurður stjórnlagadómstólsins tæki gildi um áramótin. Mótmæla harðlega sam- þykkt nýrra fjölmiðlalaga Róm. AFP. Berlusconi ræður beint eða óbeint yf- ir 90% sjónvarpsmarkaðarins á Ítalíu Silvio Berlusconi ÞÓTT nærri tvö ár séu liðin síðan 12 Evrópusambandsríki sameinuðust um nýjan gjaldmiðil, evruna, þá eru íbúar þeirra enn mjög tregir til að versla utan landamæranna. Kemur þetta fram í nýrri könnun en samkvæmt henni keyptu aðeins 12% íbúanna eitthverja vöru í öðru evrulandi en sínu eigin á síðasta ári. Aðeins 15% sögðu tilkomu evrunnar hafa aukið áhuga sinn á að versla utan landamæranna en það átti þó að vera eitt meginhagræðið af henni. Er ekki að sjá, að það hafi breytt miklu enn, að hægt er að fá frönsk vín, ítalskan tískufatnað og belgískt súkkulaði miklu ódýrara í upprunalandinu en annars staðar. „Það er nauðsynlegt að virkja neyt- endur betur í því skyni að auka sam- keppnisgetuna,“ sagði David Byrne, sem fer með heilbrigðis- og neytenda- mál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, ESB, en svo virðist sem fólk treysti ekki neytendavernd í öðr- um löndum. Það kom hins vegar í ljós, að jafnt fólk í suðri sem norðri treysti betur vörugæðunum í Norður-Evr- ópu en Suður-Evrópu. Evra til heima- brúks Brussel. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.