Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 51 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 30 40 12 /2 00 3 Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands Skuldabréf CVC á Íslandi ehf. 1. flokkur 2003, skráð í Kauphöll Íslands hf. Nafnverð útgáfu Heildarnafnverð flokksins er 1.600.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa Útgáfudagur skuldabréfanna var 1. febrúar 2003. Skuldabréfin eru til 5 ára, vaxtagreiðslubréf með vaxtagreiðslu einu sinni á ári, í fyrsta sinn 1. febrúar 2004 og síðan 1. febrúar ár hvert þar til höfuðstóll skuldabréfsins er greiddur með einni greiðslu 1. febrúar 2008. Bréfin bera fasta 8,80% vexti á ári af höfuðstólnum. Skuldabréfin eru verðtryggð og bundin vísitölu neysluverðs með grunnvísitölu í febrúar 2003 (224,7). Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands hf. verður CVC 03 1. Skráningardagur Kauphöll Íslands hf. hefur ákveðið að skrá skuldabréf CVC á Íslandi ehf. 8. desember 2003. Upplýsingar og gögn Skráningarlýsingu og gögn, sem vitnað er til í henni, er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Landsbanka Íslands hf. Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Vefsíða www.landsbanki.is CVC á Íslandi ehf. NOKKUR umræða hefur átt sér stað að undanförnu um hlutverk há- skóla, aðstöðu þeirra, fjármögnun og fleiri þætti. Þungi umræðunnar hef- ur beinst að því fjármagni sem ríkisvaldið leggur í málaflokkinn, skiptingu þess milli háskóla og rétt háskóla til að afla sér tekna með því að leggja skólagjöld á nemendur. Einnig hefur mikið verið rætt um rannsóknir innan háskólanna, hverjir þeirra skuli stunda rannsóknir, í hve miklum mæli og hvernig fjármunum skuli skipt milli kennslu og rannsókna. Undirritaður telur nauð- synlegt að leggja áherslu á þau atriði sem skipta afar miklu máli við stefnumörkun og fjármögnun áframhaldandi upp- byggingar háskólasamfélagsins hér á landi. Háskólar (e. university) eru stofnanir sem stunda kennslu og rannsóknir. Stofnun sem sinnir einungis öðrum þessara þátta er ekki háskóli og eðli málsins samkvæmt sinna því sk. akademískir starfsmenn háskóla, lektorar, dósentar og prófessorar, bæði kennslu og rannsóknum. Frávik frá þessu leiðir til endurskilgreiningar á hlutverki há- skóla eða útþynningar á hugtakinu háskóli samkvæmt skilgreiningu al- þjóðavísindasamfélagsins. Til að koma í veg fyrir misskilning er vert að geta þess að erlendis eru til svokallaðir kennsluháskólar (college, høg- skole, hochschule í stað university, universitet, universität) sem sinna fyrst og fremst kennslu til fyrstu háskólagráðu án þess að leggja áherslu á rann- sóknir (þessir skólar eru þó sífellt að auka þátttöku í rannsóknum). Slíkar stofnanir eru ekki háskólar samkvæmt framangreindri skilgreiningu. Á undanförnum árum hafa allmargir nýir háskólar komið til sögunnar hér á landi. Í samningum þeirra við stjórnvöld eru þeir skilgreindir sem háskólar (e. university) og hljóta því að sinna þeim skyldum sem vísinda- samfélagið leggur á slíkar stofnanir. Akademískir starfsmenn þeirra eru lektorar, dósentar og prófessorar og þurfa að gangast undir sérstakt hæf- ismat sem byggist að verulegu leyti á virkni þeirra í rannsóknum. Til að öðlast framgang í starfi, til dæmis úr stöðu dósents í prófessor, þarf við- komandi að hafa verið virkur í rannsóknum. Akademískur starfsmaður í stofnun sem ekki stundar rannsóknir er í blindgötu. Það er ábyrgð og skylda stjórnvalda að tryggja að þær stofnanir sem gerðar hafa verið að háskólum hafi svigrúm og fjármagn til rannsókna. Áður en farið er af stað þarf að liggja fyrir áætlun um þessa þætti og gildir þá jafnt hvort um er að ræða ríkisháskóla eða háskóla sem reknir eru á öðrum forsendum. Það er til lítils að fjölga háskólum ef hver og einn þeirra getur ekki staðið undir nafni og í raun afar varhugavert að vega með þeim hætti að stöðu íslenskra háskóla í vísindasamfélaginu. Ofangreind umræða er óháð þeim leiðum sem notaðar eru til þess að út- deila fjármagni til rannsókna en æskilegt verður að telja að hver háskóli hafi tiltekna lágmarksfjármuni til innri uppbyggingar en að viðbótarfé verði sótt í samkeppnissjóði. Innan háskóla þarf að vera virk stjórnun þannig að nýting fjármuna sé hámörkuð og að hún sé ekki hindruð af ósveigjanlegum ráðningarkjörum og óhóflegri yfirbyggingu. Háskólar og rannsóknir Eftir Bjarka Brynjarsson Höfundur er deildarforseti tæknideildar Tækniháskóla Íslands. AÐ undanförnu hafa birst nokkr- ar greinar í dagblöðum um kjör og vinnuaðstæður blaðburðarbarna. Í þeim hafa komið fram áhyggjur greinarhöfunda um að þessi störf séu börnum ofviða, blaðabunkinn sé of þungur og vinnu- tímareglur brotnar. Reyndar hefur einnig komið fram sú skoðun að þeir, sem bera vinnu- aðstæður þessara barna fyrir brjósti, þ.m.t. starfsmenn Vinnueft- irlitsins, „séu sjálfir lyddur og vesalingar“, sbr. smágrein í DV 2. des. 2003. Áhyggjur margra greinarhöf- unda af blaðburðarbörnum eru vel skiljanlegar. Blaðburður hefur breyst í tímans rás. Sum blöðin virðast þyngri en áður, t.d. vegna þess að þeim fylgja oft aukablöð og auglýsingabæklingar sem heyrði til undantekninga áður fyrr. Því má ætla að þyngd byrða og álag hafi aukist. Þjóðfélagið tekur stöðugum breytingum og þar með viðhorf manna til margra hluta, einnig sjónarmið gagnvart vinnu barna og unglinga. Það er því ekki að ástæðulausu að Alþingi hefur sam- þykkt lög þar sem m.a. er fjallað um vinnu barna og unglinga, þ.e. lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980, síðast breytt á þessu ári. Á grund- velli laganna var árið 1999 sett reglugerð nr. 426 um vinnu barna og unglinga. Markmiðið með reglugerðinni er einkum þetta:  Að koma í veg fyrir slys og álagsmein, þ.e. að koma í veg fyrir skaðleg áhrif vinnunnar á öryggi og heilbrigði ungmenna (þ.e. barna og unglinga).  Að tryggja að vinnan hafi ekki truflandi áhrif á menntun og þroska ungmenna. Markmið með reglugerðinni er því alls ekki að koma í veg fyrir vinnu ungmenna heldur er reynt að tryggja skynsamlega atvinnuþátt- töku þeirra. Þess vegna eru ákvæði um vinnutíma ungmenna mismun- andi eftir aldri þeirra og þroska og ákveðin tegund vinnu er bönnuð börnum og unglingum, þ.e. vinna sem er hættuleg og hefur oft valdið slysum og álagsmeinum. Sem dæmi um slík störf má nefna vinnu við hættuleg tæki og með hættuleg efni, vinnu þar sem lyfta þarf þungum byrðum og þar sem hætta er á að vinnan sé ofvaxin líkamlegu eða andlegu atgervi ungmennanna. Reglugerðin leyfir að börn, 13 ára og eldri, beri út dagblöð og auglýs- ingar en jafnframt eru ákveðnar takmarkanir settar varðandi byrðar sem ungmenni eru látin lyfta. Samkvæmt vinnuverndarlög- unum og áðurnefndri reglugerð eiga atvinnurekendur að gera skrif- legt áhættumat með tilliti til heilsu og öryggis starfsmanna og áhættu- þátta í vinnuumhverfinu. Ef áhættumat gefur til kynna að heilsu og öryggi starfsmanna sé hætta búin skal viðkomandi fyr- irtæki gera skriflega áætlun um forvarnir. Starfsmenn Vinnueftirlitsins fylgjast að sjálfsögðu með vinnuað- stæðum barna og unglinga ekki síður en annarra starfsmanna. Sem betur fer hefur skilningur fólks aukist á því hve mikilvægt er að koma í veg fyrir að ungmenni taki að sér störf sem geta verið þeim hættuleg. Hjá þeirri kynslóð, sem er komin á fullorðinsaldur, eru dæmi um bæði slys og álagsmein vegna hættulegrar vinnu og erf- iðisvinnu sem viðkomandi ein- staklingar voru látnir takast á hendur sem börn og unglingar. Þessi dæmi sýna hversu nauðsyn- legt er að um vinnu ungmenna gildi skynsamlegar reglur. Eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins hafa vinnuaðstæður blaðburð- arfólks til skoðunar um þessar mundir og er sjónum einkum beint að aldursmörkum, vinnutíma, lík- amlegu álagi og skipulagi vinnunn- ar; einnig er athugað hvort þessi starfshópur fái þjálfun og leiðbein- ingar eins og reglur kveða á um. Vinnueftirlitið mun einnig kanna hvort áhættumat hafi verið gert fyrir blaðbera og fylgja málinu eft- ir. Finna má lög og reglugerðir, svo og ýmislegt annað fræðsluefni, á heimasíðu Vinnueftirlitsins, www.vinnueftirlit.is. Öryggi og heilbrigði ungmenna í fyrirrúmi Eftir Hönnu Kristínu Stefánsdóttur Höfundur er deildarstjóri fræðsludeildar Vinnueftirlitsins. mbl.isFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.