Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Munið að slökkva á kertunum          Hafið ekki mishá kerti of nálægt hverju öðru. Hiti frá lægra kerti getur brætt hærra kertið. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins     Í STJÓRNMÁLUM er stöðugt tekist á um árangur í efnahags- málum. Þeir, sem stjórna, vilja eigna sér góðan ár- angur í efnahags- málum, en kenna náttúruöflum og óhagstæðum ytri skilyrðum um, þeg- ar árangur er slæm- ur. Stjórnarand- staðan fer öfugt að: Hún segir góð ytri skilyrði skapa góðan árangur en kennir stjórnvöldum um, þegar illa gengur í efnahagsmálum. Hagvöxtur mikið meiri í tíð Ólafs Jóhannessonar Það eru einkum tveir þættir, sem eru mikilvægir, þegar meta skal ár- angur í efnahagsmálum: Hagvöxtur og þróun kaupmáttar. Hér verður athuguð þróun þessara þátta sl. 40 ár og litið á hvern áratug fyrir sig. Á þessu tímabili er meðaltals hag- vöxtur á ári á mann langmestur á tímabilinu 1971–1980 eða rúmlega 5%. Á þessum tíma voru við völd vinstri stjórnir undir forustu Ólafs Jóhannessonar (1971–1974 og 1978–1979), stjórn Geirs Hall- grímssonar (1974–1978) og minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins undir forustu Benedikts Gröndal (1979– 1980). Hagvöxtur er næstmestur á áratugnum á undan, þ.e. 1961–1970. Þetta er viðreisnaráratugurinn, þegar ríkisstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins fór með völd. Á þessu tímabili var meðaltals hagvöxtur á ári rúm 3%. Ef litið er á áratuginn 1991–2002, þ.e. stjórn- artíð ríkisstjórna undir forustu Davíðs Oddssonar, kemur í ljós, að meðaltals hagvöxtur á ári er aðeins tæp 2% sem er lítið miðað við hag- vöxt viðreisnaráratugarins og hag- vöxt tímabilsins 1971–1980. (Byggt á tölum Hagstofunnar.) Slakur hagvöxtur miðað við önnur OECD-ríki Ef hagvöxtur á Íslandi er borinn saman við hagvöxt í öðrum OECD- ríkjum á tímabilinu 1990–2000 kemur í ljós, að hagvöxtur hér er slakur í samanburði við önnur OECD-ríki. Hagvöxtur er mestur á Írlandi eða 6,2%, þ.e. rúmlega þre- falt meiri en á Íslandi en síðan koma ríkin Lúxemborg, Spánn, Portúgal, Bandaríkin, Noregur, Holland, Danmörk, England, Tyrk- land, Grikkland, Finnland, Belgía, Austurríki og Kanada, sem öll eru með meiri hagvöxt en Ísland. Hins vegar er hagvöxtur mestur á Ís- landi af öllum OECD-ríkjum á tímabilinu 1970–1980. (Byggt á töl- um OECD.) Lítil kaupmáttar- aukning sl. áratug Lítum á þróun kaupmáttar ráð- stöfunartekna á mann sl. 40 ár, þ.e. meðalbreytingu á ári. Kaupmátt- urinn segir ef til vill mest um breyt- ingu lífskjara almennings. Eftirfar- andi kemur í ljós: Kaupmátturinn eykst langmest á tímabilinu 1971– 1980 eða um 5,7% þ.e. í stjórnartíð Ólafs Jóhannessonar, Geirs Hall- grímssonar og Benedikts Gröndal. Næst mest eykst kaupmátturinn á viðreisnaráratugnum 1961–1970 eða um 5,2%. Síðan kemur tímabilið 1981–1990 með 2,2% aukningu kaupmáttar en tímabil ríkisstjórna Davíðs Oddssonar, 1991–2002, rek- ur lestina með 1,8% kaupmátt- araukningu (Hér er byggt á hag- tölum Þjóðhagsstofnunar og fjármálaráðuneytis.) Aukin skattbyrði hefur dregið úr kaupmætti Hér blasir nokkuð annað við en talsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sagt, m.a. fyrir kosningar sl. vor. Þá var á þeim að heyra, að hag- vöxtur hefði verið meiri í tíð rík- isstjórna Davíðs Oddssonar en nokkru sinni fyrr og að kaupmáttur hefði aukist meira á því tímabili en í annan tíma. En staðreyndir segja allt annað. Hagvöxtur hefur aðeins verið hóflegur síðasta áratuginn eða svipaður og áratuginn á undan en mun minni en 1971–1980 og mun minni en á viðreisnaráratugnum, 1960–1970. Kaupmáttur ráðstöfn- unartekna á mann hefur aukist mun minna sl. áratug en 3 áratug- ina á undan. Aukin skattbyrði alls þorra launamanna vegna skattkerf- isbreytinga ríkisstjórnarinnar hef- ur dregið úr aukningu kaupmáttar ráðstöfunartekna. Hagvöxtur mestur í tíð Ólafs Jóh., Geirs og Benedikts Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Í TILEFNI af þeirri athygli sem sýning Ólafs Elíassonar í Tate Modern í London hefur vak- ið er freistandi að hugleiða einangrun samtímamyndlistar í íslensku þjóð- félagi. Um hana skortir almenna umræðu á borð við þá sem verður stundum í tengslum við bók- menntir. Samhliða þessu gætir dræmrar aðsóknar á myndlist- arviðburði hérlendis. Almenn- ingur telur sig gjarnan standa ut- an við myndlistarheiminn. Fólk ber fyrir sig þekkingarleysi og þykir myndlistin stundum illskilj- anleg, einkum þegar um er að ræða framsetningu verka í fram- andi miðlum sem þó eru þegar allt kemur til alls liður í tækniþróun nútímans og teljast vart framandi lengur. Vandinn felst að mínu mati ekki í áhuga- skorti eða þekkingarleysi, heldur fyrst og fremst í þjálfunarleysi fólks hvað varðar „lestur“ mynd- listarverka. Skapandi lestur er hins vegar nauðsynlegur til að myndlistin geti haldið áfram að vera hluti af merkingarsköpun ís- lenskrar menningar. Sýning Ólafs er til vitnis um að metn- aðarfull myndlist getur verið gef- andi fyrir einstaklinga og sam- félagið; viðfangsefni hennar spegla samtímann og hún getur breytt sjónarhorni fólks á lífið á óvæntan og skemmtilegan hátt. Sýning hans hefur ekki farið framhjá landsmönnum enda vakið gríðarlega athygli, ekki einungis innan „listheimsins“ heldur al- mennt. Ólafur nýtur þess að tals- verðir fjármunir hafa verið lagðir í að gera verk hans sem best úr garði og mikill metnaður verið lagður í kynninguna á verkinu. Af því má draga mikilvægan lær- dóm. Með aðstoð færustu sér- fræðinga hefur honum tekist að setja upp einfalda en jafnframt kraftmikla sýningu. Gestir henn- ar verða sumir undrandi þegar þeir uppgötva hversu auðvelt er að njóta myndlistarsýningar sem felur í sér svonefnda „innsetn- ingu“, en það hugtak þykir mörg- um framandi. Það er hins vegar ekki flóknara en svo, að hægt er að ganga inn í miðja innsetningu Ólafs og hreiðra þar um sig í af- slöppuðu andrúmslofti sem er framandi og kunnuglegt í senn. Merkilegasta reynslan er e.t.v. sú uppgötvun sýningargesta að þeir séu staddir í miðju myndlist- arverki og séu beinlínis virkur hluti af því. Hver og einn getur þannig tekið þátt í að búa til verkið – jafnvel þótt hann hafi „ekkert vit á myndlist“. Sýningin gefur til kynna að hægt sé að njóta samtímamynd- listar án þess að hafa þekkingu á myndlistarsögunni. Reyndar fer fólk á mis við heilt ríkidæmi með slíku þekkingarleysi; myndlist- arsagan endurspeglar og á í sam- ræðu við mannskynssöguna. Sjónarhorn hennar er mikilvægt auk þess sem hún er gríðarlega áhugaverð; fjölbreytt, falleg og skemmtileg. Hún er líka full af þversögnum og ögrandi krafti. Það nægir að heimsækja eina góða sýningu til að skynja gildi myndlistarreynslunnar. Hér á landi býr hæfileikafólk á þessu sviði og hægt er að upplifa verk þess hér og nú. En til þess að hæfileikar þessa fólks fái að blómstra þarf ekki einungis fjár- hagslegan stuðning, eins og bent hefur verið á í fjölmiðlaumfjöllun um myndlist, heldur einnig and- legan stuðning, þ.e.a.s. þátttaka almennings í merkingarsköpun myndlistarinnar skiptir máli. Þú, sem þetta lest, ert mikilvægur þátttakandi í „myndlistarheim- inum“, ekki endilega sem kaup- andi myndlistar, heldur sem virk- ur njótandi. Ein hlið myndlistarreynslunnar felst í tómstundamálun sem landsmenn stunda talsvert, eink- um með landslagsmyndum. Hug- takið „áhugamálari“ felur í sér áhuga á sjónrænni reynslu af um- hverfinu. Margir slíkir tendrast upp við að lýsa því hversu hug- fangnir þeir verða við þá áskorun sem í landslagsmálun felst. Þeir lýsa reynslunni sem svo að „mað- ur læri að þekkja landið betur“ og „það að mála breyti sýn manns“. Staðreyndin er sú að öll myndlist felur í sér slíka reynslu, af henni má draga lærdóm um það hvernig fólk sér og túlkar umhverfi sitt. Slíkur lærdómur þjálfar skynjunina og eykur næmi fyrir umhverfinu og gefur tilverunni aukið gildi. Fólk fyllist löngun til að læra meira; það sannar eftirspurnin eftir mynd- listarnámskeiðum hér á landi. Á sama hátt og reynslan af því að mála landslagsmálverk getur varpað nýju ljósi á skynjun hvers og eins á landslagi getur reynsl- an af myndlistarsýningu orðið til þess að efla meðvitund hvers og eins á því hvernig hann skynjar umhverfi sitt í víðara samhengi; heimili sitt, götuna, hverfið, borgina, náttúruna. Smám saman fer fólk að gefa öllu aukinn gaum, smáum jafnt sem stórum atriðum. Þannig getur myndlist- arreynslan breytt sýn manns og í besta falli auðgað hana og haft áhrif á hæfileikann til að njóta lífsins. Eins og sýning Ólafs sannar er því mikilvægt að virða fyrir sér hvað fólk hefur fram að færa, sem er þjálfað í og starfar við að búa til myndlist. Góðar sýningar, hvort sem um er að ræða málverk, innsetningu, hljóð- verk, gjörning eða myndbands- verk – inni í galleríi eða safni eða úti á víðavangi – gefa manni eitt- hvað eða öllu heldur skapa þær samband sem byggist á gagn- kvæmri gjöf. Þannig myndast merking verksins. Margir mundu segja að gaman væri að skoða verk á borð við „Veðurverkefni“ Ólafs en að það sé ekki hægt að hengja upp á vegg hjá sér. Á hinn bóginn má benda á, að það er tvennt ólíkt að njóta tónlistar heima í stofu eða á tónleikum. Reynslan af sýningu Ólafs er önnur en sú sem fæst af því að hengja upp ljósmynd frá sýningu hans á vegginn heima í stofu eða lesa um hana í fjöl- miðlum. Hins vegar má hafa reynsluna sem fengin var á sýn- ingunni með sér heim í formi minningar, rétt eins og minningin um fagurt útsýni af Sveinstindi við Langasjó fylgir manni löngu eftir að ferðalaginu þangað er lokið. Hægt er að hafa á vegg ljósmynd sem sýnir útsýni yfir Langasjó en mynd af landslagi er hins vegar ekki það sama og landslagið eða upplifun manns á því. Það sem máli skiptir í þessu tilviki er að fara á staðinn. Á sama hátt er mikilvægt að fara á myndlistarsýningar. Hvernig væri að gefa myndlist- inni gaum, íhuga og jafnvel end- urmeta afstöðu sína til hennar? Þannig má prófa að velta fyrir sér hliðstæðum í t.d. málverki í heimahúsum og myndlistarverki sem virðist framandi; e.t.v. reyn- ist munurinn ekki vera eins mik- ill og ætla mætti. Hæfileg blanda af því sem er kunnuglegt og framandi getur haft óvænt áhrif; ekki bara á sýningu Ólafs Elías- sonar, heldur einnig heima í stofu eða á góðri myndlistarsýningu í bænum. Heimsókn á slíka sýn- ingu gæti varpað óvæntu ljósi á miðbæjarstemninguna í aðventu- erlinum sem nú fer í hönd. Fólkið sem starfar í myndlistarheim- inum; myndlistarmenn, umsjón- arfólk gallería, sýninga og safna óskar eftir þátttöku ykkar í sköp- unarferli myndlistar í samfélag- inu. Að lifa með myndlist Eftir Önnu Jóa Höfundur er myndlistarmaður og umsjónarmaður Gallerís Skugga. ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.