Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SMYGLUÐU KÓKAÍNI Tveir karlmenn voru staðnir að því að reyna að smygla tæpum 400 grömmum af kókaíni í gegnum Leifsstöð á þriðjudag. Mennirnir tengjast sínu hnefaleikafélaginu hvor og er annar þeirra þjálfari í fullu starfi. Áhersla á atvinnuöryggi Verslunarmenn hafa miklar áhyggjur af atvinnuöryggi sínu, en verulegt atvinnuleysi hefur verið meðal félagsmanna VR undanfarið. Í könnun Gallup kemur fram að fé- lagsmenn telja atvinnuöryggi með því mikilvægasta sem þarf að huga að í komandi kjarasamningum. Kostnaður ljós í apríl Í greinargerð Tryggingastofn- unar frá 10. apríl kemur fram að kostnaður við samkomulag öryrkja og stjórnvalda um hækkun lífeyris ungra öryrkja er um 1,4 milljarðar króna. Ódýrt vinnuafl heft Stjórnarflokkarnir og flestir stjórnarandstöðuflokkanna í Dan- mörku hafa náð samkomulagi um aðgerðir til að hefta straum ódýrs vinnuafls til landsins eftir stækkun Evrópusambandsins í maí. Verka- lýðssamtök og atvinnurekendur í Danmörku fögnuðu samkomulaginu, en það á að torvelda fólki frá Austur- Evrópulöndum að fá atvinnuleyfi og aðgang að velferðarkerfinu. 4. desember 2003 Veiðar á trjónukrabba eru hafnar við landið og lofa þær góðu. Færeyskur útgerðarmaður hafnar kvótakerfinu Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu UM JÓL er jafnan mikil sala á rækju í Bretlandi, sem er lang- stærsti markaður fyrir rækju frá Íslandi. Magnús Þ. Magnússon, sölustjóri hjá Brimi, segir á heima- síðu ÚA, að megnið af þeirri rækju sem selst í stórmörkuðum núna á síðustu vikum fyrir jól sé komið í dreifingu út í stórmarkaðina. „Það má segja að salan hafi gengið ágætlega. Nú er bara að vona að væntingar innkaupamanna í stórmörkuðum um sölu gangi eft- ir. Stærstu vikurnar í sölu eru enn eftir. Verðin eru þó sem fyrr held- ur lág, en nokkuð stöðug. Í stórum dráttum má segja að verð á rækju sé ekki ósvipað og það var á þess- um tíma í fyrra í erlendri mynt. Stóra rækjan hefur þó lækkað tölu- vert mikið í verði á þessu ári vegna mikils framboðs, millistærðin hefur staðið í stað en smárækjan hefur eilítið hækkað í verði,“ segir Magn- ús. Rækjumarkaðurinn í Bretlandi er um 38 þúsund tonn á ári. Þar af má ætla að Íslendingar framleiði um 18.000 tonn. „Það er rík hefð fyrir rækjuneyslu í Bretlandi, t.d. í forrétti og samlokur – rækjusam- lokan er ein sú vinsælasta hér,“ segir Magnús sem hefur flutt sig um set og starfar nú í hjarta rækjumarkaðarins, hjá Boyd Line í Hull í Bretlandi. „Hér heima hefur hráefnisverð hækkað gríðarlega að undanförnu og gert framleiðendum mjög erfitt fyrir, en hráefnið hækkar jafnan í verði á þessum árstíma í takt við dvínandi veiði og þar með minnk- andi framboð,“ segir á heimasíð- unni. Sala á rækju gengur ágætlega VERÐ á flökum af kyrrahafs- þorski er lágt um þessar mundir, eða komið niður í 2,75 dollara á pundið af lausfrystum, roð- og bein- lausum flökum. Verðið fór yfir þrjá dollara á tímabili í sumar, en jafnan þegar það gerist, gætir kauptregðu og verðið lækkar á ný. Þetta háa verð á flökunum í sum- ar leiddi til þess að margir fram- leiðendur í Alaska lögðu meiri áherzlu á flakaframleiðslu en á heilfrystan hausaðan fisk. Með auknu framboði lækkaði verðið á flökunum. Verð á heilfrysta fisk- inum hefur hins vegar verið mjög gott, hefur farið úr 1,15 dollurum á pundið í 1,25 dollara á pundið, eða nálægt 190 krónum á kílóið. Kín- verjar halda áfram að auka inn- flutning á tvífrystum flökum til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn eiga erfitt að skilja hvernig Kín- verjar geta haft eitthvað upp úr því að selja flökin á minna en 2 dollara pundið, þegar hausaður og slægður togaraþorskur er seldur á 85 sent pundið FOB í Alaska. Upp úr miðju þessu ári hafði innflutningur frá Kína aukizt um 34% og náði 16 milljónum punda eða um 7.300 tonnum. Innflutningur á flökum af atlantshafsþorski hafði dregizt saman um 5% í lok júlí og var innan við þúsund tonn. Um tveir þriðju hlutar þess voru fluttir inn frá Ís- landi. Gert er ráð fyrir að verð á flökum af kyrrahafsþorski verði hagstætt kaupendum áfram.                                             Lágt verð á þorski MEIRA magn af fiski hefur farið um fiskmarkaði landsins það sem af er árinu en á sama tíma síðasta árs, en verðmæti þess hefur hins vegar dregist saman um nærri fimmtung. Mest hefur verð lækkað á ýsu, eða um 42%. Alls voru seld 86.373 tonn af fiski á fiskmörkuðum landsins á fyrstu 11 mánuðum ársins sem er ríflega 2,5% aukning frá sama tíma síðasta árs. Alls nam verðmæti aflans sem fór um markaðina um 10.687 milljónum króna og hefur það dregist saman um 17% frá fyrra ári. Mest hefur farið um fiskmark- aðina af þorski, eða um 33.294 tonn sem er um 2.500 tonnum minna magn en í fyrra. Verðmæti þorsks- ins nemur um 5,4 milljörðum króna og er nærri einum milljarði króna minni verðmæti en í fyrra. Með- alverð á slægðum þorski er á tíma- bilinu 189 krónur fyrir kílóið sem er 3,5% lækkun. Þá hafa um 17.729 tonn af ýsu farið um fiskmarkaðina það sem af er árinu en það er 3 þúsund tonn- um meira magn en á síðasta ári. Verðmæti ýsunnar hefur hins veg- ar lækkað umtalsvert, er það sem af er árinu um 1,9 milljarðar króna en var í fyrra um 2,6 milljarðar króna. Meðalverð á slægðri ýsu er á þessu ári 105,64 krónur fyrir kílóið og hefur það lækkað um 42% frá því í fyrra. Verð á ufsa hefur einnig lækk- að umtalsvert á fiskmörkuðunum eða um 30% en meðalverðið það sem af er þessu ári er um 46,68 krónur. Alls voru seld tæp 6.486 tonn af ufsa á fiskmörkuðum lands- ins á fyrstu 11 mánuðum ársins, fyrir rúmar 274 milljónir króna en það er 23% aukning í magni en nærri 13% lækkun í verðmætum. Fiskmarkaðirnir hafa selt um 7.569 tonn af steinbít það sem af er árinu, fyrir um 793 milljónir króna. Þrátt fyrir að það sé 17% aukning í magni er verðmætið nánast það sama og á sama tíma í fyrra. Með- alverð á slægðum steinbít var á tímabilinu 116,6 krónur fyrir kílóið sem er ríflega 13% lækkun frá því í fyrra. Meira magn en minni verðmæti Meðalverð á ýsu hefur lækkað um 42% á fiskmörkuðum á árinu Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? Getur flú n‡tt skattfrádrátt me› flví a› f járfesta í atvinnutæk jum fyrir áramót? Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir. Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best. Tala›u vi› sérfræ›ing! Glitnir – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Markaðssetning Íslands Viðtal við Kára Kárason hjá Flugleiðahótelum 10 Réttur minnihluta Staða minnihluta í hlutafélögum 12 AÐHALD OG ENDUR- SKIPULAGNING ÞJÓNUSTU- og færslugjöld af notkun debetkorta í verslunum gætu numið um einum milljarði króna á þessu ári. Handhafar de- betkorta á Íslandi greiða 12 til 13 krónur í færslu- gjöld fyrir hvert skipti sem greitt er fyrir vöru og þjónustu með debet- korti. Þá greiða seljendur vöru og þjónustu á bilinu 0,2 til 0,8% þjónustugjöld á hverja debetkortafærslu, þó að hámarki 190 krónur á færslu. Í Danmörku eru hvorki innheimt færslugjöld né þjónustugjöld og í Svíþjóð eru innheimt föst þjónustu- gjöld en engin færslugjöld. Árgjöldin hærri erlendis Íslenskir debetkorthafar greiða auk færslugjalda árgjald debetkorts sem nemur 250 til 275 krónum, samkvæmt gjaldskrám Íslands- banka, Landsbanka, Kaupþings Búnaðarbanka, SPRON og s24.is. Úttektir í hraðbönkum innanlands eru íslenskum korthöfum að kostn- aðarlausu. Í Svíþjóð greiðir kaupandinn ekk- ert færslugjald, samkvæmt upplýs- ingum frá Nordea Bank, SEB og Handelsbanken. Ekki er heldur tekið gjald fyrir úttekt úr hrað- banka innanlands. Árgjald kortsins hjá þessum bönkum er allt frá því að vera ekkert upp í tæpar 2.900 krónur (288 SEK). Í Noregi er árgjald debetkorts allt að því að vera u.þ.b. 1.400 krón- ur (125 NOK). Þar í landi eru færslugjöld korthafa á bilinu 16 til 22 krónur (um 1,5 til 2 NOK), samkvæmt upplýs- ingum frá Nordea bankan- um í Noregi. Úttekt í hrað- banka innanlands er gjaldfrjáls. Í Danmörku er svokall- að Dankort langút- breiddasta debetkortið. Samkvæmt upplýsingum frá Dankort greiðir kortaeigandinn (kaupandinn) ekkert gjald fyrir færslur enda ekki heimilt sam- kvæmt lögum. Fyrir úttekt úr hrað- banka er venjulega ekki greitt nema um sé að ræða hraðbanka annarra banka en þess sem korthafi skiptir við. Árgjald af debetkortum er allt frá því að vera ekkert upp í að vera um 1.800 krónur (150 DKK). Þjónustugjöld jafnan föst tala Þjónustugjöld seljenda vöru og þjónustu hér á landi eru prósentu- tengd, á bilinu 0,2 til 0,8%, þó að lágmarki 3 krónur og að hámarki 190 krónur hver færsla hjá Eu- ropay og að lágmarki 5 krónur og að hámarki 110 krónur hjá Visa, samkvæmt upplýsingum frá Visa, Europay og Kortaþjónustunni, sem tekur fast 60 króna gjald af Visa- debetfærslum. Í Svíþjóð greiða seljendur jafnan fast þjónustugjald á hverja færslu, sem er um 8 krónur á færslu þegar um matvöru er að ræða en um 24 krónur fyrir aðra vöru, samkvæmt upplýsingum úr skýrslu EuroCom- merce í Brussel. Í Danmörku eru ekki innheimt þjónustugjöld af söluaðilum vegna hinna svokölluðu Dankorta, sem eru algengustu debetkortin þar í landi, enda er ekki heimilt að innheimta slík gjöld. Þó hefur verið tekin ákvörðun um að frá ársbyrjun 2005 verði þjónustugjald af seljendum, sem nemur um 6 krónum á færslu (0,5 DKK). Í Finnlandi kostar hver færsla söluaðilann allt að u.þ.b. 5 krónum eða allt að 0,03%. Ekki fengust upp- lýsingar um þjónustugjöld í Noregi. Færslugjöldin skila 400 mkr. Heildarvelta á debetkortum nam 333 milljörðum króna á árinu 2002 og á fyrstu tíu mánuðum þessa árs nam veltan 295 milljónum króna, samkvæmt Hagtölum Seðlabanka Íslands. Þar af nam debetkortavelt- an í verslun innanlands 111 millj- örðum króna fram til októberloka á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er algengt að þjónustu- gjöld séu um 0,6 til 0,7%. En miðað við að þjónustugjöld séu að með- altali 0,4% má gera ráð fyrir að þjónustugjöld verslana af debet- kortum nemi alls um 440 milljónum króna á tímabilinu en hafi numið tæpum 500 milljónum á árinu 2002. Fjöldi færslna á debetkort voru 44,7 milljónir á árinu 2002 og 39,4 milljónir frá janúar til loka október í ár. Þar af voru tæplega 38 millj- ónir færslna vegna verslunar árið 2002 og 33,5 milljónir á þessu ári. Þetta þýðir að færslugjöld kort- hafa vegna viðskipta við verslanir hafa skilað bönkunum á þessu ári ríflega 400 milljónum króna sé mið- að við 12 til 13 króna færslugjöld. Þess ber þó að geta að bankarnir bjóða viðskiptavinum sínum gjarn- an gjaldfrjálsar færslur, t.d. 150 frí- ar færslur á ári, og í einu tilfelli sem Morgunblaðið þekkir til eru engin færslugjöld tekin af korthöf- um, það er hjá Sparisjóði Önund- arfjarðar. Þá hefur meðalkostnaður kaup- manna af hverri færslu miðað við 440 milljónir króna í þjónustugjöld og 33,5 milljónir færslna í versl- unum numið rúmum 13 krónum á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þjónustu- og færslugjöld af notk- un debetkorta í verslunum gætu samkvæmt þessu numið upp undir einum milljarði króna á þessu ári í heild. Meðalúttekt 3.300 krónur Þess má ennfremur geta að með- alupphæð úttekta á debetkort í verslunum er, miðað við tölur Seðlabankans, um 3.300 krónur en var á síðasta ári um 2.800 krónur. Fjöldi debetkorta í notkun var í lok október sl. tæplega 316 þúsund. Gjöld af notkun debetkorta nærri milljarður á árinu Færslugjöld á korthafa sjaldgæf í nágranna- löndunum en árgjald debetkorts er þar jafnan hærra heldur en á Íslandi                            !  "  #  $   "  #   %&'(&% %)*%(% &++*%  ,,- '()&   %%*(,+ %-.+-' &%*%'   )-. +)-(   '.)-* %.,- +-'+     ''-+% %+,& '),.  /0  /0                           ! "   ! # $  % !&'           % !&' (   # $  )*  +,  *- . /   Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 40 Erlent 14/16 Minningar 40/44 Höfuðborgin 19/20 Skák 45 Akureyri 21 Bréf 56 Suðurnes 22/23 Kirkjustarf 44 Landið 25 Dagbók 58/59 Neytendur 34/35 Fólk 64/69 Listir 26/32 Bíó 66/69 Menntun 29 Ljósvakamiðlar 70 Forystugrein 36 Veður 71 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Apple- umboðinu. Blaðinu er dreift um allt land. Einnig fylgir auglýsingablað frá Jack & Jones. Blaðinu er dreift á Suðvest- urlandi. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FYRSTA nýrnaígræðslan hér á landi fór fram á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut á þriðjudag er nýra var grætt í konu. Nýrnagjafinn var bróðir konunnar. Þetta er í fyrsta sinn sem líffæra- flutningur fer fram með þessum hætti hérlendis. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins tókst aðgerðin sam- kvæmt áætlun en hana gerði og stjórnaði Jóhann Jónsson ígræðslu- skurðlæknir sem starfar á Fairfax- sjúkrahúsinu í Virginíu í Bandaríkj- unum. Mun það koma betur í ljós á morgun hvernig aðgerðin heppn- aðist. Samningur milli LSH og TR Aðgerðin er hluti af samningi sem Landspítalinn (LSH) gerði við Tryggingastofnun ríkisins (TR) sl. vor, og greint var frá í Morg- unblaðinu. Til þessa hafa svona að- gerðir á Íslendingum farið fram í er- lendum sjúkrahúsum, 3–5 aðgerðir á ári, oftast á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Um er að ræða nýrnaígræðslur úr lifandi gjöfum. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að Jóhann Jónsson komi til landsins tvisvar á ári og geri 2–3 að- gerðir í hvert skipti, í samstarfi við íslenska lækna og hjúkrunarfólk á nýrnadeild og skurðlækningasviði LSH. Verða fleiri aðgerðir ekki gerðar að þessu sinni þar sem Jó- hann fer utan um næstu helgi, sam- kvæmt upplýsingum blaðsins. Í greinargerð Runólfs Pálssonar, læknis á nýrnadeild, á vef Landspít- alans kemur m.a. fram að megin- ástæða þess að nýrnaígræðslur hafi ekki verið gerðar hér á landi sé sú að tilfellin hafi verið talin of fá til að viðhalda fullnægjandi þjálfun skurð- lækna sem þær annist. Lengi hafi verið rætt um að hefja ígræðslur frá lifandi gjöfum hér á landi. Frá árinu 1996 hafi tveir starfshópar komist að þeirri niðurstöðu að fullnægjandi þekking og aðstaða sé fyrir hendi til að unnt sé að framkvæma þessar ígræðslur á Íslandi. Sú forsenda hafi verið lögð til grundvallar að þjálf- aður ígræðsluskurðlæknir komi hingað til að framkvæma aðgerð- irnar og í því sambandi hafi verið horft til Jóhanns Jónssonar í Banda- ríkjunum. Fyrsta nýrnaígræðslan HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fyrrverandi sjóðsstjóra hjá Kaupþingi í eins árs skilorðs- bundið fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik í starfi, brot á lögum um verðbréfaviðskipti með markaðsmis- notkun og brot gegn lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Alls voru þrír ákærðir í málinu og var annar meðákærði, gjaldkeri við bankastofnun, dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Hann þótti hafa sýnt af sér saknæmt gáleysi með því að hafa veitt sjóðsstjóranum aðgang að bankareikningum sínum. Þriðji maðurinn sem ákærður var í málinu fyrir peningaþvætti í starfi sínu sem framkvæmdastjóri lífeyr- issjóðsins, var sýknaður. Kaupþing gerði 28,5 milljóna króna skaðabótakröfu á hendur sjóðsstjóra sínum en Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði henni frá dómi. Aðeins var tekið tillit til hluta hennar og ákærði dæmdur til að greiða bankanum 4,4 milljónir. Gjaldkeranum var gert að sæta upptöku á jafnvirði 318 þúsund króna. Málið dæmdi Guðjón St. Mar- teinsson héraðsdómari. Verjandi þess sem þyngstan dóminn hlaut var Björn Þorri Viktorsson hdl. Verjandi þess sem 3 mánaða dóminn hlaut var Örn Clausen hrl. Verjandi þess sem var sýknaður var Jóhannes Rúnar Jóhannsson hdl. Málið sótti Helgi Magnús Gunnarsson, fulltrúi efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra. Fyrrverandi sjóðsstjóri hjá Kaupþingi fékk eins árs skilorðsbundinn dóm Dæmdur fyrir fjárdrátt og umboðssvik VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var útnefnd kona ársins 2003 af tímaritinu Nýju lífi, en þetta er 13. árið sem tímaritið vel- ur konu ársins. Í umsögn um konu ársins segir: „Tólf árum eftir að hún settist fyrst á þing varð hún fyrst kvenna til að stýra atvinnumálaráðuneyti og hefur síðan haft með að gera dæmigerð „karlamál“. Undanfarið hefur hún verið í forsvari fyrir einhverjar umdeild- ustu framkvæmdir Íslandssögunnar. Valgerður hefur líka stjórnað við- skiptaráðuneytinu á mestu umbrotatímum í viðskipta- og bankalífi hér á landi. Valgerður hefur þurft að hafa fyrir hlutunum í gegnum tíðina. Hún missti móður sína ung að aldri og ólst upp í sveit með tveimur öðrum systrum við að ganga í þau verk af alvöru sem þurfti að vinna. Hún fór til náms við Kvenna- skólann í Reykjavík og stundaði síðan tungumálanám bæði í Englandi og Þýskalandi. Hún tók við búi föður síns árið 1974 og var því bóndakona þegar hún settist á þing árið 1987, fyrst kvenna fyrir Framsóknarflokkinn í 30 ár. Hún er gift og þriggja barna móðir en yngsta barnið fæddist tveimur árum eftir að hún settist á þing. Hún er önnur tveggja kvenna sem skipuðu efsta sæti á lista í sínu kjördæmi síðastliðið vor og náðu inn á þing.“ Valgerður Sverrisdótt- ir kona ársins 2003 Morgunblaðið/Eggert Magnús Hreggviðsson veitir Valgerði Sverrisdóttur viðurkenninguna. DÓMUR í máli ríkislögreglustjóra gegn fyrrverandi sjóðsstjóra hjá Kaupþingi og fleirum markar merkileg tímamót í íslenskri saka- málasögu í fleira en einu tilliti, þar sem m.a. var í fyrsta skipti ákært og dæmt fyrir brot á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Fleiri athyglisverð tímamót er um að ræða að sögn Helga Magnúsar Gunnarssonar, fulltrúa efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, sem sótti málið fyrir hönd ákæru- valdsins. „Hér er um að ræða fyrsta mál sinnar tegundar varðandi mark- aðsmisnotkun, en samkvæmt lög- um nr. 33/2003 sem fjalla um verðbréfaviðskipti er lagt bann við markaðsmisnotkun,“ segir Helgi. Þannig hafi dæmdi framið brotin með því að gera tilboð inn í kaup- höll um kaup í nafni sjóða sem honum var treyst fyrir þar sem hann bauð hærra en markaðsvirði í því skyni að „hífa verðið upp“ eins og dæmdi lýsti sjálfur. Dæmt fyrir brot á lögum um skyldutryggingu lífeyris „Þá er athyglisvert að ekki hef- ur áður verið dæmt fyrir brot á lögum um skyldutryggingu lífeyr- isréttinda og starfsmenn lífeyr- issjóða. Lögin kveða á um að líf- eyrissjóðir megi ekki fjárfesta umfram 10% í verðbréfum óskráðra félaga. Í því felst trygg- ing fyrir því að ekki sé verið að setja eftirlaun sjóðsfélaga í hættu.“ Helgi segir dóminn hafa fallist á þau rök ákæruvaldsins að sjóðs- stjóri hefði átt að láta það ógert að fjárfesta í óskráðum félögum nema að vera viss um að sér væri það heimilt. „Dómurinn gefur með þessu mjög hörð skilaboð til þeirra sem vinna á þessu sviði, um að taka ekki áhættu sem þessa,“ segir Helgi. „Ekki síst eru úrslit málsins mjög ánægjuleg fyrir efnahags- brotadeildina með því að fræðslu- starf meðal bankastarfsfólks hefur skilað sér. Efnahagsbrotadeildir verða að geta stundað slíka vinnu en okkar deild hefur reynst það nokkuð örðugt vegna mikils álags við rannsóknir mála. Starfsmenn efnahagsbrotadeildar halda fundi nokkrum sinnum á ári með banka- starfsfólki til að kynna því skyldur þess um varnir gegn pen- ingaþvætti en lögum samkvæmt er því skylt að tilkynna um allar grunsamlegar peningafærslur sem eiga sér stað. Brotin hefðu aldrei uppgötvast án árvekni banka- starfsfólksins og fyrir það vill efnahagsbrotadeildin þakka.“ Tímamót í íslenskri sakamálasögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.