Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 61

Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 61
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 61 Jólamót Sparsjóðs Kópavogs 2003 Jólamót Sparisjóðs Kópavogs í knattspyrnu 2003 verður haldið í knattspyrnuhöllinni Fífunni og íþróttahúsunum Digranesi og Smáranum dagana 27.-30. desember. Boðið er upp á keppni í eftirtöldum flokkum: Fífan, leikið á hálfum velli í 7 manna liðum: 2. flokkur karla A og B 3. flokkur karla A og B 4. flokkur karla A og B 5. flokkur karla A og B 2. flokkur kvenna A og B 3. flokkur kvenna A og B 4. flokkur kvenna A og B 5. flokkur kvenna A og B Leikið er á stór mörk í 2. og 3. flokki karla og kvenna. Digranes og Smárinn, innanhússknattspyrna í 6 manna liðum: 6. flokkur karla A, B, C og D 7. flokkur karla A, B, C og D 6. flokkur kvenna A og B Digranes og Smárinn, innanhússknattspyrna í 5 manna liðum: 3. flokkur karla C 4. flokkur karla C og D 5. flokkur karla C og D 4. flokkur kvenna C 5. flokkur kvenna C Þátttökutilkynningar þurfa berast í síðasta lagi mánudaginn 8. desember. Þátttaka tilkynnist á netfangið skraning@jolamot.is eða til Stefnis Helgasonar (897 7990). Allar nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu þess, www.jolamot.is . Barna- og unglingaráð knattspyrnudeilda HK og Breiðabliks. JÓN Arnór Stefánsson, lands- liðsmaður í körfuknattleik og leikmaður NBA-liðsins Dallas Mavericks, segir í samtali við Morgunblaðið að ekki séu mikl- ar líkur á því að Dirk Nowitzki, leikmaður liðsins, verði settur á meiðslalista hjá félaginu, en þýski framherjinn sneri sig á ökkla á dögunum. „Ef leikmaður meiðist og er settur á meiðslalista þarf hann að vera fyrir utan liðið í það minnsta fimm leiki og ég býst ekki við því að Nowitzki verði lengi frá,“ segir Jón Arnór, en auk þýska landsliðsmannsins hefur Danny Fortson verið fyr- ir utan liðið þar sem hann var úrskurðaður í leikbann af aga- nefnd NBA-deildarinnar en Fortson lenti í útistöðum við leikmann Phoenix Suns hinn 26. nóvember sl. Í þeim leik sneri Nowitzki sig á ökkla. Jón segir ennfremur að bú- ast megi við því að hann verði fyrir utan liðið á næstunni en hann hefur ekkert leikið með Dallas frá því á undirbúnings- tímabilinu. „Ég bjóst nú alveg við því að leika lítið í vetur. Mér líður bara vel og það hjálp- ar til að foreldrar mínir eru í heimsókn hjá mér þessa dag- ana,“ segir Jón Arnór Stefáns- son. Dallas er sem stendur í efsta sæti miðriðils, liðið hefur unnið 11 af 17 leikjum sínum til þessa. Jón Arnór hefur ekki fengið tækifæri NBAE Jón Arnór Stefánsson ÓLAFUR Stefánsson getur ekki leikið með heimsliðinu í handknattleik sem mætir Rússum hinn 28. þessa mánaðar en leikurinn, sem fram fer í Moskvu, er í tilefni 75 ára afmælis rússneska handknattleikssambandsins. Ólafur var einn 25 leikmanna sem valdir voru í heimsúrvalið fyrir umræddan leik sem og leik á móti Þjóðverjum í mars en nokkrir þjálfarar og sérstök nefnd stóðu að valinu í haust. Ólafur sagði í samtali við Morgun- blaðið að þar sem bikarkeppni fjög- urra efstu liðanna eftir fyrri umferð- ina í spænsku deildarkeppninni væri á dagskrá á milli jóla og nýárs ætti hann ekki heimangengt í leikinn eða að koma í smá jólafrí heim til Íslands. Hann vonaðist hins vegar til að geta spilað með heimsliðinu á móti Þjóð- verjum í mars. Ólafur hefur staðið í ströngu með liði sínu, Ciudad Real, á undanförnum vikum bæði í deild- arkeppninni og í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir tap í tveimur síðustu leikj- um sínum, gegn Portland, 26:25, í deildinni og um síðustu helgi á móti Lemgo í Meistaradeildinni, 34:29, er Ólafur vongóður að Ciudad Real geti hampað titlum í vor. „Við höfum hikstað örlítið upp á síð- kastið en ég held að við náum að hrista okkur saman og komum sterkir til leiks á nýjan leik,“ sagði Ólafur en Ciudad Real er með eins stigs forskot á Barcelona á toppi spænsku 1. deild- arinnar og er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu – þar sem lið- ið á í höggi við Chambery frá Frakk- landi. Ólafur ekki með heims- úrvalinu gegn Rússum FORSVARSMENN bandaríska frjálsíþróttasambandsins funda nú í heimalandi sínu um stöðu greinarinnar en á undanförnum vikum hafa lyfjamál sem tengjast hinu nýja steralyfi, THG, verið helsta umræðuefnið vestanhafs. Craig Masback, framkvæmda- stjóri bandaríska frjálsíþrótta- sambandsins, segir að sá mögu- leiki sé fyrir hendi í framtíðinni að þeir íþróttamenn sem noti ólögleg lyf fái aldrei að keppa á ný. „Við munum mæla með því að þessi stefna verði tekin upp. Það á að senda skýr skilaboð til þeirra sem vilja ná árangri. Ef þeir ætla að hafa rangt við þá gera þeir það aðeins einu sinni og ferli þeirra er þar með lokið,“ segir Masback við AFP-fréttastof- una. Masback segir ennfremur að bandarískir íþróttamenn liggi nú undir grun um að hafa notað THG undanfarin ár og því sé rétt að herða reglurnar umfram það sem tíðkast hjá Alþjóða frjáls- íþróttasambandinu, IAAF. En reglur IAAF kveða á um tveggja ára keppnisbann íþróttamanna ef þeir falla á lyfjaprófi. Ævilangt bann vegna stera- notkunar? MIKILL flótti er skollinn á hjá norska úrvalsdeildarliðinu Molde og hefur liðið þurft að sjá á eftir hálfu liði sínu á síðustu dögum og vikum. Helsta ástæða flóttans er veik fjárhagsstaða félagsins en eftir að veldi Kjell Inge Rökke, útgerð- arjöfursins og aðaleiganda fé- lagsins, fór að hnigna hefur þurft að endurmeta fjármál félagsins og skera verulega niður launa- kostnað. Átta leikmenn sem léku með Molde á síðustu leiktíð hafa sagt skilið við liðið og gætu fleiri fylgt í kjölfarið. Í þessum hópi eru Ólafur Stígsson og Bjarni Þor- steinsson. Ólafur sagði upp samn- ingi sínum og Bjarni hafnaði nýj- um samningi sem fól í sér verulega launalækkun. Leikmanna- flótti frá Molde Bjarni Þ.  DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir, skíðakona frá Akureyri, tók í gær þátt í æfingu í brunbrautinni fyrir heimsbikarmótið í Lake Louise í Kanada sem fer fram um helgina. Hún hafði rásnúmerið 53 og stóð sig vel – náði 20. besta tímanum. Dagný verður fyrsta íslenska konan til að taka þátt í heimsbikarmóti í bruni.  DAGNÝ Linda fór á 128 km/klst. í fyrsta hluta brautarinnar, en aðeins 18 keppendur voru á meiri hraða. Hún stóð sig mjög vel í miðhluta brautarinnar og var tíminn hennar á milli tímatökusvæðis tvö og þrjú sá tíundi besti og ellefti besti á milli tímatökusvæðis þrjú og fjögur. Heildartíminn hennar var 1:37,19 og var hún 1,78 sekúndum á eftir Emily Brydon frá Kanada, sem varð fyrst.  CRETEIL, andstæðingar Hauka í Evrópukeppni bikarhafa í hand- knattleik, sigruðu Villeubanne, 22:21, á útivelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Creteil og Montpellier eru efst í deildinni með 27 stig.  DAVID Beckham, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu og leik- maður með Real Madrid á Spáni, segir í viðtali við The Sun að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man- chester United, hafi einungis sagt eitt orð við sig frá því hann gekk í raðir Real Madrid í sumar. „Við höf- um aðeins rætt saman einu sinni en það voru engar samræður. Ég hitti hann þegar við vorum við jarðarför Jimmy Davis í ágúst og það eina sem Ferguson sagði við mig var, halló.“ FÓLK Það er ekki auðhlaupið að því aðkomast í þennan hóp. Til að eiga möguleika á að keppa fyrir Ís- lands hönd þarf fyrst að ná lágmörk- um til að komast í æfingahóp landsliðs- ins, síðan lágmörk- um í keppnishóp og loks að ná lág- mörkum sem Sundsambandið setur fyrir hvert mót. Tólf náðu lágmörk- um til að komast á þetta mót en einn sundmaður forfallaðist en því má bæta við að fjórir aðrir sundmenn hafa náð lágmörkum en hafa ekki náð aldri til að spreyta sig. Eyleifur var því frekar ánægður með stöðu mála. „Það eru að koma upp góðir árgangar þar sem góð uppbygging er að skila sér og við sjáum fram á að á næsta ári verði enn meiri barátta um að komast í hópinn. Það var í fyrsta sinn nú sem barátta var um hverja sundgrein. Svona á þetta að vera, að það sé barist fyrir sæti sínu,“ sagði yfirþjálfarinn á æfingu í Sundhöllinni. Og hann vill gull. „Ég vil sjá fólk komast á verðlaunapall því við erum með sundmenn sem eiga möguleika á því. Ég vil helst þrenn verðlaun og þá að eitt af þeim sé gull.“ Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Ellefu sundmenn til Noregs ELLEFU unglingar halda á morgun til Noregs, þar sem Norður- landamót unglinga í 25 metra laug hefst á laugardaginn. Að sögn Eyleifs Jóhannessonar, yfirþjálfara liðsins, eru þetta fleiri sund- menn en hafa farið áður. Fjórir kepptu á þessu móti í fyrra og hann er sérstaklega ánægður með að í hópnum séu átta piltar, því í fyrra fór enginn. Stefán Stefánsson skrifar Hópurinn sem fer til Ósló- ar – frá vinstri: Hilmar Pétur Sigurðsson ÍRB, Ólöf Lára Halldórsdóttir SH, Kjartan Hrafnkelsson SH, Jóhannes Benedikts- son fararstjóri, Eyleifur Jóhannesson yfirþjálfari, Auður Sif Jónsdóttir Ægi, Birkir Már Jónsson ÍRB, Hjalti Rúnar Oddsson Sel- fossi, Erla Dögg Haralds- dóttir ÍRB, Oddur Örnólfs- son Ægi, Baldur Snær Jónsson Ægi, Árni Már Árnason Ægi og Gunnar Smári Jónbjörnsson ÍA.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.