Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Adolf BirgirKjartansson fæddist í Reykjavík 5. apríl 1929. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík sunnudag- inn 23. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Jóhanna Her- mannsdóttir, f. á Kjaranstöðum í Dýrafirði 23. apríl 1908, d. 21. febrúar 1988, og Kjartan Guðmundsson, f. í Reykjavík 27. októ- ber 1910, d. 26. ágúst 1992. Systk- ini Birgis eru Hermann, f. 17. maí 1930, d. 15 ágúst 1996, Jóna, f. 7. júní 1935, Auður Jóhanna, f. 3. nóvember 1943, Guðmundur, f. 11. apríl 1947, Bryndís, f. 23. janúar 1949, og Kristján Hermanns, f. 26. ágúst 1952. Birgir kvæntist Kristínu Valdimars- dóttur, f. 5. ágúst 1943, þau áttu ekki samleið og slitu sam- vistum eftir fárra ára hjónaband. Börn þeirra eru: Kjartan Adolfsson, f. 12. júlí 1961, Sigurður Adolfsson, f. 12. júlí 1961, Guðlaug Adolfsdóttir, f. 20. janúar 1963, og Ingibjörg Sigur- unn Adolfsdóttir, f. 2. janúar 1964. Útför Birgis var gerð frá Foss- vogskapellu 2. desember, í kyrr- þey að ósk hins látna. Móðurbróðir minn Birgir Kjart- ansson lést sunnudaginn 23. nóvem- ber 2003 á Landspítalanum í Reykja- vík. Birgir eða Biddi eins og hann var gjarnan kallaður hafði um nokkurt skeið kennt þreytu og var lagður inn á sjúkrahús 4 vikum fyrir andlát sitt. Biddi var tíður gestur á heimili for- eldra minna allt frá því ég man eftir mér, sitjandi við borðstofuborðið les- andi blöðin, horfandi á fréttir eða þáttinn Nýjasta tækni og vísindi, sem ég fullyrði að hafi verið hans uppáhaldssjónvarpsþáttur. Ég leit alltaf upp til Bidda sem krakki, mér þótti hann stórmerkilegur maður sem víða hafði farið og hafði mjög ákveðnar skoðanir á flestöllu er varð- aði mín áhugamál. Á þeim árum leit- aði ég gjarnan til hans með spurn- ingar sem mér þóttu ekki hæfa svona meðalfólki eins og mér fundust for- eldrar mínir vera. Enda þótti mér mikið til koma að hlusta á sögur af draugagangi á hálendinu ekki síður en sögum af siglingunni til Miðjarð- arhafsins og Sri Lanka sem voru mér svo ótrúlega fjarlægir staðir. Þótt lítið hafi farið fyrir Bidda hafði hann víðtæka reynslu af fjöl- mörgum stéttum atvinnulífsins. Sem fyrr segir sigldi hann ungur ásamt föður sínum á skipi hans Súðinni nið- ur til Miðjarðarhafsins gegnum Sú- esskurðinn og alla leiðina til Sri Lanka, ferð sem eflaust hefur verið stórkostlegt ævintýri fyrir ungan mann. Einnig vann Biddi hjá frænda sínum Guðlaugi A. Magnússyni, gull- smið í Reykjavík, í nokkur ár bæði fyrir og eftir ferðina með Súðinni. Vegavinnu fékkst hann við og þá að- allega vinnu við brúarsmíði í nokkur sumur. Það var vinna sveipuð ævin- týraljóma í mínum huga, hörkukallar sem puðuðu við brúarsmíð við erfiðar aðstæður í íslenskri náttúru. Árið 1967 var Biddi í Englandi í nokkra mánuði þar sem hann bjó hjá Auði systur sinni og manni hennar og sótti námskeið í meðferð á asbesti. Árið 1954 stofnaði Kjartan faðir hans teppaverksmiðjuna Axminster, Biddi vann þar flest starfsár verk- smiðjunnar, megnið af tímanum sem vefari. Oft lá leið mín í Axminster, enda ótrúlega spennandi staður fyrir ungan dreng. Fengum við krakkarn- ir einungis að koma nálægt stórum vefstólunum í fylgd fullorðinna, enda hættuleg tæki. Þar þótti mér aðdáun- arvert að fylgjast með Bidda skipta um nálar í vefstólnum án þess að stoppa hann, sem var alls ekki hættu- laust verk. Eftir að Axminster lauk starfsemi vann Biddi hjá Gull- og silf- ursmiðjunni Ernu í nokkur ár, svo eitt ár hjá Sana h/f á Akureyri og svo fljótlega eftir það sem lagermaður hjá ÁTVR í Reykjavík þar sem hann lauk starfsævinni. Áhugamál Bidda voru fjölmörg. Á sínum yngri árum var hann ötull briddsspilari, hann hafði mikinn áhuga á djasstónlist og átti myndar- legt safn djassplatna. Biddi hafði einnig mikinn áhuga á dulrænum efnum og draumaráðningum en hann var alla tíð mjög trúaður á æðri mátt- arvöld. Íslensk náttúra heillaði hann alla tíð og þá sérstaklega óbyggðir lands- ins, og varla er sá staður á landinu sem Biddi hefur ekki komið til. Mér er minnisstætt haustið 1978, þá var ég í sveit á bænum Brimnesi við Fá- skrúðsfjörð. Þegar sumardvölinni var að ljúka birtist Biddi á Bronkón- um á einum af sínum fjölmörgu ferðalögum um landið og varð það úr að ég varð honum samferða til Reykjavíkur. Við fórum norðurleið- ina og í Námaskarði áðum við á hverasvæðinu svo Biddi gæti hlustað á hádegissöguna í útvarpinu, fyndið þótti mér þá þegar hann spurði mig hvort hann mætti hafa gluggann op- inn því honum þætti hveralyktin svo góð. Biddi hafði einnig gaman af því að koma til útlanda og þá sérstaklega til að heimsækja ættingja þar. Nokkrar ferðir fór hann til Bryndísar systur sinnar í Englandi. Hann kom til Dan- merkur ásamt foreldrum mínum í 30 ára afmæli Kjartans bróður míns ár- ið 1990, en þá bjuggum við Anna María einnig í Danmörku. Árið 1999 giftumst við Anna María svo í Fær- eyjum og var Biddi þá einn þeirra ís- lensku gesta sem sérstaklega komu til Færeyja til að samgleðjast okkur. Fyrir hálfu ári fluttum við hjónin ásamt börnum okkar til Vínar í Aust- urríki og hafði Biddi sýnt því áhuga að heimsækja okkur þangað, en ör- lögin höguðu því hins vegar þannig að Færeyjaferðin var síðasta utan- landsferð hans. Góða ferð, kæri frændi, á framandi slóðir. Bergur H. Bergsson. ADOLF BIRGIR KJARTANSSON ✝ Jóakim Péturs-son fæddist 10. janúar 1914 á Stóru- Vatnsleysu í Vatns- leysustrandarhreppi. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 27. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Agnes Felixdóttir, f. 12.6. 1872, d. 27.3. 1962, og Pétur Jóa- kimsson, f. 9.9. 1874, d. 10.7. 1963. Systk- ini Jóakims eru Pét- ur, f. 20.3. 1897, d. 5.8. 1917, Guðrún, f. 20.1. 1899, d. 22.9. 1984, Felix, f. 7.2. 1900, d. 3.9. 1987, Guðjón 21.9. 1902, d. 20.7. 1989, Sigurður, f. 20.12. 1904, d. 29.4. 1986, Pétur Hallbergur, f. 19.11. 1908, d. 24.2. 1960, og Margrét, f. 2.7. 1918. Jóakim kvæntist 17.10. 1942 Unni Vilmundsdóttur, f. í Vest- mannaeyjum 20.11. 1915, d. 14.8. 1999. Eignuðust þau tvo syni, þeir eru Pétur, f. 4.3. 1943, d. 24.9. 2003, og Sigurður, f. 19.3. 1947 kvæntur Kristrúnu Böðvarsdótt- ur, f. 1.6. 1952. Börn þeirra eru þrjú, þau eru: Jóhann Unnar, f. 1.7. 1972, kvæntur Kristínu Þórs- dóttur og eiga þau tvö börn, Jóakim og Alexöndru; Guð- mundur Böðvar, f. 12.5. 1975, sambýlis- kona hans er Þór- hildur Sch. Thor- steinsson og eiga þau einn son, Stefán; og Fjóla Sigrún, f. 5.12. 1980. Jóakim og Unnur hófu búskap á Urð- arstíg 7 í Hafnarfirði og fluttu svo á Kros- seyrarveg 5b 1949 og bjuggu þar til 1990 en þá fluttu þau á Hjalla- braut 33. Síðustu tvö og hálft ár hefur Jóakim búið á Hrafnistu í Hafnarfirði. Jóakim lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum. Hann starfaði sem háseti og stýrimaður á árun- um 1932–1947. Frá 1947 starfaði hann sem verkstjóri á Mölunum hjá Fiski hf. og nokkur ár við fisk- mat. Síðustu starfsár sín vann hann sem viktmaður hjá Lýsi og mjöli hf. Útför Jóakims verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er kominn tími til að kveðja hann afa í hinsta sinn. Þó að það sé sár kveðjustund þá veit ég að hann er ánægður að vera kominn til ömmu og Péturs og var mjög sáttur við að fá hvíldina. Ég hef alltaf verið afastelpa enda leið mér alltaf mjög vel með afa og eru ófáar stundirnar sem ég hef átt með honum. Margar minningar koma upp í huga mér og get ég nú ekki annað en brosað yfir þeim. Afi var mjög góður maður og hafði skemmtilegan húmor. Afi leit aldrei beint út fyrir að vera gamall enda keyrði hann aldrei bíl og labbaði allt. Ef hann þurfti að kaupa í matinn var stundum ekki nóg að fara í eina mat- vörubúð heldur kíkti hann í þrjár matvörubúðir. Alltaf þegar ég var lít- il og kom í heimsókn til afa og ömmu sama hvort það var á Krossaraveg- inum eða Hjallabrautinni lét afi mig hafa lykilinn af „nammiskápnum“ þar sem afi var búinn að kaupa alls kyns góðgæti og var það þvílík sæla fyrir litla stelpu. Aldrei brást að það væri til ís í frystinum sem afi var bú- inn að kaupa. Margar eru minning- arnar á Krossaraveginum þar sem afi og amma bjuggu mest allan sinn tíma saman, má þar t.d. nefna þegar ég fékk að hjálpa afa að slá grasið á sumrin með handsláttuvélinni. Nú þegar líður að jólum á ég eftir að hugsa mikið til afa og ömmu þar sem við eyddum flestum aðfangadags- kvöldum saman og alltaf var gaman að fá að koma til þeirra rétt fyrir jól og hjálpa þeim að skreyta jólatréð. Þegar afi fór á Hrafnistu gaf hann mér jólatréð og allt jólaskrautið sem því fylgdi og er það eitthvað sem ég mun alltaf geyma vel og láta upp á hverjum jólum. Elsku afi, ég á eftir að sakna þín en ég veit að þér líður vel núna. Ég vil þakka þér fyrir allt og kveðja þig með þessu kvæði. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Blessuð sé minning þín. Fjóla Sigrún. Elsku afi. Þá er þessu lokið eins og þú óskað- ir svo heitt. Síðustu mánuðir voru þér erfiðir, þá sérstaklega eftir að Pétur frændi dó. En það sem mestu máli skiptir eru allar minningarnar sem þú gafst mér og okkur öllum sem stóðu þér næst. Flestar eru þær tengdar þér og ömmu á Krosseyr- arveginum. Bíóferðir með þér og Pétri. Alltaf var spilað á jólunum og er mér minn- isstætt þegar að þú hélst því fram að svarið í spilinu væri ekki rétt. Stutt var í glettni og húmor, jafn- vel undir það síðasta komu skemmti- leg tilsvör. Allar samræður um heima og geima eru mér ógleymanlegar. Þú varst einstakur sem persóna, afi og minn besti vinur. Þín sól skein skært en hún mun skína í mínu hjarta svo lengi sem ég lifi. Ég, Kristín, Jóakim og Alexandra munum sakna þín en samt erum við glöð að vita af þér hjá ömmu og Pétri. Við kveðjum þig nú og megi guð geyma þig. Bless, elsku afi. Jóhann Unnar Sigurðsson. Það er margs að minnast við and- lát bróður míns, Jóakims Pétursson- ar, sem lést á Hrafnistu 27. þessa mánaðar. Hann var næstyngstur okkar systkina, en við vorum 8 tals- ins. Hann var alltaf ljúfur og hæglát- ur drengur en glettinn og gaman- samur þegar hann vildi það við hafa. Við fluttum að Vörðustíg 5 frá Vatns- leysuströndinni og þar var oft glatt á hjalla þó að þröngt væri, því fjöl- skyldan var stór. Jóakim steig gæfuspor þegar hann kvæntist Unni Vilmundardóttur, hinni ágætustu konu. Þau leigðu íbúð á Urðarstíg 7 og þangað flutti ég síð- an til þeirra ásamt foreldrum okkar, sem bæði voru orðin fullorðin og heilsa þeirra farin að bila. Þau Unnur önnuðust þau í fjölda ára og og segja má að foreldrar okkar hafi í einu og öllu verið undir þeirra verndarvæng. Þegar þau Jóakim og Unnur fluttu að Krosseyrarvegi 5b, sem var heimili þeirra í um 40 ár, tóku þau foreldra okkar með sér þangað. Jóakim var ávallt léttur í spori og hafði ákveðnar skoðanir bæði á mönnum og málefnum. Hann var stálminnugur, fylgdist vel með líð- andi stund og hafði góða frásagnar- gáfu. Það var gaman að tala við hann og rifja upp atvik frá fyrri tíð. Hann var vel liðinn sem verkstjóri til fjölda ára og hann hafði ákaflega fallega og skýra rithönd sem kom sér vel í starfi bæði sem verkstjóri á Möl- unum og vigtarmaður hjá Lýsi og mjöli, því starfinu fylgdu margvísleg- ar skýrslugerðir. Síðustu árin voru bróður mínum erfið. Andlát Unnar, konu hans, fyrir nokkrum árum varð honum mikið áfall og Pétur, sonur hans átti við mikið heilsuleysi að stríða mörg und- anfarin ár og hann lést í september sl. Jóakim naut þó Sigurðar, sonar síns, og Kristrúnar, tengdadóttur sinnar, og þeirra fjölskyldu sem hann setti allt sitt traust á. Þau hafa ávallt reynst honum ákaflega vel og það má segja að þau, barnabörnin og barna- barnabörnin hafi verið sólargeislarn- ir í lífi hans. Síðustu æviárin dvaldist Jóakim á Hrafnistu í Hafnarfirði og naut þar frábærrar umönnunar þess ágæta starfsfólks sem þar er. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti til bróður míns fyrir alla þá ástúð sem hann sýndi foreldrum okk- ar alla tíð. Við hjónin þökkum honum sam- fylgdina og óskum honum Guðs blessunar og sendum Sigurði og fjöl- skyldunni innilegar samúðarkveðjur. Margrét og Sigmar. Jóakim föðurbróðir okkar er látinn eftir tæplega níutíu ára ævigöngu. Hann fæddist á Vatnsleysunni 10. janúar 1914 og átti þar sín æskuár. Það var fyrir nokkrum árum að Jóa- kim fór með okkur á þessar slóðir og rifjaði upp heim æsku sinnar. Æv- intýraheim þar sem náttúran spilaði stórt hlutverk, fjaran, túnin, holtin og heiðarnar. Við heyrðum enduróm af hlátrasköllum barnanna og frá daglegu lífi fólksins á ströndinni, en við skynjuðum einnig baráttuna um brauðið og harðneskju þess tíma. Fjölskyldan tók sig upp og flutti til Hafnarfjarðar á þriðja áratug síð- ustu aldar. Ungur ákvað Jóakim að verða for- eldrum sínum stoð og stytta og við það heit stóð hann. Eftir að Jóakim kvæntist sinni góðu konu Unni Vil- mundsdóttur voru þau samstiga í því að gera foreldrum Jóakims lífið sem léttast með umhyggju sinni og ástúð. Lengst af bjuggu þau í sama húsi sem Jóakim reisti við Krosseyrarveg í Hafnarfirði. Amma og afi okkar, foreldar Jóakims, töldu að þetta hefði verið sá tími er þeim leið hvað best um ævina. Starfsdagur Jóakims var langur og giftudrjúgur. Hann tók próf til stýrimanns og sjómennsku stundaði hann í sautján ár, sem spannaði með- al annars stríðsárin. Að sigla út á opið hafið þar sem hildarleikur stríðsins geisaði í sinni verstu mynd var ekki heiglum hent og auðna ein réð hvort heilu skipi væri siglt í höfn. Á tímabili átti hann hlut í togar- anum Rán, en skipverjar gengu í að gera togarann út þegar útgerðin varð gjaldþrota. Þegar sjómennskunni lauk gerðist Jóakim verkstjóri við fiskverkun á Mölunum. Síðustu starfsárin vann hann hjá Lýsi og mjöli. Fólk fætt á fyrrihluta síðustu aldar upplifði meiri umskipti en í annan tíma hafa átt sér stað. Lífsskilning- urinn mótaðist af þessari reynslu. Lifði tímana tvenna. Flestir kynntust kröppum kjörum, en fengu einnig að reyna betri tíð. Lífsreynsla þessarar kynslóðar er fjársjóður sem ber að varðveita, en sem oft vill renna okkur úr greipum. Við gleymum að spyrja. Því eru þær dýrmætar stundirnar þegar tóm gafst til að fara með Jóa- kim í hugarferðalag á vit liðinnar tíð- ar. Jóakim var mjög minnugur og hafði góða frásagnargáfu. Unnur lést 14. ágúst 1999 á áttug- asta og fjórða aldursári. Þá höfðu þau hjónin deilt lífinu í gleði og sorg í hartnær fimmtíu og sjö ár. Þau eign- uðust tvo syni, Pétur árið 1943 og Sigurð 1947. Pétur kvaddi þetta líf tveimur mánuðum á undan föður sínum, hafði þá átt við heilsuleysi að stríða um langt skeið. Að horfa á eftir fólki sínu tók á Jóakim og hann var tilbúinn í ferðina miklu. Við minnumst Jóakims með virð- ingu. Við kveðjum mann sem hafði heiðarleika og réttsýni að leiðarljósi. Sigurði, Kristrúnu, barnabörnum og barnabarnabörnum flytjum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðlaug og Agnes Sigurðardætur. JÓAKIM PÉTURSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.