Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 63 KNATTSPYRNUSAMBAND Evr- ópu, UEFA, hafnaði í gær ósk tyrk- neska liðsins Besiktas um að leikur liðsins og Chelsea í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn kemur fari fram í Istanbúl. Á fundi UEFA í gær var staðfest að leikurinn fari fram á heimavelli Schalke í Þýska- landi – í Gelsenkirchen. Ástæðan fyrir því að leikurinn er færður frá Tyrklandi, er að UEFA fannst ástandið þar ekki öruggt eft- ir að 61 maður var drepinn í sjálfs- morðsárás á dögunum í Istanbúl og yfir 700 manns slösuðust. Þess má geta að Besiktas fagnaði sigri á Chelsea á Stamford Bridge í London í október. Chelsea hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úr- slitum keppninnar en þarf á einu stigi að halda til að standa uppi sem sigurvegari í G-riðli. Besiktas þarf að sigra til að vera öruggt með að fara í 16-liða úrslitin en Tyrkirnir eru öruggir með að fara ekki neðar en í 3. sæti, sem gefur keppnisrétt í UEFA-bikarnum. Tyrkneska liðið Galatasaray lék heimaleik sinn við Juventus í Dort- mund í Þýskalandi sl. þriðjudag, og sigraði, 2:0. UEFA ákvað einnig í gær að leik- ur ísraelska liðsins Maccabi Haifa og Valencia frá Spáni í UEFA- keppninni 11. desember, verði færður frá Izmir í Tyrklandi til Rotterdam í Hollandi. Izmir hefur verið heimavöllur ísraelska liða að undanförnu, þar sem ástandið í Ísr- ael hefur ekki þótt öruggt. Chelsea leikur gegn Besiktas í Gelsenkirchen „ÚR því sem komið var þá get ég ekki verið annað en sáttur við stigið,“ sagði Júlíus Jónasson, þjálfari og leik- maður ÍR, við Morgunblaðið eftir leikinn við Hauka. „Þetta var gríðarlega mikill baráttuleikur og vel tekið á. Mér fannst við hafa ágæt tök á leiknum en hægt og sígandi í seinni hálfleiknum misstum við dampinn og í stað þess að hrista þá af okkur, eins og við fengum tækifæri til þá hleyptum við þeim inn í leik- inn enda hikstaði sókn- arleikur okkar töluvert. Ég var ánægður með vörnina og markvörsluna en sóknarleik- inn þurfum við að bæta. Það er ekki auðvelt að ná stigi á Ásvöllum svo við getum kannski vel við unað og sér- staklega í ljósi þess að við höfðum betur í innbyrðisleikj- unum gegn þeim.“ Get ekki verið annað en sáttur  RÚNAR Sigtryggsson skoraði 4 mörk fyrir Wallau-Massenheim og Einar Örn Jónsson eitt þegar lið þeirra tapaði fyrir Magdeburg, 37:32, í þýsku bikarkeppninni í handknattleik í gærkvöld. Sigfús Sigurðsson var ekki á meðal marka- skorara Magdeburg en þar var Grzegorz Tkaczyk atkvæðamestur með 10 mörk.  ALFREÐ Gíslason, þjálfari Magdeburg, sendi dómurum leiks- ins tóninn á blaðamannafundi eftir leikinn. Þeir ráku leikmenn liðanna 18 sinnum af velli og sýndu rauða spjaldið einu sinni.  ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar í knatt- spyrnu, Eggert Magnússon, for- maður Knattspyrnusambands Ís- lands, og Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri sambandsins, verða í Frankfurt á morgun þegar dregið verður í riðla í heimsmeist- arakeppninni 2006.  HM 2006 í Þýskalandi verður spil- að í 13 borgum sem eru: Dortmund, Frankfurt, Düsseldorf, Köln, Gels- enkirchen, Hamborg, Hannover, Leipzig, Kaiserslautern, Nürnberg, Stuttgart og München, þar sem upphafsleikur keppninnar verður 9. júní, og í Berlín þar sem úrslitaleik- urinn fer fram hinn 9. júlí.  JÓHANNES Harðarson sat á varamannabekk Groningen allan tímann þegar liðið tapaði, 2:1, fyrir Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld.  BRYNJAR Björn Gunnarsson fékk heldur ekki að spreyta sig en hann var varamaður hjá Notting- ham Forest sem gerði jafntefli, 1:1, við Ipswich í ensku 1. deildinni í gærkvöld.  ÍVAR Ingimarsson lék allan leik- inn með Reading sem tapaði, 0:1, fyrir Chelsea í enska deildabikarn- um. Jimmy Floyd Hasselbaink skor- aði sigurmark Chelsea sem tefldi fram flestum sínum bestu mönnum en Eiður Smári Guðjohnsen var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.  WBA, efsta lið 1. deildar, sló Man- chester United út úr deildabikarn- um með sannfærandi sigri, 2:0. United hvíldi flesta af fastamönnum sínum í leiknum.  YOURI Djorkaeff skoraði sigur- mark Bolton úr vítaspyrnu á síðustu mínútu leiksins þegar lið hans vann Liverpool, 3:2, á útivelli í deildabik- arnum. Vladimir Smicer hafði jafn- að, 2:2, tveimur mínútum fyrir leiks- lok. Liverpool vann deildabikarinn á síðasta tímabili.  RONALDO skoraði mark eftir að- eins 16 sekúndna leik þegar Real Madrid sigraði Atletico Madrid, 2:0, í nágrannaslag í spænsku 1. deild- inni í knattspyrnu í gærkvöld. FÓLK sex mörkum í röð og Einar fór þar fremstur í flokki með sínum þrumu- fleygum. Hann skoraði fimm af fyrstu átta mörkum ÍR-inga og Haukar áttu ekki annan kost en að taka hann úr umferð. Við það riðlaðist sóknarleik- ur ÍR-inga nokkuð og Haukar gengu á lagið. Þeim tókst að minnka muninn niður í eitt mark fyrir leikhléið, 11:10. Hafi fyrri hálfleikur verið harður var sá síðari mun harðari og oft mun- aði litlu að upp úr syði. ÍR-ingar héldu áfram að hafa frumkvæðið og höfðu þetta 2–3 marka forskot lengi framan af hálfleiknum en Haukarnir neituðu að gefast upp og með mikilli seiglu tókst þeim að jafna í 22:20, með marki Andra Stefans en þessi skemmtilegi leikstjórnandi fór á kost- um í síðari hálfleik og átti stærstan þátt í að snúa leiknum á band Hauk- anna. Lokakaflinn var æsispennandi þar sem áhorfendur jafnt sem leik- menn skeyttu skapi sínu á dómurum leiksins en þeir áttu í stökustu vand- ræðum með að hafa tök á leiknum. Það er óhætt að segja að leikurHauka og ÍR hafi verið átakal- eikur og engu líkara en að sjálfur slagurinn um Ís- landsmeistaratitilinn væri hafinn. Barátt- an var gríðarleg á milli liðanna, leik- menn að tuskast til og frá og mikil undiralda ríkjandi allt frá byrjun leiks. Eins og gefur að skilja við slíkar aðstæður var handboltinn sem liðin buðu upp á ekkert augnayndi en leik- menn gerðu sig seka um mörg mistök og ekki síður dómararnir, Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Örn Haralds- son, sem því miður áttu ekki góðan dag að þessu sinni. Haukar hófu leikinn vel, skoruðu tvö fyrstu mörkin og það tók ÍR-inga tæpar sex mínútur að finna leiðina framhjá Birki Ívari Guðmundssyni. Einar Hólmgeirsson var óheppinn með skot sín í byrjun en um leið og hannfann fjölina sína var ekki að sök- um að spyrja. ÍR-ingar svöruðu með Andri var aftur á ferðinni þegar hann kom Haukunum yfir í 21:20 með marki úr hraðaupphlaupi en Einar Hólmgeirsson jafnaði fyrir ÍR með skoti af löngu færi tæpum þremur mínútum fyrir leikslok. Ásgeir Örn Hallgrímsson var ískaldur þegar hann smeygði sér í gegn úr þröngu færi úr hægra horninu og kom Hauk- unum yfir á nýjan leik, 22:21, mínútu fyrir leikslok. Lokasókn ÍR-inga bar ekki árangur fyrr en leiktíminn var úti. Þeir fengu dæmt aukakast, Haukarnir stilltu upp í varnarvegg en Einar Hólmgeirsson sá smugu á hon- um og skoraði með þrumufleyg sem Birkir Ívar sá ekki við. ÍR-ingar fögn- uðu ákaft en Haukarnir sátu eftir með sárt ennið og klaufalegt hjá jafn- reyndu liði að fá á sig mark með slík- um hætti. Það mátti vel merkja þreytumerki á liði Hauka og leikurinn ásamt ferða- laginu til Skopje sat greinilega í flest- um leikmönnum liðsins. Birkir Ívar Guðmundsson stóð þó vel fyrir sínu og varði markið vel og af útileikmönn- unum léku best ungu mennirnir Ás- geir Örn og Andri Stefan. Robertas Pauzuolis mátti sín lítils gegn sterkri vörn ÍR, lítið kom frá horna- og línu- mönnum Haukaliðsins. Öflugur varnarleikur og góð mark- varsla Ólafs Gíslasonar var aðals- merki ÍR-inga sem geta vel við unað að ná stigi úr því sem komið var. Ein- ar Hólmgeirsson var mjög öflugur á meðan hann fékk að leika lausum hala og ÍR-ingar geta þakkað honum fyrir stigið. Júlíus Jónasson var tveggja manna maki í vörninni en hvað eftir annað stöðvaði hann sóknir Hauk- anna, ýmist með því að ganga út í skytturnar, verja þrumuskot þeirra og þá hélt hann Vigni Svavarssyni í heljargreipum. Svona á ekki að gerast „Það var hryllilega klaufalegt að láta þá jafna og nánast óafsakanlegt. Veggurinn stóð skakkt og Einar fékk stóra glufu til að hitta í gegn. Svona á ekki að gerast hjá jafnreyndu liði og Haukum,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, við Morgunblaðið. „Við áttum lengi vel á brattann að sækja en þegar okkur tókst að jafna vorum við klaufar að gera ekki út um leikinn. Við fórum illa með færin en markvörður ÍR-inga stóð sig afar vel. Mér fannst mínir menn ekki vera á tánum og það var augljós þreyta sem sat í mönnum sem sást best á því að þeir klikkuðu á mörgum dauðafærum og fengu á sig ódýr mörk frá ÍR-ing- unum. Morgunblaðið/Þorkell Dalius Rasikevicius svífur í gegnum vörn ÍR og skorar fyrir Hauka, án þess að Ingimundur Ingi- mundarson, Breiðhyltingur, fái nokkuð að gert. Liðin skildu jöfn að þessu sinni, 22:22. Einar jafnaði fyrir ÍR beint úr aukakasti EINAR Hólmgeirsson, stórskyttan í liði ÍR-inga, var svo sannarlega bjargvættur Breiðhyltinga í gærkvöldi þegar þeir sóttu stig á Ásvöll- um gegn Íslandsmeisturum Hauka. Einar jafnaði metin í 22:22 með þrumuskoti beint úr aukakasti eftir að venjulegum leiktíma var lok- ið og þar með verða ÍR-ingar með forskot á Hauka þegar keppni í úrvalsdeild hefst á nýju ári en ÍR hafði betur í fyrri leiknum, 36:30. Guðmundur Hilmarsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.