Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra og Björk Vilhelmsdótir, for- maður félagsmálaráðs Reykjavík- urborgar, litu í gær inn á kaffistofu Samhjálpar á Hverfisgötu 44 og fengu sér súpu og fisk með nokkrum þeirra einstaklinga sem njóta að jafnaði aðstoðar Samhjálpar. Á hverjum degi koma á bilinu 70 til 90 einstaklingar í kaffi og meðlæti hjá Samhjálp, en í gær var borinn á borð grillaður steinbítur og gulrótar- og kúmensúpa, sem matreiðslumenn matsölustaðarins Apóteksins elduðu fyrir gesti og gangandi í tilefni fjög- urra ára afmælis Apóteksins. Kaffistofa Samhjálpar á Hverf- isgötu var opnuð árið 1982 en kaffi- stofan er ætluð fyrir utangarðsfólk og aðra þá sem ekki hafa aðstöðu til að útvega sér mat og drykk. Þegar best lætur koma um 110 manns á kaffistofuna á einum degi. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra ræddi við gesti kaffistofunnar sem reyndar voru óvenju fáir í gær þrátt fyrir að glæsileg máltíð væri á boðstólum. Starfsfólk Samhjálpar taldi þó augljóst að fólk væri feimið við ráðherrann og ljósmyndara fjöl- miðlanna, enda fjölgaði verulega gestum kaffistofunnar eftir að þeir óvenjulegu gestir hurfu á braut. Í samtali við Morgunblaðið sagði Árni það algerlega nauðsynlegt að heimsækja kaffistofuna og fá þar að hitta fólk og heyra hvað á því brynni. „Við ræddum m.a. húsnæðismál og húsaleigubætur og aðeins bar mál- efni öryrkja á góma. Mér finnst gaman að koma hér og sjá hvernig Samhjálp tekur á með þessu fólki. Því miður er það kannski svo í okkar samfélagi, eins og líklega víða annars staðar, að það er ákveð- inn hópur fólks sem ekki nær endum saman, af mismunandi orsökum. Ég held samt og veit að við búum hér við miklu betri aðstæður en flestar aðrar þjóðir og ef það ætti nú að gefa Reykjavíkurborg einhverja einkunn, þá myndi ég halda að það væri borg allsnægta,“ sagði Árni. Heimsóknum hefur fjölgað hægt og sígandi Aðspurður hvort tilefni væri nú til að fara út í frekari aðgerðir til að stemma stigu við fátækt sagði Árni að forsætisráðuneytið hefði haft for- ystu í að fara nánar yfir þau mál. „Mér finnst engin ástæða til og alls ekki hægt að afneita því að það er ákveðinn hópur fólks sem býr við fá- tækt á Íslandi og það er auðvitað nokkuð sem við getum öll verið sam- mála um að við viljum með öllum ráðum vinna gegn.“ Björk Vilhelmsdóttir ræddi við gesti kaffistofunnar ásamt félags- málarráðherra og sagði ástandið aldrei viðunandi þar sem fátækt væri við lýði. „Það er vissulega fá- tækt á Íslandi sem við þurfum að takast á við. Samhjálp er stór aðili í að þjónusta þá sem fátækir eru og það er mjög gott að þeir sinni því. En við þurfum að ráðast að rótum vandans og hann er mjög marg- víslegur og ekki bara fjárhagslegur. Ég vil m.a. benda á ábyrgð þeirra sem reka spilakassana, mjög margir þeirra sem hafa minnst úr að moða reyna mikið að bæta hag sinn í spila- kössum og lottóum.“ Á þessu ári hafa að meðaltali kom- ið um 170 einstaklingar í hverjum mánuði til að þiggja veitingar Sam- hjálpar og þar á meðal komu 252 ein- staklingar í október. Að sögn Krist- ins P. Birgissonar, skrifstofustjóra Samhjálpar, hefur verið hæg stíg- andi í fjölda heimsókna á kaffistof- una undanfarin ár. Heimsóknum fækki reyndar um hver mánaðamót, þegar fólk fær sína styrki afhenta en þegar líður á mánuðinn fjölgar heimsóknunum sem ná yfirleitt hámarki um og eftir 20. hvers mánaðar. Félagsmálaráðherra þáði boð um súpu og fisk hjá Samhjálp Morgunblaðið/Árni Sæberg Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, og Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra ræddu ýmis málefni við gesti kaffistofu Samhjálpar. SVEITARFÉLAGIÐ Skagafjörður hefur lýst áhuga sínum að nýju á því að koma að kaupum á sútunarverk- smiðjunni Loðskinni á Sauðárkróki, ásamt starfsmönnum. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu gerðu Kaupþing-Búnaðarbanki og Stökur ehf. á Akureyri, eigandi Skinnaiðn- aðar, samkomulag um kaup á verk- smiðjunni í síðustu viku. Á því voru fyrirvarar eins og t.d. áreiðanleika- könnun sem á að vera lokið fyrir 12. desember næstkomandi, áður en bankastjórn tekur endanlega af- stöðu til viðskiptanna. Ársæll Guðmundsson, sveitar- stjóri Skagafjarðar, lýsti vonbrigð- um sínum í blaðinu sl. mánudag með vinnubrögð Kaupþings-Búnaðar- banka. Menn hefðu staðið í þeirri trú að viðræður væru við starfsmenn Loðskinns um kaupin og tíðindin af samkomulaginu við Stökur hefðu komið mjög á óvart. Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri Kaupþings-Búnaðarbanka, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að sveit- arfélagið hefði sett sig í samband við bankann og lýst áhuga á að koma að málinu að nýju. Fyrir hefði legið að viðræður bankans við starfsmenn Loðskinns gengu ekki upp en áður hefði sveitarfélagið ekki haft áhuga á tilboði bankans. Brúa bilið í hlutafjárkaupum Gísli Gunnarsson, forseti sveitar- stjórnar Skagafjarðar og formaður byggðaráðs, sagði fregnir af sam- komulaginu við Akureyringa hafa komið Skagfirðingum á óvart. Því hefði verið ákveðið að gera bankan- um tilboð og hjálpa starfsmönnum við að brúa bilið í hlutafjárkaupum í verksmiðjunni. Um væri að ræða 40 manna vinnustað sem mikilvægt væri að halda gangandi, ekki síst þar sem reksturinn hefði batnað síðustu misserin. Sagði Gísli að ef samkomu- lagið yrði staðfest við Akureyringa mætti frekar reikna með því að um- svifin á Sauðárkróki myndu minnka. Sveitarfélagið vildi með þessu reyna að koma í veg fyrir það. Heima- menn sýna Loðskinni áhuga á ný SALA á fersku lambakjöti í versl- uninni Spar við Bæjarlind hefur auk- ist um 200% frá því að verslunin hóf sölu á flokkuðu lambakjöti frá Fjallalambi hf. Flokkarnir sem seld- ir eru heita magurt, úrvals og fitu- sprengt+ og hefur mest verið selt af kjöti í feitasta flokknum, að sögn Ingva Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Spar. Hann segir þessa miklu sölu á feitasta kjötinu hafa komið mest á óvart, en 43% af lambakjötinu sem Spar hefur selt undanfarnar vikur eru úr feitasta flokknum, 41% er úr úrvalsflokki og aðeins 16% eru magurt kjöt. Eftir að Spar hóf sölu á flokkuðu lambakjöti hefur hlutfall lambakjöts vaxið upp í 46% af kjötsölunni, en að sögn Ingva var hlutfall lambakjöts á landsvísu 29% af heildarsölu kjöts á sama tímabili. Að sögn Ingva var hann búinn að ganga með þessa hugmynd um sölu á flokkuðu lambajöti nokkuð lengi og taldi Fjallalamb líklegast til að vilja reyna slíkt samstarf. Kjötið kemur allt flokkað og merkt frá Fjallalambi og er síðan skipt upp í áðurnefnda flokka í kjötborði verslunarinnar. Minna keypt af frosnu kjöti „Viðbrögðin hafa vægast sagt ver- ið alveg frábær, þannig að neytendur kunna þetta vel að meta. Það sem hefur síðan farið mest út frá okkur er fitusprengt+. Það munar auðvit- að í verði en verðmunur á milli flokka er 10%. Það er mesti vöðvamassinn í dýrasta flokknum en fitusprengt+ getur verið með sams konar vöðva- massa en með örlítið meiri fitu utan á kjötinu.“ Spar hóf sölu á flokkuðu lamba- kjöti 15. nóvember sl. og er aukn- ingin í sölu á lambakjöti á þessu tímabili yfir 200%, að sögn Ingva. Hann segir framsetningu á kjötinu í kjötborðinu einnig hvetja fólk til að kaupa lambakjötið og fólk kaupi það líka meira í miðri viku. „Þetta er allt ferskt lambakjöt, og má þar m.a. nefna fitusprengt fillet sem er mjög vinsælt. Við erum líka að selja nærri 90% af lambakötinu fersk úr kjötborðinu, þ.e. ófrosin. Fólk kaupir orðið mun minna af frosnu, enda er kjötið tilbúið til elda- mennsku þegar það er keypt ferskt úr kjötborðinu,“ segir Ingvi. Flokkun lambakjöts eykur söluna um 200% hjá Spar Feitasta kjötið frá Fjallalambi selst best SJÁLFSBJÖRG hélt upp á Alþjóðadag fatlaðra í gær og veitti fimm aðilum viðurkenningar fyrir gott að- gengi hreyfihamlaðra að húsakynnum þeirra á Grand hóteli. Þeir sem fengu viðurkenningar voru Borg- arholtsskóli, Grand hótel, Eirberg, Lágafellsskóli og Hótel Hellissandur, og afhenti Þórir Karl Jónasson, formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, við- urkenningarnar. Morgunblaðið/Jim Smart Veittu viðurkenningar fyrir gott aðgengi ORKUVEITA Reykjavíkur (OR) hefur ákveðið að greiða á ný fast- eignagjöld af eignum sínum í alls 16 sveitarfélögum. Guðmundur Þór- oddsson, forstjóri OR, segir þetta vera gert í trausti þess að frumvarp frá iðnaðarráðherra, sem er nú í meðförum iðnaðarnefndar Alþingis, nái fram að ganga. Þar er öllum orkufyrirtækjum gert að greiða skatta af eignum sínum. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í haust spruttu upp deilur til dæmis við Grímsnes- og Grafnings- hrepp sem hótaði uppboði á Nesja- völlum vegna vangoldinna gjalda upp á nokkrar milljónir króna. OR túlkaði þágildandi orkulög, sem breytt var árið 2001, með þeim hætti að fyrirtæki sem höfðu einok- un á orkusölu væru undanþegin op- inberum gjöldum, líkt og gilt hafði löngum með Rafmagnsveitur ríkis- ins, RARIK. OR greiðir ríflega 100 milljónir króna á þessu ári í fast- eignagjöld, að sögn Guðmundar. Orkuveitan greiðir fasteigna- gjöld á ný FLUGMENN hjá Icelandair og flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands hafa gengið frá nýjum kjarasamn- ingi. Samningarnir eru til skamms tíma. Hrafnhildur Stefánsdóttir, yf- irlögfræðingur hjá Samtökum at- vinnulífsins, segir að í meginatriðum sé verið að framlengja samninga sem runnu úr gildi 15. september fram á næsta ár. Samningur flugfreyja gildir til 15. október á næsta ári. Hrafnhildur sagði að samningurinn fæli í sér 3% grunnkaupshækkun og endurgjald fyrir hagræðingu á störfum flug- freyja. Hún sagði að viðræður stæðu yfir við flugfreyjur sem starfa hjá Icelandair og kvaðst hún vona að gengið yrði frá honum fljótlega. Samningurinn við flugmenn hjá Icelandair gildir til 15. mars á næsta ári. Hrafnhildur sagði að samning- urinn kvæði á um 2,1% launahækk- un. Hún sagði að viðræður við Flug- menn hjá Flugfélagi Íslands væru mjög skammt á veg komnar. Flugmenn og flugfreyjur semja NEYTENDASAMTÖKIN hafa birt á heimasíðu sinni niðurstöður nýrrar könnunar á símtölum milli kerfa fyr- irtækjanna Símans og Og Vodafone. Samtökin gerðu sambærilega könn- un í ársbyrjun áður en Íslandssími, Tal og Halló sameinuðust undir merki Og Vodafone. Neytendasamtökin benda á að það sé ekki einfalt fyrir neytendur að sjá hvaða fyrirtæki eða áskriftarleiðir henti þeim. Meðal niðurstaðna könn- unarinnar nú er að það borgi sig fyr- ir neytendur að greina símnotkunina á heimilinu og finna þá áskriftarleið sem henti. Ef heimasíminn er hjá einu fyrirtæki og farsímar fjölskyld- unnar hjá öðru getur það borgað sig að flytja allt undir eitt fyrirtækið. Samtökin segja það þó fara eftir því hve notkunin sé mikil. Um 120 króna munur er á mánaðargjaldi fastlínu Símans og Og Vodafone þar sem síð- arnefnda fyrirtækið er ódýrara en það er með eigin fastlínur á tak- mörkuðu svæði. Samanburður á símaþjónustu er flókinn TENGLAR .............................................. www.ns.is ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.