Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 27
myndfleti. Andlitin sem horfa til móts við áhorfandann úr hverju verki eru hins vegar mannlegri en portrett karlanna og ólíkt mann- eskjulegri, líkt og það sé raunveru- leg manneskja, en hvorki söguleg frægð né getgátur, sem hér býr að baki myndefninu. Merkisbyggingar Það er fátt sameiginlegt með myndvefnaði þeirra Sigríðar og Leifs og sýningunni á japanskri samtímabyggingarlist sem sett hef- ur verið upp í Gerðarsafni samhliða myndvefnaðinum, þótt margar bygginganna skipi óneitanlega ekki síðri sess innan byggingalistasög- unnar en söguhetjur fortíðar og merkismenn framtíðar kunna að gera í mannlegu tilliti. Alls má finna ljósmyndir af 99 byggingum, sem reistar voru á ár- unum 1985–1996, á sýningunni sem er ferðasýning er virðist hafa verið á flakki frá því 1997. Hér á landi er uppsetning hennar samvinnuverk- efni Japansjóðsins, japönsku arki- tektamiðstöðvarinnar, sendiráðs Japans á Íslandi og Gerðarsafns, en öll gögn og upplýsingar eru á ensku sem efalítið hentar sýningargestum misvel. Sá mikli fjöldi bygginga sem ber fyrir augu, felur í sér að sýningin er í raun eins konar prufuspjald eða sýnishorn af þeirri áhugaverðu byggingalistaflóru sem finna má í Japan. Einungis ein mynd er af hverri byggingu fyrir sig og stuttur texti sem geymir ágrip af sögu, áhrifum og hlutverki byggingarinn- ar. Í nokkrum tilfellum má einnig finna teikningu er veitir kynning- unni heilsteyptari mynd, en engu að síður vantar töluvert á að sýn- ingargestir nái fullri tilfinningu fyr- ir hverri byggingu fyrir sig. Ein ljósmynd, hversu vel sem hún er annars tekin, verður aldrei annað en takmörkuð kynning á bygging- arlist sem gefa kann lofsamleg fyr- irheit um það sem í kringum lins- una leynist. Þessi annmarki nær þó ekki að dylja að sköpunargleði, frumleiki, áræðni og óttaleysi í hönnun mætir víða lofsamlegum viðbrögðum jafnt hjá fyrirtækjum sem og innan jap- anska stjórnkerfisins. Stílhreinar glæsibyggingar þar sem naumhyggjan ein er höfð í fyr- irrúmi setja vissulega víða sinn svip á hönnunina, en einnig má finna fjölda sýnishorna af hönnun sem byggist á umhverfi, menningu og trúarbrögðum ekki síður en tilgangi og starfsemi byggingarinnar, sem og skemmtileg dæmi um óheft flug ímyndunaraflsins. Þannig hefur til að mynda Mozuna Kikoo arkitekta- stofan leikið sér á frumlegan hátt með form við hönnun Notojima- glerlistasafnsins líkt og Arata Iso- zaki gerir einnig við gerð Nagi samtímalistasafnsins, sem er sér- kennilegur valkostur við hönnun safns fyrir hinar margbreytilegu nútímalistir – hér eru sýningarrým- in höfð í lögun kassa, hálfmána og sívalnings – sem látin eru tákna bæði jörðina og tunglið, auk þess að veita mystíska túlkun á alheimin- um. Stutt er þá í áhrif vísindaskáld- skapar í SYNTAX-byggingu Shin Tamatsu sem minnir einna mest á járnfugl með útbreidda vængi og þá er eldslogi látin teygja sig upp úr þaki Super Dry Hall-byggingar Philippe Stark sem óneitanlega tryggir að athygli vegfarenda bein- ist að annars hefðbundinni bygg- ingunni. Það er þessi áræðni og óttaleysi við hönnun svo margra bygging- anna sem gera sýninguna áhuga- verða. Óneitanlega hefði þó verið æskilegt að sjá húsunum bregða fyrir frá fleiri sjónarhornum og sömuleiðis hefði íslensk þýðing ver- ið uppsetningunni til framdráttar, en sem sýninshorn af því áhuga- verðasta í japanskri byggingarlist frá þessu tímabili þá er sýningin engu að síður vel heimsóknarinnar virði. Anna Sigríður Einarsdóttir LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 27 FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut 54 Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 40% afsláttur af öllum dömuskóm! f immtudag, föstudag og laugardag PASSÍA Hafliða Hallgrímssonar, sem var frumflutt á páskum árið 2001, er nú loksins komin út á geisladiski. Hún er fyrir tvo einsöngvara, bland- aðan kór, hljómsveit og tvö orgel, og er textinn aðallega úr Passíusálmum Hall- gríms Péturssonar. Inn á milli eru brot úr ljóð- um eftir nokkur tuttug- ustu aldar skáld, auk bænar eftir Bjarna Jónsson skáld. Nú mætti ætla að textinn sé einhverskon- ar sundurlaus samtín- ingur, en það er hann ekki. Nútímaljóðin eru inngangur að frásögn- inni um krossfest- inguna, og eiga það sam- eiginlegt að hafið kemur mjög við sögu. Hafið er tákn sem er útskýrt strax í upphafi með orð- um Matthíasar Johannessen: „Óend- anlega stór er kærleikur þinn./Ég er sandkorn á ströndinni,/kærleikur þinn hafið.“ Tónlistin er ákaflega framandi, jafnvel annarleg. Stundum jaðrar hún við að vera óhugnanleg, sem er viðeig- andi þegar viðfangsefni tónskáldsins er haft í huga. Tónmálið er þó fínlegt og í raun tiltölulega einfalt, t.d. er mikið um langa, íhugula tóna, og yf- irleitt þarf áheyrandinn ekki að leggja á sig nein sérstök heilabrot til að átta sig á hvað sé að gerast hverju sinni. Ef grannt er skoðað eru allskonar myndlíkingar í verkinu, pákudrunur magna upp áhrif tónlistarinnar þegar kórinn syngur „inni í sortanum heyrði ég þrumurnar tala“, og vel er hægt að ímynda sér að tónstigi niður á við, sem oft kemur fyrir og samanstendur af litlum og stórum tvíundum á víxl, standi fyrir einhverskonar himnesk áhrif, jafnvel ljósgeisla. Sömuleiðis gæti manni dottið í hug að hægir hörputónarnir í lokin, sem leita með misstórum skrefum upp á við, séu tákn fyrir sjálfan himnastigann, eða upprisuna. Þetta líkingamál útskýrir þó ekki anda tónlistarinnar. Hver einasti samhljómur er þrunginn merkingu sem er ekki mögulegt að skilgreina, nema að mjög takmörkuðu leyti. Dettur manni þá í hug það sem Victor Hugo sagði, að tónlist sé um eitthvað er ekki verður tjáð með orðum, en er heldur ekki hægt að þegja yfir. Mary Nessinger mezzósópran og Garð- ar Thór Cortes tenór eru einsöngvarar og skila hlutverkum sínum með sóma. Þau hafa bæði fallegar raddir, prýðilega tækni og skýran framburð. Sömuleiðis syngur Mótettukór Hallgrímskirkju hreint og af mikilli vandvirkni, ennfremur er flutningur hljóðfæraleikaranna í senn nákvæmur og tilfinningaþrunginn. Hörður Áskelsson stjórnar og gerir það af öryggi og smekkvísi. Upptakan, sem fram fór í Hall- grímskirkju og var í höndum Sveins Kjartanssonar og Vigfúsar Ingvars- sonar, er í senn tær og hljómmikil. Allur annar frágangur er einnig góð- ur, falleg mynd framan á geisladisk- inum og bæklingurinn sem fylgir er ítarlegur. Þetta er frábær geisladisk- ur og skyldueign fyrir þá sem hafa áhuga á trúarlegri list. Óendanlega stór er kærleikur þinn TÓNLIST Geislaplötur Hafliði Hallgrímsson: Passía, op. 28. Ein- söngvarar: Mary Nessinger og Garðar Thór Cortes. Mótettukór og Kammersveit Hallgrímskirkju. Orgel: Douglas A. Brotch- ie og Kári Þormar. Stjórnandi: Hörður Ás- kelsson. Útgefandi: Ondine Inc. PASSÍA Jónas Sen Hafliði Hallgrímsson Súfistinn, Hafnarfirði kl. 12.10 Þjóðlagahljómsveitin Bardukha með fiðluleikarann Hjörleif Valsson í far- arbroddi leikur gleðitónlist. Anddyri Borgarleikhússins kl. 20.30 Lesið úr nýjum bókum: Linda Vilhjálmsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Þráinn Bertelsson, Sjón, Guð- mundur Andri Thorsson, Elísabet Jökuldsdóttir. Café Borg, Hamraborg kl. 20 Rit- listarhópur Kópavogs opnar sýningu á ljóðum og ljóðmyndverkum eftir Eyvind P. Eiríksson. Eyvindur er Strandamaður að ætt og uppruna, hefur haft skriftir að aðalstarfi frá 1988 og sent frá sér m.a. allmargar ljóðabækur, sögur og leikrit ásamt þýðingum, alls um 30 bókmennta- verk. Sýningin er sú fjórða af þessu tagi í röðinni hjá Ritlistarhópnum og stendur út desembermánuð. Pakkhúsið á Höfn kl. 20.30 Hin árlega bókmenntasamkoma í desember á vegum Menningar- miðstöðvar Hornafjarðar er nú hald- in í 10. sinn. Að þessu sinni lesa Guð- mundur Steingrímsson úr bók- inni Áhrif mín á mann- kynssöguna, Silja Að- alsteinsdóttir úr bókum Madonnu, Ensku rósirnar og Eplin hans Peabodys, Jón Kalman Stef- ánsson úr bókinni Snarkið í stjörn- unum, Vigdís Grímsdóttir úr bókinni Þegar stjarna hrapar, Ævar Örn Jósepsson úr bókinni Svartir englar og Ingunn Jónsdóttir les úr bókinni Félagsvinurinn, sem Ungmenna- félagið í Öræfunum gefur út. Norska húsið, Stykkishólmi kl. 14 Fjórir hönnuðir frá Skólavörðu- holtinu í Reykjavík opna samsýn- ingu: Anna María Sveinbjörnsdóttir gullsmiður, Kristín Cardew fata- hönnuður, Sigríður Elfa Sigurð- ardóttir textílhönnuður og Soffía Árnadóttir leturlistakona. Sýndir verða handunnir skartgripir, föt, peysur, sjöl, treflar, letur og mynd- list. Opið kl. 14–18 til laugardags. Einnig hefur verið sett upp sýning frá ýmsum tímaskeiðum á jólatrjám, jólaskrauti, jólakortum og öðru sem tengist jólum og jólahaldi. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Jón Kalman Stefánsson ÍSLENSKU barnabókaverðlaunin hafa verið hækkuð í hálfa milljón króna í tilefni af því að verðlaunin verða veitt í tuttugasta sinn á næsta ári. Þetta var ákveðið á aðalfundi Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka sem haldin var á dögunum en sjóð- urinn stendur árlega að Íslensku barnabókaverðlaununum. Frestur til að skila inn handritum í sam- keppni næsta árs er til 1. febrúar. Yrsa Sigurðardóttir hlaut verðlaunin í ár fyrir bók sína Biobörn. Verðlaunasjóður íslenskra barna- bóka veitir Íslensku barnabókaverð- launin árlega. Markmið sjóðsins er að stuðla að auknu framboði á vönd- uðu íslensku lesefni fyrir æsku landsins. Í þessu skyni efnir sjóður- inn árlega til samkeppni um verð- launin. Þannig hyggst sjóðurinn örva fólk til að skrifa bækur fyrir börn og unglinga og stuðla jafnframt að auknu framboði íslensks lesefnis fyrir áðurnefnda aldurshópa. Að Verðlaunasjóði íslenskra barnabóka standa Vaka-Helgafell, fjölskylda Ármanns Kr. Einarsson- ar, IBBY á Íslandi og Barnavina- félagið Sumargjöf. Stofnað var til verðlaunanna í tilefni af 70 ára af- mæli Ármanns árið 1985. Stjórn Verðlaunasjóðsins skipa þau Pétur Már Ólafsson útgáfustjóri Vöku- Helgafells formaður, Kristín Ár- mannsdóttir kennari, Jón Freyr Þórarinsson fv. skólastjóri, Oddný S. Jónsdóttir barnabókaritstjóri Vöku- Helgafells og Brynja Baldursdóttir íslenskukennari en hún kom í stað Sólveigar Ebbu Ólafsdóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Verðlaunafé hækkað RAKEL Steinarsdóttir er að ljúka námi við Listaháskólann í Ed- inborg og er verk eftir hana á út- skriftarsýningu meistaranema. „Á Íslandi lauk ég námi úr MHÍ 1990, var síðan eitt ár í gler- listadeild listaháskólans í Strass- borg og hef síðan verið hér í tvö og hálft ár,“ segir Rakel. Hún segist vera að vinna með gler á spennandi hátt. „Það er þó ekki eina efnið sem ég nota heldur nota ég einnig steypu, kísil, ljósmyndir, vídeó og ljós. Glerið er flotgler eða rúðugler en það efni finnst mér mjög spenn- andi. Ég læt ljósið vinna með gler- inu og með endurspegluninni skapa hluta af verkinu. Í öðrum verkum læt ég kanta glersins drekka í sig ljósið og glóa og annars staðar er það áhorfandinn sem speglast í hluta glersins. Ég kalla sýninguna Hringrás vatnsins með manninum en á ensku „Iceland bags more for your money,“ sem er slagorð versl- unarkeðjunnar Iceland og vísar til þess að þar getir þú fengið meira í pokann þinn fyrir peninginn. Ég vísa hins vegar til þess að á Íslandi sé nóg pláss fyrir fleira fólk ef borgað er. Þannig fjallar sýningin um eins og titillin segir til um hringrás vatnsins og leið þess til sjávar og um það hvernig mað- urinn nýtir vatnið á ýmsan hátt.“ Sýningunni lýkur 10. desember. Verk eftir Rakel Steinarsdóttur á sýningu útskriftarnema í Edinborg. Ljósið glóir í glerinu NÍU listamenn opna vinnustofusýn- ingu í Skipholti 33b, (fyrir aftan gamla Tónabíó) annað kvöld, föstu- dagskvöld, kl. 20-23. Einnig verður þar sameiginleg sýning í hluta rým- isins. Málverk, músík, ljósmyndir, skúlptúrar, hönnun, innsetningar og fleira er að sjá og heyra. Þeir sem að sýningunni standa eru Þórunn Inga Gísladóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Sandra María Sigurðardóttir, Heið- ar Þór Rúnarsson, Karen Ósk Sig- urðardóttir, Hrund Jóhannesdóttir, Hermann Karlsson og Margrét M. Norðdahl. Opið er laugardag og sunnudag frá kl. 14-18 og framvegis á sunnudögum. Vinnustofu- sýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.