Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 49

Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 49 UM árabil hafa tilraunatankar verið notaðir erlendis til að þróa veiðarfæri og hafa togveiðarfæri aðallega verið þró- uð með þessum hætti. Þessar tilraunir fara þannig fram að veiðarfæragerðir sem hanna ný veið- arfæri gera af þeim líkön til að prófa í tönkum. Þróun- arferli veiðarfæra byrjar yfirleitt á því að markaðurinn kemur með óskir um nýjar útfærslur og neta- gerðirnar bregðast við til að mæta þörfum hans. Þarna á sér stað samstarf á milli netagerðarmanna og skipstjórnarmanna. Ferðir í til- raunatanka hafa þótt kostn- aðarsamar og hefur sá kostnaður að mestu lent á notendum veið- arfæra. Með margmiðlunartækni má minnka þennan kostnað veru- lega með því að senda út það sem fram fer í tanknum til áhorfenda sem staddir eru hér á landi. Við slíkar sendingar þarf að nota gagn- virkan fjarfundarbúnað svo að boð- skipti á milli áhorfenda og sýnenda séu sem virkust. Tilraunir með notkun fjarfundarbúnaðar við veiðarfærarannsóknir Nýlega stóðu Fjölbrautaskóli Suðurnesja (FS) í Reykjanebæ og Tornet í Hafnarfirði að til- raunaútsendingu frá tilraunatanki norsku stofnunarinnar SINTEF en tankurinn er í Hirtshals í Dan- mörku. Notaður var fjarfundabún- aður Miðstöðvar Símenntunar Suð- urnesja til að taka á móti útsendingu og er búnaðurinn gagn- virkur. Þarna voru viðstaddir neta- gerðarmeistarar frá Veið- arfæraþjónustunni í Grindavík, Netagerð Suðurnesja í Reykja- nesbæ og Netgerð Jóns Holbergs- sonar í Hafnarfirði. Til að ná sam- bandi voru notaðar þrjár ISDN línur og gekk mjög vel, ef eitthvað mætti betur fara væri það helst að myndin frá Danmörku var svolítið loðin, en tæknimenn segja að ef IP samband væri notað yrði myndin alveg skýr. Í tanknum eru myndavélar á einum fimm stöðum og þrjár not- ast við að skoða veiðarfærin sér- staklega. Þær geta sýnt fram- anmynd, hliðarmynd og ofanmynd. Þessar vélar náðu myndunum mjög vel og eru þær með aðdrátt- arlinsum til að ná smáatriðum í nærmynd. Helsti ókostur við um- hverfi tanksins var að færibandið sem er í botni hans er blátt á litin og þeir hlutar veiðarfæranna sem bar í botninn sáust ekki alveg nógu vel, en á hliðum tanksins sem eru grænar komu myndirnar mjög vel út. Næsta haust verður tekin í notk- un ný kennsluaðstaða fyrir nám í veiðarfæragerð við FS, en skólinn er kjarnaskóli í netagerð og vænt- anlega verður aðstaðan til að efla þjónustu skólans við nemendur og atvinnulífið. Þá er einnig verið að byggja við skólann ráðstefnusal sem tekur um 100 manns í sæti. Í ráðstefnusaln- um verður fullkomin fjarfund- arbúnaður og mun þessi aðstaða henta mjög vel til að taka á móti efni frá tilraunatanknum í Hirts- hals sem í framtíðinni yrði meðal annarra verkefna sem skólinn sinn- ir. SINTEF hefur um árabil staðið fyrir námskeiðum í veiðarfæra- fræðum með aðaláherslu á botn- og flottroll. Sjáanlega væri hægt að senda út efni námskeiðanna til Ís- lands svo að fleiri gætu tekið þátt í þeim. Þá er hægt að panta hjá SINTEF sérstaka fyrirlestra um efni að vali áhorfenda. Fyrirlestrar af þessu tagi geta nýst netagerð- arnemum sem eru hjá FS mjög vel og einnig gætu sjávarútvegsskólar hér á landi nýtt sér þetta. FS hef- ur kennt veiðarfærafræði fyrir einn af sjávarútvegsskólunum og myndi þetta henta mjög vel fyrir það efni í framtíðinni. Þróunarvinna með trollhermi Tölvutæknin er að koma inn í veiðarfærageirann að meiri krafti en áður eftir því sem henni fleygir fram. Reyndar er komið á annan áratug síðan farið var að gera vinnuteikningar af veiðarfærum í tölvu og eru forritin orðin full- komnari í takt við annan hugbúnað sem notaður er í tölvuvinnu. Á sl. áratug eða svo, hafa forrit sem eru sérhönnuð til að gera vinnuteikn- ingar, ensk og dönsk notast í þess- um tilgangi. Svokölluð Cad-forrit henta vel til allrahanda vinnu- og útlitsteikninga af veiðarfærum eru einnig notuð. Fyrir fáeinum árum komu herm- ar til að líkja eftir veiðarfærum í sjó og hefur þróun þeirra verðið ör og er enn í gangi. Hermar frá Frakklandi og Suður-Kóreu virðast vera vænlegustu kostirnir sem eru til í dag. Í nýrri kennslustofu neta- gerðar hjá FS er reiknað með tölvuveri, þar verður sá hugbún- aður sem nauðsynlegur er fyrir veiðarfærahönnun og verður veið- arfærahermir þar á meðal. Veið- arfæragerðum sem vilja nota þenn- an hugbúnað býðst að nota tölvuverið og það sem þar er eftir þörfum. Trollhermir gerir margt svipað og hægt er að gera í tilraunatanki, en í hermi einnig hægt að líkja eft- ir öðrum aðstæðum en þeim sem eru í tanki. Td. er hægt að líkja eftir atferli trolla í öldugangi og hliðarstraum svo dæmi sé tekið. Því eru hermir og tankur góðir hvor með öðrum. Lokaorð Veiðarfæri halda áfram að þróast með tilkomu nýrrar tækni í skipagerð, þróun rafeindatækja til að fylgjast með atferli veiðarfæra í notkun eins og t.d. Scanmar-tækja ásamt nýjum efnum til veið- arfæragerðar. Einnig ef farið væri að veiða fisktegundir sem ekki hafa verið veiddar áður og yrðu að öllum líkindum hannaðar nýjar tegundir af veiðarfærum, eða eldri þróuð til nýrra veiða. Hentugt er að nota til þeirrar þróunar til- raunatank, veiðarfærahermi og neðansjávarmyndavélar. Eins og áður hefur komið fram ætlar FS að fá veiðarfærahermi á næstu miss- erum, þá er tenging við tank er komin á svo að ekki virðist þörf fyrir að byggja einn slíkan hér. Þróunar- vinna veið- arfæra Eftir Lárus Pálmason Höfundur er netagerðarmeistari og framhaldsskólakennari hjá FS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.