Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 43 ✝ Jón Ingimundar-son verkamaður og vélstjóri fæddist í Reykjavík 26. janúar 1925. Hann lést á líknardeild Landa- kotsspítala 28. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ingimundur Jónsson verkstjóri, f. í Reykjavík 9. febrúar 1874, d. 20. apríl 1961, og Helga Jóns- dóttir húsfreyja, f. á Þverhömrum í Breiðdal í S-Múl. 14. jan. 1896, d. 18. feb. 1998. Systk- ini Jóns voru Unnur Ingimund- ardóttir, f. í Rvík 13. júní 1928, d. 12. júlí 1980; og samfeðra Aðal- steinn Ingimundar- son, f. í Rvík 20. sept. 1907, d. 21. des. 2001. Börn Jóns eru: Ingimundur, f. 3. sept. 1947, Helga, f. 6. ágúst 1951, Leif- ur, f. 27. nóv. 1952, Anna Steinunn, f. 30. mars 1956, Unn- ur, f. 5. júní 1958, Elín, f. 21. júní 1959, Anna Gróa, f. 30. nóv. 1960, Jón Grét- ar, f. 20. okt. 1963, og Jóhann Haukur, f. 4. des 1966. Útför Jóns fór fram frá Landa- kotskirkju 5. nóvember, í kyrrþey að ósk hins látna. Tengdafaðir minn, Jón Ingimund- arson, hafði þann öfundsverða eig- inleika að vera hvort tveggja í senn íslenskur alþýðumaður og heims- borgari. Hann var stoltur af því að hafa stundað sjó mestan hluta æv- innar en hafði jafnframt víðsýni þess sem hefur ungur kynnst öðrum þjóðum. Í þessu fólst engin mótsögn hjá Jóni, sem var ávallt sjálfum sér samkvæmur, og fyrir vikið fór hann oft ótroðnar slóðir. Ég hafði lengi þekkt Jón áður en ég kynntist honum nánar á síðari ár- um. Hann var að jafnaði ekki orð- margur eða gefinn fyrir fjölmenni en gat að sama skapi verið hnyttinn og opinn fyrir nýjungum. Það var ógleymanlegt að fylgja honum um gamlar farmannsslóðir í New York eða fylgjast með honum kaupa og nota stórt mótorhjól á sjötugsaldri. Hann hafði af mörgu að miðla. Jón var mjög stoltur af börnum, barnabörnum og barnabarnabörn- um sínum og lét sér annt um velferð þeirra allra. Hann fylgdist vel með þeim og engum duldist hlýr hugur. Þessi hlýja var endurgoldin og söknuðurinn er mikill. Það var Jóni mikil huggun í erf- iðum veikindum að hafa tekið kaþ- ólska trú á síðari árum. Einlæg trú á æðra máttarvald iðkuð á grundvelli kennisetninga kaþólsku kirkjunnar færði honum aðdáunarvert æðru- leysi. Það fór saman við ást og um- hyggju Gússýjar sem var kjölfestan í lífi hans á seinni hluta æviskeiðs- ins. Missir hennar er mikill. Ég er þakklátur fyrir góð kynni af Jóni Ingimundarsyni og mun ávallt varðveita minningu hans. Sturla Sigurjónsson. Elsku afi/langafi. Þú lifðir lífinu lifandi og fórst þínar leiðir og eftir stutt veikindi kvaddir þú þennan heim. Margar minningar koma upp í hugann á þessari kveðjustund. Minningar um þig keyrandi framhjá húsinu þínu sem var heimili okkar sl. níu ár í þeim tilgangi að fylgjast með okkur og hvort allt væri í lagi. Þú varst morgunmanneskja. Ávallt kominn á fætur fyrir allar aldir. Þú naust þess að bruna um götur Reykjavíkur á mótorhjólinu þínu eldsnemma á morgnana. Laus við alla umferð og vera örugglega kom- inn fyrir utan Sundhöllina áður en opnað var til að vera þar fyrstur manna. Sundið, ökuferðirnar og messan í Kaþólsku kirkjunni var partur af þínu daglega lífi. Þér þótti gott að fara í sund eldsnemma og koma síðan heim í heitan grautinn hennar Gússýjar sem var þér ómet- anlegur lífsförunautur sl. ár. Þín stoð og stytta. Þú hafðir mikinn áhuga á að skoða landið okkar sem og að ferðast til framandi slóða. Víða hafðir þú komið við, bæði í starfi þínu sem vélstjóri og á eigin vegum. Þér þótti gaman að fylgjast með því sem ég var að gera þá og þá stundina bæði sem hjúkrunarkona og flugfreyja. Spennandi þótti þér að fylgjast með því hvar ég hafði verið og hvert ég væri að fara sem flugfreyja. Tengsl okkar voru nán- ari hin síðari ár en á yngri árum og eftir að ég varð eldri og flutti í húsið þitt urðu tengsl okkar enn nánari. Þú varst duglegur að kíkja inn og fylgjast með okkur mæðginunum sem og að spyrja frétta af fjölskyld- unni og vinum mínum. Einnig var þér umhugað um að garðurinn okk- ar liti vel út og lagðir þitt af mörkum með því að slá reglulega. Meira að segja eftir að þú varst orðinn veikur og í raun of veikur til að slá léstu það ekki stoppa þig við að slá gras- flötina fyrir utan heimili mitt. Þú skelltir sláttuvélinni ásamt kolli í hjólbörur og komst röltandi til mín. Slóst og notaðir kollinn til að hvíla þig milli þess sem þú gerðir þitt besta til að gera garðinn fallegan. Ég gleymi ekki þegar ég kom eitt sinn heim úr ferðalagi og nágrann- arnir bentu mér á að stóra tréð sem þú hafðir gróðursett fyrir allmörg- um árum var horfið. Þá hafðir þú orðið þér úti um vörubíl til að flytja tréð þar sem þú hafðir áhyggjur af því að það ógnaði húsinu og væri að valda mér ónæði með því að skyggja á birtuna inn í húsið, svo ekki sé tal- að um laufblöðin á haustin. Gaman var að fylgjast með hve góðum tengslum þú og sonur minn náðuð og sjá hve ykkur þótti vænt hvorum um annan. Ykkar samband var einlægt og hreinskilið og lét sá litli allt flakka sem hann langaði til og jafnan svaraðir þú honum af sömu einlægni. Er ég fékk símtal þess efnis að þú hefðir kvatt þennan heim var ég að hugsa um hvernig best væri að segja ungum syni mín- um frá því. En þær áhyggjur reynd- ust óþarfar því er hann sá tárin í augum mínum sagði hann: „Mamma, er afi Jón dáinn?“ Er ég játaði því sagði hann: „Mamma, ekki gráta, hann er ekki dáinn því hann lifir í hjörtum okkar.“ Það eru orð að sönnu. Elsku Gússý, þér sendum við innilegar samúðarkveðjur. Elsku afi/langafi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Hvíl í friði. Andrea og Arnar Freyr. JÓN INGIMUNDARSON Í rúma hálfa öld bjuggu í Stórholti 19 heiðurshjónin Ólafur Þórðarson húsgagna- bólstrari og Guðjóna Eyjólfsdóttir húsmóð- ir. Þegar þeirra er minnst saman eru þau af flestum kölluð Gugga og Óli. Þegar ég var um tíu ára gömul kvæntist Gunnar sonur þeirra Söru systur minni og þannig hófst margra áratuga vinátta milli fjöl- skyldna okkar. Ég var svo heppin að Gunnar á systur sem Ástríður (Ásta) heitir og þar sem við erum á svipuðum aldri þótti sjálfgefið og upplagt að við yrðum leikfélagar og vinkonur. Sú varð líka raunin og sennilega hefði það gerst þó svo að mér væri á þessum árum ekkert um að hleypa borgarstelpunni með ljósu lokkana í dúkkulísurnar mín- ar. Þannig tengdist ég Guggu og Óla á tvennan hátt og hittumst við oft í fjölskylduboðum eða í Stórholti sér- staklega meðan Ásta bjó enn í for- ÓLAFUR ÞÓRÐARSON ✝ Ólafur Þórðar-son fæddist í Reykjavík 3. janúar 1913. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 3. desember. eldrahúsum. Þegar ég var innan við ferming- araldur gisti ég stund- um í Stórholtinu og var stórkostlegt fyrir sveitastúlkuna að kynnast borgarbragn- um í gegnum vinkonu sína og hennar fjöl- skyldu, sem alltaf tók mér opnum örmum. Á heimilinu voru þá auk Óla og Guggu, Marinó, yngri sonurinn, Ásta og móðir Guggu, Ást- ríður. Gunnar og Sara höfðu þá þegar stofnað sitt heimili. Þegar við Ásta vorum samtíma í Kennaraskólanum lá leið- in oft niður í Stórholt eftir skóla og þar voru flóknar lífsgátur leystar á fundum sem stóðu oft langt fram á kvöld inni í herbergi heimasætunn- ar. Öðru hvoru ráku Gugga eða Óli nefið í gættina og buðu okkur eitt- hvað í svanginn. Þegar ég löngu seinna stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum í Skipholti buðu þau mér nokkrum sinnum í hádeg- ismat og þá var spjallað yfir dúkuðu borðstofuborðinu. Þau voru áhuga- söm um hvað væri á döfinni hjá mér og Gugga minntist á hve gaman væri að við Ásta hefðum varðveitt vináttuna svona vel og lengi því sjálf ætti hún sína uppáhalds bernsku- vinkonu og vissi hvað það væri dýr- mætt. Hjá Guggu og Óla var ávallt hlýtt og notalegt. Það kom til af ýmsu. Íbúðin var ekki stór en rúmaði þó marga. Stofugluggarnir hleyptu sól- arljósinu inn í vistarverur sem voru afskaplega fallega og hlýlega inn- réttaðar. Píanó var á heimilinu og held ég að flestir hafi spilað eitthvað á það. Kaffi og kökur voru alltaf í boði ef gesti bar að garði. En mesta hlýjan streymdi frá viðmótinu því bæði voru þau einstaklega glettin og hýr. Ólafur gekk ávallt snyrti- lega til fara og er hann fór í bæj- arferðir bar hann hatt og hálsklút eða trefil. Hann var skemmtilegur í viðmóti og hafði alltaf eitthvað spaugilegt á takteinum er maður hitti hann. Ég man aldrei eftir að hafa komið í Stórholtið öðruvísi en að slegið hafi verið á létta strengi. Gugga var afar fínleg og kekk kona og hafði svo skemmtilega smitandi hlátur. Oft gerðu þau hjónin góðlát- legt grín hvort að öðru í viðurvist annarra og hlógu svo bæði innilega. Ólafur var heilsuhraustur alla tíð og var allaf eitthvað að stússa hin síð- ari ár. Hann hugsaði einstaklega vel um Guggu sína þegar heilsu hennar hrakaði. Hún lést í júlímánuði sl. og rúmri viku seinna dó Sigrún tengdadóttir þeirra. Þá var eins og orkubrunnur Óla hefði tæmst og hann náði sér ekki almennilega á strik eftir það. Þau misstu yngri son sinn Marinó í blóma lífsins og segir sig sjálft að það hefur verið þeim erfitt. Uppreist héldu þau þó áfram lífsgöngunni um hríð, æðrulaus að vanda. Nú er þeirri göngu lokið og vil ég þakka þeim fyrir samfylgdina og vinsemdina sem mér var alltaf sýnd. Guð veri með þeim og að- standendum þeirra. Þórdís Alda Sigurðardóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA BERGÞÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR, Þórðarsveig 1, áður Bogahlíð 18, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 2. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 9. desember kl. 15.00. Veronika Jóhannsdóttir, Ólafur R. Ingimarsson, Ingveldur Gyða Kristinsdóttir, Jón Kristinn Jónsson, barnabörn, barnabarnabarn og aðrir aðstandendur. JÓN EIRÍKSSON fyrrverandi bóndi, Steinsholti, Gnúpverjahreppi, er látinn. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju laugar- daginn 6. desember kl. 13.30. Jarðsett verður að Stóra Núpi. Aðstandendur. Innilegar þakkir sendum við þeim, er sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐBJARGAR HASSING, Krummahólum 4. Sérstakar þakkir til öldrunardeildar Landspítal- ans í Fossvogi fyrir góða umönnun. Jón Hassing, Valgerður Hassing, Wíví Hassing, Elín Hassing, Eggert Karlsson, Thomas Hassing, Kristín Pálsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ÁSGERÐUR RUNÓLFSDÓTTIR, Furugerði 9, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 2. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 16. desember kl. 15.00. Guðfinna Olbrys, Anthony Olbrys, Erik Georg Olbrys, Mitchell Davíð Olbrys, Clare Olbrys, Jennifer Ása Olbrys, Kim Sólveig Olbrys. Innilegar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA HALLSSONAR, Hjarðarhaga 11. Sérstakar þakkir til Höllu Hauksdóttur og hennar starfsfólks á L-4 Landakoti, einnig starfsfólkinu á K-2. Rósa Karlsdóttir, Jón Karl Helgason, R. Signý Helgadóttir, Friðrik Guðmundsson, Helgi Helgason, Gunnella Jónsdóttir, Hallur Helgason, Sæunn Klemensdóttir, Þórir Sigurbjörnsson, Sigrún M. Gísladóttir, barnabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.