Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ sjálfskiptur, leðurinnrétting, topplúga. Verð 5.420.000 kr. Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is www.ih.is · opið virka daga kl. 9-18 notaðir bílarIngvarHelgason GÓÐIR NOTAÐIR BÍLAR NISSAN PATROL ELEGANCE 38” Skráður 02/03, ekinn 16 þús. km, RAUÐARÁRSTÍG 14-16, SÍMI 551 0400 • KRINGLUNNI, SÍMI 568 0400 www.myndlist.is Iðnó Sýningu félaga í Samlaginu listhús á Akureyri lýkur á föstudag. Á sýn- ingunni, sem er á kaffistofu Iðnó, eru verk unnin með vatnslitum, akrýl og krít, textíll (vefnaður, þæfing, ísau- maður pappír), grafík, ljósmynda- tækni og pappírs-leir. Kaffitár, Laugavegi Sýningu Helga Sigurðssonar lýk- ur á laugardag. Sýningu lýkur SOFFÍA Gísladóttir myndlist- armaður tekur þátt í samsýningu í The Spitz gallery í London, sem opnuð verður í dag, fimmtudag. Yf- irskrift samsýningarinnar er Shak- en and Stirred. Sýningin er þrí- þætt; myndlist Soffía Gísladóttir, fatahönnun Pell og purpuri og tón- list Janie Price. Sýning Soffíu (www.soffia.net) ber yfirskriftina Globalization og samanstendur af átta ljósmynda-collageverkum sem sýna hvernig nánari tengsl eru að myndast milli fólks um allan heim. Landamæri eru ekki eins sýnileg og áður og hreyfanleiki fólks og tækni meiri, sem skilar sér inn í menning- ar- og listalíf þjóða. Slóð gallerísins á netinu er www.spitz.co.uk/gallery. Eitt af verkum Soffíu Gísladóttur á sýningunni í London. Soffía Gísladóttir sýnir í London ♦ ♦ ♦ Á SÍÐASTA dramatíska fimmtu- dagskvöldinu kl. 21 í kaffistofu Norræna hússins fyrir jól mun Stefán Baldursson Þjóðleik- hússtjóri fjalla um höfunda Veislunnar, Thomas Vinter- berg, Mogens Rukov og Bo Hr. Hansen og vinn- una við að um- breyta kvik- myndahandriti í sviðsverk. Leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Rúnar Freyr Gíslason leika brot úr verkinu. Eftir jólin verður skipt um vikudag og dramatísku kvöldin færð yfir á miðvikudaga. Þá munu þau Sveinn Einarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Guðjón Pedersen og Helga E. Jónsdóttir koma fram og kynna norræn leikskáld sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá þeim. Stefán Bald- ursson kynnir höfunda Veislunnar Stefán Baldursson Forsvarsmenn Tate Modern listasafns- ins í Lundúnum til- kynntu fyrr í vik- unni að Bruce Nauman verði sá fimmti í röð heims- frægra listamanna sem vinna verk í túrbínusal Tate Modern. Þeir sem sýnt hafa í túrb- ínusalnum fram að þessu er Louise Bo- urgeois, Juan Mu- noz, Anish Kapoor og Ólafur Elíasson, en nú þegar hafa meira en 750 þús- und manns séð sýn- ingu hans, „Verk- efni um veðrið“, frá því hún var opnuð um miðjan október sl. Ameríski listamaðurinn Bruce Nauman er þekktur fyrir að nýta sér ólíka stíla, miðla og efni í list- sköpun sinni og hefur þannig verið öðrum samtímalistamönnum ómæld hvatning. Hann notar sjálfan sig reglulega í verkum sínum með því t.d. að búa til líkamsafsteypur af sér, taka ljósmyndir, búa til kvik- myndir og fremja gjörninga. Auk þess hefur hann unnið með skúlp- túra, myndbandsverk, teikningar, hljóðverk og innsetningar. Vincente Todoli, forstöðumaður safnsins, sagði í samtali við enska blaðið The Independent að vinna Bruce Nauman síðustu fjörutíu ár með hina ólíku miðla og efni ein- kennist af ákveðinni samfellu þar sem hann er sífellt að endurskoða og umbreyta lykilþemum á nýjan hátt. Sjálfur segist Nauman í listsköpun sinni vera knúinn áfram af vitneskjunni um vonbrigði og gremju mannsins yfir kjörum sín- um, meðfæddri grimmd mann- skepnunnar og skilningsskorti fólks. Samkvæmt upplýsingum frá Tate Modern er enn óljóst hvað Nauman ætlar sér að gera í túrb- ínusalnum. Túrbínusalurinn í Tate Modern Bruce Nauman mun sýna í túrbínusal Tate Modern. Bruce Nauman í kjölfar ÓlafsKVENNAKÓRINN Létt-sveit Reykjavíkur helduraðventutónleika í Bú- staðakirkju kl. 20.30 í kvöld. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Af inn- lifun“. Flutt verða m.a. lög eftir Jórunni Viðar, Sigvalda Kaldalóns og ýmis erlend tónskáld. Gömul Grýlukvæði, gosp- ellög, jólasálmar og klassísk jólalög sem hafa fyrir löngu áunnið sér þegnrétt í ís- lenskum jólaundirbúningi, Hvít jól, Litla jólabarn. Einsöngvari er Anna Pálína Árnadóttir og bassa- leikarinn Tómas R. Einarsson verður með í för. Undir- leikari er Aðalheiður Þor- steinsdóttir og stjórnandi kórsins er Jóhanna V. Þór- hallsdóttir. Í ár lét kórinn útbúa jóla- kort sem ein kórkvenna, Freyja Önundardóttir myndlistarkona, hannaði. Myndin á kortinu heitir „Af innlifun“. Kortin verða til sölu á tónleikunum. Allur ágóði rennur í ferðasjóð kórsins sem er á förum til í Ítalíu í lok maí á næsta ári. Tónleikarnir verða endurteknir þriðjudaginn 9. desember kl. 20.30. Grýlukvæði, gospel- lög og jólasálmar Anna Pálína Árnadóttir GOURMAND World Cookbook Awards tilkynnti á dögunum að bækurnar Bakað úr spelti, Úlfar og fiskarnir og Bakað í brauðvél hafi verið tilnefndar til alþjóðlegu matreiðslubókaverðlaunanna fyr- ir árið 2003. Speltbókin eftir Fríðu Sophiu Böðvarsdóttur kom út fyrir síð- ustu jól og hefur náð miklum vin- sældum. Hún er tilnefnd í flokkn- um „Léttar uppskriftir“. Úlfar og fiskarnir með upp- skriftum og sögum kokksins Úlf- ars Eysteinssonar á Þremur Frökkum kom út í haust. Hún er tilnefnd í flokknum „Fiskréttir“. Í haust kom út önnur bók eftir Fríðu Sophiu, Bakað í brauðvél, en þar er að finna uppskriftir að brauðum, súpum og öðru góðmeti. Bókin er tilnefnd í flokknum „Brauðbækur“. PP Forlagið á veg og vanda af öllum þremur bókunum og hefur gefið þær út á Íslandi, í Dan- mörku og í Noregi. PP Forlagið er í eigu Sigrúnar Halldórsdóttur. Forlagið er með heimasíðu á slóðinni: www.ppforlag.is. Íslenskar matreiðslu- bækur tilnefndar til alþjóðlegra verðlauna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.