Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. 2.400 vinningar – 100 vinningar daglega! 10 ferð ir með Icelan dair Jóladagatal Íslandsbanka á isb.is TVEIR menn gerðu tilraun til að ræna söluturninn Vídeóspóluna við Holtsgötu í Reykjavík á níunda tím- anum í gærkvöldi. Æddu þeir inn í verslunina vopnaðir hnífi og hafna- boltakylfu. Talið er að annar mann- anna hafi barið afgreiðslumann með kylfunni þegar hann reyndi að hrekja þá á brott. Var starfsmaður- inn fluttur á slysadeild með brotinn framhandlegg að því er talið er. Maður um tvítugt var handtekinn um kl. 22 í gærkvöldi grunaður um verknaðinn, og hefur hann komið við sögu lögreglu áður. Að sögn lögreglu fóru þeir tómhentir af vettvangi. Beinbraut af- greiðslumann FYRSTA prentun á þýskri útgáfu á Grafarþögn eftir Arnald Indr- iðason verður 100.000 eintök í stað 60.000 eintaka eins og útgef- andinn, Bastei- Lübbe, hafði áð- ur ákveðið. Þetta er að sögn Pét- urs Más Ólafs- sonar hjá rétt- indastofu Eddu eitthvert stærsta upplag sem prentað hefur verið af íslenskri bók fyrr og síðar en Grafarþögn kemur á markað í Þýskalandi í mars á næsta ári. „Ástæðan er sú að salan á Mýrinni í Þýskalandi hefur farið fram úr björtustu von- um útgefandans en hún hefur selst í 140.000 eintökum frá því í árs- byrjun,“ segir Pétur Már. Þá gekk réttindastofa Eddu ný- lega frá samningum um sölu á Grafarþögn til Danmerkur, Finn- lands, Svíþjóðar, Noregs og Tékk- lands. Áður hefur bókin verið seld til Englands, Hollands og Þýska- lands, auk þess sem hún hlaut Gler- lykilinn, norrænu glæpasagnaverð- launin, fyrr á þessu ári. Forlögin sem tryggðu sér réttinn á Grafarþögn á Norðurlöndum hafa öll áður keypt útgáfuréttinn að Mýrinni og gildir það sama um þau forlög sem fest hafa kaup á Grafarþögn í Englandi, Hollandi, Þýskalandi og Tékklandi. Grafarþögn í 100.000 eintökum Arnaldur Indriðason VERKAFÓLK vinnur að meðaltali 0,7 klukkutímum lengri vinnuviku í dag en það gerði í upphafi árs 2000. Vinnutími allra annarra stétta á almennum vinnu- markaði hefur styst, ef sérfræðingar eru undanskildir, en vinnuvika þeirra hefur lengst um 0,2 tíma. Í dag er vinnuvika verkafólks að meðaltali 9 klukkutímum lengri en stjórnenda. Verkafólk og iðnaðarmenn hafa að jafn- aði unnið lengstan vinnudag. Vinnutími iðnaðarmanna hefur styst ár frá ári og er núna kominn niður í 46,1 klukkutíma á viku. Vinnutími verkafólks hefur hins veg- ar lengst á síðustu fjórum árum og er núna kominn upp í 48,6 klukkustundir á viku. Vinnuvika stjórnenda hefur styst um 3 klukkustundir að meðaltali á síðustu fjór- um árum og er núna 39,6 klukkustundir. Þetta þýðir að vinnuvika stjórnenda er að meðaltali 9 klukkustundum styttri en verkafólks. Vinnuvika verkafólks lengist  Kaupmáttur/36 VERSLUNARMENN hafa miklar áhyggjur af atvinnuöryggi sínu en verulegt atvinnuleysi hefur verið meðal félagsmanna Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur að und- anförnu. Skv. nýjum niðurstöðum könnunar Gallup meðal félaga í VR þar sem kannað var hvaða kröfur verslunarmenn vilja leggja áherslu á í næstu kjarasamningum, segja rúm 16% að mestu máli skipti að áhersla verði lögð á að tryggja at- vinnu. Kemur þetta atriði næst í röðinni á eftir áherslunni á launa- hækkanir og á lækkun skatta og er jafnframt ofar í huga þátttakenda en t.d. áherslur á að verja kaup- mátt eða stytta vinnutíma. Áhersl- an á atvinnuöryggi vegna komandi kjarasamninga hefur ekki áður verið svo ofarlega á lista í viðhorfs- könnunum sem gerðar hafa verið meðal VR-félaga vegna undirbún- ings kjarasamninga á umliðnum árum, að sögn Gunnars Páls Páls- sonar, formanns VR. „Áhyggjur af að þetta muni halda áfram“ Gunnar Páll bætir við að til um- ræðu sé á vettvangi VR að gerð verði krafa um lengri uppsagnar- fresti og fleiri atriði er varða at- vinnuöryggi VR-félaga í kröfugerð fyrir næstu kjarasamninga. Í október var atvinnuleysi meðal félagsmanna í VR 6% og töluvert var um uppsagnir félagsmanna um nýliðin mánaðamót, skv. upplýsing- um Gunnars. „Við höfum áhyggjur af að þetta muni halda áfram,“ seg- ir hann. „Atvinnuleysið er ennþá mikið meðal okkar félagsmanna. Við óttumst að við séum að síga inn í tíma aukins atvinnuleysis. Við er- um komin nær Evrópu hvað alla þætti varðar, þ.m.t. vinnumarkað- inn og atvinnuleysistölur,“ segir Gunnar Páll. Skv. könnun Gallup vilja sex af hverjum tíu félagsmönnum VR að megináhersla verði lögð á hækkun launa í næstu kjarasamningum og tæplega fjórir af hverjum tíu eru tilbúnir í verkfall ef ekki semst. Verslunarmenn hafa vaxandi áhyggjur af atvinnuöryggi sínu Mikil áhersla á atvinnuör- yggi í næstu samningum                       "   '   % ( & " "  $%   '   % )    5  !  ""   " #   "  " $  ! " "" #"" $%  $& "     '(             Flestir/4 FLÓABANDALAGIÐ fer fram á nýjan kjarasamn- ing til allt að 48 mánaða að því tilskildu að takist að semja um nýtt launakerfi og örugg trygging- arákvæði, samkvæmt kröfugerð bandalagsins sem Sigurður Bessason, formaður Eflingar, afhenti Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka at- vinnulífsins, á fundi í gær. Sigurður segir að spáð sé auknum hagvexti í efnahagslífinu á næstu árum og það sé krafa launafólks að það fái eðlilegan hlut af honum. Ari segir jákvætt að Flóabandalagið sé tilbúið að semja til langs tíma, en bætir við: „Það ber auðvitað töluvert mikið á milli varðandi sýn manna á mögulega samningsniðurstöðu.“ Hagdeild ASÍ telur að kostnaður atvinnulífsins við kjarasamninga sem gerðir yrðu á grundvelli krafna Flóabandalagsins myndi aukast um 28,3% á fjórum árum Morgunblaðið/Sverrir Kröfugerðin afhent yfir samningaborðið Flóabandalagið tilbúið að gera fjögurra ára samning VEIÐAR og vinnsla á trjónukrabba hér við land virðast ætla að gefa vel af sér. Veiðarnar eru að hefjast nú á Hvalfirði eft- ir umfangsmiklar rannsóknir á útbreiðslu krabbans hér við land. Mikið fannst af tröllakrabba, gaddakrabbi er hér í tölu- verðum mæli, en mest er af trjónukrabba á grunninu allt umhverfis landið. Samið hef- ur verið um sölu á afurðunum til Kanada. Kristján F. Olgeirsson skipstjóri sækir krabbann á stórum grænlezkum frystitog- ara. Krabbinn er veiddur í gildrur og unn- inn um borð. Það var að frumkvæði fisk- sölufyrirtækisins E. Ólafssonar sem Krist- ján hefur veiðarnar, en hann hefur 25 ára reynslu af veiðum sem þessum við Alaska og Kamtsjatka í Rússlandi. „Við erum komnir með mjög góða vitn- eskju um útbreiðslu krabbans og hegðun hans. Við vitum að hér er að finna mikið af tröllakrabba, gaddakrabba og trjónu- krabba og allar tegundirnar má nýta,“ seg- ir Kristján. Veiða trjónu- krabba á stórum frystitogara  Þetta er/C3 Morgunblaðið/Þorkell ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.