Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚI R-listans í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur sat hjá við atkvæðagreiðslu um til- lögu formanns nefndarinnar, Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, sem færir ferlið að niðurrifi Aust- urbæjarbíós og uppbyggingu á lóð- inni eitt skref áfram. Aðrir fulltrú- ar R-listans greiddu tillögunni atkvæði sitt í gær ásamt þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Var hún því samþykkt með sex at- kvæðum. Næst verður því unnið að nýju deiliskipulagi sem gerir ekki ráð fyrir Austurbæjarbíói en um- fang nýrra bygginga minnkað, hæð þeirra þeirra lækkuð, skugga- varp á nærliggjandi hús lágmark- að auk þess sem skoðuð verður út- færsla á leiksvæði á reitnum. „Vill undirritaður taka undir tvenn sjónarmið. Í fyrsta lagi að hús Austurbæjarbíós hafi menn- ingarsögulegt gildi og beri að stuðla að varðveislu þess. Í öðru lagi að allt svæðið sem ber leikvöll og aðstöðu fyrir gæslustarfsemi verði áfram nýtt sem slíkt og al- mennt sem grænt útivistarsvæði,“ sagði í bókun Óskars Dýrmundar Ólafssonar, fulltrúa vinstri grænna í R-listanum. Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-listans, sem barist hefur hart gegn niðurrifi Austurbæjar- bíós sagði marga hafa bent á mik- ilvægi þess að vernda þetta hús. „Íbúum í grennd við Austurbæj- arbíó, einkum í fjölbýlishúsinu á Grettisgötu 90-98, þykir harkalega að sér vegið með fyrirliggjandi til- lögum um að reisa fjölbýlishús á lóð Austurbæjarbíós og á lóð gæslu- og leikvallarins austan bíósins. Þetta þýðir verulega skerðingu útsýnis og útivistar- möguleika fyrir þessa íbúa. Einnig aukningu skuggavarps, umferðar, mengunar, ónæðis og bílastæða- vandamála,“ lét Ólafur bóka eftir sér. „Það er gert ráð fyrir að halda áfram með byggingaráformin,“ segir Steinunn Valdís. Hins vegar verði umfang bygginganna minnk- að frá því sem áður var. Það sé gert eftir athugasemdir nágranna og verða hæðir íbúða lækkaðar og skuggavarp minnkað. „Það verður jafnframt skoðað að halda í hluta af græna svæðinu, sem er leik- svæðið og róluvöllur, fyrir aftan Snorrabraut 37.“ Eitt skref tekið að niðurrifi Austurbæjarbíós Fulltrúi R-listans sat hjá HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær nokkra einstaklinga, ásamt félögunum Flugport ehf. og Jórvík hf. til að greiða Kaupþingi Búnaðarbanka 20 milljónir króna auk vaxta vegna tveggja trygging- arvíxla sem gefnir voru út í desem- ber í fyrra og voru til greiðslu undir lok janúar síðastliðinn. Annar víxlanna hljóðaði upp á 5 milljónir en hinn 15 milljónir, en stefndu eru útgefendur, samþykkj- endur og ábekingar víxlanna. Flug- port var félag um viðhaldsmál flug- félagsins Jórvíkur og hætti rekstri fyrir nokkru. Var annar víxlanna til tryggingar tékkareikningi hjá bank- anum en heildarskuld á honum nam tæpum 25 milljónum. Hinir stefndu kröfðust allir sýknu og reistu kröfu sína á því að víxlarnir uppfylltu ekki ákvæði víxillaga og bæru á sér formgalla, m.a. vegna ónógra áritana til að skuldbinda fé- lagið Flugport og skírskotuðu þeir til samþykkta félagsins. Þessu hafnaði dómurinn á þeirri forsendu að samkvæmt vottorði úr skrá fyrir hlutafélög væri einn hinna stefndu, formaður stjórnar Flug- ports ehf., einn með prókúruumboð fyrir félagið. Samkvæmt lögum frá 1903 um verslunarskrár, firmu, og prókúruumboð hefði prókúruhafi umboð til þess að binda firmað að öðru leyti en því að hann mætti ekki selja eða veðsetja fasteignir firmans. Þetta umboð prókúruhafans hafi ekki verið dregið í efa í málinu. Ekki var heldur fallist á með stefndu að það skipti máli varðandi ábyrgð einkahlutafélagsins gagnvart Kaupþingi banka sem víxilhafa að stafirnir „pr.pr.“ voru ekki notaðir við undirskriftina. Gunnar Aðalsteinsson héraðs- dómari dæmdi málið. Lögmaður bankans var Anna G. Árnadóttir hdl. og lögmaður Flugports og stefndra var Valgeir Kristinsson hrl. Dæmd til að greiða tuttugu milljónir FJÁRHAGSAÐSTOÐ Félagsþjón- ustunnar í Reykjavík hækkar um 8,5% um næstu áramót. Grunnfjár- hæð til framfærslu einstaklings fer þá úr 71.020 kr. á mánuði í 77.083 krónur. Mismunurinn er 6.000 kr. Félagsmálaráð Reykjavíkurborg- ar samþykkti þetta á fundi sínum í gær. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, segir þetta tölu- verða breytingu. Aðra mikilvæga breytingu segir hún vera heimild til að veita foreldri tíu þúsunda króna styrk mánaðarlega vegna kostnaðar við uppeldi barns. Þetta á við þá sem hafa búið við tekjur á eða undir grunnfjárhæð í fjóra mánuði eða fleiri. Á styrkurinn að mæta kostnaði við daggæslu, skólamáltíðir, frí- stundaheimili, sumardvöl eða þátt- töku barns í þroskandi félags- og tómstundastarfi. Einnig er heimilt að veita foreldrum styrk ef sérstök meðferðar- og stuðningssjónarmið og eða fyrirbyggjandi barnavernd liggja til hliðsjónar. Bankar beri ábyrgð Björk segir að heimildir til að greiða niður bankaskuldir einstak- linga verði þrengdar verulega. Þar sparist útgjöld sem nýta eigi á annan hátt með breyttum áherslum. Hún segir að bankarnir sjálfir eigi að bera ábyrgð á lánveitingum til ein- staklinga og geti þá afskrifað lánin séu þau ekki greidd. Áhersla félags- málaráðs sé nú á aðstoð og fræðslu um fjármál einstaklinga. Sérstakt átak verði í ráðgjöf til að aðstoða fólk við að koma sér út úr vítahring bágra fjárhagslegra aðstæðna. Félagsmálaráð Reykjavíkur Fjárhags- aðstoð hækk- uð um 8,5% Í GREINARGERÐ sem Trygginga- stofnun vann 10. apríl sl. vegna sam- komulags heilbrigðisráðuneytisins við Öryrkjabandalag Íslands um hækkun bóta til öryrkja kemur fram að heildarkostnaður vegna samkomu- lagsins er áætlaður 1.528 milljónir. Samkomulagið var gert 25. mars, en útreikningar á kostnaði við það lágu fyrir nokkrum vikum fyrir kosningar. Í kostnaðarmatinu er þó gert ráð fyrir að öryrkjar á aldrinum 16–17 ára séu með í útreikningunum en ör- orkulífeyrir verður ekki greiddur fyrr en við 18 ára aldur og því áætlunin um 120 milljónum of há. Eftir standa því um 1,4 milljarðar króna. Samkomulagið var rætt á þing- flokksfundi Framsóknarflokksins í gær. „Niðurstaðan varð sú að heil- brigðisráðherra fékk heimild til að leggja fram nauðsynleg frumvörp til þess að hægt væri að greiða út hækk- un á örorkulífeyri,“ segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins. Hann segir heimild heilbrigðisráðherra vera að ráðstafa þessum eina milljarði sem gert hefur verið ráð fyrir hjá stjórnvöldum. „Meginprinsippið sem þetta felur í sér er þetta baráttumál Öryrkja- bandalagsins, að leggja áherslu á ungt fólk, að þar verði bætur tvöfald- aðar, og svo eftir því sem að það eldist þá lækki þetta hlutfall, eins og um var talað,“ segir Hjálmar. Kostnaður við samkomulag heilbrigðisráðuneytisins og öryrkja Metinn 1,4 milljarðar í apríl AFKOMENDUR Valdimars Þórð- arsonar (Valda), sem starfrækti ný- lenduvöruverslun Silla og Valda í Reykjavík á sínum tíma ásamt Sig- urliða Kristjánssyni (Silla), hafa far- ið fram á það við eigendur kaffi- og menningarhússins „Hús Silla og Valda“ við Aðalstræti 10 að notkun firmaheitisins verði hætt. Verði það ekki gert fyrir 5. desember verði höfðað mál og farið fram á lögbann. Afkomendur Valdimars telja sig vera rétthafa firmaheitisins „Silli og Valdi“ sem sé skráð þannig hjá emb- ætti sýslumannsins í Reykjavík og hafi verið stofnað árið 1933 af Valdi- mar og Sigurliða. Lögmaður afkom- endanna, Ragnheiður M. Ólafs- dóttir, segir að firmaskráningin sé enn í fullu gildi og hafi erfingjar Silla og Valda erft réttinn til heitisins. Í bréfi Ragnheiðar til aðstand- enda „Húss Silla og Valda“ segir m.a. að með notkun á firmaheitinu sé ljóst að brotið sé gegn ákvæðum vörumerkjalaga, annars vegar vegna firmaheitisins sem erfingjar eigi nú rétt til, og hins vegar þar sem augljóslega sé verið að nota nöfn landsþekktra manna sem vörumerki í heimildarleysi. Ragnar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri „Húss Silla og Valda“ segir að beiðni afkomenda Valdi- mars hafi komið sér verulega á óvart. Haft hafi verið samband við eftirlifandi son Valdimars í sumar og greint frá áformum um opnun veit- inga- og menningarhúss í Aðalstræti 10 þar sem minning Silla og Valda yrði höfð í heiðri. Var verslun þeirra þar til húsa til langs tíma. Ragnar segir að í fyrstu hafi ekki verið tekið vel í hugmyndina en sú afstaða hafi breyst, eða þar til að húsið var opnað og skilti hafði verið sett upp. „Við viljum reyna að ná sáttum í þessu máli og höfum engan áhuga á að særa tilfinningar fólks. Við höfum einsett okkur að vanda hér til verka og höfum talið að við séum að virða minningu þeirra Silla og Valda. Við höfum boðið syni Valdimars að koma hingað og hitta okkur og reyna að ná sáttum. Við munum hafa samráð við okkar lögfræðing um hvernig við- brögð okkar verða,“ segir Ragnar. Afkomendur vilja banna firma- heitið „Hús Silla og Valda“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti MIÐBÆR Reykjavíkur verður jólalegri með hverjum degi sem líður og nú styttist í að kveikt verði á Óslóar- trénu á Austurvelli. Jólaljós verða einnig í bakgarði Al- þingis og þar var Sverrir Hjálmarsson, starfsmaður Rafboða Reykjavíkur, að koma ljósum á trén er ljós- myndara bar að garði. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jólaljós í garði Alþingis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.