Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Fundurinn hefst með umræðu utan dagskrár um lyfjaverð og fákeppni á lyfjamarkaði. Ög- mundur Jónasson, VG, er málshefj- andi. Til andsvara er Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra. Að því búnu fara fram umræður um fjárlagafrumvarpið. ÞINGMENN stjórnarandstöðu- flokkanna mótmæltu harðlega í gær frumvarpi um breytingar á lögum um tryggingagjald, en með frum- varpinu er lagt til að ríkissjóður hverfi frá endurgreiðslu hluta af tryggingagjaldi til atvinnurekenda vegna viðbótarlífeyrissparnaðar launþega. Breytingarnar voru boð- aðar í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2004, en þar segir að samtals sé áætlað að útgjöld ríkisins lækki um ríflega hálfan milljarð vegna þessa. Í kjölfar fjárlagafrumvarpsins var fyrrgreint frumvarp um trygginga- gjald lagt fram á Alþingi. Meirihluti efnahags – og viðskiptanefndar Al- þingis leggur til að það verði sam- þykkt en minnihluti nefndarinnar leggst alfarið gegn samþykkt þess. Þvert á loforð ríkisstjórnarinnar Í nefndaráliti meirihlutans segir að heimild til umræddrar endur- greiðslu úr ríkissjóði hafi verið ráð- stöfun sem gerð var á sínum tíma til að hvetja landsmenn til aukins líf- eyrissparnaðar. Gripið hafi verið til þrenns konar hvata í því sambandi, þ.e. í fyrsta lagi til skattfrestunar, í öðru lagi til mótframlags vinnuveit- enda og í þriðja lagi til mótframlags ríkisins. „Af þessu þrennu vegur mótframlag ríkisins minnst,“ segir í álitinu. Jafnframt segir þar að mark- miðunum um aukinn lífeyrissparnað hafi verið náð og því sé ekki ástæða til að viðhalda þeim ráðstöfunum sem hér um ræðir. „Þrátt fyrir breytinguna verður til staðar hvati til viðbótarlífeyrissparnaðar í formi skattfrestunar og mótframlags vinnuveitenda.“ Í áliti minnihluta efnahags- og við- skiptanefndar segir að frumvarpið feli í sér kjaraskerðingu um fimm til sex hundruð milljónir fyrir launa- fólk. Kjaraskerðingin fari auk þess fram á sama tíma og ríkisstjórnin hafi marglofað gríðarlegum skatta- lækkunum. „Samþykkt frumvarps- ins dregur ennfremur úr hvatningu til almenns þjóðhagslegs sparnaðar á tímum þegar þensla er framundan í efnahagslífinu og því brýnt að beita öllum ráðum til að hvetja landsmenn til sparnaðar.“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokk- anna ítrekuðu þessar skoðanir sínar í atkvæðagreiðslu um frumvarpið eftir aðra umræðu í gær. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, sagði aukinheldur að öll verkalýðshreyf- ingin á Íslandi liti svo á að frumvarp- ið fæli í sér skerðingu á lífeyrisrétt- indum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, tók í sama streng. Hann sagði að ríkis- stjórnin hefði lofað skattalækkunum en þau loforð efndi hún með kjara- skerðingu og auknum álögum. Guð- jón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að frum- varpið gengi þvert gegn loforðum ríkisstjórnarflokkanna um skatta- lækkanir. Í lok umræðunnar voru einstakar efnisgreinar frumvarpsins sam- þykktar og því síðan vísað í heild til þriðju og síðustu umræðu. Stjórnarandstaða gagnrýndi frumvarp um tryggingagjald í annarri umræðu Sagt að feli í sér skerð- ingu kjara launafólks Morgunblaðið/Ásdís ÞRIÐJA og síðasta umræða um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2004 fer fram á Alþingi í dag, ein- um degi fyrr en gert er ráð fyrir í starfsáætlun þingsins. Atkvæða- greiðsla fer síðan fram á morgun en þá er stefnt að því að frum- varpið verði að lögum. Meirihluti fjárlaganefndar þingsins mun ekki leggja fram neinar breytingartil- lögur á frumvarpinu við þriðju um- ræðu, fyrir utan nokkrar tillögur sem ganga út á að lagfæra ein- stakar breytingar sem gerðar voru við aðra umræðu. Hin síðari ár hefur verið rætt um útgjaldahlið frumvarpsins við aðra umræðu en tekjuhliðina við þriðju umræðuna. Hins vegar tókst að ræða báðar þessar hliðar við aðra umræðu fjárlagafrum- varpsins fyrir árið 2004. Magnús Stefánsson, formaður nefndarinn- ar, segir að það hafi verið hægt þar sem allar forsendur vegna tekjuþáttanna hafi legið fyrir í annarri umræðu. Þar með þurfi ekki að leggja fram neinar breyt- ingartillögur við þriðju umræðu eins og tíðkast hefur fram að þessu. „Við verðum að sjá til hvernig þetta þróast,“ sagði hann aðspurður hvort sá háttur yrði hafður á í framtíðinni. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í haust var gert ráð fyrir 6,4 milljarða kr. tekju- afgangi ríkissjóðs. Eftir aðra um- ræðu er hins vegar útlit fyrir að tekjuafgangur verði tæplega 6,8 milljarðar, að sögn Magnúsar. Hann segir að tekjuáætlunin hafi m.a. breyst vegna endurskoðunar á veltusköttum og eignarsköttum. Fjárlagafrumvarpið verði að lögum á morgun Tekjuafgangur verði 6,8 milljarðar VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra ítrekaði á Alþingi í gær að hún teldi vandséð að þörf væri á lagabreytingu til að koma í veg fyrir að gerðir væru kauprétt- arsamningar til nokkurra ára við stjórnarformann eða aðra stjórnar- menn fyrirtækja sem kosnir hefðu verið á hluthafafundi til eins árs í senn. Lét hún þessi ummæli falla í svari við fyrirspurn Jóhönnu Sigurð- ardóttur, þingmanns Samfylkingar- innar. „Kaupréttarsamningar eru gerðir til að tryggja að lykilstarfs- menn starfi hjá fyrirtækjum í tiltek- inn tíma,“ sagði ráðherra. „Geri þeir það ekki fellur kaupréttur þeirra niður. Ef starfandi stjórnarmaður er felldur á hluthafafundi, sem leiðir til þess að hann starfar ekki áfram fyrir félagið, fellur kaupréttur hans jafn- framt niður.“ Ráðherra sagði þó að hún teldi rétt að vandlega verði farið yfir þetta mál sem og önnur álitaefni sem koma upp í tengslum við gerð kaup- réttarsamninga. „Álitaefnin eru mý- mörg enda eru kaupréttarsamningar vandmeðfarnir. Kaupréttarsamn- ingar hafa á síðustu árum hækkað laun forstjóra stórkostlega, sérstak- lega í Bandaríkjunum. Því er rík ástæða fyrir Alþingi að skoða það of- an í kjölinn hvernig staðið er að gerð slíkra samninga. Þessi vinna er þeg- ar hafin í viðskiptaráðuneytinu.“ Varar við því að hömlur verði settar Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaði eindreg- ið við því að settar yrðu hömlur á gerð kaupréttarsaminga. Hann sagði slíka samninga mikilvæga. Sérstaklega fyrir fyrirtæki í nýsköp- un. Í slíkum fyrirtækjum veitti ekki af því að setja allt hlutafé í fram- leiðslu og markaðssetningu vörunn- ar. Og til að fá hæfa lykilmenn til starfa í slíkum fyrirtækjum þyrfti að binda þá fyrirtækinu með loforðum um kauprétt. Mýmörg álitaefni vegna kaupréttarsamninga Morgunblaðið/Jim Smart VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra sagði á Alþingi í gær að í bígerð væri að innleiða sambærilegt ákvæði í reglur um ársreikninga lífeyrissjóða og gilda nú um reikningsskil lánastofnana þar sem skylt er að upplýsa um heildarfjárhæð launa og þóknana til stjórnarmanna og stjórnenda, sundurliðað niður á einstaka stjórnarmenn. Valgerður lét þessi ummæli falla í svari við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, Samfylk- ingu. Ráðherra sagði að skv. reglum um reikningsskil lánastofnana væri skylt að upplýsa um heildarfjárhæð launa og þóknana til stjórnar- manna og stjórnenda sundurliðað niður á einstaka stjórnarmenn og stjórnendur. „Reglurnar gilda um viðskiptabanka, sparisjóði, lánafyr- irtæki og rafeyrisfyrirtæki frá og með yfirstandandi reikningsári. Reglurnar eru opinberar og öllum aðgengilegar. Í bígerð er að inn- leiða sambærilegt ákvæði í reglur um ársreikninga lífeyrissjóða og er stefnt að því að slíkt ákvæði taki gildi frá og með reikningsárinu 2004. Setning reglna af þessu tagi fyrir vátryggingafélög heyrir hins vegar undir viðskiptaráðuneytið og er stefnt að því að setja sambæri- legar reglur og fyrir lánastofnanir og lífeyrissjóði.“ Reglur um laun stjórnenda lífeyrissjóða í bígerð ÞINGFUNDI á Alþingi var frest- að tvívegis í gærdag vegna þess að ekki voru nógu margir stjórn- arliðar í þinghúsinu til að greiða atkvæði um umdeilt frumvarp um tryggingagjald. Þingfundur átti að hefjast kl. 13.30 með atkvæða- greiðslu um einstakar greinar frumvarpsins. Síðan átti að vísa frumvarpinu til þriðju og síðustu umræðu. Rétt áður en fundurinn átti að hefjast kom í ljós að 28 stjórn- arliðar voru í húsinu og 28 stjórn- arandstæðingar. Það þýddi að efn- isgreinar frumvarpsins myndu falla á jöfnu í atkvæðagreiðslu. Var þá gripið til þess ráðs að fresta þingfundi, þar til fleiri stjórnarliðar skiluðu sér í hús. Þingfundur hófst síðan kl. 13.51 eða 21 mínútu eftir áætlun. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði þá Guð- mund Árna Stefánsson, varafor- seta þingsins, sem sat í forseta- stól, hverju seinkunin sætti. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, kvaddi sér þá hljóðs og sagði: „Herra forseti. Ég vil upplýsa að það er vegna þess að mér seinkaði og hef þess vegna valdið þessum töfum á þingstörfum.“ Guðmundur Árni upplýsti ennfremur að beiðni hefði komið fram um að fresta fundi þar sem nokkrir þingmenn sem ætluðu að taka þátt í at- kvæðagreiðslunni yrðu seinir fyrir. „Forseti varð við því,“ sagði hann. Að því búnu fór atkvæðagreiðslan fram og voru efnisgreinar frum- varpsins samþykktar með 30 at- kvæðum stjórnarliða gegn 28 at- kvæðum stjórnarandstæðinga. Frumvarpinu var síðan vísað til þriðju umræðu. Nánar er skýrt frá frumvarpinu annars staðar á þingsíðunni. Stjórnarliðar seinir SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra staðfesti á Alþingi í gær að komið hafi fram hjá rússneskum að- ilum á óformlegum fundi í Mílanó í gærmorgun að sú yfirlýsing sem Andrei Illarionov, efnahagsráðgjafi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, gaf um að Rússar gætu ekki fullgilt Kyoto-bókunina óbreyttan væri per- sónuleg afstaða hans en ekki opinber afstaða Rússa. Þetta kom fram í svari Sivjar við fyrirspurn Kolbrúnar Hall- dórsdóttur, þingmanns VG. Siv bætti því við að ef svo færi, að Rússar neit- uðu að fullgilda Kyoto-bókunina gæti það gefið fleiri þjóðum tækifæri til að gera slíkt hið sama, því þá gætu m.a. komið fram sjónarmið um skerta samkeppnisstöðu. Umhverfisráðherra um Kyoto Persónuleg afstaða Illarionovs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.