Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. K aupmáttur launa hefur hækkað um 11,3% frá ársbyrjun 2000, en þá voru kjarasamningar sem nú eru flestir að renna úr gildi gerðir. Þetta þýðir að kaupmáttur hefur aukist um u.þ.b. 3% á ári á samningstímabilinu. Sam- kvæmt tölum Hagstofunnar hefur kaupmáttur opinberra starfsmanna aukist á tímabilinu um 12,1%, en kaupmáttur fólks á almennum vinnumarkaði hefur aukist um 8,2%. Tölur Kjararannsóknanefndar og Kjararannsóknanefndar opinberra starfsmanna benda til að kaupmátt- araukningin sé jafnvel ívið meiri. Fyrstu kjarasamningarnir á al- mennum markaði voru gerðir í upp- hafi árs 2000. Segja má að samning- ar Flóabandalagsins við vinnuveitendur hafi að nokkru leyti gefið tóninn, en þeir voru undirrit- aðir í mars árið 2000. Þorri félaga á almennum markaði lauk gerð samn- inga fyrir vorið. Kjarasamningar op- inberra starfsmanna runnu út síðar og flest félög opinberra starfsmanna luku ekki samningsgerð fyrr en á árinu 2001. Segja má að framhalds- skólakennarar hafi að nokkru leyti rutt brautina en þeir gerðu kjara- samninga í árslok 2000 eftir löng og hörð verkfallsátök. Það er fróðlegt að skoða árangur af þessum kjarasamningum nú þeg- ar þeir eru almennt að renna út. Þess ber þó að geta að samningar opinberra starfsmanna renna ekki úr gildi fyrr en á næsta ári og raunar er dæmi um samninga sem gilda til ársins 2005. Sá samanburður sem hér er gerð- ur er miðaður við 1. janúar árið 2000 og gildir jafnt um þá sem sömdu á því ári og þá sem sömdu ári síðar. Miðað er við tölur fyrir annan árs- fjórðung 2003 hvað varðar tölur Kjararannsóknanefndar, sem mælir laun á almennum vinnumarkaði. Launatölur frá Kjararannsókna- nefnd opinberra starfsmanna miðast við maímánuð 2003. Ekki er miðað við júnímánuð vegna þess að þar er farið að gæta sumarleyfa starfs- manna, en þau hafa áhrif á meðal- talsútreikninga og gefa því ekki rétt- an samanburð. Þó að tölur þessara tveggja nefnda séu í aðalatriðum saman- burðarhæfar er nauðsynlegt að hafa í huga að tölur Kjararannsókna- nefndar eru byggðar á úrtaki frá rúmlega 150 fyrirtækjum og á grundvelli þessara talna eru reiknuð meðaltöl. Tölur Kjararannsókna- nefndar opinberra starfsmanna eru fengnar úr launabókhaldi ríkisins og Reykjavíkurborgar og sýna því raunverulega greidd meðallaun allra sem starfa hjá þessum tveimur vinnuveitendum. Þegar horft er á einstaka hópa opinberra starfs- manna þarf að hafa í huga að yfir- vinna getur dreifst misjafnlega milli mánaða. Þetta á t.d. við um grunn- skólakennara sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Við útreikning á heildarlaunum þeirra á þessu ári í töflunni sem fylgir greininni er því miðað við meðaltal heildarlauna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Vinnutími verkafólks hefur lengst Eitt af þeim atriðum sem Flóa- bandalagið lagði megináherslu á við gerð kjarasamninga í mars 2000 var að lægstu launataxtar yrðu hækkað- ir sérstaklega. Þetta var í samræmi við samninga sem gerðir voru árið 1997. Þá voru laun á lægstu töxtum tæpar 53.000 krónur á mánuði. Lág- markslaun eru í dag um 93.000 á mánuði. Forsendur fyrir því að hækka lægstu laun þetta mikið voru að sjálfsögðu þær að launahækkan- irnar gengju ekki upp allan launa- skalann. Tölur um launabreytingar verkafólks benda ekki til þess að all- ur hópurinn hafi hækkað í samræmi við hækkun lægstu launa. Álykta má sem svo að launabilið innan hópsins hafi minnkað og töxtunum hafi verið „þjappað saman“, eins og raunar stefnt var að. Hækkun lægstu launa segir hins vegar ekki nema takmarkaða sögu um hvernig hefur gengið að hækka þá sem eru á lágum launum því sem betur fer eru tiltölulega fáir á allra an vinnudag fyrir fjóru þannig að þessi breyting engan hátt talist jákvæð. V verkafólks hefur lengst klukkustundir frá ársbyrj en vinnuvika iðnaðarman hins vegar styst um 2,8 s sama tímabili. Í dag vinnu fólk 48,6 tíma á viku en stj vinna t.d. 39,6 tíma á vik lægstu töxtunum. Ef eingöngu er horft á verkafólk sem á aðild að ASÍ þá hafa dagvinnulaun þessa stóra hóps hækkað um 27,3% frá því að samningar voru gerðir í ársbyrjun 2000. Meðaldagvinnulaun verkafólks eru í dag um 143 þúsund á mánuði. Hækkun dagvinnulauna verkafólks er heldur minni en annarra hópa ef sérfræðingar eru undanskildir en dagvinnulaun þeirra hafa einungis hækkað um 16,5%. Dagvinnulaun iðnaðarmanna hafa hækkað aðeins meira en verkafólks, en dagvinnu- laun verslunar- og skrifstofufólks hafa hækkað um rúmlega 31% sem er heldur meiri hækkun en hjá verkafólki. Heildarlaun verkafólks hafa hins vegar hækkað nokkru meira en ann- arra stétta eða um 34,5% á meðan heildarlaun iðnaðarmanna hafa hækkað um 17% og heildarlaun af- greiðslufólks hafa hækkað um 25,3%. Hér er hins vegar nauðsyn- legt að hafa í huga að meðalvinnu- tími verkafólks hefur lengst á þessu tímabili. Vinnutími allra annarra stétta innan ASÍ hefur hins vegar styst nema sérfræðinga sem vinna örlítið lengri vinnuviku en þeir gerðu í ársbyrjun 2000. Verkafólk og iðn- aðarmenn unnu að meðaltali lengst- Tæplega fjögur ár eru síðan kjarasamningar v Kaupmáttu aukist um frá árinu Markmið þeirra sem gerðu síðustu kaupmátt launa hefur gengið eftir, e um 11,3% frá ársbyrjun 2000. Í sam kemur fram að vinnutími hjá flestum hefur hins vegar lengst hjá almenn lengstan vinnudag a Vinnuvika iðnaðarmanna hefur styst um 2,8 klukkutíma á síðus vika verkafólks lengst um 0,7 tíma. Vinnuvika nær allra annarr    " 234 ,       > ? 9*. L) )3 ?* )" *. 4*"* *. MB 42*B) 4-.  ,   >9 ?9 @A +   3 4-=) 4*"3 *27""* 4*"3 *25-1 >9 ?9 @A ;'= *B) '". -= *B) 30,"". +". 0-'51 ( ". 0-'51 4-=0="B " B" B .*"" D-,.3  D- .3 "         "     4 $+5$ 4! 0111  25$ 4! 0112 9*. L) )3 ?* )" *. 4*"* *. MB 42*B) 4-.  ,  5     *+, "  " ""     **, 6 "5 718, 908: 918, 9082 928; 7180 9281 9+81 0111 0112 KYOTO-BÓKUN Í HÆTTU Það hefur legið fyrir um nokkurtskeið að afstaða Rússa muniráða úrslitum um afdrif Kyoto- bókunarinnar um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Helsti efna- hagsráðgjafi Vladimírs Pútíns Rúss- landsforseta, Andrei Illiarionov, lýsti því yfir í fyrradag að Rússar gætu ekki fullgilt bókunina. Ekki virðist enn ljóst hvort um endanlega afstöðu rússneskra stjórnvalda sé að ræða en ef sú er raun- in er Kyoto-bókunin í uppnámi þar sem nauðsynlegt er að iðnríki sem standa fyrir alls 55% af útblæstri gróðurhúsa- lofftegunda verði að fullgilda hana. Rússar hafa að undanförnu gefið út misvísandi yfirlýsingar um afstöðu sína til Kyoto-bókunarinnar. Á loftslagsráð- stefnu í Moskvu í október lýsti Pútín því sjálfur yfir í ræðu við setningu ráð- stefnunnar að Rússlandsstjórn væri enn að vega og meta kosti og galla þess að fullgilda bókunina. Það er skoðun margra rússneskra efnahagssérfræð- inga, með Illiarionov fremstan í flokki, að bókunin muni dæma Rússa til „fá- tæktar“ og koma í veg fyrir að þeir nái sér á strik efnahagslega, líkt og Illiar- ionov orðaði það í október. Í gær tjáði aðstoðarefnahagsráðherra Rússlands, Mukhamed Tsikhanov, sig um málið og sagði Rússa „færast í átt til staðfest- ingar“ bókunarinnar. Kyoto-bókunin hefur verið umdeild frá upphafi. Ljóst hefur verið um nokk- urra ára skeið að Bandaríkin myndu ekki samþykkja samkomulag er þau teldu að myndi draga úr hagvexti í landinu og jafnframt hafa Bandaríkin lagt áherslu á að þróunarríki yrðu að vera hluti af heildarsamkomulagi um gróðurhúsalofttegundir, en þau eru undanskilin í Kyoto-bókuninni. Sam- þykkti öldungadeild Bandaríkjanna ályktun þessa efnis á sínum tíma með 99 atkvæðum gegn einu. Ekkert bendir til að afstaða öldungadeildarinnar hafi breyst en hún staðfestir alla alþjóðlega sáttmála er Bandaríkin eiga aðild að. Þá hefur George W. Bush Bandaríkja- forseti sömuleiðis lýst því yfir að Bandaríkin hafi ekki hug á að gerast aðilar að bókuninni. Þar sem Bandarík- in standa fyrir um fjórðungi af út- blæstri gróðurhúsalofftegunda í heim- inum hefur ávallt legið fyrir að án þeirra myndi samkomulag koma að takmörkuðu gagni. Ef Rússar snúa sömuleiðis baki við Kyoto er ljóst að jafnvel þótt þau ríki er hyggjast full- gilda bókunina myndu framfylgja skil- málum hennar myndi það einungis skila mjög takmörkuðum árangri ekki síst í ljósi þess að búist er við stór- auknum útblæstri á næstu árum og áratugum frá ríkjum á borð við Kína og Indlandi, sem ekki þurfa að lúta skil- málum Kyoto. Sá vandi er Kyoto var ætlað að taka á hverfur hins vegar ekki heldur eykst hættan á loftslagsbreytingum þvert á móti með hverju ári sem líður án þess að gripið sé til aðgerða. Það væri hættuleg þróun ef snúið yrði baki við markmiðum Kyoto. Margt bendir hins vegar til að jafn- vel í Bandaríkjunum hafi stjórnvöld auknar áhyggjur af þróuninni. Banda- ríkin hafa varið æ hærri fjárhæðum til rannsókna á þessu sviði og jafnframt sýnt endurnýjanlegum orkugjöfum á borð við vetni aukinn áhuga. Sá áhugi byggist ekki einungis á umhyggju fyrir umhverfinu heldur einnig áhyggjum af því hversu háð Bandaríkin eru orðin olíuframleiðendum í Mið-Austurlönd- um og þar með hinni pólitísku þróun þar. Hættan á loftslagsbreytingum snert- ir öll ríki veraldar. Í þeim efnum getur enginn firrt sig ábyrgð. Það er því mik- ilvægt að haldið verði áfram að finna niðurstöðu sem skilar þeim markmið- um sem stefnt er að. HÆFILEGUR TÍMI? Frá því var sagt í Morgunblaðinu ífyrradag að nýtt tryggingafélag á markaðnum, Íslandstrygging, hefði í desember í fyrra sent Samkeppn- isstofnun kæru vegna viðskiptahátta tryggingafélaga, sem fyrir voru á markaðnum. Farið var fram á bráða- birgðaúrskurð í málinu, en Sam- keppnisstofnun setti málið í venju- lega meðferð. Í maí síðastliðnum – fyrir meira en hálfu ári – sendi stofn- unin Íslandstryggingu bréf og til- kynnti að gagnaöflun væri lokið og málið yrði lagt fyrir næsta fund sam- keppnisráðs. Síðan hefur ekkert heyrzt af því. Í Morgunblaðinu í gær kemur fram í máli Regins Mogensen, starfsmanns Samkeppnisstofnunar, að ekki sé hægt að gefa upp nákvæmlega hve- nær málinu ljúki. „ … þetta er vissu- lega of langur tími en samt ekkert óhóflega,“ segir Regin í fréttinni. Í því tilviki, sem hér um ræðir, er auðvitað um alltof langan tíma að ræða. Lítið fyrirtæki, sem reynir að hasla sér völl á tryggingamarkaði, heldur því fram að stórir keppinautar þess beiti ólögmætum aðgerðum til að losna við samkeppni. Hér skal að sjálfsögðu engin afstaða tekin til þess hvort Íslandstrygging hefur eitthvað til síns máls, en það er auðvitað óþol- andi fyrir fyrirtækið að svo langan tíma skuli taka að fá svar. Það er raunar líka óþolandi fyrir hin trygg- ingafélögin, sem liggja undir ásök- unum um brot á samkeppnislögum. Þetta er eitt af of mörgum dæmum um að rannsókn mála hjá opinberum eftirlitsstofnunum tekur alltof langan tíma. Þær stofnanir, sem hafa með höndum eftirlit með æ margbrotnara viðskipta- og athafnalífi, t.d. Sam- keppnisstofnun, efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, skattrannsókna- stjóri og Fjármálaeftirlitið, eru of- hlaðnar verkefnum. Þær þurfa að hafa bæði mannskap og fjármuni til að fást sem skyldi við mál, sem oft eru flókin og erfið viðfangs. Þessar stofnanir þarf að styrkja til þess að þær geti lokið málum á styttri tíma. Ein af grundvallarreglum réttar- ríkisins er að sá, sem borinn er sök- um, fái réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Það eru hagsmunir allra; þeirra sem bera fram kærur, þeirra sem eru til rannsóknar vegna gruns um ólögmætt athæfi af ein- hverju tagi og alls almennings, að málsmeðferð hjá eftirlitsstofnunum og lögreglu taki eins skamman tíma og hægt er, ekki síður en málsmeð- ferð fyrir dómi sem sérstaklega er vísað til í stjórnarskránni. Stjórnvöld verða að búa opinberum eftirlits- stofnunum þá aðstöðu að þær geti sinnt skyldum sínum betur og lokið málum á skemmri tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.