Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Gídeon á Hornafirði | Gídeonfélagið á Ís- landi hefur nú komið á fót félagsdeild á Hornafirði og er þar með fyrsta deild fé- lagsins á austanverðu landinu. Félagið starfar því nú í 18 deildum vítt og breitt um landið. Hlutverk deildanna er að sinna starfsemi félagsins á sínu landsvæði eða borg- arhluta en helmingur deild- anna starfar á höfuðborg- arsvæðinu. Árlega gefur Gídeonfélagið á Íslandi tæp- lega 10.000 eintök af Nýja testamentinu hér á landi, auk þess að kosta árlega, hin síðari ár, kaup á 15.000 til 25.000 eintökum af Nýja testamentinu á erlendum tungu- málum sem komið er í umferð þar sem þörf- in er metin mest í heiminum hverju sinni. Formaður hinnar nýstofnuðu fé- lagsdeildar Gídeonfélagsins á Hornafirði er Þorvaldur Viktorsson, skólastjóri Nesja- skóla. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Hætta í kortagerð | Orkustofnun telur hlutverki sínu á sviði almennrar kortagerð- ar lokið. Því var ákveðið að stofnunin af- henti Landmælingum Íslands öll gögn við- komandi landmælingum í trausti þess að Landmælingar Íslands verði efldar til þeirr- ar forystu í almennri kortagerð sem þörf er á, eins og segir á heimasíðu Orkustofnunar. Þar með lýkur sögu landmælinga á Orku- stofnun. Landmælingagögn Orkustofnunar verða formlega afhent Landmælingum Ís- lands hinn 5. desember nk. Lesið í Langbrók | Það er einkar jólalegt að fara á bókamessu í Kaffi Langbrók í Fljótshlíðinni. Stjörnubjartur himinn, norð- urljós og brakandi snjór tók á móti gest- um sem komnir voru til að hlýða á skáldin lesa úr nýútkomnum bókum sínum í byrjun jólaföstu. Skáldin Þorsteinn frá Hamri, Sigurður Pálsson, Sigurbjörg Þrastardóttir og Vigdís Gríms- dóttir lásu úr verkum sínum á fyrstu bóka- messunni á þessari jólaföstu en næstu helgi og síðar í desember munu fleiri skáld koma og lesa úr verkum sínum. Gengilbeinur á kaffihúsinu skemmtu gestum einnig með því að syngja nokkur jólalög og boðið var upp á ljúffenga síldarrétti að hætti hússins. Á myndinni eru Þorsteinn og Sigurbjörg. Nemendur Mennta-smiðjunnar áAkureyri verða með opið hús á laug- ardaginn, 6. desember, frá kl. 13.30 til 17.30 í húsnæði smiðjunnar að Glerárgötu 28. Þar verður afrakstur námsannarinnar til sýnis m.a. í formi handverks og myndlistar auk þess sem nemendur bregða á leik með ýmsum uppá- komum. Léttar veitingar eru einnig í boði. Menntasmiðja kvenna hefur verið starfrækt síð- an haustið 1994 og er fjöldi þeirra kvenna sem numið hafa þar að nálg- ast 300. Nám í Mennta- smiðjunni hefur fest sig í sessi og er hug- myndafræði hennar orð- in fyrirmynd á sviði sí- menntunar bæði innan lands og utan, segir í til- kynningu frá Mennta- smiðjunni. Menntasmiðjan Grundarfjörður | Þórunn Kristinsdóttir, verkakona í Grundarfirði, gaf nýverið út sína fyrstu bók. Þetta er barnabókin Grána litla. Grána litla er hugljúf saga um tímabil í ævi kindarinnar Gránu frá fæðingu fram á full- orðinsár og samskipti hennar við mannfólkið og náttúr- una. Í bókinni eru myndskreytingar eftir Þuríði Unu Pétursdóttur frá Húsavík. Þórunn og maður hennar, Guðmundur, sem búa í Grundarfirði, stunda fjárbúskap í frístundum á jörðinni Hálsi sem stendur undir Kirkju- fellinu rétt vestan við Grundarfjörð. Að sögn Þórunnar var kveikjan að bókinni um Gránu litlu „sú neikæða umræða um sauðkindina sem dunið hefur á landslýð í sífellu undanfarin ár“. Þórunn er formaður verkalýðs- félagsins Stjörnunnar í Grundarfirði. Hún annast sjálf útgáfu og dreifingu á bókinni um Gránu. Á myndinni áritar Þórunn bók sína í Hrannarbúðinni sl. laugardag. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Gefur út sína fyrstu bók Baldur Garðarssonsegist mjög upp-tekinn af upplýs- ingatækninni og mögu- leikum hennar. Hún geti hugsanlega leyst vanda- mál varðandi andleg sam- skipti: Bráðum tekur vetur völd, veðrin óblíð geisa, tölvubréf á tækniöld, tel ég vandann leysa. En ef um er að ræða fýsisk samskipti, þá segist hann ekki hafa fundið viðunandi lausn enn. Ef til vill felst hún í að senda jólakort. Aðalsteinn L. Valdimarsson páraði hringhendu í kort: Árin svífa okkur frá ævin stíf þó reynist. Mun enn hrífa mannleg þrá meðan lífið treinist. Bjarni Stefán Konráðs- son rifjar upp ánægjuleg kynni og ljóðadund í korti sem hann skrifaði Aðal- steini: Með vinarlund við ljóðadund löngum bundum gaman. Glaðir undum eina stund við endurfundi saman. Á tækniöld pebl@mbl.is Ólafsvík | Pakkhúsið í Ólafsvík var opnað aftur eftir haustmán- uðina fyrsta sunnudag í aðventu og verður opið fram á Þorláks- messu með svokallaðri ,,jóla- föstu“. Húsið hefur verið sett í jólabúninginn og þar er kallað fram andrúm liðinna alda og gamaldags jólastemning. Pakk- húsið, sem er tæplega 160 ára gamalt, er á þremur hæðum en Byggðasafn Snæfellsbæjar er á miðhæðinni og í risinu. Á jarð- hæðinni má segja að sé miðstöð menningar og lista í Snæfellsbæ en þar er rekin krambúð sem nú er full af íslensku handverki og listmunum, jólaskrauti og mun- um til jólagjafa. Þá er boðið upp á heitt súkkulaði og bakkelsi, bita af húskarlahangiketi, pip- arkökur, jólaglögg og harm- onikkutóna í kaffikróknum. Sýn- ingin Yl me – skapandi flíkur eftir Kæju prýðir veggi jarðhæð- arinnar og mun standa yfir til jóla. Lifandi tónlistardagskrá verð- ur í boði á föstudagskvöldum í Pakkhúsinu. Dagskráin hefst 5. desember en þá spila Tveir milli strengja þægilega ,,kráartónlist“ með írsku ívafi. Hinn 12. desem- ber kl. 20.30 syngur Veronica Osterhammer, mezzósópran, létt jólalög við undirleik Friðriks V. Stefánssonar og 19. desember spilar Jazzband Ólafsvíkur fyrir gesti. Að lokum syngur jóla- sönghópur úr Kirkjukór Ólafs- víkur hátíðleg jólalög á Þorláks- messukvöld. Jólafasta Pakkhússins er nú haldin í annað sinn og ljóst að íbúar Snæfells- bæjar kunna vel að meta ilminn af þeim jólum sem ríkja í húsinu. Morgunblaðið/Elín Una 160 ára gamalt timbur, grenigreinar og ljósaseríur eru uppi- staðan í jólaskreytingum Pakkhússins í Ólafsvík. Djass, brass, skapandi flíkur og hangiket Jólastemmning Íslenskt handverk setur svip sinn á krambúðina. AÐ sögn lögreglunnar í Borgarnesi hefur þar aldrei verið lagt hald á meira magn af fíkniefnum en gert hefur verið í ár. Að hluta til er það vegna aukinnar löggæslu og virkni lögreglunnar í Borgarnesi við rann- sóknir fíkniefnamála en einnig er það vegna aukinnar meðferðar fíkniefna á svæðinu. Sérstaklega varhugaverð er sú staðreynd að lögreglan hefur verið að hald- leggja sterkari efni svo sem E-pillur, am- fetamín og kókaín sem þýðir að eft- irspurn eftir slíkum efn- um er til staðar í um- dæminu, segir á heimasíðu Borgar- byggðar. Lagt hefur verið hald á rúmlega 40 grömm af kannabisefnum, 2 g af amfeta- míni, 10 g af kókaíni og rúmlega 20 E-pill- ur. „Það er eins og margir foreldrar hafi sofnað á verðinum og þekki t.d. alls ekki einkenni þeirra sem eru í fíkniefnaneyslu,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Borgarnesi. „Það er nauðsynlegt að foreldrarnir hugi að því í hvaða félagsskap unglingarnir þeirra sækja og hverja þeir umgangast frá degi til dags. Það er hægt að fullyrða að séu ung- lingar í félagsskap við þá sem eru í fíkni- efnaneyslu eða hafa verið í slíkri neyslu, þá séu viðkomandi komnir í áhættuhóp og miklar líkur séu til þess að viðkomandi byrji að fikta við fíkniefni sem síðan leiðir oftast út í aukna fíkniefnaneyslu.“ Ábyrgð foreldra er mikil „Ábyrgð þeirra foreldra eða húsráðenda sem „umbera“ fíkniefnaneyslu í sínum hús- um er mikil og nær langt út fyrir börn þeirra eða ættingja. Hvetur lögreglan for- eldra sem og aðra ábyrgðarmenn barna og ungmenna til að líða ekki fíkniefnaneyslu í sínum húsum og uppræta þennan vágest með því að taka ábyrga afstöðu gegn fíkni- efnum,“ segir á heimasíðunni. Í gærkvöldi átti að halda forvarnarfund í félagsmiðstöðinni Óðali, en fundurinn tengdist Marita-verkefni sem fyrirhugað er að kynna í Grunnskóla Borgarness og Varmalandsskóla. Meira tekið af fíkniefnum í Borgarnesi en áður      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.